Morgunblaðið - 24.10.1984, Page 4

Morgunblaðið - 24.10.1984, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1984 Kristján Eiríks son hrl. KRISTJÁN Eiríksson, hæstaréttar- lögmaður, lést á Landspítalanum t Reykjavík 18. október síðastliðinn eftir nokkurra vikna legu. Hann fæddist á Sauðárkróki 7. september 1921, sonur hjónanna Eiríks Kristjánssonar, kaup- manns, og Maríu Þorvarðardóttur. Þau fluttu síðar til Akureyrar og Kristján varð stúdent frá Mennta- skólanum þar árið 1941. Hann lauk lögfræðiprófi frá Háskóla ís- lands 1948 og nam svo félagarétt í París 1949—1950, en stundaði síð- an lögfræðistörf í Reykjavík og rak eigin málflutningsskrifstofu. Eftirlifandi kona hans er Eiríka Kristín Þórðardóttir. látinn Kristján Eiríksson Gísli Gestsson frá Hœli látinn Gísli Gestsson frá Hæli, fyrrver- andi safnvörður, lést í Reykjavík 4. október síðastliðinn. Gísli fæddist 6. maí 1907 að Hæli í Gnúpverjahreppi, sonur hjónanna Gests Einarssonar bónda þar og Margrétar Gísla- dóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1926 og stundaði nám við Poly- teknisk Læreanstalt í Kaup- mannahöfn árið 1930. Hann var ritari i Landsbanka íslands 1931—51 og safnvörður í Þjóð- minjasafni 1951—78, sem varafor- stöðumaður hin síðari ár. Gísli skrifaði margar ritgerðir, aðallega um fornleifarannsóknir í Árbók hins íslenska fornleifafélags og fleiri rit. Gísli kvæntist eftirlif- andi eiginkonu sinni, Guðrúnu Sigurðardóttur handavinnukenn- ara, 15. júlí 1905. Gísli Gestsson Einar Gestsson á Hœli látinn EINAR Gestsson, bóndi á Hæli í Gnúpverjahreppi, lést 14. október, 76 ára að aldri. Einar fæddist 15. október 1907 á Hæli í Gnúpverjahreppi. Foreldr- ar hans voru Gestur Einarsson bóndi á Hæli og Margrét Gísla- dóttir kona hans. Hann lauk gagn- fræðaprófi við Flensborgarskól- ann 1924 og stundaði verklegt nám á búgarði í Noregi 1927—28. Hann var ráðsmaður hjá móður sinni á Hæli 1929—37 en var bóndi á Hæli 2 frá 1937. Einar átti sæti í stjórn Ræktunarfélags Gnúpverja í mörg ár og ýmissa annarra félaga í þágu búnaðarmála í sveit sinni. Þá var hann lengi endurskoöandi Búnaðarbanka Islands og átti sæti í fulltrúaráði Kaupfélags Árnes- inga og Mjólkurbús Flóamanna. F.inar Gestsson Einar kvæntist eftirlifandi konu sinni, Höllu Bjarnadóttur, 12. júní 1937. Morguoblaaið/JAIfus. Verkfallsveröir loka skrifstofu byggingafulltráa Verkfallsverðir BSRB stóðu í gær fyrir aöaldyrum Skúlatúns 2 þar sem skrifstofa byggingafulltrúans i Reykjavfk er til húsa og vörnuðu þvf fólki inngöngu sem erindi átti við byggingafulltrúann. Þegar Júlfus ljósmyndari Morgunblaðsins tók þessa mynd fyrir utan húsið í gær voru tveir iðnaðarmenn, sem verkfallsverðir vörnuðu inngöngu, að ræða við verkfallsverðina, sem m.a. kröfðust þess að sjá hvaða skjöl þeir ætluðu með til byggingafulltrúa. Sfldarsöltunin: Rúmlega tvöfalt meiri en á sama tíma í fyrra Búlandstindur hæsta söltunarstöðin SÍLDARSÖLTUN var aðfaranótt síðastliðins sunnudags orðin rúm- lega tvöfalt íneiri en á sama tíma í fyrra, en veiðar í reknet og hringnót hófust bæði árin i upphafi október- mánaðar. Alls hafði á þessum tíma verið saltað í 65.121 tunnu en á sama tíma í fyrra í 29.136 tunnur. Aðfaranótt sunnudagsins var hæsta söltunarstöðin Búlands- tindur á Djúpavogi með 5.7% tunnur, önnur var Pólarsild á Fá- skrúðsfirði með 5.529 tunnur, þriðja var Friðþjófur á Eskifirði með 4.665 tunnur og fjórða var Þorbjörn í Grindavík með 4.583 tunnur. Mest hefur verið saltað í Grindavík, alls 13.243 tunnur í 5 söltunarstöðvum. Á Eskifirði hef- ur verið saltað i 8.148 tunnur i 6 stöðvum, á Reyðarfirði hefur verið saltað í 6.535 tunnur í 4 stöðvum, á Djúpavogi hefur verið saltað i 5.796 tunnur í einni stöð, á Fá- skrúðsfirði nemur söltunin 5.762 tunnum í 2 stöðvum og í Þorláks- höfn hefur verið saltað i 5.392 tunnur í 2 stöðvum. Lágmarksverð á síld til söltunar var í haust ákveðið 5,30 krónur fyrir kíló af fyrsta flokks sild og lækkar það síðan eftir því, sem síldin smækkar. Kaupendur greiða hins vegar tæpar 9 krónur fyrir hvert kíló af fyrsta flokks síld. Áætluð meðaltalshækkun síldarverðs frá síðasta gildandi verði er um 16%, þar með talin 6% greiðsla úr verðjöfnunardeild aflatryggingasjóðs. Að sögn Gunnars Flóvenz, framkvæmdastjóra Síldarútvegs- nefndar, hafa veiðarnar verið jafnar og lítið verið um toppa þrátt fyrir þessa miklu söltun. Árni Þórðarson fyrr- verandi skólastjóri látinn Árni Þórðarson, fyrrvcrandi skólastjóri Hagaskóla, er látinn. Árni fæddist 3. júní 1906 að Skálda- læk í Svarfaðardal, sonur Þórðar Kristins Jónssonar bónda og Guð- rúnar Lovísu Björnsdóttur. Árni stundaði nám við Hér- aðsskólann á Laugum, Lýðháskól- ann Askov, Bændaskólann á Hvanneyri og lauk kennaraprófi 1932. Hann stundaði einkakennslu í Reykjavík veturinn 1932—33. Hann var kennari við Miðbæj- arskólann í Reykjavík 1933—49 og skólastjóri Hagaskóla (Gagn- fræðaskólans við Hringbraut) 1949—67. Árni var stundakennari við Kennaraskólann 1967—72 og var stundakennari við ýmsa skóla samhliða aðalstörfum sinum. Árni átti sæti í stjórnum stéttarfélaga kennara í mörg ár og vann að ýmsum hagsmunamálum stéttar- innar. Hann skrifaði kennslubæk- ur í stafsetningu, stafsetningar- Árni Þórðarson orðabók og tók saman lestrarbæk- ur með fleirum. Árni kvæntist Ingibjörgu Einarsdóttur 15. október 1938. Sporin hræða — förum því hægt í framhaldið — segir forseti bæjarstjórnar Seltjarnarness „Við munum nú í rólegheitum skoða allar hliðar málanna gaumgæfilega, og flýta okkur af- ar hægt,“ sagði Magnús Er- lendsson forseti bæjarstjórnar er hann var spurður um gang samningamála í Seltjarnarnes- kaupstað. „Reyndar virðist meirihluti starfsmanna bæjarins vera vel fjáður, og því fagna ég innifega, því etgir nema þeir sem eiga sjooi góða undir koddanum, mundu ella ákveða tvisvar á hálfum mánuði að kjósa sjálfa sig í atvinnumissi, tekjuleysi og verkföll. Hinsvegar hefi ég mikla samúð með þeim starfsmönnum bæjarins sem samþykktu samningana og vildu hefja vinnu en fá ekki. Bæjaryf- irvöld gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að firra starfsmenn sína atvinnumissi, en allt kom fyrir ekki. í fyrsta lagi sam- þykkti bæjarstjórn sáttatillögu Ríkissáttasemjara, starfsmenn felldu þá tillögu með miklum meirihluta atkvæða. í öðru lagi samþykkti meirihluti bæjar- stjórnar að greiða starfs- mönnum laun fyrirfram fyrir októbermánuð. Sú ákvörðun virðist ekki hafa verið metin hið minnsta. í þriðja lagi óskaði ég Magnús Eriendsson eftir þvi að starfsmenn frestuðu fyrra verkfalli sínu um viku í von um að samningar næðust á því tímabili og starfsfólk bæjar- ins yrði ekki fyrir tekjumissi. Stj'órn starfsmannafélags hafn- aði þeirri beiðni. Og í fjórða og síðasta lagi samþykkti bæjar- stjórn samhljóða ásamt allri stjórn starfsmannafélagsins nýjan aðalkjarasamning, sem var betri en Reykjavíkursamn- ingurinn. Meirihluti starfs- manna felldi þennan samning. Fjónim sinnum hefur þar með ver- ið rétt fram sáttahönd af hendi bæjaryfirvalda, jafnoft slegið á þá sömu hönd. Sporin hræða, og við viljum reyna aö forðast að slegið verði í fimmta sinn á framrétta hönd til sátta. Það eru takmörk fyrir öllu“, sagði Magnús Er- lendsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.