Morgunblaðið - 24.10.1984, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 24.10.1984, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1984 Kristján Eiríks son hrl. KRISTJÁN Eiríksson, hæstaréttar- lögmaður, lést á Landspítalanum t Reykjavík 18. október síðastliðinn eftir nokkurra vikna legu. Hann fæddist á Sauðárkróki 7. september 1921, sonur hjónanna Eiríks Kristjánssonar, kaup- manns, og Maríu Þorvarðardóttur. Þau fluttu síðar til Akureyrar og Kristján varð stúdent frá Mennta- skólanum þar árið 1941. Hann lauk lögfræðiprófi frá Háskóla ís- lands 1948 og nam svo félagarétt í París 1949—1950, en stundaði síð- an lögfræðistörf í Reykjavík og rak eigin málflutningsskrifstofu. Eftirlifandi kona hans er Eiríka Kristín Þórðardóttir. látinn Kristján Eiríksson Gísli Gestsson frá Hœli látinn Gísli Gestsson frá Hæli, fyrrver- andi safnvörður, lést í Reykjavík 4. október síðastliðinn. Gísli fæddist 6. maí 1907 að Hæli í Gnúpverjahreppi, sonur hjónanna Gests Einarssonar bónda þar og Margrétar Gísla- dóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1926 og stundaði nám við Poly- teknisk Læreanstalt í Kaup- mannahöfn árið 1930. Hann var ritari i Landsbanka íslands 1931—51 og safnvörður í Þjóð- minjasafni 1951—78, sem varafor- stöðumaður hin síðari ár. Gísli skrifaði margar ritgerðir, aðallega um fornleifarannsóknir í Árbók hins íslenska fornleifafélags og fleiri rit. Gísli kvæntist eftirlif- andi eiginkonu sinni, Guðrúnu Sigurðardóttur handavinnukenn- ara, 15. júlí 1905. Gísli Gestsson Einar Gestsson á Hœli látinn EINAR Gestsson, bóndi á Hæli í Gnúpverjahreppi, lést 14. október, 76 ára að aldri. Einar fæddist 15. október 1907 á Hæli í Gnúpverjahreppi. Foreldr- ar hans voru Gestur Einarsson bóndi á Hæli og Margrét Gísla- dóttir kona hans. Hann lauk gagn- fræðaprófi við Flensborgarskól- ann 1924 og stundaði verklegt nám á búgarði í Noregi 1927—28. Hann var ráðsmaður hjá móður sinni á Hæli 1929—37 en var bóndi á Hæli 2 frá 1937. Einar átti sæti í stjórn Ræktunarfélags Gnúpverja í mörg ár og ýmissa annarra félaga í þágu búnaðarmála í sveit sinni. Þá var hann lengi endurskoöandi Búnaðarbanka Islands og átti sæti í fulltrúaráði Kaupfélags Árnes- inga og Mjólkurbús Flóamanna. F.inar Gestsson Einar kvæntist eftirlifandi konu sinni, Höllu Bjarnadóttur, 12. júní 1937. Morguoblaaið/JAIfus. Verkfallsveröir loka skrifstofu byggingafulltráa Verkfallsverðir BSRB stóðu í gær fyrir aöaldyrum Skúlatúns 2 þar sem skrifstofa byggingafulltrúans i Reykjavfk er til húsa og vörnuðu þvf fólki inngöngu sem erindi átti við byggingafulltrúann. Þegar Júlfus ljósmyndari Morgunblaðsins tók þessa mynd fyrir utan húsið í gær voru tveir iðnaðarmenn, sem verkfallsverðir vörnuðu inngöngu, að ræða við verkfallsverðina, sem m.a. kröfðust þess að sjá hvaða skjöl þeir ætluðu með til byggingafulltrúa. Sfldarsöltunin: Rúmlega tvöfalt meiri en á sama tíma í fyrra Búlandstindur hæsta söltunarstöðin SÍLDARSÖLTUN var aðfaranótt síðastliðins sunnudags orðin rúm- lega tvöfalt íneiri en á sama tíma í fyrra, en veiðar í reknet og hringnót hófust bæði árin i upphafi október- mánaðar. Alls hafði á þessum tíma verið saltað í 65.121 tunnu en á sama tíma í fyrra í 29.136 tunnur. Aðfaranótt sunnudagsins var hæsta söltunarstöðin Búlands- tindur á Djúpavogi með 5.7% tunnur, önnur var Pólarsild á Fá- skrúðsfirði með 5.529 tunnur, þriðja var Friðþjófur á Eskifirði með 4.665 tunnur og fjórða var Þorbjörn í Grindavík með 4.583 tunnur. Mest hefur verið saltað í Grindavík, alls 13.243 tunnur í 5 söltunarstöðvum. Á Eskifirði hef- ur verið saltað i 8.148 tunnur i 6 stöðvum, á Reyðarfirði hefur verið saltað í 6.535 tunnur í 4 stöðvum, á Djúpavogi hefur verið saltað i 5.796 tunnur í einni stöð, á Fá- skrúðsfirði nemur söltunin 5.762 tunnum í 2 stöðvum og í Þorláks- höfn hefur verið saltað i 5.392 tunnur í 2 stöðvum. Lágmarksverð á síld til söltunar var í haust ákveðið 5,30 krónur fyrir kíló af fyrsta flokks sild og lækkar það síðan eftir því, sem síldin smækkar. Kaupendur greiða hins vegar tæpar 9 krónur fyrir hvert kíló af fyrsta flokks síld. Áætluð meðaltalshækkun síldarverðs frá síðasta gildandi verði er um 16%, þar með talin 6% greiðsla úr verðjöfnunardeild aflatryggingasjóðs. Að sögn Gunnars Flóvenz, framkvæmdastjóra Síldarútvegs- nefndar, hafa veiðarnar verið jafnar og lítið verið um toppa þrátt fyrir þessa miklu söltun. Árni Þórðarson fyrr- verandi skólastjóri látinn Árni Þórðarson, fyrrvcrandi skólastjóri Hagaskóla, er látinn. Árni fæddist 3. júní 1906 að Skálda- læk í Svarfaðardal, sonur Þórðar Kristins Jónssonar bónda og Guð- rúnar Lovísu Björnsdóttur. Árni stundaði nám við Hér- aðsskólann á Laugum, Lýðháskól- ann Askov, Bændaskólann á Hvanneyri og lauk kennaraprófi 1932. Hann stundaði einkakennslu í Reykjavík veturinn 1932—33. Hann var kennari við Miðbæj- arskólann í Reykjavík 1933—49 og skólastjóri Hagaskóla (Gagn- fræðaskólans við Hringbraut) 1949—67. Árni var stundakennari við Kennaraskólann 1967—72 og var stundakennari við ýmsa skóla samhliða aðalstörfum sinum. Árni átti sæti í stjórnum stéttarfélaga kennara í mörg ár og vann að ýmsum hagsmunamálum stéttar- innar. Hann skrifaði kennslubæk- ur í stafsetningu, stafsetningar- Árni Þórðarson orðabók og tók saman lestrarbæk- ur með fleirum. Árni kvæntist Ingibjörgu Einarsdóttur 15. október 1938. Sporin hræða — förum því hægt í framhaldið — segir forseti bæjarstjórnar Seltjarnarness „Við munum nú í rólegheitum skoða allar hliðar málanna gaumgæfilega, og flýta okkur af- ar hægt,“ sagði Magnús Er- lendsson forseti bæjarstjórnar er hann var spurður um gang samningamála í Seltjarnarnes- kaupstað. „Reyndar virðist meirihluti starfsmanna bæjarins vera vel fjáður, og því fagna ég innifega, því etgir nema þeir sem eiga sjooi góða undir koddanum, mundu ella ákveða tvisvar á hálfum mánuði að kjósa sjálfa sig í atvinnumissi, tekjuleysi og verkföll. Hinsvegar hefi ég mikla samúð með þeim starfsmönnum bæjarins sem samþykktu samningana og vildu hefja vinnu en fá ekki. Bæjaryf- irvöld gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að firra starfsmenn sína atvinnumissi, en allt kom fyrir ekki. í fyrsta lagi sam- þykkti bæjarstjórn sáttatillögu Ríkissáttasemjara, starfsmenn felldu þá tillögu með miklum meirihluta atkvæða. í öðru lagi samþykkti meirihluti bæjar- stjórnar að greiða starfs- mönnum laun fyrirfram fyrir októbermánuð. Sú ákvörðun virðist ekki hafa verið metin hið minnsta. í þriðja lagi óskaði ég Magnús Eriendsson eftir þvi að starfsmenn frestuðu fyrra verkfalli sínu um viku í von um að samningar næðust á því tímabili og starfsfólk bæjar- ins yrði ekki fyrir tekjumissi. Stj'órn starfsmannafélags hafn- aði þeirri beiðni. Og í fjórða og síðasta lagi samþykkti bæjar- stjórn samhljóða ásamt allri stjórn starfsmannafélagsins nýjan aðalkjarasamning, sem var betri en Reykjavíkursamn- ingurinn. Meirihluti starfs- manna felldi þennan samning. Fjónim sinnum hefur þar með ver- ið rétt fram sáttahönd af hendi bæjaryfirvalda, jafnoft slegið á þá sömu hönd. Sporin hræða, og við viljum reyna aö forðast að slegið verði í fimmta sinn á framrétta hönd til sátta. Það eru takmörk fyrir öllu“, sagði Magnús Er- lendsson að lokum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.