Morgunblaðið - 27.10.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.10.1984, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÖBER 1984 Minning: Jón B. Björns- son rafveitustjóri Þann 19. október sl. andaðist á Borgarsjúkrahúsinu í Reykjavík Jón Björnsson, rafveitustjóri í Borgarnesi, taeplega sjötíu og eins árs að aldri. Jón Björnsson fæddist að Braut- arholti i Dalasýslu þann 19. nóv- ember 1913. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Ólafsdóttir og Björn Jónsson smiður, sem annað- ist smiði og rak verslun í Braut- arholti. Foreldrum Jóns varð tíu barna auðið, en aðeins fimm þeirra náðu fullorðinsaldri. Jón var yngstur af systkinahópnum. Hann er sá þeirra sem fer síðastur yfir landa- merki lífs og dauða. Þegar Jón var innan við ferm- ingu fluttust foreldrar hans ásamt börnum sinum til Borgarness. Þar dvaldi Jón alla ævi sína upp frá því. Jón Björnsson erfði þá eigin- leika föður síns, að vera hagur og snyrtimenni til allra verka. Þeir hæfileikar eru sterkir hjá ættfólki Jóns Björnssonar fyrr og nú. Jón nam rafvirkjun hjá Ormi Orms- syni, rafvirkjameistara í Borgar- nesi, og hóf að vinna að raf- magnsmálum um 1940. Jón gerði sér þá grein fyrir þeirri framtíð sem raforkustöðvar ættu í hérað- inu. En árið 1937 höfðu Mýra- og Borgarfjarðarsýslur ásamt Akra- neskaupstað hafið framkvæmdir við Andakflsárvirkjun. Árið 1947 var straumur frá Andakílsárvirkjun tengdur við rafveitu Borgarness og ný rafstöð tók þá til starfa, sem leysti dísel- vélarnar af hólmi. Jón varð rafveitustjóri í Borgarnesi í kring- um 1950 og gegndi því starfi allt til dauðadags. Samstarf okkar Jóns Björnsson- ar hófst með flutningi mínum í Borgarnes f febrúar 1955, er ég tók við starfl sem sveitarstjóri. Sam- starf okkar var náið, þar sem raf- veitan var eign Borgarneshrepps. Með Jóni var mjög gott að starfa. Hann vann verk sín af snyrti- mennsku og reglusemi. Hann var sérstaklega aðgætinn í öllu sem að fjármálum rafveitunnar laut og að rekstur hennar væri sem hag- kvæmastur. Hann hafði ákveðnar skoðanir á öllum rekstri raf- veitunnar, svo var einnig á öðrum þeim málum, sem hann hafði áhuga fyrir. Jón giftist 19. nóvember 1941 Ástu Sigurðardóttur frá Patreks- fírði, mikilhæfri myndarkonu. Samstarf þeirra hjóna var með miklum ágætum, enda heimili þeirra með glæsibrag. Þrjú börn eignuðust þau, sem eru þessi: Svandís Anna, gift Birgi Vigfússyni frá Vestmannaeyjum. Björn giftur Onnu Ólafsdóttur úr Kópavogi og Árni, sem er við verk- fræðinám í Vestur-Þýskalandi, trúlofaður Steinunni Jónsdóttur, Reykjavík. öll eru börn þeirra mesta myndar- og manndómsfólk. Jón Björnsson var félagi í Rot- ary-klúbbi Borgarness frá 1955 til dauðadags. Forseti klúbbsins var hann 1968—1969. Þar sem annars staðar lagði hann sig fram um að leysa störf sín vel af hendi. Ég gat þess fyrr í þessari grein að Jón hafí verið góður samstarfs- maður. Hann var ekki eingöngu það, heldur var hann einnig mjög skemmtilegur maður. Á þeim ár- um sem samstarf okkar var sem mest sá Jón m.a. um innheimtu fyrir rafveituna. Svo glaðvær og skemmtilegur var hann, að honum var að jafnaði fagnað sem góðum gesti hjá gjaldendum. Jón Björnsson var lengst af heilsu- hraustur maður þar til síðastlið- inn vetur, að hann kenndi sér þess sjúkdóms, sem nú hefur dregið hann til dauða. Við sem urðum Jóni samferða hluta ævi hans minnumst hans með sérstöku þakklæti og hlýju. Við Margrét færum Ástu og börnum þeirra og öðrum nánum ættmönnum inni- legar samúðarkveðjur. Halldór E. Sigurðsson Fæddur 19. nóvember 1913 Dáinn 19. október 1984 Góður vinur og samstarfsmaður í áratugi, Jón B. Björnsson, raf- veitustjóri í Borgarnesi er kvadd- ur. Lífsskeið til enda runnið og heilladrjúgu starfi skilað. Lífsþrá- in er samofin starfsþránni og Jón starfaði í samræmi við þau sann- indi að við lifum til að starfa og þroskast og verða batnandi menn til heilla fyrir þá heild sem við erum hluti af. Á þann veg vann hann að rafveitumálum, Borgar- nesi og íbúum þess til heilla. Mun það samdóma álit samferðamanna hans að þar hafi starfað maður búinn þeim eðliskostum er gerðu hann að réttum manni á réttum stað. Það er hverjum manni mikils virði að vera þannig metinn og sáttur við samtíð sína, en það sem meira er um vert, Jón gat einnig að leiðarlokum verið sáttur við sjálfan sig og samvisku sína. Leiðir lágu saman er hafist var handa um byggingu nýs rafveitu- kerfis í Borgarnesi strax eftir lok síðari heimsstyrjaldar, en þá hafði Jón þegar gerst starfsmaður raf- veitunnar. Komið var að stórum þáttaskilum í sögu rafveitunnar þar sem nú var fyrirhugað að hefja byggingu Andakílsárvirkj- unar, en rafveitan bjó þá við mjög takmarkað rafafl lítillar mótor- stöðvar. Sögu þeirrar mótorstöðv- ar mátti rekja aftur til ársins 1918, er fyrstu rafmagnsljósin voru kveikt í Borgarnesi. Síðari hluta árs 1947 voru fyrstu húsin í Borgarnesi tengd við hina nýju orkuveitu Andakílsárvirkjunar. Á skömmum tíma margfaldaðist rafmagnsnotkunin frá því sem áð- ur var og öll lífs- og atvinnuskil- yrði gjörbreyttust þarmeð til batnaðar. Á þessum tímamótum tók Jón við stjórn á öllum dagleg- um rekstri rafveitunnar, eftir að hafa unnið við byggingu hins nýja veitukerfis. Nýjar spennistöðvar voru komnar í bæinn og rafstreng- ir höfðu verið lagðir í jörðu við hinar erfíðustu aðstæður, þar sem brjóta þurfti rásir fyrir strengina í hið trausta berg sem Borgarnes er byggt á. Skammt er síðan fundum okkar bar saman í síðasta skipti í Borg- arnesi. Ljóst var að þáttaskil voru ekki langt undan. Tækifærið var notað til að horfa til baka, hin gömlu kynni og atvik liðinna ára rifjaði Jón upp á þann skemmti- lega og gamansama hátt sem hon- um var sérstaklega laginn. Fyrir öll hin góðu kynni og sam- skipti skal nú þakkað af heilum hug. Vináttan við Jón B. Björnsson, hans góðu eiginkonu, Ástu Sigurð- ardóttur, börn og fjölskyldur þeirra hefur verið mér og konu minni dýrmæt. Við sendum aðstandendum öll- um innilegar samúðarkveðjur. Ólafur Tryggvason Minning — Baldur Þór Jóhannesson Fæddur 6. desember 1962 Dáinn 18. október 1984 „Enginn liflr endalaust, bróðir minn, or ekkert varir nema skamma stund. Þess skalt þú fagnandi minnast." (R. Tagore) Þeir voru fjögurra og fimm ára gamlir. Baldur Þór átti kofa, sem nafni hans, afí í Hvammi, hafði smíðað. Þorgrímur, sonur minn, varð sér úti um málningu í bíl- skúrnum hans föður síns. Þeir máluðu kofann bleikan. Þannig hófst líf þeirra Balla og Þogga saman. Og að kvöldi þessa bleika málningardags kynntumst við, mæður þeirra. Síðan þá hafa þeir málað heiminn skærum litum og ætluðu að halda því áfram, en örlögin gripu inn í. Og síðan þá hefur líf fjölskyldna þeirra verið meira og minna samofið. Oft sagði Þoggi, á góðum stund- um, að þegar hann yrði gamall maður myndi hann skrifa ævisögu sína, eins og sönnum íslendingi sæmir, hún átti að heita „Líf mitt með Balla". Kaflinn með Balla varð of stuttur, hversu langur hann verður hjá syni mínum vit- um við ekki. Þeir áttu góða bernsku- og æskudaga við nám, leiki og störf. Allan grunnskólann í Olafsvík fylgdust þeir að. í fríum var farið í sumarbúðir, reiðskóla, útilegur og skíðaferðir. Að ógleymdum veiðiferðunum inn í Miðá í Dölum. En þangað höfum við, þrjár fjöl- skyldur, farið á hverju sumri í 15 ár. Þar lærðu þeir, litlir pollar, að renna fyrir lax og gáfu feðrum sínum ekkert eftir. Og á kvöldin, eftir veiðitíma, lærðu þeir að keyra bíl á flötunum kringum Dalakofa. Það var helmingurinn af sportinu. Nú er skarð fyrir skildi í stóru Dalakofafjölskyld- unni. Ekki má skilja orð min svo, að þeir Balli og Þoggi hafi ávallt ver- ið tveir einir á ferð, því fer fjarri. Vinahópurinn var og er stór, hóp- ur glaðra, góðra og glæsilegra ungra manna, sem eru rétt að byrja að takast á við lífið. En alls staðar var Balli ómissandi hrókur alls fagnaðar, fór um eins og stormsveipur, líkur föður sínum þar. Að grunnskólanámi loknu stundaði Baldur Þór verzlunar- nám, Þorgrímur valdi annað, en stutt var á milli þeirra. Hann fór til sjós, á báta, togara og farskip, siglingar heilluðu hann. En síð- ustu misserin vann hann í verzlun föður síns, Hvammi í ólafsvík. Hann var einskonar jarðar- blóm draumsjónanna", viðkvæm- ur, hlýr og örlátur, vildi öllu deila með öðrum og ætlaði engum illt. Kannske var hann of góður fyrir þennan harða heim? Kæru vinir, Inga, Hanni, Guð- rún, Kalli, Elísabet, Jónas og Þór- unn. Við finnum öll til með ykkur. Sorginni fylgja sár, þau gróa og skilja eftir ör, við lærum að lifa með þeim. Tíminn líður og gleðin sem var verður aftur gleðin sem er, því minningin lifir um góðan son, bróður og vin. Friður veri með honum. „Allt er gjört og fullkomnað í eilífð himnanna. En dauðinn er sá, sem heldur jarðarblómum draum- sjónanna ungum að eilífu. Þess skalt þú, bróðir minn, fagnandi minnast." (R. Tagore) Ragnheiður Þorgrímsdóttir Sinfóníuhljómsveit íslands Tónleikar í Háskólabíói laugardaginn 27. októ- ber kl. 14.00. Efnisskrá: Atli Heimir Sveinsson, Infinitesimal Fragment of Eternity. L.v. Beethoven, píanókonsert nr. 3. Jóhannes Brahms, synfónía nr. 2. Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat, einleikari: Nic- olas Economu. Aógöngumíóar í bókaverslunum Sigfúsar Ey- mundssonar, Lárusar Blöndal og íatóni, Freyju- götu 1. Sínfóníuhljómsveit íslands Fyrirliggjandi í birgðastöð STAL Stál 37.2 DIN 17100 Fjölbreyttar stærðir og þykktir sívalt ferkantað flatt SINDRA STALHF Borgartúni 31 sími 27222

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.