Morgunblaðið - 27.10.1984, Side 24

Morgunblaðið - 27.10.1984, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1984 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö. Verkfallsátök BSRB Heitingarnar sem menn hafa hver í annars garð í verkfalli opinberra starf- manna eru meiri en venjulegt er í kappsfullri kjara- eða stjórnmálabaráttu hér á landi. Stóryrði eru höfð uppi um það af Kristjáni Thorlaci- us að á íslandi ríki svipað ástand og í þeim löndum þar sem mannréttindi eru fótum troðin eins og í Suður-Amer- íku eða Póllandi. Albert Guð- mundsson, fjármálaráðherra, segir á hinn bóginn að BSRB- menn séu með „svo ótrúlega stífni og ófyrirleitni að engu tali tekur". Talsmenn beggja aðila eru enn svo uppteknir af áflogunum sem verkfallinu hafa fylgt að þeir geta ekki sest að samningaborði og rætt í einlægni um það á hvaða for- sendum atvinnustarfsemin komist aftur í eðlilegt horf. 1 þessu verkfalli hefur fleiri deilumálum líklega verið skotið til úrskurðar hjá dómstólunum en í nokkru öðru hér á landi. Sú venja hef- ur skapast hér að aðilar að kjaradeilum sættast að jafn- aði á það að lokum að hafa ekki uppi nein eftirmál fyrir dómstólum eftir að samningar takast. Nú hefur það hins veg- ar gerst í fleiru en einu tilviki að þriðji aðili sem telur sig hafa orðið fyrir tjóni vegna verkfalls opinberra starfs- manna hefur stefnt samtök- um þeirra og krafist skaða- bóta vegna aðgerða sem hann telur ólögmætar. Um slík mál gegnir öðru en þau sem rísa á milli deiluaðila sjálfra. Þau lifa sjálfstæðu lífi, ef svo má að orði komast, hvað svo sem kjarasamningum líður. Úr því að löggjafinn hefur ekki tekið nægilega afdráttarlaust af skarið um valdmörk aðila í kjaradeilunni og vafi leikur á því hvernig staðið skuli að því að framkvæma úrskurði kjaradeilunefndar er eðlilegt að menn leiti til dómstólanna og láti þá skera úr þrætum. í hita bardagans er engu líkara en menn hafi gleymt því að til verkfallsins er ekki efnt í því skyni að stunda átök og sýna vald sitt heldur til þess að ná samkomulagi um kaup og kjör. Verkfallið hefur nú staðið á fjórðu viku og enn setur áflogaspenna meiri svip á það en samningaskap. Þetta er engum til fyrirmyndar. EJða hvernig halda menn að skóla- börnum bregði við þegar þau sjá hvað eftir annað myndir af skólastjórum og kennurum í vígahug á hafnarbakkanum? Og hvaða áhrif hefur það á almenn samskipti manna í þjóðfélaginu þegar menn lýsa því yfir eins og ekkert sé sjálfsagðara, að losun olíu- skipa sé leyfð svo framarlega sem verkfallsverðir BSRB fái nægilegt bensín á bíla sína? í fleiri en einum skilningi eiga margir um sárt að binda vegna þessara átaka. Þau kalla þar að auki fram meiri heift í málflutningi á Alþingi en menn eiga að venjast. Svig- uryrðin um forystumenn Sjálfstæðisflokksins eru mest enda hafa þeir lagt hart að sér við að finna lausn á deilunni, nægir þar að minna á ítarleg- ar hugmyndir Þorsteins Pálssonar, formanns flokks- ins, um þjóðarsátt og samn- ingana sem Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík, gerði við Starfsmannafélag Reykja- víkurborgar. Albert Guðmundsson, fjár- málaráðherra, stendur fremst í víglínunni andspænis Krist- jáni Thorlacius, formanni BSRB. Eins og málum er enn háttað hefur ekki myndast það ástand að þeir ræðist við á þann veg að líkur séu á samningi: „Til að hægt sé að semja verða báðir aðilar að setjast niður og tala saman. Við bíðum eftir að einhver hreyfing komi frá þeirn," sagði Albert Guðmundsson í Morgunblaðsvitali í gær. Það er síður en svo gleðiefni að mál skuli ekki hafa þokast nær samningum á rúmum þremur vikum en þessi orð gefa til kynna. Sú krafa verður æ almenn- ari og háværari að nú setjist samningamenn ríkis og BSRB niður með það að markmiði að leysa kjaradeiluna sjálfa, hætti átökum og snúi sér að kjarna málsins. „Þetta er kjaradeila fyrst og fremst,“ segir Margrét S. Einarsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags ís- lands, réttilega í Morgunblað- inu í gær. Framkvæmd deil- unnar hefur því miður borið á sér allt annan blæ. Einhvers konar byltingarskjálfti hefur hlaupið í ýmsa talsmenn BSRB eins og best sést á verk- fallstíðindum samtakanna. Það er tími til þess kominn að þessir skjálfta- og átakamenn víki fyrir hinum sem vilja semja og binda enda á átökin. Tekinn upp umræðuþáttur fyrir ÚSVB (Útvarps-, sjónvarps- og vídeófélag Borgarness) í Stúdíói Hölla í Borgarnesi fyrii baki), Sæmundur Bjarnason (adal forsprakkinn) er lengst til vinstri. Fjölskrúðugt útv líf um land allt Þegar verkfall BSRB skall á í byrjun mánaðarins og Ríkisútvarpið hætti útsendingum, hófu n útvarpsútsendingar á eigin vegum. I Reykjavík störfuöu þrjár útvarpsstöövar um tíma, Fréttaúti og Samtíðin. í dreiföari byggöum landsins heyröist í ýmsum útvarpsstöðvum, auk þess sem kapt fullum krafti. Eftir að Ríkisútvarpið hóf fréttaútsendingar að nýju hættu sumar þessara litli stöðvaðar með atbeina lögreglu og enn aðrar héldu áfram útsendingum í samkeppni við gamla tóku svo margir sig til og hófu útsendingar í trássi við landslög sem kveða á um einka Skrúfað fyrir Samtíðina Eftir að útsendingar Fréttaút- varpsins og Frjálsa útvarpsins voru stöðvaðar, heyrðist í þriðju útvarpsstöðinni á höfuðborgar- svæðinu, miðvikudaginn 10. októ- ber. Stöðin, sem nefnd var Sam- tíðin, var starfrækt í fjölbýlishúsi í Breiðholti af Einari Gunnari Einarssyni og félögum hans. Ein- ar Gunnar kvaðst hafa byrjað út- varpssendingarnar á sömu for- sendum og hinar stöðvamar. „Við hófum útsendingar í krafti neyð- arréttar og til að veita brautar- gengi áhugamálum okkar um frjálst útvarp. Við töldum mikla nauðsyn á að stíga inn í það tóma- rúm, sem Ríkisútvarpið skapaði með því að hætta útsendingum. Það var réttlætismál, því þjóðin var fréttalaus." Samtíðin sendi út tónlist og fréttaþætti. „Við vorum búnir að koma upp góðu fréttaöflunarkerfi sem varð að engu þegar Hallvarð- ur birtist," (Hallvarður Einvarðs- son, rannsóknarlögreglustjóri, sem gerði tæki stöðvarinnar upp- tæk. Innskot blm.), sagði Einar Gunnar. „Ég varð greinilega var við mikla ánægju fólks með þetta framtak, auglýsingasími okkar hringdi látlaust. Við fengum kveðjur frá ólíklegustu fyrirtækj- um og stofnunum og slfkt stappar óneitanlega f mann stálinu. Þótt menn túlki þetta sem lögbrot vís- um við til neyðaréttar. Það er líka dálítið undarlegt að það skuli vera rokið upp til handa og fóta þegar heyrist í útvarpsstöðvum hér í Reykjavík, en svo eru kapalkerfi víðs vegar um landið látin óáreitt þótt rekstur þeirra sé brot á þess- um sömu lögum.“ Einar Gunnar Einarsson tók það skýrt fram að hann lýsti yfir eindregnum stuðningi við alla þá sem reka útvarpsstöðvar eða starfrækja kapalkerfi, en honum fyndist að eitt ætti yfir alla að ganga. „Ég hef mikinn áhuga á að halda áfram að starfrækja út- varpsstöð, ef frjálst útvarp verður að veruleika. Það er hægt að reka slíka stöð með gróða, en starfsem- in nú byggðist eingöngu á hug- sjónum," sagði Einar Gunnar að lokum. Tækjabúnaður Samtíðarinnar var gerður upptækur eftir sól- arhrings starfsemi. Útvarp ísafjörður Árni Sigurðsson, útgefandi og ritstjóri Vestfirska fréttablaðsins á ísafirði, var einn 8 manna er stóðu að rekstri útvarpsstöðvar þar f bæ dagana 5.-6. október. Honum sagðist svo frá: „Þegar Rfkisútvarpið hætti útsendingum þá vantaði alla fréttaþjónustu á landinu, þvf engin dagblöð komu út. Vestfirska fréttablaðið ákvað því, í samvinnu við Pólinn hf., að hefja útvarpsrekstur. Það var ákveðið strax í upphafi að þessar útsendingar myndu stöðvast um leið og Ríkisútvarpið tæki aftur til starfa, því við teljum okkur hafa rétt til útvarpsrekstrar á meðan svo er ekki. Það er skýrt kveðið á um það í lögum, að Ríkisútvarpið hafi einkarétt til slfks rekstrar og við vildum ekki gerast lögbrjótar. Útsendingar okkar f fjölmiðla- lausu þjóðfélagi helguðust af neyðarrétti." Útsending Isfirðinganna hófst kl. 19 föstudaginn 5. október og stóð til miðnættis. Á laugar- deginum var útvarpað frá hádegi til miðnættis, en þá var ákveðið að hætta starfsemi, enda hafði Rfkis- útvarpið þá hafið útsendingar að nýju. í lok dagskrár flutti Árni Sigurðsson ávarp til hlustenda og sagði m.a.: „Loft er lævi blandið og alvarlegir atburðir eru að gerast á sviði kjarabaráttu. Mikil óvissa rfkir um ástandið í þjóðmálum. Rfkisfjölmiðlunum hefur verið lokað og við teljum að þeir hafi þar með glatað rétti sínum til ein- okunar. Það er ábyrgðarlaust og óheimilt að koma í veg fyrir að þjóðin geti fengið sannar fregnir af atburðum lfðandi stundar, eink- um á tímum sem þessum. Við tók- um það því í okkar hendur, í skjóli neyðarréttar, að útvarpa fréttum, sem við vitum sannastar og best- ar. Réttmæti þessarar ákvörðunar okkar var í raun staðfest í dag, en

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.