Morgunblaðið - 24.10.1984, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1984
31
Bretland:
Deilt um nafnið
á nýja prinsinum
London, 23. október. AP.
HARRY Grecnway, áhrifamikill þing-
maður breska íhaMsflokksins, hefur
lagt fram tillögu í Neðri mílstofunni
þcss efnis, að hinn nýfæddi sonur
Karls Bretaprins og Díönu prinsessu,
sem gefið hefur verið nafnið Hinrik
(Henry), verði skírður Harry. Bendir
Greenway i að foreldrarnir hafi sjálf-
ir lýst því yfir að þau etli að kalla
haun Harry þótt hann verði ekki
skírður þvl nafni. „Þvf þi ekki að
skíra hann Harry?“ spyr Greenway.
„Nafnið Harry hæfir vel á nfunda
áratugnum. Það er einfalt og
áhrifamikið," segir Greenway, sem
sjálfur var skírður Harry fyrir
fimmtíu árum. Ekki er búist við því
að tillaga hans komi til umræðu i
Neðri málstofunni, enda tillögu-
formið þar mest notað til að koma
skoðunum á framfæri.
Hinrik prins er sex vikna gamall
og heitir fullu nafni Hinrik Karl
Albert Davfð. Hann er þriðji f röð-
inni af erfingjum bresku krúnunn-
ar. Á undan honum koma Karl faðir
hans og Vilhjálmur bróðir hans,
sem er tveggja ára gamall.
Ekki hefur verið greint frá því
hvenær Henrik prins verður skírð-
ur, en talið er sennilegt að athöfnin
verði 14. nóvember nk. þegar Karl
prins verður 36 ára.
Budapest:
Norður-írland:
Þrjár
sprengjur
sprungu
BelfaHt. 23. október. AP.
ÞRJÁR sprengjur sprungu í bænum
Newry i Norður-lrlandi aðfaranótt
mánudagsins. Tvö bifreiðaverkstæði
og ein verslun skemmdust mikið í
sprengingunum, en manntjón varð eigi.
Lögreglan i Norður-írlandi tilkynnti
að írski lýðveldisherinn bæri ibyrgð i
sprengingunum.
Vaxandi þrýstingur er f hópi þing-
manna íhaldsflokksins um að taka
upp viðræður um dauðarefsingu, sér-
staklega eftir að fjórir fórust í
sprengjutilræði IRA á Grand Hotel í
Brighton í Englandi þann 12. þessa
mánaðar. Mikið var deilt um dauða-
refsingu á breska þinginu á síðasta
vetri og voru skoðanir skiptar. Til-
laga um að innleiða slfka refsingu á
ný var hins vegar felld.
Hælis leitað
í sendiráði
Hunborg, 22. október. AP.
VESTUR-þýskt dagblað sagði fri því
i sunnudag, að fjórir Austur-Þjóð-
verjar hefðu leitað hælis f vestur-
þýska sendiriðinu f Budapest en
þegar leitað var ilits talsmanns
utanríkisriðuneytisins i fréttinni
vildi hann ekkert um hana segja.
í grein f dagblaðinu „Bild“
sagði, að fjórir Austur-Þjóðverjar
væru nú í vestur-þýska sendiráð-
inu f Budapest f Ungverjalandi og
krefðust þess að fá að fara til
Vestur-Þýskalands. 140 Austur-
Þjóðverjar eru enn í vestur-þýska
sendiráðinu í Prag í Tékkó-
slóvakiu og hefur hvorki gengið né
rekið í viðræðum um framtíð
þeirra.
Þegar fréttamaður AP hafði
samband við sendiráðsstarfsmann
í vestur-þýska sendiráðinu í Buda-
pest vísaði hann bara til utanrfk-
isráðuneytisins en talsmaður þess
kvaðst ekkert vilja um málið
segja.
Carrington tjáir
sig um notkun
kjarnorkuvopna
New York, 23. október. AP.
Carrington lávarður, fram-
kvæmdastjóri Atlantshafsbandalags-
ins sagði í ræðu í dag, að bandalagið
ætti ekki að skuldbinda sig til þess
að nota aldrei kjarnorkuvopn að
fyrra bragði. Það yki aðeins hættuna
á því að til „hefðbundins stríðs"
kæmi:
Framkvæmdastjórinn flutti
ávarp sitt á 65 ára afmælisþingi
utanríkissamtakanna. Hann sagði
m.a.: „Frá siðferðilegu sjónar-
horni hljómar það í upphafi aðlað-
andi að samþykkja að nota aldrei
kjarnorkuvopn að fyrra bragði. En
að fleiru þarf að hyggja. Við meg-
um ekki gleyma því, að það var
„hefðbundinn hernaður" sem
svipti 51 milljónir manna týnt líf-
inu í síðari heimsstyrjöldinni og
síðan hafa 11 milljón manns týnt
lífi í sams konar hernaði utan
NATO-svæðisins. Ef Atlantshafs-
bandalagið lýsti yfir að það yrði
aldrei fyrri aðilinn til að beita
kjarnorkuvopnum myndi það vera
umhugsunarefni fyrir hvern þann
aðila sem kynni að vera að velta
fyrir sér að láta til skarar skríða.
Þannig myndu stríðslíkur aukast
ef einhver andstæðingur NATO
væri öruggur um að hann yrði
ekki beittur kjarnorkuvopnum.
Nei, af tvennu illu, er öryggið
meira í því að selja sig ekki.“
Sandinistar einir
í kosningabaráttu?
Miupu, Nkorogu*. 23. október. AP.
DANIEL Ortega, æðsti maður herstjórnar sandinista í Nicaragua,
sagði í dag, að forseta- og þingkosningum yrði ekki frestaö í landinu,
þær færu fram 4. nóvember næstkomandi eins og ákveðið hefði
verið, þó sandinistar væru eini flokkurinn í framboði, það myndi
ekki breyta kosningadeginum.
Yfirlýsingar Ortega komu í tæki ekki þátt í kosningunum. Áð-
kjölfarið á tilkynningu frá Frjáls- ur hafði stærsti stjórnarandstöðu-
lynda flokknum þess eðlis að hann flokkurinn, Lýðræðisbandalagið,
E1 Salvador:
Dauðasveitir á stjá
Su Salvador, 23. október. AP.
DAUÐASVEITIR hægri manna í El
Salvador hafa heldur en ekki náð
sér niðri i bændaleiðtoga að nafni
Alirio Montes. 14 ira sonur hans
fannst myrtur í skurði skammt fyrir
utan heimaþorp þeirra feðga í út-
jaðri San Salvador í gær, einum sól-
arhring eftir að honum var rænt á
heimili þeirra. Um háls piltsins var
hengd aðvörun til föðurins um að
Yilmaz Guney
Kvikmyndaleik-
stjóri látinn
Parín. AP.
TYRKNESKI leikstjórinn Yilmaz Gun-
ey lést fyrir nokkru á sjúkrahúsi hér í
borg eftir langvarandi veikindi. Hann
var 47 ára að aldri.
Guney var þekktastur fyrir
kvikmynd sína „Yol“, er hlaut
„Gullna pálmann" á kvikmyndahá-
tíðinni f Cannes árið 1982.
Yilmaz Guney var eindreginn and-
stæðingur herstjórnarinnar f Tyrk-
landi og varð af þeirri ástæðu að
sæta margra ára fangelsisvist (
tyrkneskum fangelsum. Hann var
sviptur ríkisborgararétti eftir að
hann-flúði land á siðasta.ári.
láta af „vinstri sinnuðum iróðri",
ellegar yrðu örlög hans hin sömu og
sonarins.
Það var bandaríska sendiráðið i
E1 Salvador sem greindi frá at-
burði þessum og sendi frá sér
óvenjulega harðorða fordæmingu
á starfsemi dauðasveitanna. Stóð
m.a.: „Enn einu sinni hefur morð-
ingjalýður sem titlar sig föður-
landsvini farið á stúfana og þjón-
að sjúklegri lund sinni.“ Starfsemi
dauðasveitanna hefur dregist til
muna saman eftir að Napoleon
Duarte tók við forsetaembætti í
júní síðastliðnum.
Róstusamt
í Líbanon
Beirát, 23. október. AP.
HELDUR HEFUR sorfið til stáls í Líb-
anon í seinni tíð og síðustu daga hafa
stjórnarhermenn og drúsar skotið úr
fallbyssum hvorir á aðra í fjöllunum í
kring um BeirúL Vopnahlé hafa verið
samin jafn óðum og skænir hafa hafist,
en aldrei staðið lengi. Enn er deilt um
skiptingu valds og embætta milli krist-
inna manna og múhameðstrúarmanna
til þess að draga úr spennu á milli
umræddra trúarhópa.
Síðasta hrina hófst er Karami for-
sætisráðherra lýsti yfir að hann
myndi leggja fyrir þingið i næsta
mánuði nýja tillögu þar sem gert
væri ráð fyrir að líbanski stjórnar-
herinn kæmi sér fyrir f Chouf- og
Aley-fjöllum í nágrenni Beirút.
Þetta eru stöðvar drúsa og þeim leist
ekki betur á yfirlýsingu forsætisráð-
herrans en svo, að þeir hófu fall-
byssuskothríð á stöðvar stjórnar-
hersins. Sýrlendingar hafa lagt
blespun sína yfir tillögurnar.
tilkynnt að hann myndi ekki taka
þátt í kosningunum. Aðeins fimm
smáflokkar standa nú eftir auk
sandinista. Ortega sagði í ræðu-
stúf sínum: „Kosningarnar munu
fara fram hvort sem flokkarnir
verða einn eða sjö.“ Horfur eru á
að sandinistar standi einir uppi,
því þrýstingur er á smáflokkana
að fara að fordæmi stærri stjórn-
arandstöðuflokkanna.
La Prenza, málgagn stjórnar-
andstöðunnar í landinu, kom ekki
út I dag þar sem ritskoðun stjórn-
valda bannaði meira en 50 prósent
af efni blaðsins. Þar á meðal for-
síðufrétt með fréttaskýringu um
ákvörðun frjálslyndra að taka
ekki þátt I kosningunum. Þetta
var í 25. skipti sem La Prenza
missir úr dag vegna ritskoðunar.
Veður
víða um heim
Ammterdam 13 rigníng
Aþona 25 heiðskírt
Berlin 15 akýjaö
Brusset 13 rigning
Chicago 14 skýjaö
Dubltn 13 skýjað
Frankturt 12 rigning
Gent 15 heiöskírt
Heistnki 8 skýjað
Hong Kong 28 heiðakfrt
Jenísalem 22 heiðskírt
Keupmannahöfn 10 rigning
Líssabon 23 heiðakírt
London 15 skýjsö
Miami 30 skýjað
Montreal 12 ský|a«
Moskva 11 skýjað
New Vork 23 skýjað
Osló 7 skýjað
París 15 skýjað
Peking 24 heiðskirt
Rio de Janeiro 32 hetðskirt
Rómaborg 23 heiðskirt
Stokkbólmur 8 rigning
Sydney 21 heiðskfrt
Tókyó 21 heiðskirt
Vtnarborg 18 skýjað