Morgunblaðið - 27.10.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.10.1984, Blaðsíða 48
OPIÐ ALLA DAGA — ÖLL KVÖLD ffgttflMnfetfe fE AUSTURSTRÆTt 22 INNSTRÆTI, SIMI 11340 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Bifreið stöðvuð á Reykjanesbraut: Lögreglan kallaði á verkfalls- verði BSRB Veg»lögreglumenn stöðvuðu í g*r flutningabifreið á Reykjanesbraut, sem var að fJytja ker úr Stálvík ( álverið í Straumsvík. Reyndist breidd farmsins vera umfram það sem leyfilegt er að flytja nema í lög- reglufylgd. Vegalögreglumennirnir höfðu samband við lögregluna í Hafnar- firði og í samráði ákváðu lögreglu- mennirnir að hafa samband við BSRB, sem sendi verkfallsverði á staðinn. Starfsmaður Stálvíkur leitaði til bæjarfógetans í Hafnarfirði og óskaði eftir leyfi til flutninganna og var það veitt. Leyfisbréfið und- irritaði Einar Ingimundarson bæjarfógeti, yfirmaður lögregl- unnar. Þegar starfsmaður Stálvík- ur kom með leyfið á vettvang neit- uðu lögreglumennirnir að heimila brottför bifreiðarinnar. Sögðu þeir að leyfi þyrfti að koma til frá verkfallsnefnd BSRB og í fram- haldi af þvi frá vegamálastjóra. Stóðu mál þannig i gærkvöldi, að bifreiðin var enn kyrr á sfnum stað. Einar Ingimundarson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær: „Ég veitti leyfið f samráði við yfir- lögregluþjón og taldi það sjálfsagt mál. Ég held að það sé það ósmekklegasta sem hægt er að hugsa sér að lögreglumenn skuli að fyrra bragði hafa samband við BSRB undir slíkum kringumstæð- um.“ Einar var að því spurður hvort undirmenn hans hefðu laga- legan rétt til að hundsa fyrirmæli hans, og taldi hann svo ekki vera. Sjá nánar á bls. 4-5. Flugleiðin Kona sækir um starf atvinnu- flugmanns Á næstunni munu Flugleiðir ráða 10—12 nýja flugmenn á Fokker- vélar félagsins. 78 umsóknir bárust og hafa nú verið valdir um 30 manns til þess að gangast undir svokölluð forpróf, sem eru t.d. sálfræðipróf og blindflugspróf. 1 þessum hópi er ein kona, Sigrfður Einarsdóttir. „Gullskipið“ fundiö? Mælingar á vegum „gullskipsmanna“ á Skeiðarársandi, með fullkomnustu tækjum sem völ er á, gefa vísbendingu um að „gullskipið" fræga, Het Wapen van Amsterdam, liggi í fjörukambinum um 6 km vestan við þann stað sem leitarmenn grófu á sl. sumar. Á myndinni öslar hið nýja leitartæki, Kiddi Kraft, um vatnasvæði Skeiðarársands, en loftpúðabílinn, sem er jafnvígur á sjó og landi, smiðuðu leitarmenn sjálfir. Sjá frétt á bls. 3. Siglufjörður: Fjórar konur í áhöfn Siglfirðings SjfrlufirAi, 26. október. SIGLFIRÐINGUR SI 150, sem breytt hefur verið í frystiakip, er nú að befja veiðar héðan að nýju. Tilheyrandi búnaður var settur í skipið á Akureyri og lauk því fyrir skömmu. 22 verða í áhöfn Siglfirð- ings, þar af fjórar konur. Er það ábyggilega sjaldgæft ef ekki eins- dæmi bér á iandi, að svona marg- ar konur skuli vera í áhöfn fiski- skips. Þá hefur loðnu orðið vart hér fyrir Norðurlandi, nánar tiltekið á Kolbeinseyjarsvæðinu og verður það mikill munur fyrir verksmiðjurnar hér í Siglufirði og á Krossanesi þegar loðnan fer að ganga austur með Norð- urlandinu, enda styttist þá sigl- ing þaðan á miðin. Loðnulöndun og vinnsla hefur gengið hér með miklum ágætum. Fréttaritari Skriður að komast á samninga BSRB? TÖLUVERÐAR líkur eru á að skrið- ur sé að komast á samningaviðræður BSRB og ríkisins um nýjan kjara- samning, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið afiaði sér í gær- kvöldi. Alþýðusamband íslands og Vinnuveitendasambandið héldu fund funduðu í gær. Enginn árangur varð af fundinum og hittast aðilar á ný kl. 13 í dag. Þó töldu viðmælendur Mbl. úr röðum samningsaðila í gærkvöldi, að skattalækkunarleiðin sé þar úr sögunni. Samninganefndir BSRB og ríkis- ins komu saman til fundar hjá Rík- issáttasemjara klukkan 16,30 i gær og var þá tekið til við að ræða hugmyndir BSRB um tryggingu kaupmáttar samkvæmt nýjum samningi. Stóð fundur enn þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Ekki var þó búist við næturfundi en tíðinda gæti verið að vænta að loknum ríkisstjórnarfundi árdegis í dag. Á fundinum i gær lagði samn- inganefnd BSRB fram eftirfarandi hugmynd að samningsákvæði til tryggingar kaupmáttar væntanlegs samnings: „Hækki verðlag skv. út- reikningi Hagstofunnar umfram X% 1. apríl 1985 og 1. ágúst 1985, verði greidd launauppbót mánað- arlega sem svarar umframhækk- uninni.“ Er þetta skýrt þannig að ef verðbólgan fari yfir það pró- sentustig sem samningarnir eru miðaðir við greiðist launauppbót sem því nemur. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins ríkti nokkur beygur i for- ustumönnum ASÍ í gær vegna orðaskipta milli forustumanna BSRB og ASÍ síðustu daga. For- ustumenn BSRB hafa lýst áhyggj- um yfir því, að ASÍ gangi til samn- inga á undan þeim — til dæmis um skattalækkanaleið og lágar pró- sentuhækkanir — sem gætu orðið til þess að marka samningsleið BSRB. Gagnkvæmt óttast for- svarsmenn ASt, að ef BSRB semur fyrst geti ASÍ orðið að grípa til verkfalla til að ná sama árangri, en langvarandi verkföll opinberra starfsmanna hafi gert þeim svo til ómögulegt að grípa til þess vopns. SH selur Heklu hf. 500 lestir af karfa UNDIRRITAÐUR var í gær samn- ingur milli Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna og Heklu hf. þess efn- is, að SH láti vinna um 500 lestir af heilfrystum karfa í frystihúsum á sínum snærum fyrir Heklu hf. Hekla mun síðan sjá um sölu karfans til Japans, en fyrirtækið hefur gert samning við þarlenda aðila um sölu á allt að 2.500 lestum af heilfrystum karfa. Er þetta í fyrsta sinn, sem SH framleiðir og selur einkaaðilum hér á landi fisk til útflutnings. Ingimundur Sigfússon, forstjóri Heklu, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að samningur þessi væri gerður fyrir milligöngu brezks fyrirtækis. Væri hann liður í könnun fyrirtækisins á mark- aðsmöguleikum fyrir íslenzkar sjávarafurðir víða um heim. Guðmundur H. Garðarsson, blaðafulltrúi SH, sagði í samtali við Morgunblaðið, að SH hefði í gær gert samning við Heklu hf. um sölu á 500 lestum af karfa fyrir Japan og fleiri markaði. í þessu tilfelli kæmu öll frystihús innan SH til greina sem framleið- endur upp í samninginn. Þetta væri í fyrsta sinn, sem SH gerði samning sem þennan við íslenzkan umboðsaðila. í framhaldi þessa væri SH tilbúið til viðræðna við aðra aðila á svipuðum eða sama grundvelli með tilliti til þess, sem um væri að ræða. Guðmundur vildi ennfremur vekja athygli á því, að SH flytti árlega út um 80.000 til 100.000 lestir af frystum sjávarafurðum. Af því næmi útflutningur á karfa 17.000 til 20.000 lestum og væri hann aðallega seldur til Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna. Einnig væri væri karfi fluttur út til Jap- ans, Vestur-Þýzkalands og Frakk- lands. Sjá nánar viðtal við Ingimund Sigfússon á bls. 4 í dag. orjfunblaðið/Éinar Falur. Fjórir gámar voru logskornir og komust þjófarnir inn í þá og höfðu á brott með sér meðal annars 10 kassa af áfengi. Tíu kössum af áfengi stolið í Keflavík TÍU KÖSSUM af áfengi í eigu Frí- hafnarinnar á Keflavíkurflugvelli var aðfaranótt fimmtudagsins stol- ið úr gámum, sem geymdir voru í vörugeymslu í Keflavík. Mjöl- geymslu Fiskiðjunnar í Keflavík var breytt í vörugeymslu á sínum tíma og voru gámarnir þar. Hurð var brotin upp og fjórir gámar log- skornir. Fleiri gátnar voru í skemmunni, en við þeim var ekki hreyft. Auk áfengis var skófatnaði og öðrum fatnaði stolið, en ekki er Ijóst hve miklu. Það eina sem þjóf- arnir skildu eftir voru nokkrar tómar áfengisfiöskur, sem þeir tæmdu á staðnum. 1 hverjum kassanna voru 12 áfengisflöskur, hver einn lítri. Gin var í sjö kössum og viský í þremur. Vínið er ekki merkt Áfengis og tóbaksverzlun ríkis- ins. Rannsóknardeild lögregl- unnar í Keflavík hefur rannsókn málsins með höndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.