Morgunblaðið - 27.10.1984, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.10.1984, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1984 GlBU51EU3lE|E|E)gE| kl. 2.30 í dag, laugardag Aöalvinningur: IW Vöruúttekt fyrir E|Ca1_____kr. 12.000,- -JJGJE] Vinnur á Hljóm rrmrTT^ Finnbogi Marinósson Kastway All Fired Up Það þótti nokkrum tíðindum sæta, þegar fyrrverandi bassa- leikari UFO, Peter Way, og Fast Eddie Clarke fyrrverandi gítar- leikari Motorhead stofnuðu hljómsveit saman sem fékk nafnið Fastway. Hver útkoman yrði úr þessu samkrulli gátu menn ekki ímyndað sér. Fast Eddie einfaldur þriggja gripa rokkari og Peter Way einn besti rokk-bassistinn. En það fór aldr- ei svo að útkoman yrði lýðum Ijós því Peter Way hætti áður en sveitin kom fram opinberlega. Fast Eddie hélt hinsvegar nafn- inu og þeim mannskap sem kom- inn var. í fyrra gáfu þeir út sína fyrstu plötu. Að mínum dómi er aðeins eitt gott lag á henni og mikið vantar uppá til að afgang- urinn gripi: Nú hefur flokkurinn sent frá sér aðra plötu og heitir gripurinn „All Fired Up“ og eru á henni 10 lög. { heild sinni er platan mjög jöfn. Ekkert lag skarar fram úr og ekkert lag er lélegt. Hinsveg- ar stendur þessi heild ekki mjög framarlega í gæðum. Til þess eru lagasmíðarnar einfaldlega ekki nógu góðar. Til að mynda mættu sum lögin vera miklu melódísk- ari. Það myndi kalla á frekari hlustun sem væntanlega myndi skila sér í meiri ánægju með plötuna. Það sem er verst við þessa plötu er að söngvarinn Dave King, sem er meira en frambærilegur, nýtur sín engan veginn í sumum lögunum á plöt- unni. Hann er að syngja fárán- lega texta við lög sem hafa ekki söngstíl hans. Þetta venst að nokkru leyti en ætti ekki að þurfa að vera svona. Fast Eddie er orðinn dálítið meira en þriggja gripa rokkari, en ekki stendur hann í röð fremstu manna. Ryþmadúettinn er ekki af verri endanum. Bassaleikar- inn heitir Jerry Shirley og var í Humble Pie frá apríl 1969 til mars 1975. Charlie McCracken lamdi húðir hjá gamalkunnum söngvara, Kevin Ayers, í hljómsveit hans, Kevin Ayers Band. Þess má geta til gamans að Mike Oldfield spilaði á gítar hjá þessum söngvara áður en hann hóf sólóferil sinn. Það má kannski segja að rokk- jð sem Fastway er að spila sé gamaldags. Slíkt kemur ekki á óvart þegar menn á borð við Shirley og McCracken standa að baki. Að minnsta kosti getur verið erfitt að kenna gömlum hundum að sitja. En platan hljómaði illa við fyrstu hlustun. Hún vinnur á og þegar öllu er á botninn hvolft kemur hún * þokkalega út. Metkvöld i 1. vetrardag I tilefni dagsins setjum viö alls konar met svo sem kókdrykkjumet, eggjaátsmet, skyrátsmet, (aö- sóknarmet) o.fl. o.fl. o.fl. Þaö má svo sannarlega segja aö Vetri Konungi veröi fagnaö í Traffic í kvöld. Viö minnum á hópdanskeppnina sem hefst um næstu helgi. Innritun og allar upplýsingar í síma 10312. Athugiö. Club skírteinin eru tilbúin fyrir þá sem hafa komiö meö myndir. algjört metl metdrykkur. :///////////////////✓///////////////////////////////✓/////✓✓/✓✓/////////// lWSCI' RESTAURANT Hallargarðurinn Öm Arason leikur klassískan gítarleik fyrir matargesti í Húsi verslunarinnar við Kringlumýrarbraut. Borðapantanir í síma 3C I I i Húsi verslunannnar við Knnglumyrarbravt Allir í tðóBAL Op/'ð ídag / kvöld á morgun kvöld frákl. 12.00-14.30 frákl. 18.00-03.00 frákl. 12.00-14.30 frákl. 18.00-01.00 mánudagskvöld frá kl. 18.00-01.00 ALLAR VEITINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.