Morgunblaðið - 24.10.1984, Page 21

Morgunblaðið - 24.10.1984, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1984 21 Fundur Norræna velferðarráðs sjómanna: Sjómenn fái auk- inn aðgang að sjónvarpsefni FUNDUR norræna velferðarráðsins var haldinn í Reykjavík 5. og 6. sept- ember og sóttu hann fulltrúar frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Kinnlandi auk íslands. Á fundinum var m.a. ákveðið að skipuð verði nefnd sem vinni að því að tryggja að allir norrænir sjómenn fái aukinn og jafnan að- gang að sjónvarpsefni frá ríkis- reknum sjónvarpsstöðvum. Reyndar er þessi þjónusta til stað- ar á öllum Norðurlöndunum nema á íslandi. Danir eru nú þegar til- búnir að veita íslenskum sjómönn- um þessa þjónustu, en ekki er hægt að þiggja það að svo stöddu. Til þess að svo yrði þyrfti að breyta íslensku tollalögunum. Á blaðamannafundi sem full- trúar norræna velferðarráðsins héldu í tilefni fundarins kom fram að nokkuð er langt síðan að til- mæli voru send íslenskum stjórn- völdum um nauðsyn þess að þau viðurkenndu sérstök tollalög um velferðarþjónustu til sjómanna, „Customs Convention Concerning Welfare Material for Seafarers". Voru íslensku fulltrúarnir óánægðir með að ekkert hefur enn gerst í þessu máli og er ísland þvi eina landið þar sem sendingar vel- ferðarþjónustu til erlendra sjó- manna eru tollskyldar. fslenskt velferðarráð sjómanna var formlega stofnað í maí 1980 af samgönguráðuneytinu. í því eiga sæti 3 fulltrúar skipaðir að tillögu Farmanna og fiskimannasam- bands íslands, Sjómannasam- bands íslands og Sjómannadags- ráðs. 2 fulltrúar skipaðir að tillögu Þjóðkirkjunnar og 3 fulltrúar skipaðir að tillögu skipaeigenda. Undanfarin sumur hefur verið gerð tilraun til að hafa íslenskan fulltrúa velferðarráðsins í Hull og Grimsby. Þetta er í fyrsta skipti sem íslendingar starfrækja nokk- urs konar velferðarstöð í erlend- um höfnum og var þessu mjög vel tekið. Þess má geta að hin Norður- löndin senda daglega út fréttir á telex til skipa i erlendum höfnum. Aðalstarf þessara velferðarstöðva er að vera tengiliður milli sjó- manna og heimalands þeirra og stefna þau að því að sjómenn njóti sömu réttinda og aðrir borgarar. Norðurlöndin hafa haft mikla samvinnu sín á milli í þessum málum allt frá því að þau stofn- uðu sín velferðarráð á árunum 1946—1950 og er starf þeirra margþætt. Til dæmis má nefna starfsemi norska velferðarráðsins, en þar starfa um 260 menn á Vextir lækkaðir af afurðalánum til útflutnings Á FUNDI sínum 18. október síðast- liðinn samþykkti ríkisstjórnin, að til- iögu Seðlabankans, nýjan hátt á ákvörðun vaxta á afurðalánum vegna útflutningsframleiðslu sem leitt hefur til þess að vextir eru nú lægri af þessum lánum vegna út- flutnings sjávarafurða en áður var en síðar er gert ráð fyrir að lækkun- in nái einnig til annarra útflutnings- afurða. í ' fréttatilkynningu frá við- skiptaráðuneytinu um þessa ákvörðun kemur fram að afurða- lánin hafa nú verið gengisbundin miðað við sérstök dráttarréttindi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og með 10,5% vöxtum, en vextir verða endurskoðaðir mánaðarlega. Áður voru afurðalánin veitt í íslenskum krónum með 24—26% nafnvöxt- um. a.m.k. 26 stöðum út um allan heim við að dreifa blöðum, bókum, sjón- varpsefni o.fl. til sjómanna. Einn- ig sér velferðarráðið um að skipu- leggja íþróttamót fyrir sjómenn, en íþróttir eru stór þáttur í starfi þessara velferðarráða. Norðmenn veita til þessa rekstrar um 260 milljónum íslenskra króna á ári. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fulltrúar á fundi Norræna velferðarráðsins talið frá vinstri: Lorang Ridder Nilsen, fulltrúi frá Noregi, en hann er einnig formaður Alþjóða velferðarráðs sjómanna og alþjóða íþróttaráðs sjómanna, Ragnar Wold, fulltrúi Noregs, Matti Haarma, fulltrúi Finnlands, Helgi Hróbjartsson, formaður íslensk ráðsins, Óskar Ginarsson, fulltrúi skipa- deUdar SÍS, Jan Ristarp, fulltrúi Svíþjóðar, Finn Fuldby Olsen, fulltrúi Danmerkur og Ingólfur Stefánsson, fulltrúi Farmanna- og fiskimannasambands Islands. Póstkort flá París ú/yr UtJfMí' C ‘éfib Wtm/ jbsivrW faMl 5 'kd'tAvrc&fesÓÁ jbJL'PfitfÍMU! Cl-JcL-ia I! tíu/ruJbvrrvfe&masJwm) /ftdda. fioí)- fitddua. pw/• . rULyy-Qtð &j AflOiðfiwru, ay dnjíi AflkJ&uf ÚL iil okJeúfi. cAdcu &Csr**r7nar ptzkafi J&ff' farár yjxfiA cry ikko pfiá JiUcU/tyuJ 'Jfadt ioJUJÍ /rnasaftót foftr fowruxffisðjMJ1. ’m/uv, éiúl, VU/haXvro* JdUr'fW, pt InunJ örua*&aA ttíú fiuia(jtd*Aji.4o^vm/ ! c&ÁeUcí AkkC ÁyrvanU yý* itntxfi — Jzcrii, /íkUjfié éfij/a tfUi /rmSfit Á qldbUmtd. Ud /tfifnCiS'** ö<t /X sfvÓlfiJLtsrAfi) /okkfidf CjotÆ A Á&íúrvu, fuftf póvCCo. rf&rurÚUl, 1 ifi&/rruwndtX jkJei/sr/ n/fixdbmucr jJL JStU&rudi auka-aukafeiðir með Henríéttu og Rósamundu til fröken Parísar. 9.-13. nóv. Verö kr. 14.250 14.-20. nóv. Verö kr. 15.135 Inmfalið Flug til Luxemborgar. rúta til Parísar þar sem konur hristast saman, og gistmg á þægilegu hóteh i latínu hverfinu, með morgunverði, - og beint flug heim aftur (ásamt fararstjórum sem seint munu gleymast) Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SlMAR 21400 & 23727 auglýsingaþjönustan

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.