Morgunblaðið - 24.10.1984, Síða 46

Morgunblaðið - 24.10.1984, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1984 Múlakvfalin hefur rerið að brjóU úr svonefndum Höfðabrekkujðkli, og er nú eingöngu mjótt haft eftir milli Múlakvfalar og Kerlingardafaár. Morgunblmðið/Reynir. Vík í Mýrdal: Opnar Múlakvísl leið fyrir Kötluhlaup? — ekki ástæöa til aö óttast, segir formaöur AlmannavarnaráÖs FARVEGUR Múlakvfalar í Mýrdal hefur á undanförnum árum brotió úr svonefndum Höföabrekkujökli og er nú aðeins mjótt haft eftir á milli Múlakvfalar og Kerlingardafaár. I*egar áin hefur náð að brjóU haftið á hún greiðan aðgang til Víkur og hefur opnað leið þangað fyrir Kötlu- hlaup. Af þessu sUfar mikil hætu fyrir Víkina, verði ekkert gert til að halda Múlakvfal í farvegi sínum, skv. upplýsingum frá frétUriUra Mbl. í Vík í Mýrdal. Morgunblaðið hafði samband við Snæbjörn Jónasson, vegamála- stjóra og formann Almanna- varnaráðs, og spurði hann hvað Almannavarnir hygðust gera í málinu. Sagði Snæbjörn að fylgst hefði verið með þessu og bæði í fyrra og í ár hefðu verið gerðar mælingar á því hvernig Múlakvísl brýtur af jöklinum. Þó sagðist hann enga ástæðu sjá til að óttast það að áin næði til Víkur og gat þess að fjall- að yrði um málið á fundi Al- mannavarnaráðs, sem haldinn verður síðar í þessum mánuði. Hús & Híbýli komið ut HÚS & Híbýli, fjórða tölublað, er komið út. f blaðinu er grein um fa- lenskan myndlfaUrmann, Elías Hjörleifsson, sem býr ásamt konu sinni, Elísabetu, í aldargömlum bóndabæ í Danmörku. Húsið hafa þau verið að endurbæU um nokkurt skeið og einnig 200 ára gamalt útk hús. Þá er einnig litið inn hjá þeim Pétri Maack og Ragnheiði ólafs- dóttur, sem hafa gert umtalsverð- ar endurbætur á gömlu húsi við Bergstaðastræti. Sömuleiðis er lit- ið inn í hús í Keflavík þar sem stofuveggirnir eru klæddir íben- holti og svartviði. Af öðru efni þessa tölublaðs má svo nefna greinar um húsgögn, smíðar, innréttingar, kamínur, bækur og sérverslun með te og kaffi. Loks má nefna kynningu á ía- lenskum innanhússarkitekt og húsgagnahönnuði. Hann heitir Leó Jóhannesson og starfar í Sví- þjóð. H&H kemur út sex sinnum á ári. Næsta blað kemur út í októ-, ber. Ritstjóri er Þórarinn Jón Magnússon, útgefandi er SAM- útgáfan. (ÍJr frétutilkyaningn.) Fyrirliggjandi í birgðastöð Stál 37.2 DIN 17100 Allar algengar stærðir Hh.e.b. 31 U.N.P. SINDRA STALHF I.P.E. Borgartúni 31 sími 27222 12 nýjar bækur um Smjattpatta BÓKAÚTGÁFAN Vaka hefur nú sent á markað tólf nýjar sögubækur um Smjattpattana. Bækurnar eru hver um sig 32 síður með litmyndum á hverri síðu. Söguhetjurnar í Smjattpatta- bókunum eru allar úr jurtaríkinu, persónugerfingar ávaxta og grænmetis, þar á meðal Kalli kartafla, Lúlli laukur, Jóna jarð- arber, Tommi tómatur og Emma epli. Smjattpattarnir urðu fyrst vinsælir i bókunum, en síðar voru gerðir sjónvarpsþættir um ævin- týri þeirra, sem meðal annars hafa verið sýndir í íslenzka sjón- varpinu. Fyrstu bækurnar um Smjatt- pattana komu út hjá Vöku árið 1982 og eru titlarnir nú orðnir 34, en 22 þeir fyrstu eru alveg upp- seldir segir í frétt frá útgefanda. Þar segir ennfremur, að kannanir erlendis hafi sýnt að bækurnar höfði einkum til barna á aldrinum 3—8 ára. Höfundar bókanna eru brezkir, Angela Mitson og Giles Reed, en Þrándur Thoroddsen hefur þýtt allar bækurnar á íslensku og hlot- ið góða dóma fyrir. Prentsmiðjan Oddi annaðist setningu og filmu- vinnslu textans, en bækurnar eru prentaðar í Englandi. Góður afli hjá Ólafsvíkurbátum Ókforík, 22. október. ALLGÓD tíð hefur verið hér síðustu vikur, varla komið frostnótt og enn sést ekki snjór nema til fjalla. At- vinna hefur verið nokkuð mikil, því gæftir hafa verið góðar og mikið ffakiævintýri verið á Gömluvík hér skammt undan landi. Þar hafa margir bátar verið á veiðum með dragnót og afli verið góður, allt upp í 12 til 14 tonn eftir dagstundina. Nú mun þó vera að tregðast aftur. Breyttar reglur heimila nú stórum bátum veiðar með dragnót og hefur þvi verið meiri ös á blettunum en áður. Eins og menn muna voru margir bátar hér búnir eða langt komnir með kvóta sína i vor sem leið. Enginn hefur þó stöðvast ennþá og virðast ýmsar matarholur í ráðuneytinu ekki síður enn á miðunum. Helgi. . iII— Ó !■—111111111' „ v*í!í!P»r- „Borgin og landið“ á Kjarvalsstöðum Á Kjarvalsstöðum stendur um þessar mundir yfir sýningin „Borgin og landið". Þar sýnir Katrfn H. Agústsdóttir 62 vatns- litamyndir. Aðsókn hefur verið góð. Meðfylgjandi mynd er af einu verka Katrínar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.