Morgunblaðið - 24.10.1984, Page 34

Morgunblaðið - 24.10.1984, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1984 Sannkallað þjóðþrifayerk — segir Kjartan Gunnarsson um starfsemi frjálsu útvarpsstöðvanna Bfllinn sem Frjálst útvarp notaði og sent var úr fyrstu dagana, en útsend- ingar hófust að kvöldi þriðjudagsins 2. október, rúmum sólarhring eftir að Ríkisútvarpinu var lokað. Myndin er tekin framan við Háaleitisbraut 1 eða Valhöll þar sem Sjálfstæðisflokkurinn og fleiri sem komu við sögu útvarps- málsins hafa aðsetur. (Ljóam. Eiríkur IngAlfsaon) Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, var í hópi þeirra sem stóðu að út- varpsstöðinni Frjálst útvarp er hóf fyrst sendingar í Reykjavík og ná- grenni að kvöldi 2. október. Morg- unblaðið sneri sér til Kjartans og spurði hann um stöðina, rekstur hennar og útvarpsmálið almennt. » „Þegar starfsmenn Rikisút- varpsins framkvæmdu þá ólöglegu skyndilokun sina, sem varð til þess, að engir fjölmiðlar störfuðu i landinu, varð mér ljóst eins og mörgum öðrum, að grípa þurfti til einhverra ráða, svo að upplýs- ingamiðlun væri tryggð, ekki sist þar sem hörð átök voru i þjóðfé- laginu og miklar kjaradeilur," sagði Kjartan Gunnarsson. „Ég hef alltaf talið það sjálfsagt að skýra ritfrelsisákvæði stjórn- arskrárinnar i ljósi tíðaranda og tækniþróunar, þannig að frelsið til að reka útvarpsstöðvar nyti verndar stjórnarskrárinnar. Þeg- ar þar við bættist þetta sérstaka ófremdarástand, var engin spurn- ing í mínum huga um, að réttmætt væri og lögmætt að hefja rekstur útvarpsstöðvar og að það væri raunar borgaraleg skylda mín.“ Kjartan sagði síðan: „Ég kynnti þessi sjónarmið fyrir nokkrum hópi ungs fólks, einkum fólki, sem ég þekkti og treysti úr starfi i samtökum ungra sjálfstæðis- manna. Við ákváðum að stofna fé- lag um frjálst útvarp, og var mér sýnt það traust að verða talsmað- ur þess. Okkur var Ijóst, að engan tíma mátti missa, svo að við gerð- um þegar ráðstafanir til að afla okkur sendis og annars búnaðar og hófum síðan útsendingar úr bifreið í Seláshverfinu í Reykjavík um tíuleytið um kvöldið 2. október síðastliðinn. Við lögðum höfuð- áherslu á að senda út tón- listarþætti og fréttir. Mikill hópur af fólki lagði á sig sjálfboðavinnu, og við fundum líka afdráttarlaus- an stuðning almennings á höfuð- borgarsvæðinu og þótt víðar væri leitað.” Kjartan Gunnarsson sagði: „Daginn eftir hóf síðan Fréttaút- varpið sendingar, en það var rekið af starfsmönnum DV. Þessar út- varpsstöðvar störfuðu nánast samfleytt, þangað til þeim var lok- að með lögregluvaldi um sexleytið að kvöldi miðvikudagsins 10. október.” „Það er athyglisvert," sagði Kjartan, „að meirihluti útvarps- ráðs og útvarpsstjóri, svo að ekki sé talað um starfsmenn útvarps- ins og verkfallsverði BSRB, viður- ingar 3. október. „Fyrst má nefna, að við töldum slíka útsendingu byggjast á neyð- arrétti, vera nauðvörn almenn- ings. Önnur ástæðan var sú að tjáningarfrelsi er varið í stjórnar- skránni og því er varla hægt að tala um ólöglegar aðgerðir í þessu sambandi. Siðast en ekki síst töld- um við> aö Rítósútvarpiif hefði. kenndu allir réttmæti sumra þeirra sjónarmiða, sem lágu til grundvallar útvarpsrekstri okkar, þegar þeir samþykktu, að af ör- yggisástæðum væri nauðsynlegt að hefja aftur fréttasendingar hljóðvarps ríkisins. Ég legg þó áherslu á, að aðalatriðið i minum huga er frelsið til að reka út- varpsstöðvar, sem er alveg hlið- stætt við frelsið til að gefa út dag- blöð og halda fundi. Hverjum dettur í hug að fela einhverjum ríkisskipuðum ráðum að stjórna slíkum málum? Þá væri auðvitað ekki annað blað hér en Lögbirt- ingablaðið." Kjartan var þá spurður, hvernig hefði staðið á ferðum Radíóeftir- lits rikisins í hús Sjálfstæðis- flokksins, Valhöll við Háaleitis- braut, miðvikudaginn 3. október. „Þennan dag birtust í Valhöll tveir starfsmenn Radíóeftirlits fyrirgert rétti sínum til einokunar þegar starfsmenn þess lögðu niður vinnu áður en til boðaðs verkfalls kom. Það var ljóst að þjóðin var sambandslaus við umheiminn, því dagblöðin höfðu áður stöðvast vegna verkfalls prentara. Það var réttlætismál að fylla þetta tóma- rúm og því lagði útgáfufyrirtæki Pósts og síma ásamt tveimur lög- reglumönnum," svaraði Kjartan. „Þeir kváðust vera að leita að út- varpsstöð hjá auglýsingastofu Ólafs Stephensens, en í Frjálsu út- varpi hafði verið tilkynnt, að aug- lýsingastofan tæki á móti auglýs- ingum til birtingar í Frjálsu út- varpi. Mér var gert aðvart um ferðir þessara manna i húsið, og hitti ég þá í anddyri hússins og greindi þeim frá því, að þeir færu hvorki um húsakynni Ólafs Steph- ensens né annarra í húsinu nema því aðeins, að viðkomandi húsráð- endur heimiluðu eða þeir hefðu til þess fullnægjandi dómsúrskurði. Þar sem þeir óskuðu sérstaklega eftir að framkvæma leit hjá Ólafi Stephensen, fylgdi ég þeim að skrifstofu hans og bað starfsmenn hans að sækja Ólaf. Hann kom að vörmu spori og leyfði leitina, sem engan árangur bar. DV til aðstöðu og tækjabúnað, svo starfsmenn þess gætu unnið að út- sendingum. Strax i upphafi urðum við varir við mjög jákvæð við- brögð almennings, en segja má að 70—80% þjóðarinnar hafi getað hlustað á Fréttaútvarpið." Ellert kvað viðbrögð fólks við Fréttaútvarpinu hafa sannað að langlundargeð þess væri á þrotum. „Það er fáránlegt að ein stofnun skuli hafa einokun á öllum út- varps- og sjónvarpsútsendingum“, sagði hann. „Aðstæður nú voru einnig sérstakar, því starfsmenn □tvarpsins eru aðilar að þeim Radíóeftirlitsmennirnir vildu þá fara hvarvetna um húsið, með- al annars um húsakynni Heyrnar- og talmeinastöðvar íslands og á fleiri staði. Eftir samráð við lög- fræðing tjáði ég þeim og lögregl- unni, að ég myndi ekki heimila fyrir hönd húseigenda neina rann- sókn eða umferð um húsakynni Sjálfstæðisflokksins eða leigjenda í húsinu nema með samþykki við- komandi og hvað Sjálfstæðis- flokkinn varðaði aðeins eftir að hafa ráðfært mig við yfirboðara mína, annaðhvort formann eða miðstjórn flokksins, en fundur hafði einmitt verið boðaður í henni tveimur dögum síðar.“ Síðan sagði Kjartan Gunnars- son: „Þessi afstaða mín var lög- reglunni ljós. Þá ber einnig að geta þess, að einn lögreglumann- anna ræddi í síma við starfandi póst- og símamálaráðherra, Al- bert Guðmundsson, og tjáði ráð- herrann honum, að engin beiðni um rannsókn á útvarpssendingum úr Valhöll hefði komið frá yfir- stjórn Pósts og síma. Vegna þess- ara atburða skrifaöi ég strax póst- og símamálastjóra bréf og óskaði kjaradeilum sem þeir fjalla um í fréttum og því eru þeir mjög hlutdrægir. Það kom því aldrei til greina að hætta útsendingum Fréttaútvarpsins þótt farið yrði að útvarpa aftur fréttum tvisvar á dag hjá RÍIV, því þær fréttir eru mjög einhæfar og draga mjög taum BSRB.“ Útsendingar Fréttaútvarpsins voru stöðvaðar miðvikudaginn 10. október þegar Þórir Oddsson, vararannsóknarlögreglustjóri ríkisins, gerði útsendingartæki upptæk. Ellert B. Schram sagði að nú væri verið að undirbúa stofnun almenningshlutafélags um Frétta- útvarp DV-manna. „Það hafa þeg- ar borist um 10 þúsund undir- skriftir, þar sem lýst er yfir stuðn- ingi við Fréttaútvarpið, islenskt þjóðarútvarp. Við DV-menn mun- um verða í fyrirsvari fyrir þeim útvarpsrekstri, en útvarpið verður eign almennings. Framþróunin verður ekki stöðvuð héðan af,“ sagði Ellert að lokum. eftir þvi, að athugun færi fram á því með tækjabúnaði Pósts og síma, hvort einhverjar útvarps- sendingar bærust frá Valhöll. t svari frá póst- og simamálastjóra kom fram, að svo væri ekki. Þá hef ég jafnframt óskað eftir fræði- legri álitsgerð frá póst- og síma- málastjóra á því, hvernig staðið er að slikum athugunum og miðun- um, vegna þess að skýrsla radió- eftirlitsmanna um för þeirra i Valhöll, sem meðal annars var gefin út í sérútgáfu BSRB-tíðinda, er vægast sagt ónákvæm og hroð- virknisleg." Kjartan var þá spurður, hvaðan Frjálst útvarp hefði sent út. „Ég fór ótilkvaddur á fund rannsókn- arlögreglunnar til að gefa þeim allar þær upplýsingar, sem ég gæti, um rekstur þeirra útvarps- stöðva, sem störfuðu í landinu eft- ir hina ólöglegu skyndilokun Ríkisútvarpsins, enda tel ég, að við, sem vorum þarna að gera borgaralega skyldu okkar, höfum ekkert gert ólögmætt og höfum ekkert að fela. Ég benti rannsókn- arlögreglunni á, að útvarpsstöðvar hefðu verið starfræktar á ísafirði, Seyðisfirði, Siglufirði, Akureyri og í Vestmannaeyjum, svo að ég vissi, en einnig væri kapalkerfi víða í fjölbýlishúsum og sums staðar f dreifbýlinu. Þá hefði svokallað kántrí-útvarp starfað á Skaga- strönd, og þannig mætti lengi telja. Aðallega fjallaði ég þó um þær tvær útvarpsstöðvar, sem störfuðu í Reykjavík, Fréttaút- varpið, sem ég vissi til, að starf- rækt væri f húsakynnum DV í Síðumúla, og Frjálst útvarp," svaraði Kjartan. „Ég vissi ekki nákvæmlega allan tímann, hvaðan við sendum út, enda er ég ekki mjög fróður um tæknileg efni. En fyrstu dagana var sent út úr bíl, sem fór vfða um borgina, var meðal annars uppi f Seláshverfi eins og ég sagði áðan og um tíma á bilastæðinu hjá Val- höll og annars staðar í borginni. Þá var sent út úr fjölbýlishúsum hér í borginni, sem ég greindi rannsóknarlögreglunni frá,“ sagði Kjartan ennfremur. Kjartan Gunnarsson sagði að lokum: „Ég greindi rannsóknar- lögreglunni frá þeirri skoðun minni, sem þegar hefur komið fram, að þessi rekstur nyti vernd- ar stjórnarskrárinnar. Ég benti á, að i skýrslu stjórnarskrárnefndar frá 1983 er einmitt tillaga um, að ritfrelsi verði þar breytt í almennt tjáningarfrelsi, en ætla má, að sú tillaga endurspegli nútfmaviðhorf. Þá hefur frumvarp legið um hríð fyrir Alþingi, sem afnemur einka- rétt Ríkisútvarpsins, og hefur yf- irgnæfandi meirihluta þing- manna, að því er best ég veit, lýst yfir fylgi við þá meginhugmynd. Siðast, en ekki síst, er Ijóst, að almenningur er allur á bandi þeirra, sem vilja frjálsan út- varpsrekstur, og því verður ekki trúað að óreyndu, að þingmenn virði ekki þennan þjóðarvilja. En ég vil að lokum þakka kærlega öll- um þeim, sem lögðu hönd á plóg- inn við rekstur þessarar fyrstu frjálsu útvarpsstöðvar á íslandi, og öllum hlustendum hennar. Þetta var skemmtilegt starf og sannkallað þjóðþrifaverk.* „Útsendingarnar helg- uöust af neyðarrétti“ — segir Ellert B. Schram, ritstjóri DV „ÁSTÆÐUR þess að við DV-menn ákváðum að hefja ólöglegar útvarpssend- ingar, eins og sumir vilja kalla það, eru þrjár“, sagði Ellert B. Schram, ritstjóri DV, er hann var inntur eftir tilurð Fréttaútvarpsins, er hóf útsend- Arnar Hákonarson (Lv.) tæknimaður og Ólafur Als þulur við útsendingu hjá Frjálsu útvarpi. (Ljósm. BjArgvin Pálsson)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.