Morgunblaðið - 27.10.1984, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 27.10.1984, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1984 t Systir okkar, FRÚ EVA VOGLER, andaöist tímmtudaginn 25. október á heimili sínu í Danmörku Systkini hinnar látnu. t Faöir okkar, tengdafaöir og ati, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, skipstjóri, fró Meöaldal í Dýrafiröi, til heimilis ó Brekkustíg 14, Reykjavik, andaöist í Borgarspítalanum 22. okt. sl. Útför veröur frá Dómkirkj- unni miövikudaginn 31. október kl. 13.30. Helga Kristjónsdóttir, Ása Kristjónsdóttir, Anna Kristjónsdóttir, Arnlaugur Guömundsaon, Sasbjörn Kristjónsson, Ágústa Oddsdóttir og barnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö viö fráfall og jaröarför eigin- konu minnar, móöur og ömmu, HULDU BOGADÓTTUR, Gautlandi 17, er andaöist i Landspítalanum 15. sept. sl. Brynjólfur Marel Vilbogason, Kristfn Brynjólfsdóttir, Lílja Huld Steinþórsdóttir. t Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, MAGÐALENU JÓSEFSDÓTTUR, Efstasundi 55, er lést 29. ágúst. Hulda Valdimarsdóttir, Birgir Valdimarsson, Helga Valdímarsdóttir, Elfas Valgeirsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móður okkar, tengdamóöur og ömmu, SIGURJÓNU K.D. SIGURÐARDÓTTUR fró Esjubergi, Akranesi, er lést 4. október sl. Börn, tengdabörn og barnabörn. Innilegar okkar. t þakkir fyrir sýnda samúö vegna fráfalls fööursystur GÍSLÍNU MARKÚSDÓTTUR, Droplaugarstööum. Fyrir hönd vandamanna. Arnþrúöur Möller, Sjöfn Krietinedóttir, Auöur Kristinsdóttir. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eíginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa, HANNESARJÓNSSONAR, matsveins, fró Lótrum í Aöalvfk, Stórageröi 10. Pólmey Kristjónsdóttir, Bóra Hannesdóttir, Gunnar Jakobsson og barnabörn. t Viö þökkum hjartanlega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og jaröarför eiginmanns mins, fööur, tengdafööur og afa, EINARS RÓSMUNDAR KRISTJÁNSSONAR, Steinaholtsvegi 4, Eskifiröi. Þórunn Karlsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Minning: Flosi Þórormsson frá Fáskrúðsfirði Þann 18. október, lést i Lands- spítalanum, Flosi Þórormsson, Kleppsvegi 82, Reykjavík. Hann var Austfirðingur, fæddur að Búð- um í Fáskrúðsfirði, 17. apríl 1930. Foreldrar hans voru hjónin Stef- anía Indriðadóttir og Þórormur Stefánsson. Flosi var einn fjórtán systkina og eru fjögur látin áður. Það lá fyrir honum sem flestum öðrum strákum á þessum árum í sjávarþorpum, að gerast sjómaður strax í barnæsku, enda var það eina vinnan sem bauðst og hægt var að fá án þess að læra sérstak- lega til verka. Hann kunni þetta allt þá þegar, enda alinn upp að hluta til niðri á bryggju eins og við hinir. Ekki gerði Flosi sér það að góðu að vera háseti lengi, heldur fór hann á vélstjóranámskeið sem haldið var þar heima 1952 og lauk því með sóma. Næstu árin á eftir var hann ýmist fyrir austan eða hér sem vélstjóri á bátum og kom sér þá oft vel hve einstaklega lag- hentur hann var. Þar kom að hann hætti sjómennsku, bæði fyrir það að hann varð ósáttur við sjóinn, vegna þess sem hann hafði tekið frá honum og svo hitt að nú hafði hann kynnst væntanlegri eigin- konu sinni sem hann giftist 30. maí 1955. Þar var komin konan sem staðið hefur við hlið hans í blíðu og stríðu öll þessi ár og reynst hefur honum svo mikil stoð nú síðustu misserin að engin orð fá lýst. Hún heitir Guðrún Sigur- borg Jónasdóttir, ættuð frá Lýsu- dal í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Hún lifir mann sinn og má nú sjá á eftir honum til hinstu hvíldar á besta aldri. Þau eignuðust fjögur börn, þrjár stúlkur og einn son. Hann er yngstur og á að fermast í vor. Ás- gerður Jóna er gift Jóhannesi Gunnarssyni. Þau eiga eina dóttur og búa í Reykjavík. Stefanía Þóra er gift Halldóri Þórhallssyni. Þau eiga tvær dætur og búa á Akur- eyri. Ellen og Guðvin eru bæði í skóla, hún í menntaskóla en hann í grunnskóla. Það er þeim öllum mikið áfall að missa ástkæran föður og guð gefi þeim styrk og blessun. Þá er Flosi var kominn í land hóf hann vinnu hjá fyrirtækinu Sanitas og var þar í tuttugu og tvö ár samfleytt, lengst af sem verk- stjóri enda hafði hann allt það til að bera sem slíkur maður þarf að hafa. Yfirvegað skap, orðheldni, stundvísi, samviskusemi og stjórnunarhæfileika. Flosi var ákaflega vinnusamur maður. Hann lét aldrei verk úr hendi falla og þar kom að hann sá gamlan draum rætast er hann eignaðist lítið verkstæði þar sem hann gat ráðið ferðinni sjálfur. Hann framleiddi plastbretti á bíla og ýmislegt fleira á verkstæðinu sínu og nú fór hann að leggja nótt við dag. Hann fór að kenna þreytu en vildi ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Hann fór til læknis og úrskurðurinn kom, en hann trúði honum aldrei. Hann sagði við mig ég verð ekki lengi á sjúkrahúsi, en öðruvísi fór eins og svo oft vill verða. Lífið er ekki einungis vinna. Það vissi Flosi, þó hann gæfi sér alltof lítinn tíma til þess að sinna öðru í lífinu. Ég held að honum hafi fundist hann vera að svíkjast um ef hann tók sér frí. Hvað um það, hann var ein- t Þökkum af alhug auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför HALLDÓRU PÁLÍNU HINRIKSDÓTTUR, Suöurgötu 85, Hafnarfiröi, Þorbjörg Þórarinadóttir, Siguröur Einarason, Stefanía Einarsdóttir, Þórunn Pðlmadóttir. t Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginkonu minnar og móöur okkar, ÓLAFAR STEFÁNSDÓTTUR. Jóhann Frímannsson, Andri Már Jóhannsson, Guörún Marta Jóhannsdóttir. t HARALDUR SVEINBJARNARSON, kaupmaöur, Snorrabraut 22, Reykjavík, lézt i Borgarspitalanum aö morgni miövikudagsins 24. október. Útförin veröur auglýst síöar. Petra Guömundsdóttir, Ingþór Haraldsson. Birting afmœlis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. staklega skemnjtilegur heim að sækja og að koma heim til þeirra hjónanra á jafn yndislegt heimili þar sem hver hlutur er valinn af sérstakri nákvæmni og smekkvísi, það er mér ógleymanlegt. Þau voru svo samtaka að láta gestum sínum líða vel að manni fannst maður vera heima hjá sér strax þegar komið var inn úr dyrunum. Flosi og Bogga byggðu húsið að Kleppsvegi 82. Þau unnu allt sjálf sem þau gátu. Þar kom sér vel verklagnin og dugnaðurinn hjá þeim báðum. Þau fluttu inn í nýja húsið árið 1965 og hafa búið þar síðan. Ég hef mikið öfundað Flosa af útsýninu yfir höfnina og Sundin, að geta fylgst með skipaferðum úr stofunni. Það hefur hann gert og kunni vel að meta. Við Flosi vorum aldir upp í sama þorpinu að Búðum í Fá- skrúðsfirði. Þessi staður var Para- dís á jörðu fyrir stráka. Við fylgd- umst með allri vinnu fullorðna fólksins allt frá því að fiskurinn var veiddur þar til hann fór sól- þurrkaður í fínum strigaumbúð- um til Spánar. Búskap kynntumst við, því í hverju húsi voru kýr og nokkrar kindur. Ekki má gleyma allri menningunni, sem flæddi inn yfir fjörðinn með skútum og freig- átum og Nóvu gömlu sem kom beint frá Bergen, enda lærðum við framandi tungumál, bæði fær- eysku og frönsku, eins og móður- málið. Svona var barnæskan okkar Flosa, alltaf eitthvað að gerast, en tíminn leið og leiðir skildu. Það var ekki fyrr en löngu seinna sem við hittumst af tilvilj- un á skemmtun hjá Fáskrúðsfirð- ingafélaginu hér í Reykjavík, að við tókum upp þráðinn að nýju. Þá komst ég að því að Flosi hafði brennandi áhuga á, að félagið hefði að minnst kosti eina góða skemmtun á ári, þar sem fólk að austan kæmi saman og héldi við kunningsskapnum. Hann var ekki einn um þetta og allt hefur þetta gengið með ágætum undir hans stjórn. Ég vil hér með þakka Flosa fyrir hönd allra, sem hlut eiga að máli, fyrir hans ómetanlega fram- lag þessu óformlega félagi til handa og þá sérstaklega færi ég honum þakkir meðstjórnenda. Er ekki lífið og tilveran undar- leg, það kemur og fer rétt eins og hendi sé veifað. Gleðin skín svo skært aðra stundina, en svo ber dauðinn að dyrum og enginn veit hver verður fyrir sorginni næst. Það er ekki öllum gefið að ganga jafn hugprúður til hinnar hinstu hvílu og Flosa, sem aldrei lét á sér heyra vonleysi um bata þá fjórtán mánuði sem baráttan tók. Þar kom fram sjómannseðlið, að standa af sér brotsjóina og æðrast hvergi þar til yfir lyki. Það gerði hann svo sannarlega þessi góði vinur minn, sem nú er kominn á sléttan sjó og siglir fleyi sínu að ströndum nýrra heimkynna þar sem foreldrar, systkini og tengda- faðir standa í fjörunni og taka á rnóti honum blíðum höndum. Ég, sem þessar línur skrifa, var við dánarbeð Flosa síðustu stund- irnar ásamt nánustu ættingjum. Ég færi fjölskyldunni þakkir fyrir það traust sem mér var sýnt. Flosa kveð ég sem væri hann einn af mínum nánustu. Við Unnur færum fjölskyldu, öllum ættingjum-og vinum inni- legar samúðarkveðjur. Megi Guð vera hjá ykkur. llrcinn Þorvaldsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.