Morgunblaðið - 27.10.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.10.1984, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK STOFNAÐ 1913 207. tbl. 71. árg. LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Vestur-Þýzkaland: Willy Brandt á lista Flick - yfir þá, sem þegið hafa fé Bonn. 26. október AP. PHILIPP Jenninger, inn- anríkisráðherra Vestur-Þýzka- lands og náinn samstarfsmað- ur Helmuts Kohls kansl- ara, mun taka I við embætti ' forseta Sam- bandsþingsins í Bonn í stað Rainers Barzels, sem sagði af sér því emb- ætti í gær. Jenningar, sem er 52 ára að aldri, hlaut einróma stuðning kjörnefndar kristilega demókrata- flokksins á fundi hennar í dag. Kos- ið verður í embætti þingforseta 5. nóvember nk. Willy Brandt, fyrrum kanslari Vestur-Þýzkalands, vísaði í dag algerlega á bug ásökunum um, að hann hefði þegið mútur frá Flick- samsteypunni. Hann viðurkenndi hins vegar, að hann hefði rætt við stjórnarmenn Flick bæði áður og eftir að hann lét af embætti kansl- ara. Þar á meðal hefði hann átt einn fund með Karl Flick, for- stjóra Flick, í embættisbústað sin- um sem kanslari, en á þeim fundi hefði eingöngu verið rætt um efnahagsmál almennt. Brandt skýrði frá þessu á fundi með þingnefnd þeirri, sem rann- sakar meintar mútugreiðslur Flick-samsteypunnar til stjórn- málaflokka í Vestur-Þýzkalandi og ýmissa áhrifamikilla stjórn- málamanna á tímabilinu 1969 til 1980. Brandt var kjörinn kanslari 1969, en sagði af sér embætti í maí 1974, eftir að einn helzti aðstoðar- maður hans hafði verið afhjúpað- ur sem njósnari austur-þýzku stjómarinnar. Samkvæmt bókhaldsgögnum frá Flick um greiðslur til vestur- þýzkra stjórnmálamanna, sem hald var lagt á á sínum tíma, á Brandt að hafa tekið við 190.000 mörkum frá samsteypunni. Brandt mótmælti þessu hins vegar afdráttarlaust í dag og sagði: „Ég tók ekki við greiðslum frá Flick, hvorki beint né óbeint." Kvaðst hann með engu móti getað ímynd- að sér, með hvaða hætti nafn hans hefði komizt á þennan lista hjá Flick. Dómvörður sést bér halda á hinni umfangsmiklu rannsóknarskýrslu um morðtilræóið við páfa, en skýrt var frá efni skýrslunnar í Róm í gær. Skýrslan er 1243 blaðsíður að þykkt. Engínn vafi á samsæri um að myrða páfa 1981 Róm, 26. október. AP. RaniLsóknardómari á Ítalíu ákærði í dag þrjá Búlgara og fjóra Tyrki fyrir „alþjóðlegt samsæri" um að myrða Jóhannes Pál páfa II. Dómarinn skýrði jafnframt frá því, að auk Ali Agca hefði annar byssumaður skotið og hæft páfann í morðtilræðinu 1981, en um það var ekki vitað áður. Þá væri jafnframt Ijóst, að einhver aðili hefði boðið fram mikið fé til þess að framkvæma tilræðið, en starfsmenn búlgarska sendiráðsins í Róm hefðu veitt aðstoð við skipulagningu þess. Þannig hefði Búlgari átt að aka bif- reið þeirri, sem flytja skyldi tilræðis- mennina burt, eftir að páfinn hefði verið myrtur. Á fundi með fréttamönnum í morgun, þar sem skýrslan um rannsóknina var kunngerð, sagði dómarinn, Ilario Martella: „Á því leikur enginn vafi, að um alþjóðlegt samsæri um að myrða páfann var að ræða.“ Þá sagði hann ennfrem- ur, að Oral Celik, meðlimur í hægri sinnuðum hryðjuverkasamtökum í Tyrklandi, hefði hleypt af einu af þeim þremur byssuskotum, sem særðu páfann. Skot þetta hefði Eþíópía: Viskíveisla marxista í miðri hungursneyð London, 26. október. AP. HELSTU trúarleiðtogar í Bretlandi skoruðu ( dag á stjórnvöld að bregðast hart við og flytja umsvifa- laust miklar matarbirgðir til Kþíópíu en þar ríkir óskapleg hung- ursneyð af völdum langvarandi þurrka og borgarastríðsins í land- inu. Samtímis fóru fréttir af því, að ráðamenn í Kþíópíu hefðu nýlega keypt viskí í Bretlandi fyrir tæpa milljón dollara í minningu þess, að tíu ár eru liðin frá valdatöku marx- ista í landinu. Hefur þessi frétt vak- ið mikla reiði í Bretlandi. Breska sjónvarpið hefur sýnt myndir frá Eþíópíu, sem vakið hafa fólk til vitundar um ástand- ið, myndir af aðframkomnu fólki og löngum iíkaröðum, sem bíða þess að þeim verði tekin gröf. Hefur almenningur brugðist með eindæmum vel við og framlögin streymt til hjálparstofnana. Frá Eþíópíu. : eltandi börn og mæður þeirra sjást hér bíða í grennd við brezka hjálpar iðstöð, sem dreift hefur matvælum og læknislyfjum til almennings. Ásl.<ndið í EþíópíU verður stöðugt verra, eftir því sem þurrk- arnir þar verða iengri. Samtímis þessum fréttum af hungrinu hefur verið skýrt frá því, að spænskt skip hafi farið 29. sept. sl. frá Bretlandi til Eþíópíu með hálfa milljón flaskna af viskíi. Höfðu ráðamenn þar keypt guðaveigarnar í Bretlandi til að gæða sér á þeim á tíu ára afmæli marxistastjórnar í landinu. Kost- uðu þær tæpa milljón dollara. „Þetta er viðbjóðslegt, hreint út sagt djöfullegt," sagði John McWilliam, einn þingmanna Verkamannaflokksins, „og mun vafalaust verða til að fólk haldi að sér höndum með framlög til hjálparstofnana." Talið er, að McWilliam muni verða sannspár um það því að fréttin um viskí- kaupin í miðri hungursneyðinni hefur vakið mikla reiði í Bret- landi. hæft einn fingur og annan hand- legg páfans, en kúlan hefði ekki fundizt. Við rannsókn málsins hefði það komið í ljós, að Celik stóð við hlið Agca á Péturstorgi, er skotið var á páfann. Celik, sem er 25 ára gamall og náinn vinur Agca, hjálpaði þeim síðarnefnda til þess að flýja úr tyrknesku fangelsi 1979. Celik dvelst nú í Búlgaríu. I skýrslu dómarans kom ennfr- emur fram, að búlgarskur sendi- starfsmaður, Sergei Ivanov, beið í bíl fyrir utan Péturstorg og átti hann að aka þeim Celik og Agca burt eftir að þeir hefðu myrt páf- ann. Jafnframt höfðu tveir starfsmenn búlgarska sendiráðsins í Róm heitið því að útvega sendi- ráðsbifreið til þess að koma tilræð- ismönnunum með leynd úr landi frá Ítalíu. Tveir af Búlgörunum eru nú farnir frá ítaliu, en sá þriðji er í stofufangelsi í íbúð sinni i Róm. Auk þeirra Agca og Celiks tóku tveir aðrir Tyrkir þátt í tilræðinu við páfann og eru þeir báðir í fang- elsi á Ítalíu. Dollar hækkar London, 26. oklóber. AP. GENGI Bandaríkjadollars hækk- aði í dag gagnvart öllum helztu gjaldmiðlum heims nema kanad- íska dollarnum þrátt fyrir tilkynn- ingar ýmissa bandarískra banka um vaxtalækkun úr 12,5% í 12%. Þannig hækkaði dollarinn bæði gagnvart japanska jeninu og vestur-þýzka markinu. Breytti þar engu, þótt vestur-þýzki seðlabank- inn gripi til þess ráðs að selja nokkurt magn af dollurum til styrktar markinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.