Morgunblaðið - 09.09.1984, Síða 70
74
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984
VERDLÆKKUN Á
KÚPLINGSDISKUM.
DÆMI UM VERÐ:
KUPLINGSDISKUR í VW GOLF KR: 880
Myndlistaskólinn
í Reykjavík
Tryggvagötu 15, 101 Reykjavík, 6. hæð, sími:
11990.
Kennsla hefst mánudaginn 1. október. Kennt veröur í eftirtöld-
um deildum.
Börn 6—10 ára mánud. og miðvikud. kl. 10—11.30.
Börn 6—10 ára þriðjud. og fimmtud. kl. 9—10.30.
Börn 10—12 ára mánud. og miövikud. kl. 16—17.30.
Börn 8—11 ára þriöjud. og fimmtud. kl. 16—17.30.
Börn 11—13 ára þriöjud. og fimmtud. kl. 18—19.30.
Unglingar 14—16 ára mánud. og miövikud. kl.
18—19.30.
Teiknun fyrir byrjendur:
Þriöjud. og fimmtud. kl. 17.30—19.45 Undirbúnings-
deild
Þriöjud. og fimmtud. kl. 20.00—22.15 Undirbúnings-
deild
Mánud. og miðvikud. kl. 17.30—19.45 Modelteiknun
Þriðjud. og fimmtud. kl. 17.30—19.45 Modelteiknun
Framhald I:
Mánud. og miövikud. kl. 20.00—22.15 Hlutateiknun
Mánud. og fimmtud. kl. 20.00—22.15 Modelteiknun
Þriöjud. kl. 20.00—22.15 Modelteiknun
Framhald II:
Laugardaga kl. 9.00—12.00 og fimmtud. kl.
20.00—21.30 teiknun o.fl. heimaverkefni.
Laugardaga kl. 9.00—12.00 Dúkrista, ætlaö nemendum
meö teikniundirstööu.
Málun, olía:
Miövikudaga kl. 17.00-22.00 Málun I
Þriöjud. og föstud. kl. 17.00-19.15 Málun II
Fimmtudaga kl. 17.00—19.15 Málun III
Mótun, byrjendur:
Þriöjud. og fimmtud. kl. 17.00—19.15 Mótun
Miövikud. kl. 17.00—20.00 Modelteiknun
Kennsla eftir samkomulagi.
Fyrirlestrar á laugardögum ætlaöir nemendum úr öllum
deildum.
Innritun hefst mánudaginn 10. september.
Opiö frá kl. 9.00—16.00. Sími 11990.
Skólastjóri.
Lagt úr höfn í fyrsta sinn.
Skipasmiðja Þórshafnar í Færeyjum:
Þýðingarmíkð fyrir-
tæki fyrir land og þjóð
Skipasmiðja Þórshafnar í F«r-
eyjum, afhenti útgeröarfélaginu
Fósturvarða, Miðvági, nýsmíðaðan
skuttogara við hátíðlega athöfn í
Þórshöfn í sumar og fékk skipið
nafnið Fósturvarði. Eftir nafngift-
ina fór skipið í reynsluferð. Var
blm. Mbl. með í þeirri för og átti
stutt spjall við Sören P. Sörensen,
verkfræðing, um sögu, þróun og
stöðu Skipasmiðju Þórshafnar, en
hann hefur verið einn af leiðandi
verkfræðingum hennar síðastliðin
16 ár og hafði einmitt yfirhönd
með smíði þessa nýja togara.
„Þessi togari er 25. nýsmíðin
sem fram fer í Skipasmiöju
Þórshafnar. Smiðjuna stofnaði
Kjartan Mohr skipasmiður 1936,
en eftir dauða hans í mai 1979,
tók sonur hans, Poul Mohr, við
stjórninni," sagði Sören. „Ms
Von hét fyrsta skipið sem smíð-
að var hér og var það fullgert
1939. Þetta var viðarskip 80—90
tonna, byggt fyrir Sigurd Sim-
onsen úr Fuglafirði, en hann
ættu margir íslendingar að
kannast við. Fram til 1959 voru
byggð viðarskip í smiðjunni þar
til 1960 að smiðjan sjósetti
fyrsta stálskipið sem byggt var í
Færeyjum. Nú eru þau orðin 19
talsins og er þá meðtalið það
skip sem við erum að reyna hér í
dag.
Fósturvarði er 32,45 metrar á
lengd, 8 metrar á breidd og fjórir
metrar á dýpt. Lestin rúmar
1.900 kassa eða 120 tonn í köss-
um. Vistarverur eru í skipinu
fyrir 9 manna áhöfn. Vél skips-
ins er MWM 1.183 hestöfl með
900 snúninga á mínútu, sem með
niðurgírun dregur skrúfuöxulinn
200 snúninga á mínútu. Þetta
gefur skipinu hraðann 13 mílur
og 17,5 tonna togkraft miðað við
kyrrstætt skip. Spil skipsins er
færeysk smíði frá „Oil Wind“ f
Miðvági. Brúin er vel búin sigl-
ingatækjum, má þar nefna tvo
radara, tvo bergmálsmæla, tvær
VHF-talstöðvar, tvær loran C,
hraðamæli, giró-kompás og
radíósíma. Þá er mikið gert til
að fá sem besta vinnuhagræð-
ingu bæði á trolldekki og fiskað-
gerðardekki.
— Hversu margir starfa 1
Skipasmiðju Þórshafnar?
„I dag starfa 150 manns í
skipasmiðjunni við nýsmíði sem
Rætt við Sören
P. Sörensen
verkfræðing
er um 35% verkefna og við við-
gerðir sem eru um 65%. Það seg-
ir sig sjálft að fyrirtæki, sem
skapar svo mörgu fólki vinnu
auk þess sem það útvegar
smærri fyrirtækjum verkefni
sem tengjast skipasmíðinni, er
þýðingarmikið fyrir bæ eins og
Þórshöfn. Og fyrir landið hefur
það líka mikla þýðingu að geta
byggt sín eigin skip, og nægir
þar að nefna gjaldeyrissparnað."
— Hvernig gengur að fá sér-
menntað fólk til starfa?
„Það gengur frekar erfiðlega.
Við erum alltaf með lærlinga í
vélsmíði hjá okkur en það er
ekki létt að halda þeim eftir að
þeir eru útlærðir. Það hefur sýnt
sig að meginpartur þeirra fer
áfram í vélstjóraskóla og þaðan
á sjóinn. En það verð ég að segja
að þrátt fyrir að þetta valdi
ákveðnum erfiðleikum við skipa-
smiðjuna er ekki hægt annað en
að telja það jákvætt fyrir okkur
Færeyinga, þjóð, sem lifir af
fiskveiðum, að menn velji heldur
að vinna á sjó en í landi."
— Hefur Skipasmiðja Þórs-
hafnar næg verkefni við að fást?
„Já, seinustu 15—20 árin hefur
ekki skort verkefni. Þó hafa á
seinustu þremur árum komið
tímabil þar sem minna hefur
verið að gera. Held ég að það
megi aðallega rekja til þeirra
breytinga sem orðið hafa á fisk-
veiðum. í stað fjarveiði tíðkast
nú heimaveiði æ meir, þannig að
í stað þess að öll skip landi í
stærstu plássunum hefur hver
smábær nú sína fiskvinnslu og
um leið viðgerðarsmiðju fyrir þá
báta sem þar landa. Þetta eykur
því enn gildi nýsmíðar við Skipa-
smiðju Þórshafnar því með
henni er hægt að nýta starfs-
kraftinn þegar lítið er að gera
við viðgerðir."
Poul Monr forstjóri skipasmiðjunnar Þórshafnar við nafngift nýjasta
togara smiðjunnar.