Morgunblaðið - 27.10.1984, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.10.1984, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1984 43 &&ÍND, * SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MANUDEGI .FÖSTUDA Aldrei að taka fyrsta sopann Hildur K. Jakobsdóttir skrifar: Heiðraði Velvakandi. í byrjun septembermánaðar las ég í dálkum þínum langloku eftir Bergþóru nokkra, þar sem hún hallmælir grein Árna Helgasonar, sem birtist í Velvakanda 31. ágúst sl. og fjallaði um áfengisbölið. Ég hef lesið margar góðar greinar eftir Árna og er ég honum sammála í flestum atriðum. Eins og honum er mér frekar í nöp við áfengi og er ég þeirrar skoðunar að best sé að taka aldrei fyrsta sopann. Við vitum nefnilega af fenginni reynslu að enginn veit fyrirfram hvenær hann verður áfenginu að bráð. Margir mínir aðstandendur eru áfengissjúkl- ingar, en sem betur fer hafa marg- ir þeirra farið í meðferð og öðlast skilning á því hvernig þeir geta lifað mannsæmandi lífi. Sem betur fer er almenningur farinn að líta á ofdrykkju sem sjúkdóm sem erfitt getur verið að ráða við nema blaðinu sé snúið við í tæka tíð. Því miður eru börn far- in að neyta áfengis allt frá tíu ára aldri og það sem alvarlegra er, mörg eru einnig að fikta við að „sniffa“ af hinum og þessum eitur- efnum sem stórhættuleg eru heilsu manna. Ég lá á Grensás- deild um tíma og sá þar ungan pilt sem hafði „sniffað" og skaddast mikið við það bæði andlega og lík- amlega. Væri nú ekki ráð að nota útvarp og sjónvarp til þess að brýna fyrir fólki skaðleg áhrif ýmissa efna og afleiðingar ofnotkunar á áfengi. Gæti það jafnvel komið í fram- haldi af umferðarfræðslu sem oft er verið að skjóta inn í milli dagskrárliða í útvarpinu. Við fullorðna fóikið ættum að vera fyrirmynd barna okkar. Þau læra það sem fyrir þeim er haft. Því skoraég nú á alla sem hafa átt því láni að fagna að eignast heil- brigð börn, að byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofan í hann. Biö ég guð að blessa æsku þessa lands og læt hér heilræði I bænarformi fylgja henni til handa. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur les- endur til að skrifa þætt- inum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrit- uð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Bréfritari mælist til þess að útvarp og sjónvarp sé nýtt til þess að brýna fyrir fólki skaðleg áhrif ýmissa efna og afleiðingar ofnotkunar i áfengi. Ellert B. Schram í hlutastarfi á Alþingi? Jón Á. Gissurarson skrifar: Ellert B. Schram neitar að starfa í nefndum Alþingis, en 1 þau störf fer megin hluti vinnu- tíma annarra þingmanna. Á þann hátt gefst honum tóm til að rit- stýra DV. Fyrir réttu ári taldi hann þó þessi tvö störf með öllu ósamrýmanleg. Tæki kennari sér Ellert til fyrirmyndar kynni hann að telja skyldum sínum fullnægt kæmi hann til skólasetningar, mætti daglega til kaffidrykkju með kennurum og heiðraði skóla sinn með nærveru sinni við skólaslit. Skyldi Albert telja slíkan kennara fullra launa verðan? Þótt rödd Ellerts sé með slíkum ágætum að brýnt sé að hún bergmáli í sölum Alþingis, þá veit- ir hún ein honum engan rétt til fullra þingmannslauna. Kannski er hann í hlutastarfi á þingi? Hef skipt um skoðun varðandi frjálst útvarp Alþýðuflokksmaður i Reykjavík skrifar: Ég er einn af þeim fjölmörgu Reykvíkingum sem hlustuðu á frjálsu útvarpsstöðvarnar á með- an þær störfuðu. Langar mig nú til að lýsa yfir ánægju minni með þá þjónustu sem þær veittu og urðu þær þess valdandi að ég, sem áður var andvígur því að gefa út- varpsrekstur frjálsan, hef nú skipt um skoðun og vil að allt kapp verði lagt á að breyta útvarpslögunum. Vona ég að svo verði sem allra fyrst og þá verði frelsið haft i há- vegum, þ.e. veitt verði leyfi fyrir ótakmörkuðum fjölda útvarps- stöðva. Hömlurnar eiga að vera sem minnstar þannig að menn geti valið á milli stöðva. Þær bestu myndu siðan lifa en hinar deyja, þannig yrði að mínu mati á eðli- legastan hátt staðið að breyting- unum. Afbragðsgóð útvarpsmessa Lesandi skrifar: Kæri Velvakandi. Árum saman hafa útvarpsmess- ur ekki farið framhjá mér. Þó er ég leikmaður og ef til vill ekki dómbær á flutning ræðu og með- Hver er höfundur? Austurbæingur skrifar: Kæri Velvakandi. Mig langar til að spyrja lesend- ur þína hvort þeir kannist við eft- irfarandi erindi. Eins hvort það er úr lengra kvæði og hvar það er að finna. Með fyrirfram þakklæti. Á kvöldin segir hún komdu inn, ég kaffi skal hella t bollann þinn. Loka svo enginn læðist inn, því leiðindi af því stafa. Þú veist það ástkæri vinur minn, ég vil engan annan hafa. ferð efnis, en ég finn mig þó knú- inn í þetta sinn til að láta í Ijós hughrif mín með ræðuna sem flutt var í útvarpsmessu frá Miklabæj- arkirkju þann 23. september sl., og var framúrskarandi skilmerkileg og vel fram sett. Söngur messu frá sveitakirkjum höfðar einhvern veginn alltaf meira til min sakir einfaldleika síns. Mm... Marobou Þaó þekKist á brayóinu Bladid sem þú vaknar við! Hádegisjazz í Blómasalnum Vegna mikilla vinsælda mun Hótel Loftleiðir halda áfram með hádegisjazz fyrir alla fjölskylduna. Sambland af morgun- og hádegisverði með léttri og lifandi tónlist. Þeir sem koma og leika í sunnudagshádeginu: Kvartett Kristjáns Magnússonar og Fridrik Theódórsson og félagar. Hressið upp á sunnudagstilveruna með léttum jazz og Ijúffengum réttum í Blómasalnum. Borðapantanir í símum 22321 og 22322. Verið velkomin HÖTEL LOFTVEIÐIR FLUGLEIDA S HÓTEL Félag járniönaöarmanna Félagsfundur verður haldinn þriöjudagur 30. okt. 1984 kl. 8.00 e.h. að Suöurlandsbraut 30. Dagskrá: 1. Félagsmál. 2. Samningamálin. 3. Önnur mál. Mætið vel og stundvíslega. Stjórn Félags járníðnaðarmanna. Sólbaðstofan Hléskógum 1. Höfum opnað nýja 8ÓI (neðri hæð) Erum meö extra breíða og djúpa bekki meö mjög góö- um andlitsperum: GÓÐUR ÁRANGUR EFTIR AÐEINS 5 SKIPTI. Sér klefar og góó sturtu- og snyrtiaðstaða. Tónlist á staðnum. Bjóóum upp á KYNNINGARVERÐ. 750 kr. fyrir 12 skipti. 0pjð. Mánud,—föstud. 8—22 Veriö velkomin 79230 Laugardaga 8—20. Sunnudaga 14—20. Ennfremur má sérpanta karla- sem kvennatíma. jafnt r Hús til niöurrifs Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í húsiö Garöabær við Garðaveg til niöurrifs og brottflutnings. Nánari uppl. veitir yfirverkstjóri Áhaldahússins sími 53445. Tilboöum skal skila til hans eigi síðar en þriðju- daginn 30. október n.k. kl. 14.00. Bæjarverkfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.