Morgunblaðið - 27.10.1984, Page 25

Morgunblaðið - 27.10.1984, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1984 25 r MorgunbladiA/Helgi Bj. r 2 iram. Hörður Jóhannesson (snýr aargir einstaklingar og félög ?arp DV-manna, Frjálst útvarp dkerfí myndbanda störfuðu af i útvarpsstöðva, aðrar voru Gufuradíóið. En hvers vegna irétt Ríkisútvarpsins? þá var veitt undanþága fyrir starfsmenn útvarpsins og ákveðið að fréttum verði framvegis út- varpað tvisvar á dag, meðan á verkfalli stendur. Það er því mat útvarpsráðs okkar að ekki reki lengur sömu nauðir til að útvarpa fréttaefni héðan sem fyrr.“ Árni Sigurðsson sagði að mikill áhugi væri á ísafirði fyrir áfram- haldandi útvarpssendingum. „Við ætlum ekki að starfa í trássi við landslög, en ef ný útvarpslög heimila, munum við athuga mögu- leika á rekstri útvarpsstöðvar, sem vonandi næði til stærri hluta Vestfjarða en þessi gerði. Það er alls ekki mikið mál að koma svona stöð á laggirnar." Útvarp Akureyri Akureyringar heyrðu í eigin út- varpsstöð föstudaginn 5. október. Að þeirri stöð stóðu starfsmenn blaðsins Dags og nokkrir áhuga- menn um útvarpsrekstur. Her- mann Sveinbjömsson, ritstjóri á Degi, sagði ástæðu þess að þeir hófu útvarpsrekstur vera þá, að þeir fréttu af útvarpsstöðvum í Reykjavík og vildu að Akureyr- ingar fengju að sitja við sama borð. „Við hófum útsendingar kl. 17 á föstudeginum og útvörpuðum nærri samfleytt til kl. 18, sunnu- daginn 7. október. Á sunnudegin- um tilkynnti umdæmisstjóri Pósts og síma okkur að við værum að gera ólöglega hluti. Þá höfðum við spurnir af þvi að það ætti að láta til skarar skríða gegn útvarps- stöðvunum fyrir sunnan og ákváð- um að hætta áður en til þess kæmi hér, enda virtist forsenda okkar, að fá að sitja við sama borð og Reykvíkingar, þar með brostin.” Utvarpsstöð Akureyringanna útvarpaði mest tónlist, en einnig voru fréttatímar nokkrum sinnum á dag. Hlustendur létu í sér heyra og voru mjög ánægðir með þetta framtak, að sögn Hermanns. „Það er mikill áhugi fyrir stofnun út- varpsstöðvar hér og mjög margir hafa haft samband við mig vegna þess,“ sagði Hermann. „Minn draumur er sá að hér verði sett á fót stöð, sem margir aðilar myndu sameinast um, ekki bara einn eða tveir aðilar eins og nú var. Við eigum nóg af góðu fólki hér til starfa og líklegast gætu auglýs- ingatekjur greitt kostnaðinn. Svona stöð gæti þjónað okkur vel, sú þjónusta yrði allt öðruvísi og oft betri en Ríkisútvarpið veitir." Hermann sagði að enn hefði ekki borist nein kæra vegna rekstrar útvarpsstöðvarinnar, en að því hlyti að koma. „Aðrir hafa verið kærðir og við viljum sitja við sama borð í þeim efnum sem öðr- um. Við skorumst ekki undan ábyrgð." Útvarp Siglufjörður Útvarp Siglufjörður hófst að kvöldi föstudagsins 5. október. Að því stóðu tveir ungir menn, Karl E. Pálsson og Róbert Guðfinnsson. Þeir félagar hafa áður spreytt sig á útvarpsrekstri, því þegar þeir voru í gagnfræðaskóla fyrir 13 ár- um sendu þeir út í jólafríinu. Karl sagði, að þeir hefðu átt öll tæki, sem til þurfti, og því ákveðið að skella sér í þetta núna. „Við erum miklir áhugamenn um frjálsan út- varpsrekstur og ákváðum því að reyna við þetta aftur, þótt við hefðum verið stöðvaðir síðast," sagði Karl. „Það gekk mjög vel hjá okkur til að byrja með, en á sunnudeginum 7. október kom lögreglan til okkar og tilkynnti okkur að það væri búið að kæra útvarpsreksturinn. Við hættum strax útsendingum og kæran var felld niður." Útvarp Siglufjörður útvarpaði einungis bæjarfréttum, að sögn Karls. „Það er auðveldlega hægt að reka svona smábæjarútvörp án mikils tilkostnaðar. Ef útvarps- rekstur verður gefinn frjáls skelli ég mér örugglega i þetta aftur. Það voru allir hér mjög ánægðir með þetta og margir hafa boðist til að leggja til fé til tækjakaupa. Það kom meira að segja til mín kona um daginn og bauðst til að safna fé til greiðslu sektar ef ein- hver yrði,“ sagði Karl E. Pálsson að lokum. Steríósendir við Mývatn Einn fullkomnasti útvarpssend- ir sem notaður var af öllum litlu stöðvunum var tvímælalaust í Mý- vatnssveit. Þar tóku nokkrir ungir menn sig til og stofnuðu út- varpsstöð, sem gekk undir heitinu Útvarp Mývatn. Sent var út í viku, frá 3. október til 10. október, og voru útsendingar í stereo. Leifur Hallgrímsson er einn þessara Mý- vetninga. Hann sagðist hafa feng- ist við útvarpsrekstur áður, enda 10 ár síðan hann og félagar hans smíðuðu útvarpssendinn. „Við rákum stöð um tíma hér við Mý- vatn fyrir nokkrum árum og seinna á Akureyri, en í bæði skipt- in stöðvuðum við útsendingar þeg- ar þess var óskað og eftirmálar voru engir,“ sagði Leifur. „Okkur hefur alltaf verið kunnugt um að sli'kur rekstur er ólöglegur, en ástæða þess að við gerðum þetta núna var fyrst og framst af örygg- isástæðum. Eins og allir vita eru sífelldar jarðhræringar hér í sveitinni og aldrei að vita hvenær eldgos hefst. Það gæti því komið sér mjög illa, svo ekki sé meira sagt, þegar Ríkisútvarpið er ekki starfrækt nema örstutt dag hvern. Það á að heita svo, að þetta svæði njóti sérstaks öryggis hvað varðar símaþjónustu, en sannleikurinn er sá að því fer víðs fjarri að alltaf sé hægt að ná símasambandi hingað og héðan. öryggið er ekki meira en svo, að þegar sími bilaði hjá kunningja mínum fyrir skömmu, þá fékk hann þau boð að ibúar í næsta húsi yrðu bara að hlaupa yfir til hans og láta hann vita, ef farið væri að gjósa! Það fékkst sem sagt ekki leyfi til að lagfæra símann vegna verkfalls BSRB. Þetta er nú öll þjónustan." Leifur Hallgrímsson sagði, að framtak þeirra norðanmanna hefði mælst mjög vel fyrir. „Við útvörpuðum mest tónlist, en einn- ig var talað við menn á beinni línu, þar á meðal nokkra þing- menn,“ sagði hann. „Það gekk erf- iðlega fyrir okkur að afla frétta að sunnan, símasambandið hefur verið afleitt." Útsendingar Útvarps Mývatns náðu langt, m.a. til Grimsstaða á Fjöllum, sem eru í 40 km. fjarlægð frá stöðinni. Lengsti samfelldi út- sendingartími var I 15 klst. á sól- arhring. Leifur Hallgrimsson sagði, að hann væri mjög áhuga- samur um að starfrækja útvarps- stöð við Mývatn, „ef við uppfyllum þau skilyrði sem sett verða fyrir slíkum rekstri," eins og hann komst að orði. Útvarp Mývatn hætti útsend- ingum 10. október, eftir að beiðni hafði borist þar að lútandi frá lögreglunni. Endurvarpsstöð á Seyðisfirði Á Seyðisfirði var rekin endur- varpsstöð þann tíma sem Frétta- útvarpið og Frjálsa útvarpið störf- uðu. Leifur Haraldsson, rafvirkja- meistari, var einn þeirra er að því stóð. Leifi sagðist svo frá: „Það er draumur okkar hér að koma upp staðarútvarpi og það er auðveld- lega hægt. Við endurvörpuðum út- sendingum stöðvanna í Reykjavík, svo og tónlist og hættum starf- semi um svipað leyti og stöðvarn- ar voru lagðar niður. Það er ekki hægt að loka einokunarstöðvum eins og Ríkisútvarpinu í verkfalli og helst af öllu þurfum við að hafa litlar stöðvar í hverjum bæ. Mín skoðun er sú, að við ættum að hafa FM-stöð, endurvarpa Ríkisútvarp- inu og koma síðan inn í sendingar á ákveðnum tímum, svipað og er með Rás 2. Þetta fyndist mér eðli- legri leið en að stofna útibú frá Ríkisútvarpinu um allt land, því þetta kæmi örugglega betur út fyrir hvert svæði." Leifur sagði að þessu framtaki hefði verið mjög vel tekið af öllum bæjarbúum. „Það mæltist enginn til þess að við hættum,“ sagði hann. „Þegar kemur að því að út- varp verður gefið frjálst, þá er ekki vafi á þvi að Seyðfirðingar leggja sitt af mörkum.” Myndbönd í stórmörkuðum Þrjú fyrirtæki í Reykjavík hófu samstarf í byrjun verkfalls og hófu framleiðslu á fréttaþáttum, sem síðan voru sýndir á mynd- böndum í stórmörkuðum, í flug- stöðvarbyggingum og víðar. Þessi fyrirtæki voru Skyggna hf., Kynn- ingarþjónustan hf. og ísmynd. Rúnar Birgisson hjá Skyggnu hf. sagði að fyrirtækin hefðu ákveðið að veita þessa þjónustu vegna verkfallsins og um leið að kynna starfsemi sína. „Við sýnd- um fyrsta þáttinn föstudaginn 5. þessa mánaðar, en alls urðu þætt- irnir sex. I þáttum þessum voru innlendar fréttir, sem Magnús Bjarnfreðsson, Helgi H. Jónsson og Vilhelm G. Kristinsson sáu um, en þeir reka Kynningarþjónust- una. Að auki voru erlendar fréttir og íþróttir.“ Skyggna hf. hefur í þrjú ár framleitt þætti sem m.a. hafa ver- ið sýndir í flugstöðvum. Rúnar Birgisson sagði að nú hefðu verið miklu fleiri staðir, þar sem sýnt var, en alls hefðu sýningarstaðir verið um tuttugu. „Þessu framtaki okkar var mjög vel tekið, en þetta var dýrt. Það störfuðu um 20 manns við þetta 18 tíma á sólar- hring og þetta var gert af hugsjón en ekki gróðavon. Það er ekkert ólöglegt við þessa starfsemi, enda var engu útvarpað, þættirnir voru eingöngu á myndböndum. Það var því ekki farið inn á starfssvið sjónvarpsins, þetta má fremur flokka undir gerð heimildar- mynda. Við munum íhuga okkar stöðu eftir verkfall, en erum hætt- ir þessu í bili.“ Rúnar sagði að viðbrögð al- mennings hefðu verið mjög góð og mætti nefna sem dæmi, að versl- unarstjóri eins stórmarkaðarins sagði, að fatasala hefði dregist mjög saman einn föstudaginn, því allir hefðu numið staðar við skjá- inn og ekki farið lengra. „Það kom þó aldrei til tals að hætt yrði að sýna þættina í þessari verslun, enda var litið á þetta sem þjón- ustu við viðskiptavini," sagði Rún- ar og hló við. „Við höfum einnig heyrt að margir hafi gert sér ferð einungis til að sjá þættina, svo ekki þurfum við að kvarta yfir við- tökunum." Framleiðslu myndbanda Skyggnu hf., Kynningarþjónust- unnar hf. og ísmynd var hætt föstudaginn 12. október. „Við vor- um búnir að sanna að við gætum starfað að svona verkefni og höfð- um kynnt möguleikann á skjótri vinnslu. Kostnaðurinn var hins vegar mjög mikill og því var ákveðið að haetta," sagði Rúnar Birgisson að lokum. Kapalkerfin í sjónvarpsleysinu Víða um landið eru starfrækt kapalkerfi myndbanda, líkt og í ýmsum hverfum höfuðborgarinn- ar. f Borgarnesi hefur slíkt kerfi verið rekið í þrjú ár. Sæmundur Bjarnason, sem að því stendur, sagði að lítið hefði breyst hjá sér í verkfalli sjónvarps. „Við sýnum kvikmyndir, eigið efni og endur- sýnum þætti úr sjónvarpinu. Það er ekki mikið um fréttaefni hjá okkur, helst ef við sýnum íþrótta- leiki eða fundi hér f bænum.“ Sæmundur sagði, að aldrei hefði verið reynt að stöðva starfsemina. „Ég hélt að það kæmi kannski til þess nú fyrir stuttu þegar út- varpsráð gerði samþykkt sfna um ólögmætar aðgerðir útvarps- stöðva, en það bólar ekkert á að- gerðum enn.“ ólafsvíkingar hafa haft sitt kapalkerfi i þrjú ár, eins og Borgnesingar. Kerfi þetta gengur undir nafninu Villavideo og er kennt við Vilhelm Árnason. Hann sagði, Ifkt og Sæmundur Bjarna- son, að aldrei hefðu verið gerðar tilraunir til að stöðva starfsemina. „Þessi starfsemi á gifurlega miklu fylgi að fagna hér f bæ,“ sagði Vilhelm. „Til marks um það má geta þess að um 95% allra húsa hér eru tengd kerfinu." Vilhelm sagði að mest væri um kvikmyndir á dagskrá Villavideós, en einnig væru sýndir þættir, sem Ólafsvíkingar gerðu sjálfir. „Við sýndum t.d. beint frá atkvæða- greiðslu um vinveitingaleyfi til handa veitingahúsi hér f bæ á sunnudaginn*, sagði Vilhelm. „Við höfum einnig gert umræðuþætti og erum nú að undirbúa flutning starfseminnar f húsnæði grunn- skólans. Þar er mjög góð aðstaða til upptöku og það væri t.d. hægt að færa fundi bæjarstjórnar þang- að og senda þá beint út. Svona kerfi býður upp á ótrúlega mögu- leika og ég tel bráðnauðsynlegt að hver bær hafi sitt kapalkerfi*. Auk þeirrar starfsemi, sem að ofan er talin, er kunnugt um tvær útvarpsstöðvar til viðbótar sem störfuðu á Akureyri og að auki eru kapalkerfi vfðar en f Borgarnesi og á ólafsvík, td. á ólafsfirði og í Stykkishólmi. Af viðtölum við ibúa þessara staða virðist ljóst, að engar tilraunir hafa verið gerðar til að stöðva starfsemi kapalkerf- anna, en hins vegar hafa útvarps- stöðvar ekki verið látnar óáreitt- ar. HorgunUaðið/Bjðrgvin Pálnon. Ólafur Als, þulur, og Arnar Hákonarson, tæknimaður Frjáls útvarpe í Reykjavík að störfúm.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.