Morgunblaðið - 27.10.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.10.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1984 Norræn vika á Sauöárkróki NORRÆNA húsið í Reykjavík og Norræna félagið á íslandi efna til norrænnar viku á Sauðárkróki dag- ana 27. október til 4. nóvember nk. í samvinnu við félagsdeild Norræna félagsins á staðnum og Safnahúsið á Sauðárkróki. Laugardaginn 27. október verð- ur opnuð i Safnahúsinu sýning á grafikmyndum eftir finnska myndlistarmanninn Simo Hann- ula, en myndir hans hafa verið sýndar í Norræna húsinu að und- anförnu. Við það tækifæri verður einnig flutt sérstök kynning á Norræna húsinu og starfsemi þess og á störfum Norræna félagsins. Þórdís Þorvaldsdóttir bókavörður mun annast kynningu á Norræna húsinu en Karl Jeppesen, gjald- keri Norræna félagsins, kynnir fé- lagið. Myndlistarsýningin verður svo í Safnahúsinu alla næstu viku. Jafnhliða verður haldin sýning á bókum og blöðum, sem Norræna félagið gefur út svo og á kynn- ingarritum og bæklingi um nor- ræna samvinnu. í kjölfar sýningarinnar og fram í desember munu stjórnarmenn Norræna félagsins svo heimsækja félagsdeildir, skóla og stofnanir á Norðurlandi vestra til þess að kynna norrænt samstarf og Nor- rænu félögin. Er þetta í fyrsta skipti sem samkynningarátak af þessu tagi er gert í tilteknum landshluta en það var ákveðið og skipulagt á formannafundi félags- deilda Norræna félagsins í kjör- dæminu í ágústmánuði sl. og að því unnið í samvinnu við Norræna húsið. Annað slíkt kynningarátak er fyrirhugað á Austurlandi síðla vetrar. ísafjöróur: Afgreiðslu samninga frestað BÆJARSTJÓRN ísafjaróar ákvað nú í vikunni að fresta afgreiðslu á samþykkt kjarasamninga við bæj- arstarfsmenn. Áður höfðu bæjar- starfsmenn samþykkt samningana í atkvæðagreiðslu. Haraldur L. Haraldsson, bæjar- stjóri á ísafirði, sagði í samtali við Morgunblaðið, að ákvörðun þessi hefði verið tekin vegna þeirrar óvissu sem nú ríkti í kjaramálun- um. Þegar samningarnir voru gerðir á sínum tíma hafi meginforsendan verið sú, að skattalækkunarleið yrði farin og þar af leiðandi samið um minni prósentur almennt á vinnumark- aöinum. „Nú rikir hins vegar mikil óvissa um hvort farin verður skynsemisleið ríkisstjórnarinnar eða verðbólguleiðin og því taldi bæjarstjórnin rétt að fresta af- greiðsiu samninganna,“ sagði Haraldur. Samningarnir á ísafirði fela í sér 8,3% hækkun 1. september,' launaflokkshækkanir 1. desember og 1. mai 1985, og 4.200 króna upp- bót 1. nóvember. Samningarnir fela i sér um það bil 17% meöal- talshækkun yfir samningstímabil- ið. Hjálmar R. Bárðarson heiðraður Aðalframkvæmdastjóri Alþjóð- arsiglingamálastofnunarinnar, hr. Srivastava, afhenti hinn 27. sept- ember síðastliðinn, sem var al- þjóðasiglingamáladagurinn, Hjálmari R. Bárðarsyni, siglinga- málastjóra, alþjóðasiglinga- málaverðlaunin í samræmi við ákvörðun ráðs Alþjóða siglinga- málastofnunarinnar. Verðlaun þessi, sem eru silfurstytta af höfr- ungi, eru veitt fyrir framlag Hjálmars til öryggismála sjófar- enda og varna gegn mengun sjáv- ar. Við athöfnina hélt siglinga- málastjóri erindi um öryggi fiski- skipa og áhafna þeirra og í fram- haldi af henni bauð aðalfram- kvæmdastjórinn til móttöku verð- launahafanum til heiðurs. Héraðsfundur Kjalarnes- prófastsdæmis er á morgun Héraðsfundur Kjalarnesspró- fastsdæmis fer fram næstkomandi sunnudag og hefst kl. 09.30 í Fólk- vangi á Kjalarnesi með yfirlitsræðu prófastsins, séra Braga Friðriksson- ar. Guðsþjónustur verða klukkan 14 í Brautarholts- og Saurbæj- arkirkjum og prédikar séra Guð- mundur Örn Ragnarsson á fyrr- nefnda staðnum, en séra Gunnar Kristjánsson á hinum síðari, en síðan verða kaffiveitingar og há- tíðardagskrá í tilefni Biblíuárs. Tryggvi Gíslason, skólameist- ari á Akureyri, flytur erindi um efnið Guðbrandsbiblía og áhrif hennar á þjóðlíf íslendinga. Hér- aðsfund sækja sóknarprestur og safnaðarfulltrúar úr öllum sókn- um prófastsdæmisins ásamt hópi gesta. Fundurinn fer fram i boði Saurbæjar- og Brautarholts- sókna. ÍSAL um athugasemdir Coopers & Lybrand: Forsendur og niðurstöður hafa verið marghraktar áður Ásbjörn Björnsson, nýráðinn for- stjóri Kirkjugarða Reykjavíkur. Asbjörn Björnsson ráðinn forstjóri Kirkjugarða Rvk. ÁSBJÖRN Björnsson hefur verið ráðinn forstjóri Kirkjugarða Reykja- víkur frá 1. janúar 1985, en Friðrik Vigfússon lætur þá af störfum fyrir aldurs sakir. Friðrik hefur gegnt starfi forstjóra kirkjugarðanna frá í marz 1976. Ásbjörn Björnsson er sextugur að aldri, til heimilis að Grundar- gerði 20 í Reykjavík. Umsækjend- ur um starfið voru 12. „Athugasemdir Coopers & Ly- brand eru af sama toga nú og í fyrri skýrslum þeirra um ársreikninga ÍS- AL. Forsendur þeirra og niðurstöður hafa verið marghraktar áður,“ segir í fréttatilkynningu frá fslenska álfé- laginu hf., þar sem félagið andmælir athugasemdum endurskoðunar- fyrirtækisins við ársreikning fyrir- tækisins frá 1983. Fréttatilkynning ÍSAL er svo- hljóðandi: „Að undanförnu hafa verið til umræðu á Alþingi athugasemdir, sem brezka endurskoðunarfyrir- tækið Coopers & Lybrand gerði við ársreikning ÍSAL fyrir árið 1983. Umræðurnar komu í kjölfar fyrirspurna Hjörleifs Guttorms- sonar til Sverris Hermannssonar, iðnaðarráðherra. Athugasemdir Coopers & Ly- brand eru af sama toga nú og í fyrri skýrslum þeirra um árs- reikninga ÍSAL. Forsendur þeirra og niðurstöður hafa verið marg- hraktar áður. Má hér sérstaklega benda á, að stærsta endurskoðun- arfyrirtæki heims, Price Water- house, var á algjörlega öndverðri skoðun við Coopers & Lybrand, þegar fjallað var um sama efni fyrir árin 1975 til júni 1980. Ýmis þau álitaefni, sem athuga- semdir Coopers & Lybrand fjalla um, voru leyst í samkomulagi rík- isstjórnarinnar og Alusuisse, sem undirritað verður þann 5. nóvem- ber næstkomandi. Sverrir Her- mannsson, iðnaðarráðherra, hefur boðað, að hann muni gefa Alþingi skýrslu um samkomulagið vikuna 4. til 11. nóvember. fSAL hefur tekið saman ítar- lega greinargerð, þar sem athuga- semdum Coopers & Lybrand er andmælt. Ekki er tímabært að birta þá greinargerð fyrr en iðn- aðarráðherra hefur gefið Alþingi skýrslu sína.“ „Engir sjóöir undir koddum starfs- manna Seltjarnarneskaupstaðaru „Ég get fullviasað forseta bæjar- stjórnar um að það er enga sjóði að finna undir koddum starfsmanna Seltjarnarnesbæjar, frekar en ann- arra opinberra starfsmanna," sagði formaður Starfsmannafélags Sel- tjarnarnesbæjar, Einar Norðfjörð, er borin voru undir hann ummæli Magnúsar Erlendssonar, forseta bæjarstjórnar Seltjarnarneskaup- staðar, um samningamálin i Mbl. á þriðjudag. Tvær íslenzkar lista- konur sýna f Svíþjóð TVEIMUR íslenzkum listakonum, Ástríði Andersen og Sigrúnu Jóns- dóttur, hefir verið boðið að halda sýningu á verkum sínum í „Gavle Slott“, þar sem eru til húsa sýn- ingarsalir, sem um leið bústaður landshöfðingjans í Gávle. Gávle Slott er byggt á 16. öld og kemur mikið við sögu Svíþjóðar. Uppsalir eru miðja vegu milli Stokkhólms og Gávle og íbúar Gávle eru um það bil 300.000 manns. Sýningin mun standa í tvær vik- ur og hyggjast listakonurnar sýna þar töluvert af verkum sínum. Ástríður í kringum 35 málverk og Sigrún 40 til 50 verk, kirkjulega listmuni, ofnar veggmyndir, batik og fleira. landshöfðinginn opnaði sýning- una ásamt sendiherra íslands í Svíþjóð, Benedikt Gröndal, hinn 27. október að viðstaddri lands- höfðingjafrú og sendiherrafrú. Minntust þeir íslands og sam- skipta landanna gegn um aldirnar. En Magnús sagði m.a. að meiri- hluti starfsmanna bæjarins virtist vera vel fjáður og kvaðst hann „fagna því innilega, því engir nema þeir sem eiga sjóði góða undir koddunum mundu ella ákveða tvisvar á hálfum mánuði að kjósa sjálfa sig í atvinnumissi, tekjuleysi og verkföll". „Þá sjóði er að finna annars staðar í þjóðfélaginu og þeir geta því ekki verið ástæðan fyrir því að bæjarstarfsmenn kjósa að fara aftur í verkfall,” sagði Einar. „Við höfum reyndar ekki fundið mikið fyrir sáttahöndinni, sem Magnús minntist á í Mbl. En ef sú hönd er jafn oft á lofti og hann heldur fram, þá fögnum við því auðvitað og vonum að hún verði það einu sinni enn. Af einhverjum ástæðum álíta starfsmenn að það komi eitthvað betra út úr ríkissamningum, en það sem við vorum búnir að semja um, þannig að nú bíðum við eftir að sjá hvað gerist á þeim víg- stöðvum, sagði Einar Norðfjörð að lokum. íslenzkur hjúkrunarfræð- ingur starfar í Eþíópíu á vegum Rauða kross íslands EINS OG frá hefur verið skýrt hér i Morgunblaóinu er geigvænleg hung- ursneyð í Eþíópíu. Valda henni eink- um langvinnir þurrkar sem hafa komið í veg fyrir eðlilega uppskeru. Einkum er talið að ástandið sé alv- arlegt í Sidamo-héraði sem er í suð- urhluta landsins og Wollo-héraði sem er í landinu norðanverðu. Margar liknarstofnanir vinna nú að björgun fólks frá hungur- dauða í Eþíópíu og er einkum lögð áhersla á að líkna vannærðum börnum. Rauðakrossfélögin halda uppi hjálparstöðvum í báðum þeim landshlutum sem verst eru stadd- Við eina af fjórum hjálpar- stöðvum Rauða krossins í Sida- mo-héraði starfar ungur íslenskur hjúkrunarfræðingur, Sigríður Guðmundsdóttir. Hún fór á vegum Rauða kross íslands til Eþíópíu i sl. ágústmánuði. Gert er ráð fyrir að Sigríður verði að störfum í Eþiópíu fram til næstu áramóta. Sigríður stjórnar nú einni af matgjafarstöðvunum í Sidamo- héraði. Samkvæmt fréttum sem borist hafa er góður árangur af því starfi. Er t.d. talið að van- nærðum börnum á þessu svæði hafi fækkað úr rúmum 8 þúsund- um að undanförnu niður i nokkur hundruð. Alþjóðarauðikrossinn hefur í hyggju að auka verulega hjálpina til Eþíópíu vegna þess hve ástand- ið þar er hörmulegt. Sigríður Guðmundsdóttir, hjúkrun- arfræðingur. Rauði kross Eþiópíu er vel skipulagður. Er það ein af ástæð- um þess að tiltölulega auðvelt er að koma líknargögnum, t.d. mat- vælum, fatnaði og lyfjum frá gef- endum til þeirra sem einkum eru hjálparþurfi í landinu. Að undanförnu hefur Rauði kross Islands veitt Rauða krossi Eþíópíu margvíslega aðstoð, t.d. nú síðast með þvi að gefa 12 tal- stöðvar í sjúkrabifreiðir Rauða kross Eþíópiu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.