Morgunblaðið - 27.10.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.10.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1984 7 Menguð matarolía á markaði MATAROLÍU, sem var gölluð vegna mengunar af lífrænu upplausnarefni var hinn 12. september síöastliöinn dreift í verzlanir í takmörkuöu magni. í samvinnu við dreifingaraðil- ann hefur Hollustuvernd ríkis- ins ákveðið að innkalla olíuna og eru þeir, sem hafa þessa olíu undir höndum, beðnir um að hafa samband við viðkom- andi heilbrigðisyfirvöld. í fréttatilkynningu frá Holl- ustuvernd ríkisins, sem Morgun- blaðinu barst í gær, kemur fram að þetta lífræna upplausnarefni, sem í olíunni er sé etýlasetat. Hefur það sérkennilega lykt, sem líkist asetónlykt. Matarolf- an var soyabaunaolía, flutt til landsins í tunnum af Efnagerð- inni Flóru og sett i neytenda- umbúðir, 780 millilítra og 465 millilitra piastflöskur. Síðan segir í fréttatilkynningu Hollustuverndarinnar: „í sam- vinnu við dreifingaraðilann hef- ir verið ákveðið að kalla inn þann hluta sendingarinnar, sem kann að vera mengaður áður- nefndu upplausnarefni. Þess vegna eru þeir, sem hafa undir höndum soyabaunaoliu í fyrr- greindum umbúðum, beðnir að hafa samband við viðkomandi heilbrigðiseftirlit." Samkvæmt upplýsingum Arn- ar Bjarnasonar, forstjóra Holl- ustuverndar ríkisins, mun mat- arolían ekki vera lífshættuleg, en fólk getur fengið magakveisu af að neyta hennar. Mengaða matarolían f / Skógafoss, hið nýja skip Eimskips, við bryggju í Sundahöfn, skömmu eftir komu þess til landsins. Ljósm. MblVJúllua. Skógafoss bætist í flota Eimskips EIMSKIP hefur tekið tvö 300 gáma skip á leigu og munu þau bera nöfn- in Skógafoss og Reykjafoss. Skógafoss og Reykjafoss leysa af hólmi tvö eldri skip félagsins, Mánafoss og Dettifoss. Skipin eru systurskip, sérstaklega byggð til gámaflutninga, og munu þau verða notuð til Skandinavíusigl- inga. Skógafoss er þegar kominn til landsins, en Reykjafoss verður afhentur í lok nóvember. Fyrst í stað verður þýsk áhöfn á skipun- um, en íslenskur stýrimaður verð- ur um borð til eftirlits þar til ís- lensk áhöfn tekur við. Mánafoss og Dettifoss, sem nýju skipin leysa af hólmi í Skandin- avíusiglingum, verða seld á næst- unni, en þangað til verða þau not- uð til annarra verkefna hjá Eim- skip. Lánskjaravísitala 938 stig: Mælir 12,3% verðbólguhraða SEÐLABANKI Islands hefur reikn- að út lánskjaravísitölu fyrir nóv- embermánuð 1984 og reyndist hún vera 938 stig eða 9 stigum hærri en lánskjaravísitala októbermánaðar. Hækkun milli mánuða er því 0,97%. Samkvæmt þessari hækkun mæl- ist verðbólguhraði á 12 mánuða tímabili 12,3%. Kjaradeilunefnd: Ákvörðun um útborg- un tekin um helgina Kjaradeilunefnd hefur að undanförnu fjallað um hvort úrskurða eigi fólk til starfa til að reikna út og greiða því fólki laun um næstu mánaðamót sem nefndin hefur úrskurðað til vinnu í verkfallinu. Nefnd- in hefur þegar úrskurðað nokkra starfsmenn til vinnu til að forvinna launa- útreikninga þannig að hægt væri að framkvæma verkið ef ákveðið yrði. Búist er við að ákvörðun verði tekin um helgina. Sömuleiðis er útborgun bóta almannatrygginga eftir mánaða- mótin til umfjöllunar I nefnd- inni. Helgi V. Jónsson formaður Kjaradeilunefndar sagði í sam- tali við Mbl. að forsvarsmenn BSRB hefðu sett sig upp á móti því að þeirra félagsmenn fái laun um mánaðamótin en hefðu ekkert á móti því að öðrum yrði greidd laun. Samkvæmt heimild- um Mbl. byggist þessi afstaða BSRB á því að samkvæmt lögum eiga þeir sem Kjaradeilunefnd úrskurðar til vinnu í verkfalli að fá laun samkvæmt nýjum kjara- samningi en það fá þeir ekki um mánaðamótin að óbreyttu. For- svarsmenn BSRB sögðu í gær að mál þetta væri til umfjöllunar í viðkomandi félögum og yrði end- anleg afstaða BSRB ekki ákveðin fyrr en eftir þá umfjöllun. Þessir bílar eru tilvalin lausn a gaþörí flestra fyrirtækja og einstak- in linga. MAZDA E 2000 og 2200 eru ný gerð frambyggðra bíla^frá^MAZDA.^ser lega ^mgóðir og Þ*gilegú með^ urðarþoU. ^^f^'^flar með gluggum og .okaðir ®end*a^a fóiksflutningabílar með ætum fynr 6*^ paUbflar með saetum VrÍrTog^plllbílar með tvöföldu húsi með seatum S emTaW 2000 CC be"StaVél éða 2200 cc dieselvél. Hafið samband við sölumenn fúslega aUar nánan upplysmg • SýningarbíU á staðnum. Opið laugardag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.