Morgunblaðið - 27.10.1984, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 27.10.1984, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1984 Atli Heimir Sveinsson Johsnnes Brahms Ludwig van Beethoven Sin fóníutónleikar Fyrstu tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands á þessu starfsári er halda átti 4. október, en frestað var vegna verkfalla, verða haldnir laugardaginn 27. október, kl. 14 (í dag) og verða flutt verk eftir Atla Heimi Sveinsson er hann nefnir „Infin- itesimal Fragment of Eternity", þriðji píanókonsertinn eftir Beethoven og önnur sinfónían eftir Brahms. Stjórnandi verður Jean-Pierre Jaquillat og einleik- ari Nicolas Economo. Ekki eru tök á að fjalla um verk Atla vegna ókunnugleika en von er á því að eitthvað nýtt og skemmti- legt beri fyrir eyru í þessu „óendanlega smáa broti úr eilífð- inni“. Beethoven lauk við þriðja píanókonsert sinn árið 1800 en verloið var ekki flutt fyrr en þremur árum síðar, 5. apríl 1803, eða fyrir 181 ári. Hvorki mun áheyrendum né gagnrýnendum Tonlist Jón Ásgeirsson hafa þótt mikið til um verkið, líklega fyrir ýmsar nýjungar, bæði er varðar einleikshljóðfær- ið og hljómsveitarrithátt er var með sinfónískari hætti en tíð- kaðist í hefðbundnum konsert- um. Konsertinn hefst á löngum inngangi (framsagan) fyrir hljómsveitina. Fyrsta stefið er ekta Beethoven stef, kraftmikið en einfalt (mynd 1) og annað stefið, sem heyrist ekki fyrr en eftir 50 takta er sterk andstæða aðalstefsins, lýriskt að gerð (mynd 2). Framsögu hljómsveit- arinnar lýkur með því að unnið er með brot úr aðalstefinu. „Innkoma" píanósins hefst með laghæfum c-moll-skala, sem er þrítekinn áður en aðalstefið er leikið. 1 úrvinnslukaflanum er mikið unnið úr fyrstu fjórum töktum aðalstefsins. ítrekunin hefst með aðalstefinu í upprunalegri gerð, leikið af hljómsveitinni, en eftir átta takta tekur píanóið þátt í leiknum, sem lýkur með „kadensuhljóminum". Eftir smá kadensu fyrir einleikarann, lýk- ur fyrsta þætti með kraftmikl- um niðurlagskafla, er byrjar mjög veikt en lýkur í fullum styrk hljómsveitar og einleikara. Annar þátturinn er hægur og hefst í píanóinu á viðhafnarlegu sönglagi og (mynd 3) er kaflinn í A-B-A formi. Ritháttur kaflans, sérstaklega píanóparturinn, er mjög skrautlegur og eftir smá kadensu fyrir pianóið, endar þátturinn á veikum samleik ein- leikara og hljómsveitar, en síð- asti hljómurinn er eins konar SYMPHONY N9 2 I Johannts Brahms,0p.73 (íaaa-iasD Flantl Obol Clarlnettl lii Cornl Cornl ln ||^ Trombonl a Bafltuba ion tn >ppo ft gdi LO Jhf. t=3= t fwr ft &=z : iTl dntc* r t- rimpanl ln Vlollno I Vlollno □ Vlola VloloncoUo Contrabaaao ta atrarTm" tíí u |lli - - d I— jft B.A H.S477 PHated ta Kasland „sjokk-effekt“, eða „hvell“sterk- ur endahljómur. Síðasti kaflinn er í rondóformi, það er, að verkið skiptist niður í þrjá þætti, einn aðalþátt og tvo aukaþætti, sem leiknir eru á milli endurtekninga aðalþáttarins, svo formið verður A-B-A-C-A-B-A og lýkur þætt- inum því næst með kandensu og glæsilegum niðurlagskafla. Aðalstefið er sérkennilegt, hefst án undirbúnings á fimmta tónsæti tóntegundarinnar (mynd 4). Annað stefið (B) er f Es-dúr og (mynd 5) þriðja stefið í As-dúr (mynd 6). I þriðju um- ferð A-stefsins (á eftir C) býr Beethoven til fúgu framsögu úr aðalstefnu (mynd 7). Þriðji kon- sertinn er glæsilegt verk hlaðið stefjum er syngja f huga manns eins og spakmæli eða hnyttnir kviðlingar, sinfónískt skáldverk, sem aldrei slær fölva á, hversu Áhrif verkfallsins á starfsemi flugfélaganna: Farþegum hefur fækkaö svo þúsundum skiptir STARFSEMI flugfélaganna hefur raskast verulega í verkfalli BSRB og hafa félögin orðið fyrír miklu tjóni vegna bess. Farþegum bæði í innan- landsflugi og millilandaflugi hefur fækkað svo þúsundum skiptir og ferðir hafa verið felldar niður vegna þess og af tæknilegum erfiðleikum vegna þess að aðstoðarmenn flug- umferðarstjóra eru í verkfalli. Að sögn Sæmundar Guðvins- sonar fréttafulltrúa Flugleiða og Stefáns Halldórssonar forstöðu- manns kynningardeildar Arnar- flugs hafa erlendir flugfarþegar dregið mjög mikið úr ferðum sín- um hingað. íslendingar hafa einn- ig dregið mikið úr ferðalögum sín- um síðan verkfallið skall á en síð- ustu daga, eftir að verkfallsverðir hættu aðgerðum sínum á Kefla- víkurflugvelli, hefur þess orðið vart að flug íslendinganna er farið að jafna sig að nokkru aftur. Þá hefur dregið úr fragtflutningum, sérstaklega til landsins, enda eru orðnir erfiðleikar með geymslu fraktar eins og komið hefur fram. Ferðalög innanlands hafa einnig dregist mikið saman. Talsmenn flugfélaganna segja að tjón þeirra hvors um sig nemi milljónum króna vegna verkfalls- ins, en ekki liggja fyrir nákvæmar tölur um tjónið. Aðrir ferðaþjón- ustuaðilar, svo sem hótel, tapa einnig miklum fjármunum vegna þessa samdráttar í flutningi er- lendra ferðamanna. Talsmenn flugfélaganna létu I Ijósi ótta um áhrif verkfallsins á ferðamanna- strauminn hingað og nefndu að lagt hefði verið í kostnaðarsamar auglýsingaherferðir að undan- förnu sem ekki skiluðu sér þar sem fólk þyrði ekki að koma hingað. Flugfélögin gera sér þó vonir um að þessir flutningar séu þó ekki allir tapaðir, hluti þeirra hafi frestast og miklir flutningar verði að loknu verkfalli. Þegar í byrjun verkfallsins hættu Flugleiðir millilendingum hér á landi í fluginu á milli Evr- ópu og Bandaríkjanna. Síðan hafa 10 til 12 flugáhafnir verið úti til að sjá um þetta flug. Sæmundur Guðvinsson sagði að þetta væri ákaflega kostnaðarsamt auk þess sem það væri bagalegt fyrir þá sem þurfa að ferðast á milli Is- lands og Bandaríkjanna að þurfa að fara í gegn um Luxemburg. Þá yrði ferðaþjónustan hér af öllum áningarfarþegum á þessari leið en þeir eyddu oft miklum peningum á fáum dögum. Flugleiðir hafa verið með I undirbúningi nýtt afslátt- arkerfi fyrir flugfarþega í innan- landsflugi sem koma á til viðbótar þeim afsláttarmöguleikum sem þegar hafa verið teknir upp, svo sem hoppfjargjöldum til Akureyr- ar, en orðið hefur að fresta gildis- töku þess vegna verkfallsins, að sögn Sæmundar. Laugardag frá kl. 10 — 4 Sýndar verða 1985 árgerðirnar af: Mazda Mazda 929 626 Mazda323 Sérstaklega kynnum við nýjan MAZDA 323, sem nú kemur á markaðinn með nýju og breyttu útliti. Ennfremur sýnum við úrval af notuðum MAZDA bílum, sem allir seljast með 6 mánaða ábyrgð frá söludegi. Gerið ykkur dagamun og KOMIÐ OG SKOÐIÐ ÞAÐ NÝJASTA FRÁ MAZDA, og auðvitað verður heitt á könnunni allan daginn! BÍLABORG HF Smiöshöföa 23 sími 812 99 Fer inn á lang flest . heimili landsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.