Morgunblaðið - 27.10.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.10.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1984 21 Horfur á endurvakn- ingu bandalags V-Evrópulanda Rómaborg, JTANRÍK , 26. október. AP. UTANRlKIS- og varnarmálaráð- herrar 6 ríkja Atlantshafsbandalags- ins auk Frakka byrjudu í dag fund- arhöld í Rómaborg. Þing þeirra mun standa út morgundaginn. Hér eiga í hlut auk Frakka Bretland, Vestur- l>ýskaland, Ítalía, Holland, Belgía og Lúxemborg. Vilja ráðherrarnir kanna möguleika á því að auka stiórnmálalegt hlutverk Evrópuland- anna í NATO án þess að það verði á kostnað Bandaríkjanna. Búist er við því að á fundinum verði lögð drög að endurvakningu Bandalags Vestur-Evrópuríkja. Það mun vera skoðun flestra ráða- manna innan NATO, að endur- vakning bandalagsins geti boðið upp á ýmsa möguleika sem NATO eitt gerir ekki, til dæmis býður það upp á virka þátttöku Frakka sem eru ekki í NATO. Sex NATO- lönd auk Bandaríkjanna og Kan- ada koma hér hvergi nærri, Noregur, ísland, írland, Grikk- land, Tyrkland og Danmörk. Skiptar skoðanir eru samt í sumum krókum um gildi banda- lagsins, ýmsir embættismenn í Bandaríkjunum óttast nokkuð að forystuhlutverkið minnki. Að- standendur bandalagsins þver- taka fyrir að nokkuð slíkt sé í burðarliðnum, þvert á móti sé ætl- unin að taka fullt tillit til Banda- ríkjanna sem forystulands NATO. Hugmyndin sé hins vegar að auka þátttöku Vestur-Evrópu á hinum ýmsu sviðum innan starfsemi Atl- antshafsbandalagsins. •X2*iSnHí ..V. AP/Símamynd. Opinberir starfsmenn mótmæla Opinberir starfsmenn í Frakklandi mótmæla á Parísargötu þeirri ákvörðun stjórnvalda að veita þeim 2% launahækkun 1. nóvember næstkomandi. í vor fengu opinberir starfsmenn 1 % kauphækkun, en þeim fínnst hækkunin í næstu viku ónóg, þar sem spáð er því að verðbólgan í Frakklandi á árinu nemi 7,5%. Stjórnvöld hyggjast hins vegar takmarka launahækkanir til þess að áætlanir um að koma verð- bólgu í 6% fyrir árslok og 4,5% í lok 1985 geti orðið að veruleika. Sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ: Spáir sandinist- um sömu örlögum og Somoza hlaut Minat'ua, Wuhinxton, 26. októbcr. AP. JOSE Sorzano, sendiherra Bandaríkj- anna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði sandinistaleiðtoga í Nicaragua fremja sömu glæpi og einræðisstjórn Somoza og spáði sandinistum sömu örlögum og Somoza. Sorzano sagði sandinista hafa svipt þjóðina stjórnmálafrelsi, inn- leitt ritskoðun fjölmiðla, gripið til fangelsana, pyntinga og jafnvel morða á pólitískum andstæðingum, auk þess sem gerðar væru tilraunir til að heilaþvo þjóðina. Bandariska utanríkisráðuneytið sagði að búlgarskt flutningaskip losaði nú hergögn frá fylgiríkjum Sovétríkjanna í hafnarbænum E1 Bluff í Nicaragua. Vopnasendingin yrði til þess að auka enn frekar á gífurlega hernaðaryfirburði Nicaragua í Mið-Ameríku. Tals- maður ráðuneytisins vildi ekki segja hvers kyns hergögnin væru, en þ.ám. væru þó ekki öflugar flugvélar, eins og ABC-sjón- varpsstöðin hafði áður gefið til kynna og borið fyrir sig heimildir úr utanríkisráðuneytinu. Varnarmálaráðuneytið í Man- agua sagði að 240 skæruliðar, er berðust gegn sandinistastjórninni, hefðu fallið í bardaga við borgina Esteli í norðurhluta landsins er þeir reyndu að ná henni á sitt vald. Borgin er hernaðarlega mikilvæg. Sagði ráðuneytið 84 stjórnarher- menn hafa fallið í átökunum. Bandaríkin: Vaxtalækkun New York, 26. október. AP. MORGAN Guaranty Trust Co., fimmti stærsti viðskiptabanki í Bandaríkjunum, lækkaði í dag vexti á skammtímalánum um hálft prósent, úr 12,5 í 12%. í byrjun ársins voru vextir um 11% en fóru upp (13% í júní sl. Síðan hafa þeir heldur verið að lækka. Hæst hafa vextir í Bandaríkjunum komist i 21,5%, í desember 1980. HEKLU bílmlurinn er opinn virka daga kl. 9—18, fimmtu- daga kl. 9—22, laugardaga kl. 13—17. Glæsilegt úrval notaðra bíla Kaupbætir Nýir Good Year vetrarhjólbarðar fylgja með notuðu bílunum frá okkur IhIHEKIAHF J Laugavegi 170-172 Sími 21240 EKKERT AFGREIÐSLUCJALD FYRIR ÚTTEKT MATVÖRU SAMKVÆMT NXIU SAMKOMUIAGI VIÐ MATVORUKAUPMENN ATHUGIÐ ÁÐUR BOÐAÐ AFGREIÐSLUGJALD KEMUR ALDREITILINNHEIMTU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.