Morgunblaðið - 27.10.1984, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 27.10.1984, Blaðsíða 47
MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1984 47 • Fyrrum heimsmeistari í hnefaleíkum Muhammad Ali kemur út af sjúkrahúsinu í New York ( k>k september, en þar var hann í læknis- rannsókn í fjóra daga. „Ég er alltaf þreyttur," sagói Ali viö fróttamenn. Ali á við erfiðan sjúkdóm að stríða HANN TÓK á móti þungum höggum í hnefaleikahringnum meö stíl og víssum tígnarleika. Og þau virtust ekki hafa mikil áhrif á hann. Hvaö eftir annað mátti hann þola mikil og þung högg á höfuó sitt en ekkert virtist bíta á hann. Fyrrum heimsmeistari í hnefaleik Muhammed Ali lét líka oft hafa eftir sér aö hann væri fallegastí og um leiö ríkasti hnefaleikamaöur heims fyrr og síöar. „Hin þungu högg sem ég fæ gera mig ekki Ijótan eins og svo marga,“ sagói hann hvaö eftir annaö. En nú er útlit fyrir að hin þungu högg hafi samt sett svip sinn á kappann. i lok síöasta mánaöar fór Ali á sjúkrahús í New York og var þar í læknisrannsókn í fjóra daga. Niöurstaöan var sú aö hann þjáist aö hnefaleikaveiki sem er ekki ólík „Parkinsson"-veikinni. Um langt skeiö hefur framkoma Ali þótt all undarleg. Hann er óvenju fámáll og þykir reikull í spori, er oft ekki alveg meö sjálf- um sér. Svipbrigöi sjást varla á andliti þessa fyrrum stórmeistara í hnefaleikum. Þaö voru vinir hans sem gátu eftir langa mæöu fengiö hann til þess aö fara í læknis- rannsókn. Hann vildi ekki viöur- kenna aö eitthvaö væri aö sér. En raunin var sú aö Ali átti þaö orðiö til aö þekkja ekki nána vini sína er þeir komu í heimsókn. Þaö var fyrst áriö 1964 sem Ali þurfti aö þola stór og þung högg frá Sonny Liston. Ár eftir haröa keppni. Lengsta og erfiöasta keppni sem Ali lenti svo í á sínum ferli og sú sem honum var hvaö erfiðust var gegn Joe Frazier i Manila 1975. Keppnin stóö í 14 lot- ur. Fraizer veitti Ali svo mörg þung högg aö hnefaleikasérfræðingar áttu ekki til orö aö Ali skildi stand- ast þau. Eftir keppnina sem Ali vann sagöi hann: „Þetta er þaö sem ég hef komist næst dauöanum". Aö mati allra átti Ali aö hætta eftir þessa keppni, en hann flaug áfram hálf vængbrotinn og tók meira af höggum en hann virðist hafa þol- aö. Nú eru eftirköstin aö koma í Ijós. Á blaöamannafundi eftir sjúkra- húsvistina í New York reyndi Ali aö slá á létta strengi en tókst ekki vel • Frægöin var ef til vill dýru verói keypt. Ali kemur i læknis- rannsóknina. upp. „Ég er ekki sjúkur. Aöeins þreyttur." Síöan bætti hann viö: „Ég er tilbúinn til þess aö hitta All- ah“. Síöan hrópaöi hann: „Ég mun sigrast á þessu, ég mun sigrast á þessu." Einn af þeim sem heim- sóttu Ali á sjúkrahúsiö var Jesse Jackson sem reyndi aö ná útnefn- ingu demókrata til forsetafram- boös. Margir sendu skeyti til þessa dáöa íþróttamanns og óskuöu honum góös bata. Læknar sjúkrahússins gáfu fylli- lega í skyn aö Ali ætti viö erfiöan sjúkdóm að stríöa, en gáfu samt góöa von um aö hann myndi ná sér aö fullu. Góður árangur hjá Jóni Örvari í Dublin UNGUR billiardspilari, Jón Orvar Sigurósson, hefur vakió óskipta athyglí é heimsmeistaramótí áhugamanna sem fram fer í Dubl- in þessa daga. í gærkveldi hafói Jón leikið sjö leiki og sigrað í fimm þeirra. Jón Örvar haföi þá sigraö irskan keppanda, kanadískan, sænskan keppenda frá Shri Lanka og Belgíu. Sigur Jóns gegn írska keppandanum vakti hvaö mesta athygli enda er sá sterkur bllliard- spilari. Jón vann hann 4—3. Jón tapaöi fyrir Wales-búa og enska keppandanum í mótinu. Takist Jóni vel upp í þeim leikjum sem hann á eftir þá kemst hann mjög líklega í átta liöa átta manna úrslit á mótinu. Yröi þaö langbesti ár- angur sem íslenskur billiard- keppandi hefur náö á erlendri grund. Þetta er i fyrsta sinn sem keppendur frá islandi taka þátt i móti þessu. Ásamt Jóni keppir Kjartan Kári Friöþjófsson á mót- inu. Kjartani hefur ekki gengiö eins vel, hann hefur unniö tvo leiki en tapaö fimm. FURUHÚSGÖGN OPIÐ LAUGARDAG KL. 10—16 ^$>£1110 SÍml 46460. OPIÐ SUNNUDAG KL. 14—16 Sendum í póstkrötu. □PEL ISUZU VETRARÞJONUSTA I. Mótorþvottur 2. Rafgeymasambönd hreinsuð 3. Mæling á rafgeymi og hleðslu 4. Loftsía athuguð 5. Skipt um platínur 6. Skipt um kerti 7. Skipt um bensínsíu í blöndungi 8. Viftureim athuguð9. Kælikerfi þrýstiprófaðlO. Frostþol mælt II. Mótorstilling 12. öll Ijós yfirfarin og aðalljós stillt 13.Hemlar reyndir. Verð: 4 strokka vél kr. 1646 6 strokka vél kr. 2152. & 8 strokka vél kr. 2464 g o BíLVANGURstr HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 Auk vinnu er eftirtalið efni innifalið í verði: Kerti, platínur, frostvari, bensínsía.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.