Morgunblaðið - 27.10.1984, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.10.1984, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1984 Lögreglan kallar út verkfallsverði BSRB Tók ekki mark á leyfisbréfi bæjarfógetans í Hafnarfirði VEGALÖGREGLUMENN stöðvuðu í gœr flutningabifreið með tengivagni, sem var að flytja ker úr Stálvík í álverið við Straumsvík. Breidd farmsins var umfram það sem leyfílegt er að flytja nema í lögreglufylgd. Vegalögreglumenn höfðu samband við lögregluna í Hafnarfírði og í samráði ákváðu lögreglumenn- irnir að hafa samband við BSRB og láta verkfallsvörslu þeirra vita um atburðinn. Töldu vegalögreglumenn rétt að stöðva þessa flutninga og fá verkfallsverði á staðinn. Hafnarfjarðarlögreglan hafði síðan samband við BSRB, sem sendi menn á vettvang. Það var skömmu fyrir hádegi síðan svo frá: „Ég sýndi vega- sem vegalögreglumenn stöðvuðu flutningabílinn og er þau tíðindi spurðust í Stálvík fór Eyjólfur Amundason, skipatæknifræð- ingur, á staðinn til að kanna málið. Eyjólfur sagði i samtali við Morgunblaðið, að hann hefði farið strax á lögreglustöðina í Hafnarfirði og fengið þar þær upplýsingar í óspurðum fréttum, að lögreglan væri búin að kalla út verkfallsverði BSRB. Eyjólfur fór síðan með yfirlögregluþjóni á staðinn, þar sem flutningabíll- inn hafði verið stöðvaður. Vegalögreglumenn kváðust þá taka gilt skriflegt leyfi frá yfir- lögregluþjóninum, Steingrími Atlasyni. Steingrímur gekkst fyrir því að útvega leyfið og kom með það skömmu fyrir klukkan eitt, undirritað af Einari Ingi- mundarsyni, lögreglustjóra i Hafnarfirði. Verkfallsnefnd BSRB Eyjólfur Ámundason segir hvort sú nefnd hefði nú orðið með það að gera að gefa út leyfi fyrir þungaflutningum í landinu, og hvernig í ósköpunum nefndin gæti eiginlega blandast inn í þetta. Þeir svöruðu því til, að ef verkfallsnefnd BSRB gæfi leyfi, myndu þeir tala við Vegagerð- ina. Samkvæmt þessu virðist því verkfallsnefnd BSRB fara með stjórn landsins í stóru og smáu,“ sagði Eyjólfur Ámundason. Osmekklegt að leita til BSRB „Ég kem af fjöllum," sagði Einar Ingimundarson, sýslu- maður, bæjarfógeti og lögreglu- stjóri í Hafnarfirði, er málið var borið undir hann, síðdegis í gær. Hann kvaðst hvorki hafa haft spurnir af því að flutningabif- reiðin hefði verið kyrrsett eftir að hann gaf út leyfið, né því, að vegalögreglan og lögreglan í Hafnarfirði hefðu haft samráð um að blanda BSRB í málið. Um þetta sagði Einar m.a.: „Ég veitti leyfið í samráði við yfirlögreglu- þjón og taldi það sjálfsagt mál. Ég held að það sé það ósmekk- legasta sem hægt er að hugsa sér að lögreglumenn skuli að fyrra bragði hafa samband við BSRB undir slíkum kringumstæðum." Einar var að því spurður hvort undirmenn hans hefðu lagalegan rétt til að hundsa fyrirmæli hans, og taldi hann svo ekki lögreglumönnunum þetta leyfi, en þá fara þeir að tala um Vega- gerðina. Þeir vitnuðu þar í um- ferðarlögin, þar sem segir í ein- hverri grein, að ef farið sé út fyrir kaupstaðarmörkin, með hluti sem séu yfir einhverri til- tekinni breidd, þá þurfi leyfi lögreglunnar og hún þurfi að ráðfæra sig við vegamálastjóra. Viðstaddir lögreglumenn, þar á meðal undirmenn Einars Ingi- mundarsonar, tóku sem sagt ekki mark á leyfisveitingu lög- reglustjórans heldur kusu frekar að leita ráða hjá BSRB. Ég spurði einn þeirra hvort það væri í hans valdi að dæma úr- skurði og leyfi lögreglustjórans ógild. Hann hélt það nú, það væru alveg hreinar línur að hann hefði fullt vald til þess. Verkfallsverðir BSRB komu síðan á staðinn og sögðu mér að það réttasta sem ég gerði væri að sækja um leyfi til verkfalls- nefndar BSRB. Ég spurði þá Morgunblaöið/Júlfus. Eyjólfur Ámundason með leyfisbréfið, undirritað af Einari Ingimundarsyni bæjarfógeta í Hafnarfirði. Sviftingar við írafoss í Hafnarfirði: Eimskip krefst lög banns á verk- fallsvörslu BSRB í fyrrakvöld kom til ordahnipp- inga og smástimpinga á milli verk- fallsvaröa og verkamanna frá Eim- skip þegar þeir fyrrnefndu reyndu aö koma í veg fyrir að löndunar- krana væri ekið að ms. írafossi i Hafnarfjarðarhöfn. Verkfallsverðir hafa síðan staðið vörð um skipið þannig að ekki hefur verið hægt að losa það. Síðdegis í gær var þingfest hjá bæjarfógetanum f Hafnarfirði lögbannskrafa Eimskips vegna að- gerða verkfallsvarða BSRB í Hafn- arfjarðarhöfn. Málsaðilum ber ekki saman um gang mála í Hafnarfjarð- arböfn í fyrrakvöld. Páll Guðmundsson í verkfalls- vörslu BSRB lýsti atburðum þann- ig á blaðamannafundi í gær: Eim- skipsmenn reyndu að landa úr fra- fossi á hinn hrottalegasta hátt. Stykkishólmun Miklar skipa- viðgerðir Stjkkwbólmi i sepL SKIPASMÍÐASTÖÐIN Skipavík í Stykkishólmi hefir haft næg verk- efni það sem af er þessu ári. Mikið eru það viðgerðir og svo er núna ver- ið að byggja yfir mb. Garðar frá Ólafsvík og er það mikið verk. Æ fleiri bátar eru nú yfirbyggðir enda batnar öll aðstaða sjómanna við það. Allt dekkið er yfirbyggt og með því skapast allt önnur aðstaða. Fleiri bátar munu svo yfirbyggðir hjá Skipavík, enda þeir sem þessarar þjónustu hafa notið ánægðir með verkið. Fréttaritari Bakkaði stór krani á hvað sem fyrir varð, keyrði á bil og ýtti á undan sér konu sem fyrir honum var. Þá kom lögreglan og stöðvaði Eimskipsmennina og tók skýrslu af þeim sem brotlegir voru. Þeir reyndu aftur í morgun en það fór á sömu leið. Þarna voru 50 til 60 verkfallsverðir frá BSRB. Að- spurður um með hvaða rökum BSRB teldi sig geta stöðvað losun á tollafgreiddu skipi sagði Páll að það hefði verið ólöglega toll- afgreitt. Þórður Sverrisson fulltrúi framkvæmdastjóra hjá Eimskip lýsti atburðum á þessa leið í sam- tali við blm. í gær: írafoss kom til Hafnarfjarðar frá Rifi í gær. Verkfallsverðir komu í veg fyrir að það gæti lagst við bryggju í suðurhöfninni og var það þá bund- ið við bryggju í norðurhöfninni. Skipið var tollafgreitt á Rifi af fulltrúa sýslumanns og yfirlög- regluþjóni en verkfallsverðir stöðvuðu losun þess þar í miðjum klíðum. Skipið var tekið inn í Hafnarfjarðarhöfn af hafnsögu- mönnum sem ekki eru lengur i verkfalli í Hafnarfirði. í gær- kvöldi þegar komið var með krana til Hafnarfjarðar hafði hópur fólks safnast saman á bryggjunni. Reyndi það að koma í veg fyrir að krananum væri ekið að skipshlið. Einhverjir reyndu að halda í kran- ann síðasta metrann og bíl var ek- ið utan í hliðina á honum. Greini- legt var að mikill hiti var í fólkinu og hættum við þegar kraninn var kominn á sinn stað við skipið, en aldrei var fyrirhugað að hefja los- un um kvöldið, þrátt fyrir að þess- ar aðgerðir fólksins hafi verið Morgunbltðið/RAX. Eimskipafélagsskip í Hafnarfjarðar- höfn. fullkomlega ólöglegar þar sem skipið var tollafgreitt og því heim- ilt að undirbúa losun þess. Þórður sagði að lögreglan hefði verið kvödd til eftir að bílnum var ekið á kranann og hefðu lögreglumenn tekið skýrslur af bílstjóranum og kranastjóranum. Hekla hf. selur karfa til Japans: Viljum ekki láta okkar eftir liggja í öflun nýrra markaða - segir Ingimundur Sigfússon, forstjóri Heklu hf. HEKLA hf. hefur fyrir milligöngu bresks fyrir- tækis gert samninga við aöila í Japan um sölu á heilfrystum karfa til Jap- ans. I framhaldi af þeim sölusamningi sömdu for- ráðamenn Heklu og Sölu- miðstöðvar hraðfrystihús- anna um að SH myndi láta vinna karfann í frystihús- um innan sinna vébanda og annast útskipun hans. „Fyrr á árum var Hekla hf. í útflutningi, og hafði faðir minn brennandi áhuga á því,“ sagði Ingimundur Sigfússon, for- stjóri Heklu, þegar Morgun- blaðið spurðist fyrir um þessi mál hjá honum. „Á þessu varð hlé en nú á 50 ára afmælisári fyrirtækisins þótti okkur eig- endum þess tilefni til að leita aftur fyrir okkur í útflutn- ingsmálum og beindum þá at- hyglinni fyrst að sjávarútveg- inum.“ Ingimundur Sigfússon sagði að á vegum Heklu hf. hefði ver- ið leitað fyrir sér víða um lönd að aðilum sem vildu kaupa sjávarafurðir héðan. Þá hefði meðal annars komið í ljós að Japanir vildu kaupa íslenskan karfa á viðunandi verði. Eftir langa og stranga samninga- fundi hefðu síðan tekist samn- ingar um tilraunasölu á allt að 2500 lestum af karfa á þessu ári. „Þetta hefur verið mér mjög lærdómsríkt," sagði Ingimund- ur. „Eftir að hafa náð í kaup- anda þurfti ég að finna aðila sem gæti framleitt karfann og uppfyllt kröfur Japana um gæði og vinnsluaðferð. Það hef- ur nú tekist með samningi við SH, sem er einstæður að því leyti að Sölumiðstöðin hefur aldrei áður gert slíkan samn- ing við íslenskan söluaðila. Hekla hf. mun halda áfram að þreifa fyrir sér á þessu sviði og ætlun okkar er síður en svo að takmarka umsvifin við frystan fisk. Hvarvetna eru menn að álykta um nauðsyn nýs mark- aðsátaks í þágu íslenskra út- flutningsgreina. Við viljum ekki láta okkar eftir liggja í þeim efnum," sagði Ingimund- ur Sigfússon að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.