Morgunblaðið - 27.10.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.10.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1984 33 Guðríður Ólafs- dóttir — F»dd 21. október 1919 Diin 21. október 1984 .í þjáning og dauða við erum allir svo örlítil, vesöl börn, þar sem hin beizka kaleik við kennum, en kunnum þó enga vörn.“ Þessi vísa eftir Signýju Hjálm- arsdóttur flaug í gegnum huga minn er ég fylgdist með helstríði tengdamóður minnar Guðríður Ólafsdóttir, en hún lést á st. Jós- epsspítala þann 21. október síð- astliðinn á 65 ára afmælisdegi sín- um. Hún barðist hetjulegri baráttu við erfiðan sjúkdóm, og þegar kallið kom, sýndi hún svo mikið æðruleysi og umhyggju fyrir öðr- um, að maður varð eitthvað svo agnarsmár. Hún kvartaði aldrei yfir kvölunum, heldur hafði hún áhyggjur af því, hvort börnin hennar 6 og eiginmaður, er vart Mimúng viku frá henni síðustu dagana, væru ekki þreytt. Við andlát hennar féll frá styrk stoð fjölskyldu og vina, og ekki síst barnabörnum og barnabarna- börnum, sem hún var svo mikið. Það verður sárt fyrir þau að koma á Bakkann og sjá ekki ömmu geislandi af gleði yfir komu þeirra. Það var gott að fá hjá henni nýbakaðar flatkökur og snúða. Ef kalt var í veðri komu vettlingarnir og hosurnar frá Guggu ömmu sér vel. í huga þeirra verður heimurinn ekki sá sami, að henni genginni. En hann Pétur afi mun draga úr sárasta sviðanum. Gugga, eins og hún var oftast kölluð, var ein af þessum konum, sem aldrei féll verk úr hendi, og alltaf reiðubúin að hjálpa skyldum og óskyldum, en fjölskyldan var þó ávallt númer eitt. Háöldruðum foreldrum sýndi Bridge Arnór Ragnarsson Bridgefélag Akureyrar Sl. þriðjudag lauk svokölluðu Bautamóti I bridge. Spilaður var tvímenningur í þremur 16 para riðlum. Var spilað í 4 kvöld og spiluðu efstu pörin til úrslita í síðustu umferðinni. Keppnin var jöfn og spennandi allan tímann og voru úrslit ekki ráðin fyrr en í síðustu umferð- inni. Sigurvegarar urðu Stefán Ragnarsson og Pétur Guðjóns- son en þeir voru í 4. sæti fyrir síðustu umferðina. t öðru og þriðja sæti urðu pör frá Dalvík. Lokastaðan Stefán — Pétur 970 Ásgeir Stefánsson — Jón Jónsson 961 Jóhannes Jónsson — Eiríkur Helgason 954 Hilmar Jakobsson — Úlfar Kristinsson 938 Ármann Helgason — Jóhann Helgason 933 Grettir Frímannsson — Ólafur Ágústsson 919 Stefán Gunnlaugsson — Arnar Daníelsson 915 Þormóður Einarsson — Kristinn Kristinsson 896 Páll Pálsson — Frímann Frímannsson 890 Pétur Antonsson — Ragnar Steinbergsson 870 Stefán Vilhjálmsson — Guðm. V. Gunnlaugsson 860 Haráldur Oddsson — Arngrímur Gunnarsson 860 Meðalárangur 840. Keppnisstjóri hjá Bridgefélag- inu er sem fyrr Albert Sigurðs- son. Þegar úrslit voru kunn afhenti Stefán Gunnlaugsson, einn af eigendum Bautans, vegleg verð- laun. Stór og fallegur bikar með nöfnum sigurvegaranna verður til sýnis á Bautanum en sigur- vegararnir fengu fallega bikara til eignar og pörin í 2. og 3. sæti verðlaunapeninga. Bridgefélagið þakkar Bautanum fyrir velvild í garð félagsins á undanförnum árum. Næsta keppni félagsins verður Akureyrarmótið í sveitakeppni og hefst þriðjudaginn 30. októ- ber í Félagsborg. Hefst keppnin kl. 19.30. Alls tóku 19 sveitir þátt í mótinu í fyrra. Að lokum má geta þess að bæjarkeppni við Húsvikinga er i undirbúningi. Bridgefélag Hveragerðis Hraðsveitakeppni með þátt- töku átta sveita stendur yfir. Spilaðar erú tvær umferðir á kvöldi og er staða efstu sveita þessi eftir 6 umferðir: Kjartan Kjartansson 121 Einar Sigurðsson 118 Hans Gústafsson 111 Lars Nielsen 94 Keppnin hófst i haust með tvímenningi. Var spilaður eins kvölds tvímenningur I tvö kvöld. Annað kvöldið sigruðu Guð- mundur Þórðarson og Jón Guð- mundsson en hitt kvöldið bræð- urnir Gísli og Sævar Guðjóns- synir. Spilað er i Félagsheimili ölf- usinga á fimmtudagskvöldum kl. 19.30. hún svo mikla elsku og umhyggju, að með eindæmum var. Það verður þeim huggun harmi gegn, að elskuleg dóttir þeirra, verður jarð- sett í Vík og þeim ætlaður hvílu- staður við hennar hlið. Ef það væri lagt á vogarskálar allt sem hún hefur gert fyrir aðra í þessu lífi, þá yrði hallinn mikill. Hún var ein af þessum hvers- dagshetjum, sem að margra mati eru ekki þær mikilvægustu í þjóð- félaginu. Það hanga ekki á þeim neinar orður, og titlar eru engir, en samt eru það þessar konur sem geyma lykilinn að farsælu lifi ís- lenzku þjóðarinnar eða eins og Davíð Stefánsson segir i einu kvæða sinna. Þá væri þjóðinni borgið ef þúsundir gerðu eins. Jóhanna Guðrún Jónsdóttir. TBiodroqa ) 2000 snyrtivörur Nýtt skrúbbkrem frá Biodroga 2000 hreinsar stíflaöa fitukirtla og yfir- borösfitu á andliti, bringu og baki. Blaðií) sem þú vaknar við! Fyrirliggjandi í birgðastöð Heildregnar pípur Sverleikar: 1“ - 10“ Din 2448/1629/3 ST35 oOO O o Oooo QOo SINDRAi rÆ .STÁLHF Borgartúni 31 sími 27222 Húsið fullt af nýkomnum pottaplöntum. 20 % afsláttur af blómaáburði. HELGARTILBOÐ OKKAR: Áöur kr: Nú kr: Nóvcmberkaktus 240.- 195.- Burknar 260.- 120.- Ástareldur 220.- 175.- Mánagull 260.- 95,- hyrnikóróna Krists 260.- 95.- Skýjadís 260.- 150.- Heimilisfrióur _ 130.- 90.- - VIÐ MIKLATORG - HAFNARSTRÆTI. Góða hclgi! 7, WJmI * t ♦.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.