Morgunblaðið - 27.10.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.10.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1984 31 Hjördís Kvaran Afmæliskveðja Hjördís Kvaran er fædd á Akur- eyri 27. október 1904 dóttir Sig- urðar H. Kvarans læknis og Þuríð- ar Jakobsdóttur frá Vopnafirði. Það hefur alltaf verið stíll yfir þessari stórbrotnu og sérstæðu konu, sem á áttræðisafmæli í dag. Þegar Hjördís kom svífandi eftir Hólatorgi á fullri ferð vék maður sér ósjálfrátt til hliðar. í margra metra fjarlægð mátti þekkja hana frá öðrum. Hún kom einsog storm- sveipur beint af augum með mis- munandi skrykkjum þó. Stundum þeysti hún framhjá sem hinn frjálsi norðanvindur eða hún sigldi áfram með mýkt stórskút- unnar f.vrir fullum seglum. En alltaf stóð sami gusturinn af per- sónunni. Hægri hendin var einsog stýrisár sveiflaðist til hliðar og um leið var einsog skrúfaðist uppá vinstri fótinn. Áfram sigldi hún hraðbyri, heim á Sólvallagötu eða niður til Brynjólfsson & Kvaran þar sem hún var bókhaldari í nær hálfa öld. Andrúmsloftið í því gamalgróna fyrirtæki minnti helzt á breskt sögusvið úr Aghötu Christie. Sem dæmi um formfestu þeirrar kynslóðar sem þar vann, þá þéraðist fólk þrátt fyrir ára- tuga samvinnu. Einstæðar mæður og fráskildar voru ekki öfundsverðar af launun- um sínum í kringum 1950 frekar en endranær. Karlmenn einir flokkuðust undir „fyrirvinnuhug- takið“ og ekki talið umtalsvert þó að konur fengju margfalt lægri laun þótt um sömu vinnu væri að ræða. Þær töldust jafnvel eitthvað skrítnar í kollinum sem leyfðu sér að steyta grön. Ekki man ég eftir hvort vakti meiri hneykslun þegar Hjördís Kvaran krafðist sömu launa og karl-bókhaldarar, eða þegar hún stormaði úr og í vinnu klædd síðbuxum. Uppeldi Hjördisar á dætrunum Addý og Baddý mótaðist af sama kraftinum og eljunni þótt ekki gengi það hljóðalaust fyrir sig. Ilvernig mátti það líka vera? Að stjórna tveimur óstýrilátum og uppátektarsömum stelpum neðan úr Hafnarstræti, sem dunduðu sér við allskyns prakkarastrik uppá Sólvallagötu. Mín fyrsta heimsókn til þeirra var með þeim hætti að Ásdís greip mig glóðvolga þar sem ég rólaði á keðjunum sem festar voru milli steinstólpa fyrir framan húsið. Þegar inn var komið lagði þessa líka ilmandi eplalykt á móti mér, rétt einsog jólin væru komin í Pét- ursbúð á horninu. Ég var ekki fyrr sest í stofu en ég hafði munn og hendur fullar af þessum gómsætu eplum. Ég hafði í fyrstu hálfgerð- an beyg af húsfreyjunni sem var svo voðalega ströng í framan. Hún sat í miðstofunni með handavinnu og með miklum alvöruþunga stjórnaði hún píanóspili yngri dóttur sinnar. Öðru hvoru tók hún sér hvíld frá hannyrðunum, sló taktinn með öðrum fætinum og sveiflaði af miklum krafti prjóna- skapnum út í loftið — einsog hljómsveitarstjóri tónsprota — nema hvað á prjónunum hékk hálfkláruð peysa. Hvorki fyrr né síðar hef ég orðið vitni að slíku samspili tóna, fóta og prjóna. Ég hafði nægan tíma til að gæða mér á eplunum góðu og líta í kringum mig. Mikið óskaplega átti konan mikið af bókum. Hún hlaut að vera ofsalega gáfuð. Það var þá hérna sem hann pabbi minn sat stundum og fékk rabarbara hjá henni Hjördísi. Ekkert skildi ég í manninum að biðja ekki frekar um epli! Komst ég að því síðar að útvaldir gestir heimilisins stýfðu ekki rabarbaraleggina beint úr hnefa heldur fengu hann í fljót- andi formi — a la Hjördís Kvaran. Að kennslustundinni lokinni var ég spurð spjörunum úr. Um heilsufarið heima hjá mér, hvern- ig gengi í skólanum, hvort ég þér- aði ekki fullorðið fólk og þar fram eftir götunum. Ég var sein til svars. Þar sem það þótti mjög dónalegt að tala með fullan munn- inn var ég í stökustu vandræðum. í hvert sinn sem ég var nýbúin að svara einhverju til og fá mér væn- an eplabita í viðbót kom ný spurn- ing. Með því að velta bitunum upp í mér og geyma út til hliðanna tókst mér, að ég hélt, að vera mjög kurteis. Baddý vinkona mín stríddi mér á því seinna að mis- stórir gúlar hefðu þanist út úr kinnum mér öðru hvoru. En ég stóðst prófið hjá yfirvaldinu! Allir þeir litríku persónuleikar sem byggðu okkar litla kjarna vesturbæjarins verða mér alla tíð minnisstæðir og kærir. Þakka ég forsjóninni fyrir að hafa fengið að kynnast þeim. Allt þetta fólk átti það sameiginlegt að vera mikið gáfu- og gleðifólk. Eitt sinn hafði verið mikill gleðskapur heima hjá Birni magister Bjarnasyni. Ein- hverra hluta vegna barst hófið heim til móður minnar á Blóm- vallagötu. Fyrst birtist Hjördís Kvaran með gítar undir annarri hendinni en stóran kút í hinni. Kútur þessi var mér lengi vel hul- in ráðgáta, því hann var haldinn þeirri óskiljanlegu náttúru að aldrei tæmdist úr honum. Skýr- ingin var auðvitað sú að stutt var á milli heimilanna og rabarbara- mjöðurinn sóttur eftir þörfum. Eftir Hjördísi komu einhverjir sem roguðust inn með kraumandi kjötsúpupottinn hans Bjúsa. Eftir mikið át og undir skál upphófst allsherjar fjöldasöngur meður gít- arundirleik Hjördísar. Hvert lagið rak annað, en þegar líða tók á kvöldið voru flestir orðnir and- stuttir og rámir nema gítarleikar- inn, sem fór á kostum. Innlifunin hjá henni var slík að við systkinin stóðum gjörsamlega agndofa. Ekki voru tilburðirnir áhrifa- minni er hún lýsti fyrir okkur heimsókn sinni í dýragarð Berlín- arborgar. Hún gat hreinlega náð öllum hreyfingum og hljóðum dýra, æðri sem lægri. Tókst henni sérlega vel upp með híenuvælið. Eftir að ég fullorðnaðist og skoð- aði sjálf dýragarða erlendis fannst* mér hljóðin í dýrunum ósköp ómerkileg! og sem veikt bergmál frá kvöldinu góða. Nú er „stórskútan" aðeins farin að felia seglin, en þrátt fyrir átta tuga boðaföll er yfirbragðið og reisnin sú hin sama. Þau eru orðin rúmlega þrjátíu árin síðan ég sat fyrst heima í stofunni þinni, Hjördís mín. Það var góður dagur. Suðandi fiski- flugurnar fyrir utan gluggann. Sláttur prjóna og tóna og góm- sætu eplin þín sem ég át mig veika af. Um leið og ég óska þér allra heilla á afmælisdaginn vil ég þakka fyrir að hafa fengið að vera þér og þínum samferða. Guðrún Sverrisdóttir Hjördís Kvaran væntir þess að sjá vini sína að fornu og nýju heima á Sólvallagötu 3 nk. laug- ardag, 3. nóvember, þar sem hún er að heiman í dag. Sölumaður óskast Óskum eftir sölumanni á íslandi til aó sjá um sölu á loftpressum, (ýmsar geröir), þrýstiloftsknúnum tækjum og ýmsum iönvarningi. Þeir sem áhuga hafa snúi sér sem fyrst til: OMUFT Postboks 112, 2680 Solred strand, Danmark. Sími 45-3-14 14 89 V J Blaðburöarfólk óskast! í eftirtalin hverfi: « »_______ Vesturbær úthverfi íngLka9 Nesvegur 40—82 Blesugróf Hlaöbrekka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.