Morgunblaðið - 27.10.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1984
45
Sigurður Jónsson til
Glasgow Rangers?
- fór utan í morgun til viðræðna
Knattspyrnumadurjnn snjalli
Sigurdur Jónsson frá Akranesi
hólt í morgun utan til Skotlands
ásamt Gunnari Sigurössyni
stjórnarmanni í knattspyrnuráöi
ÍA. Þeir félagar fara til Glasgow
Rangers í boöi félagsins og munu
forráöamenn félagsins ræöa viö
Sigurð Jónsson um hugsanlegan
atvinnusamning.
Aö sögn Gunnars Sigurðssonar
mun Siguröur ekkert æfa né leika
ytra i þessari ferö. Hann mun hins
vegar kynna sér gaumgæfilega all-
ar aöstæöur hjá hinu fræga
skoska félagi og kynna sér hvaö
• Siguröur Jónsson hefur verið
valinn í 16 manna landsliöshóp-
inn gegn Wales 16. nóvember
næstkomandi er liöin leika síöari
leik sinn í undankeppni heims-
meistarakeppninnar í knatt-
spyrnu. Fyrri leikinn vann ísland
1—0. Hór má sjá Sigurö í lands-
liösbúningnum á fullri ferö.
félagiö og forráöamenn þess hafa
uppá aö bjóöa.
Eins og skýrt hefur veriö frá
hafa mörg fólög sýnt Siguröi
Jónssyni áhuga og vilja fá hann í
sínar raöir. Þekkt liö á Englandi
eins og Aston Villa, Chelsea og
Seffh. Wed. eru spennt fyrir þess-
um unga og efnilega leikmanni og
vilja gera við hann samning. Allt er
samt óákveðiö í þessum efnum.
Siguröur Jónsson hefur veriö
valinn í 16 manna landsliöshóp
sem fer í landsleikinn gegn Wales
16. nóv. næstkomandi. Og hann
mun ekki skrifa undir neina samn-
inga fyrr en eftir þann tíma. Sig-
uröur mun íhuga og athuga öll til-
boö mjög vel og ekki rasa um ráö
fram.
Þeir Siguröur og Gunnar munu
veröa gestir Glasgow Rangers á
úrslitaleik deildarbikarsins í Skot-
landi á sunnudag er Dundee og
Rangers leika til urslita á
Hampden Park.
- ÞR.
Knattspyrnudeild
Breidabliks
• Aðalfundur knattspyrnudeildar
Breiöabliks veröur haldinn laug-
ardaginn 3. nóvember í félags-
heimilinu í Kópavogi og hefst kl.
13.
Körfubolti í
Hafnarfirði
• Einn leikur fer fram í úrvals-
deildinni í körfuknattleik um
helgina. Haukar og Valur mætast
í íþróttahúsinu ( Hafnarfiröi á
sunnudagskvöldiö. Leikurinn
hefst kl. 20.
MorgunblaðiA/Friðþjófur Helgmaon.
Viðtalstími borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík
Viðtalstími borgarfulltrúa
Sjálfstæöisflokksins
t í Reykjavík
Borgarfulltrúar Sjálfstœöisflokksins veröa tll vlötals i Valhöll, Hóalelt-
isbraut 1. i laugardögunn frá kl. 10—12. Er þar teklö á mótl hvers
æ kyns fyrirspurnum og ábendlngum og er öllum borgarbúum boöiö aö
notfæra sér viötalstíma þessa.
Metsölublad á hverjum degi!
MvÁÍAmhXtiíitx
Bolholti, s. 687580.
Fjölbreytt námskeiÖ
Sérfræöingar leiðbeina í snyrtingu, hárgreiðslu, fata-
vali, hreinlæti, framkomu, borðsiðum, gestaboöi,
ræöumennsku, göngu og ýmislegu fleira.
Hjá okkur er allt í fullum gangi. Ný námskeið hefjast.
Hagnýt fræösla fyrir alla.
Vetrarnámskeiðiö fyrir ungar konur á öllum aldri byrj-
ar mánudaginn 29. október.
Nýtt herranámskeiö byrjar laugardaginn 3. nóvember.
Göngunámskeið byrjar sunnudaginn 28. október.
Stutt snyrtinámskeið fyrir einstaklinga og smáhópa á
fimmtudagskvöldum (6 í hóp).
Innritun daglega í síma 687480 eöa 687580 frá kl.
15—20 og í síma 36141 kl. 10—12 f.h.
Síðustu námskeið fyrir jól. Veriö meö frá byrjun.
Bolholti ^
^ Unnur Amgrímsdóttir. M
Hafið þið áttað ykkur á því að í mörgum tilfellum er hagkvæmara að kaupa góðan
notaðan MAZDA bíl hjá okkur heldur en nýjan bíl af ódýrari gerðum?
Við höfum nú til sölu sérlega gott úrval af notuðum MAZDA bflum 1 sýningarsal
okkar, sem eru allir vandlega yfirfamir á verkstæði okkar og seljast með 6 mánaða
ábyrgð frá söludegi.
OPIÐ LAUGARDAG FRÁ KL. 10-4
MAZDA eigendur athugið: Okkur bráðvantar allar árgerðir af
vel með förnum MAZDA 323 á söluskrá.
mazoa
BÍLABORG HF.
Smiöshöföa 23, sími 812 99