Morgunblaðið - 27.10.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.10.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1984 5 Bifrcið vegalögreglunnar, ásamt flutningabifreiðinni sem stöðvuð var á Keflavíkurveginum. Tíunda grein laga um lögregl- umenn hljóðar svo: „Lögreglu- menn má ekki nota til að hafa önnur afskipti af vinnudeilum en að halda þar eins og annars stað- ar uppi friði og afstýra skemmd- um, meiðslum og vandræðum." Óskar ólason, yfirlögreglu- þjónn í Reykjavík, sagði að í skýrslu sinna manna hefði ekk- ert komið fram um það að sam- band hefði verið haft við BSRB. Aðspurður um það hvort lögregl- an væri ekki skyldug til að fylgja bifreiðinni á leiðarenda eftir að leyfið var fengið sagði Óskar, að það mál væri algerlega í höndum lögreglunnar í Hafnarfirði. Blm. Morgunblaðsins tókst ekki að ná tali af Steingrími Atlasyni, yfir- lögregluþjóni í Hafnarfirði, í gær. Rétt ad hafa samband við BSRB Júlíus Sigurbjörnsson hjá verkfallsvörslu BSRB taldi að lögreglumenn hefðu gert hárrétt í því að hafa samband við BSRB, þar sem það er einvörðungu í verkahring lögreglu nú, sam- kvæmt úrskurði kjaradeilu- nefndar, að annast öryggis- vörslu. Ef lögregla eigi að fást til að fylgja farminum, þurfi að sækja um leyfi til þess sérstak- lega til verkfallsnefndar BSRB. Júlíus sagði ennfremúr, að þar sem bifreiðin hefði verið á þjóð- vegi þyrfti leyfi Vegagerðarinn- ar til slíkra flutninga. Það væri þá spurning hvort þeir menn væru að störfum, sem slík leyfi veittu. Ef ekki, þyrfti auðvitað að sækja um starfsleyfi þeirra til verkfallsnefndar BSRB. Varði doktorsritgerð í lífefnafræði I»ann 31. júlí sl. varði Bernhard Örn Pálsson dokt- orsritgerð sína við efnaverk- fræðideild University of Wisconin, Madison Wl, Bandaríkjunum. Heiti ritgerðinnar er „Mathem- atical Modelling of Dynamics and Control in Metabolic Networks". Hún fjallar um líkanabyggingu af hinum flóknu kerfum efna- hvarfa, sem finnast í öllum lifandi frumum. f ritgerðinni er leitast við að sameina mismunandi svið líftæknifræðinnar (biotechno- logy), með því að greina þá grund- vallarþætti, sem þeim eru sameig- inlegir. Ritgerðin markar þannig eitt af fyrstu skrefum í átt að nýjum hluta líftæknifræðinnar. Eintak af ritgerðinni liggur frammi í efnafræðiskor raunvís- indadeildar Háskóla íslands. Bernhard fæddist í Reykjavík 22. febrúar 1957. Foreldrar hans eru Erna Arnar og Páll Vígkon- arson framkvæmdastjóri, Garða- bæ. Bernhard stundaði nám við Menntaskólann við Hamrahlíð 1972—1975, þar sem hann lauk stúdentsprófi á eðlis- og náttúru- sviði. Við Háskóla íslands lauk hann síðan fyrrihlutaprófi í efna- verkfræði 1977 og BS-prófi í efna- verkfræði við University of Kans- as árið 1979. Doktorsnám hóf hann sama ár við University of Wisconsin ásamt kennslu- og rannsóknarstörfum, og lauk því nýverið eins og fyrr greinir. Bernhard er nú prófessor við University of Michigan, Ann Arb- or, þar sem hann kennir og stund- ar rannsóknarstörf í efnaverk- fræði og lyfjaefnafræði. Bernhard Dr. Bernhard Örn Pálsson er kvæntur Mahshid Pálsson efna- verkfræðingi og eiga þau eina dóttur. Akranes: 10 áfengis- kössum stoliö STARFSMENN Áfengis og tóbaks- verzlunar ríkisins á Akranesi hafa unn- ið að því að kanna hve miklu áfengi var stolið í innbrotinu aðfaranótt fimmtudagsins. Sem næst 10 kössum af áfengi var stolið og auk þess talsverðu magni af tóbaki. Söluvirði tóbaksins og áfeng- isins er um 120 þúsund krónur, að sögn Ragnars Jónssonar, skrifstofu- stjóra ATVR. Aðalhurð verzlunar- innar á Akranesi var brotin upp og járngrind innan við. Þjófarnir eru ófundnir. interflora ésala Se'd,r með 20-50% afslætti. Dæmi: 5 stk. áður£5; nú kr 27.50 , Narcissur 12 stk. áður^- nu kr- 5.7 Crocus ......... ... áður^T-nukr.21.0U [ Jólahyacmtur Sértiiboð: hálfv/irði meðan birgðir Grænar pottaplontur a nai endast áður^öCf.- nú 140.- Shefflera ........ áöur^SCf - nú 125.- Arekapálmi ....... áður52Cf--i^J?2l‘ Benjamír^FicuSj^^j^jj—-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.