Morgunblaðið - 24.10.1984, Side 55

Morgunblaðið - 24.10.1984, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1984 55 fclk í fréttum + Olivia Newton-John á „lítið“ hús í spsnskum stíl. Söluverðið er bara 50 millj. kr. + Robert Wagner er rétt meðalmaður í hópi stjarn- anna og lætur sér nægja 70 millj. kr. fyrir þetta hús. + Húseignin hennar Cher í Beverly Hills. Hún vill fá fyrir hana um 180 millj. kr. + Mike Landon er ekki jafn nægjusamur í einkalíf- inu og hann er í „Húsinu á sléttunni“. Húsið hans er metið á 300 milljónir ísl. kr. og allt innréttað í Bon- anza-stíl. + Jerry Lewis á þetta hús í Bel Air og setur upp fyrir það 127 millj. kr. Stjörnurnar vilja selja húsin sín + Kvikmyndastjörnurnar og auð- kýfingarnir á Kyrrahafsströnd- inni í Kaliforníu eiga nú við dálít- ið vandamál að stríða. Glæsilegu húsin þeirra eru nefnilega ekki jafn eftirsótt og áður var, þeir sem vilja selja eru miklu fleiri en þeir, sem vilja kaupa. Ronald Reagan, forseti, fékk að reyna þetta þegar hann var fyrst kosinn í opinbert embætti. Hann setti villuna sína í sölu en varð að lokum að sætta sig við að slá 30% af upphaflegu verði. Hann kann þó að hafa sloppið vel miðað við allan leik- araskarann, sem nú vill ólmur losa sig við stórhýsin, en af þeim má t.d. nefna: Cher, söngkonuna, sem varð fræg á sjöunda áratugnum ásamt COSPER Pabbi var bara að reyna nýju hjólaskautana mfna. félaga sínum Sonny og gat sér i fyrra gott orð fyrir leik í mynd- inni „Silkwood". Hún á glæsilegt hús með sex svefnherbergjum, sjö baðherbergjum, sundlaug og alls kyns þægindum öðrum, sem of langt mál væri upp að telja, og fyrir það vill hún fá 5,9 milljónir dollara, um 190 milljónir ísl. kr. Jerry Lewis er með sjö svefn- herbergi í sínu húsi, níu baðher- bergi, kvikmyndasal, sundlaug og sérstakt hús fyrir gesti og gang- andi. Verðið, sem hann setur upp fyrir það, er 4,2 milljónir dollara, um 127 millj. ísl. Olivia Newton-John á hús í spænskum stíl og fremur lítið miðað við það, sem þarna gerist, því að í því eru aðeins fjögur svefnherbergi. Það á þó að kosta 1,6 millj. dollara eða um 50 millj. ísl. Robert Wagner, sem missti konu sína, leikkonuna Natalie Wood, af slysförum fyrir tveimur árum, er einn þeirra, sem vilja minnka við sig, og vill fá um 70 millj. króna fyrir húsið sitt. Mike Landon, sem varð fyrst frægur fyrir leik í Bonanza- myndunum og síðar sem húsbónd- inn í „Húsinu á sléttunni", býr í einu glæsilegasta húsi í Beverly Hills. Það er með sjö svefnher- bergjum, 13 baðherbergjum, sund- laug, tennisvelli og sérstakt hús fyrir gesti. Innréttingar eru allar í Bonanza-stíl og lóðin, sem fylgir tæpir þrír hektarar. Fyrir her- legheitin vill Landon fá um 300 milljónir ísl. kr. Bridge Arnór Ragnarsson Fréttapunktar frá Bridgesambandi íslands ólafur Lárusson hefur tekið við störfum af Jóni Baldurssyni, sem framkvæmdastjóri Bridge- sambands íslands 1984—1985. Starfsemi skrifstofunnar á Laugavegi verður efld til muna og verður tekinn upp sá háttur frá og með október-mánuði að fastur símatími á Laugavegi verður milli kl. 10—12 f.h. alla virka daga. (Það þýðir einfald- lega að Ólafur mun örugglega vera við á þeim tíma.) Öll þjón- usta við bridgefélögin í landinu verður áfram með svipuðu sniði og verið hefur. - O - 23.-24. febr. ’85. íslandsmót kvenna í sveitakeppni og ís- landsmót yngri spilara í sveita- keppni. Undanrásir. 2.-3. mars. Úrslit í íslandsmót- um kvenna/yngri spilara. 15,—16.—17. mars. Undanúrslit íslandsmóts í sveitakeppni. Loft- leiðir. 5.—6.—7.—8. apríl. Úrslit sveitakeppni. Loftleiðir. 20.—21. apríl. Undanúrslit ís- landsmóts í tvímenningi. 4.-5. maí. Úrslit tvímennings. Loftleiðir. - O - Bridgesambandsþing verður haldið eftir Ólympíumótið í Seattle, USA, sem þýðir um miðjan nóvember í fyrsta lagi. Bridgekeppni stofnana Bridgesamband íslands og Bridgefélag Reykjavíkur gang- ast í sameiningu fyrir Stofnana- keppni í bridge-sveitakeppni (fyrirtækja-firmakeppni). Þessi keppni verður haldin dagana 1. nóvember (fimmtu- dag), 7. nóvember (miðvikudag) og 20. nóvember (þriðjudag). Hver stofnun má senda allt að fjórar sveitir. Einnig er heimilt að fyrirtæki sameinist um þátt- töku (hámark tvö fyrirtæki séu saman). Skilyrði fyrir þátttöku í viðkomandi stofnun/fyrirtæki, er að aðilar séu (hafi verið) á launaskrá viðkomandi stofnun- ar/fyrirtækis á árinu (1984). Hver sveit má vera skipuð allt að sex spilurum, en þó þannig að aðeins spili fjórir i einu. Spilað verður eftir Swiss (Monrad) fyrirkomulagi og verða 8—10 spil í leik. Notast verður við „nýju“ útreiknings- stigatöfluna (15—15, 16—14, 17-18 etc.) Þátttökugjald pr. sveit er kr. 4.000, sem greiðist við upphaf spilamennsku. Spilað verður um meistarastig í þessari keppni. Umsjónarmaður keppninnar er Ólafur Lárusson og eru forráða- menn sveita beðnir að tilkynna þátttöku til hans sem allra fyrst. (S. 18350 eða 16538). Keppnis- stjóri verður Agnar Jörgensson. Spilað verður alla dagana í Dom- us Medica og hefst spilamennska í síðasta lagi kl. 19.30. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi keppni verður reynd (spil- uð). Það er von mín að keppnin takist vel, þrátt fyrir yfirstand- andi verkfall bókagerðarmanna og BSRB. Hvernig til tekst verð- ur að sýna sig, en stefnt er að þátttöku minnst 30 fyrirtækja. Landsliðið á förum til Seattle Landslið íslands í bridge, sem tekur þátt í Ólympíumótinu í sveitakeppni 1984 í Seattle, USA, hefur verið valið að undan- genginni landsliðskeppni sem stóð yfir í sumar. Það er þannig skipað: Björn Eysteinsson, Guð- laugur R. Jóhannsson, Guð- mundur Sv. Hermannsson, Jón Ásbjörnsson, Símon Símonarson og Örn Arnþórsson. Fyrirliði án spilamennsku er Björn Theo- dórsson, forseti Bridgesambands íslands. Landsliðið fer utan 25. október og mun dvelja ytra fram í miðj- an nóvember. 51 þjóð tekur þátt í mótinu að þessu sinni og er þátttökusveitunum skipt í tvo riðla. fsland er í A-riðli, ásamt m.a. sveitum frá Danmörku, Frakklandi, Kanada, Brasilíu, Swiss, Hollandi og N-Sjálandi. I B-riðli eru m.a. sveitir frá Ítalíu, USA, Noregi, Svíþjóð, Pakistan, Ástralíu, Bretlandi, Þýskalandi, Argentínu, írlandi, Kína og Indónesíu. Fjórar efstu úr hvorum riðli (8 sveitir) munu síðan spila inn- byrðis 64 spila leiki og tvær efstu komast þaðan í undanúr- slit. Reynt verður eftir megni að koma úrslitum leikja til skila eftir hvern keppnisdag mótsins. Bridgesamband fslands vill þakka þeim aðilum sem gerðu þessa för mögulega. Sérstakar þakkir eru fluttar Ríkissjóði, Reykjavíkurborg og íslenska ál- félaginu, auk Flugleiða o.fl. Úrslit landsliðskeppninnar urðu þessi: 1. Guðlaugur R. Jóhannsson — Örn Arnþórsson 731 stig. 2. Sig- urður Sverrisson — Valur Sig- urðsson 728 stig. 3. Björn Ey- steinsson — Guðmundur Sv. Hermannsson 726 stig. 4. Ás- mundur Pálsson — Karl Sigur- hjartarson 722 stig. 5. Guðmund- ur Sveinsson — Jón Baldursson 718 stig. 6. Hrólfur Hjaltason — Jónas P. Erlingsson 681 stig. 7. Guðmundur Pétursson — Sig- tryggur Sigurðsson 679 stig. 8. Jón Ásbjörnsson — Símon Sím- onarson 627 stig. SÓLBAÐSSTOFA ÁSTU B. VILHJÁLMSDÓTTUR Grettisgötu 18, sími 28705. Opið: Virka daga frá kl. 7—23.30 Laugardaga 9—19 Sunnudaga 9—19 Slakiö á á sólbekknum látiö streit- una líöa úr ykkur meö Ijúfrl tónllst úr headphone Eftir sturtubaöiö getiö þið valið úr fjölbreyttu úrvali af snyrtivörum (Baölína) og haft afnot af blásara og krullujárni. Er- um meö extra breiöa sólbekki meö sérstökum andlitsljósum. Og enginn þarf aö liggja á hliöinni. Ávallt heitt á könnunni Verið velkomin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.