Morgunblaðið - 27.10.1984, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.10.1984, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1984 *-/ 9,AmaXcÁu*', viLtu gjörtx Svo vel a.& -FsercL f>(9 fYci siraumrofonum-1' * Ast er... Wv> ... að fara saman í húsnæðisleit. TM R*g U.S. Pal. Off.-AII rlgMa r«s*rv*d C 1977 Lo« AngslM Tlmss Lj Ciet ég hjálpað þér með cilthvað? HÖGNI HREKKVÍSI „ MÉtZ SKlLST AO EISIIHVERJie TVE/K HAri l'AtiO Q/AMAMSJSi (SEVSA i SIÓtT Bréfrítari telur Laugarneshverfið bjóða íbúum sínum upp á mikil þægindi s.h. Laugardalinn og sundlaugina. Best að búa að sínu Hrönn hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: Það er dálítið sem mig langar til að beina til íbúa Laugar- neshverfis hér í Reykjavík. Ég hef verið að hugleiða það undan- farnar verkfallsvikur hve við Laugarnesbúar erum mikilla þæginda aðnjótandi. Við höfum í næsta nágrenni Laugarnes- tanga, einstaka náttúruperlu með útsýni yfir sundin blá, Laugardalinn, sundlaugina, tvo ágæta skóla, Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla og Kjötmið- stöðina þar sem boðið er upp á fyrsta flokks gæðavöru á hag- stæðu verði og ennfremur frá- bæra þjónustu. Af illri nauðsyn hef ég nokkr- um sinnum, sakir þrengsla i Kjötmiðstöðinni (þangað kemur fólk alls staðar að úr bænum), neyðst til að versla annars stað- ar og í öll skiptin staðið upp með verri vöru fyrir hærra verð. Við höfum einnig hreinlega og góða fiskbúð að ógleymdum kaup- manninum á horninu. Verðlist- ann þar sem boðið er upp á góða þjónustu og er sú verslun hér í bæ sem alltaf býður upp á fatnað fyrir konur sem nota stærra en 42. Fyrir mitt leyti myndi mér duga gos-, ís- og sælgætisverslun Ragnars en þar fyrir hef ég ekk- ert á móti tveimur ísbúðum að auki, ef þær geta borið sig. Það sem mér er efst í huga með þessum skrifum er að vekja fólk til umhugsunar um það hvernig við getum hlúð að þess- ari góðu þjónustu. Fyrstu bú- skaparár mín i Laugarnesinu | talaði maðurinn minn oft um að maður ætti að vera hverfisbund- inn en ég skildi ekki það hugtak, hafði heldur aldrei búið lengi í neinu hverfi. Nú eftir margra Vísukorn um valdastjórn Kniitur Þorsteinsson skrifar: Velvakandi góður. Ég sendi þér hér vísukorn sem varð til í huga mínum er ég sá og heyrði í blöðum og útvarpi, hrafl úr stjórnarsáttmála þeim sem formenn núverandi stjórnarflokka gerðu með sér á langæjum fund- arsetum nú síðsumars. Þingflokk- ur þeirra ku hafa samþykkt þenn- an sáttmála sem starfsgrundvöll fyrir núverandi ríkisstjórn til að vinna á, til lausnar þeirri vá sem nú steðjar að þjóðinni vegna þeirra efnahagsörðugleika sem ríkissjóður og undirstöðu atvinnu- vegir landsmanna standa nú frammi fyrir og sem þegar hefur þrengt mjög afkomu stórs hluta hinna almennu borgara. Sannarlega er þessi vísa ekki neitt bókmenntaverk enda kveðin af munni fram við útvarp og blaðalestur. En því sendi ég þér hana, að ef til vill speglar hún skoðanir og dóma fjölmargra ann- arra en mín, sem þó vilja af fyllstu sanngirni um þessi mál dæma, um þær aðgerðir sem nú er beitt og virðist samkvæmt hinum nýja sáttmála eiga að beita, gegn því efnahagsöngþveiti sem hér er orð- ið og hefur raunar lengi verið. En visan er þá svona: Um úrræði í þjóðmálum allt virðist flatt, og almennings þrengist um hagi, og þó komin sé valdastjórn með kúrekahatt, hcnnar kýr eru í magrara lagi. ára búsetu í Laugarneshverfi hef ég öðlast skilning á hugtakinu að vera hverfisbundinn, þ.e. að hlúa að þeirri þjónustu og þægindum Árný skrifar: Velvakandi kær. Ég er ein af þeim fjölmörgu sem hafa gaman af því að fara í búðir, og læt ég mig oft dreyma um að ég ætti sæg af peningum og gæti keypt allt það fallega sem fyrir augu ber. Hins vegar þykir mér það miður hve afgreiðslufólk verslana (sérstaklega tískuversl- ana) er oft stutt í spuna og óliðlegt við að aðstoða mann, svo ég tali nú ekki um það ef maður er „bara að skoða“. Hver kannast ekki við að hafa komið inn í verslun þar sem afgreiðslukrafturinn er upptekinn í símanum og munar ekkert um að láta viðskiptavinina bíða uns sím- talinu er lokið. Ég virðist a.m.k. si og æ verða fyrir slíku og fór svo um daginn að mér blöskraði alger- lega viðmót tveggja ungra stúlkna við viðskiptavin einn. Þannig var að ég var stödd ásamt ungri stúlku við brauðút- söluvagn einn niðri í miðbæ og biðum við báðar eftir afgreiðslu. Afgreiðsludömurnar, ungar að ár- um, voru uppfullar af áhuga yfir einhverju undralyfi sem bera skyldi á varir og voru þær mjög einbeittar á svip, makandi smyrsl- inu góða hvor á aðra. Mér var hreinlega ekki farið að standa á Löghlýðinn borgari skrifar: Það vakti mikla undrun mína er ég heyrði að Eiður Guðnason og nokkrir aðrir stjórnarandstæð- ingar hefðu lagt það til að kosin yrði rannsóknarnefnd á vegum þingsins, til að kanna afskipti ráð- herra af frjálsu útvarpsstöðvun- um, á meðan að málið er fyrir dómstólum. Slíkt ber vott um furðulegan hugsanagang. sem hverfið býður upp á. Vil ég því vekja athygli Laugarnesbúa á mikilvægi þess að svo verði gert í okkar hverfi. sama, standandi hríðskjálfandi úti í slyddunni á meðan stúlkurn- ar athöfnuðu sig og stúlkan sem beið ásamt mér var svo sannar- lega á sama máli. Enda fór svo að lokum að hana brast þolinmæði og hún spurði stúlkurnar, dálítið hæðnislega, hvort að þær væru af- greiða eður ei. Brugðust þær þá hinar verstu við og önnur hreytti út úr sér að þær væru ekki við afgreiðslustörf heldur væru þær áhorfendur, eins hjákátlegt og það kann að hljóma. Vesalings viðskiptavinurinn fékk síðan ófyrirleitið augnaráð frá þeim báðum. Ég var mest undr- andi á því að hún skyldi ekki storma á brott heldur neyða þær til að afgreiða sig, sem vakti nátt- úrlega furðu og gremju hinna steigurlátu afgreiðslustúlkna. Þótti mér þetta áþreifanlegt dæmi um ókurteisi afgreiðslufólks í garð viðskiptavina sem vart væri hægt annað en átelja harðlega. Væri nú ekki ráð að þeir af- greiðslukraftar verslana sem þetta bréf lesa og vita upp á sig sökina, tækju sig nú saman í and- litinu og breyttu viðmóti sínu til hins betra? Þeir eru ótaldir sem yrðu því fegnir. Þá langar mig til að spyrja Eið að einu, fyrst að hann fer fram á það við þingið að það skipi nefnd til að rannsaka afskipti ráðherra af útvarpsmálinu, og það er, hversvegna hann lætur þá ekki einnig rannsaka afskiptaleysi ráðherranna af kapalstöðvunum í ólafsvík og í Borgarnesi, sem eru jafn skýrt brot á útvarpslögunum? Misjafnar mót- tökur í verslunum Afskipti eða afskiptaleysi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.