Morgunblaðið - 24.10.1984, Page 41

Morgunblaðið - 24.10.1984, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1984 41 Fulbright-stofnunin: 14 íslenskir há- skólanemar fá styrk FJÓRTÁN íslenskir háskólanemar hafa hlotið námsstyrki hjá Mennta- stofnun Bandaríkjanna, Fulbright- -stofnuninni, að upphæð rúmlega 100 þúsund dollarar til að leggja stund á MA eða PhD-nám í Banda- ríkjunum, að því er segir í frétt frá stofnuninni. Fulbright-stofnunin veitir hverjum nemanda ákveðna styrk- upphæð, en síðan eru þeir aðstoð- aðir við að fá inngöngu og fjár- hagsaðstoð við bandaríska há- skóla. í ár nemur framlag banda- rískra háskóla til íslenskra Fulbright-styrkþega u.þ.b. 65 þús. dollurum. Islenskir styrkþegar skólaárið 19841985 eru Árni Geirs- son (vélaverkfræði, Stanford), Ásta Melitta Urbancic (landa- fræði, University of Maryland), Baldur Gunnarsson (amerískar bókmenntir, State University of New York), Guðmundur H. Guð- mundsson (erfðafræði, Houston University), Hjálmtýr Haf- steinsson (tölvufræði, Cornell University), Ingi Þ. Bjarnason (jarðeðlisfræði, University of Ut- ah), Magnús I. Óskarsson (tölvu- fræði, Illinois Institute of Techn- ology), Páll R. Guðmundsson (byggingarverkfræði, University of Washington), Rúnar H. Vignis- son (enska, University of Iowa), Sigurborg Sigurbjarnadóttir (kennslufræði, University of Massachusetts), Soffía Arnþórs- dóttir (grasafræði, University of Kansas), Stefán Hrafnkelsson (tölvufræði, University of Wash- ington), Tryggvi Gunnarsson (am- erískar bókmenntir, University of Massachusetts) og ögmundur Snorrason (rafmagnsverkfræði, University of Ohio). Auk ofangreindra fengu tveir íslenskir nemar ferðastyrki í ár, þau Guðrún Þórhallsdóttir, sem hyggst nema málvísindi við Corn- ell University, og Lárus Thorlaci- us, sem nemur eðlisfræði við Princeton. Styrki til að stunda rannsóknir í Bandaríkjunum fengu að þessu sinni þeir ólafur Guðmundsson til rannsókna á beitilöndum og Örn Helgason, sem hyggst vinna að rannsóknum á vindorku. Þrír kennarar voru styrktir á sumarnámskeið í Bandaríkjunum, Kristín Guð- mundsdóttir, Bryndís Steinþórs- dóttir og Gerður Guðmundsdóttir. Þá var ferð Ágústs Þorsteinsson- ar, skátaforingja, sem hann fór til að kynna sér störf skáta í Banda- ríkjunum, styrkt að hluta. Fulbright-stofnuninni er stjórn- 'að af íslendingum og Bandaríkja- mönnum og er fjármögnuð af báð- um ríkjum. I ár gegnir Mary Butl- er Guðjónsson, lektor í ensku við HÍ, embætti stjórnarformanns, en í fyrra gegndi Guðmundur Magn- ússon, háskólarektor, því embætti. Athugasemd ÞAR SEM þaó kom fram í fjölmiðl- um, aó ég hefði fengið úthlutun úr Tónlistarsjóði Ármanns Reynissonar til tónsmíða, vil ég taka fram, að af persónulegum ástæðum treysti ég mér ekki til þess að verða við þeirri úthlutun, og vil ég því skila sjóðnum henni. Áskell Másson. Birgir Þorgils- son ferðamálastjóri BIRGIR Þorgilsson tók við starfi ferðamálastjóra 1. október en hann var markaðsstjóri hjá Ferðamálaráði. Matthías Bjarnason, samgöngu- ráðherra, réð Birgi í starf ferða- málastjóra til fjögurra ára. Birgir tók við af Ludvig Hjálm- týssyni, sem lét af starfi ferðamála- stjóra, þar sem hann nær ald- urshámarki ríkisstarfsmanna á ár- inu. Aðrir umsækjendur um starf ferðamálastjóra voru Einar Guð- johnsen, skrifstofustjóri og Sigurður Sigurðarson, útgefandi, en sá þriðji óskaði nafnleyndar. DIPLOM Þ/VK DIPLOM — Einfalt, fallegt, ódýrt. DIPLOM-þakefniö er frá Gavle Verken í Svíþjóö. DIPLOM-þakefniö jafnast á viö tígulsteinsþak í út- liti, en hefur ótrúlega marga kosti umfram þau. DIPLOM er létt og allir fylgihlutir eru fáanlegir og því er DIPLOM auövelt og einfalt í uppsetningu. DIPLOM-þak hefur mikið veörunarþol og endist því vel, jafnvel í okkar norölæga veðurfari. Síöast en ekki síst er veröið á DIPLOM mjög hag- stætt. Skemmuvegi 2, Kópavogi. Sími 41000. Dalshraun 15, Hafnarfiröi. símar 54411 — 52870 BYKO 1007. NlilRI LYSIHG OSRAM HALOGEN perur lýsa 100/meira en venjulegar perur og endast tvöfalt lengur. OSRAM fæst hjá HINN VELUPPLÝSTI MAÐUR ERMEÐ PERUNAÍLAGI OSRAM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.