Morgunblaðið - 27.10.1984, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1984
18
Hátíð í Hallgrímskirkju
í DAG, 27. október eru liðin 310 ír
frí andláti Passíusálmaskáldsins,
Hallgríms Péturssonar. Frá stofnun
Hallgrímssafnaðar í Reykjavík hefur
ártíðar hans verið minnst og sungin
sérstök messa „Hallgrímsmessa".
Svo verður og að þessu sinni.
f kvöld kl. 20.30 verður flutt Hall-
grímssmessa í Hallgrímskirkju.
Þar mun dr. Sigurbjörn Einarsson,
biskup, prédika. Kirkjukór Hall-
grímskirkju og Mótettukór Hall-
grímskirkju syngja, undir stjórn
Haröar Áskelssonar, organista, og
lúðrasveitin Svanur leikur, stjórn-
andi er Kjartan Óskarsson. Sókn-
arprestar Hallgrímskirkju þjóna
fyrir altari. Ritningarlestur annast
Arni Böðvarsson, cand. mag., og
mun hann lesa úr Guðbrandsbiblíu,
en í ár eru liðinn 400 ár frá útkomu
hennar, eins og kunnugt er. f lok
messunnar mun formaður sóknar-
nefndar, Hermann Þorsteinsson,
flytja ávarp, og tekið verður við
framlögum til kirkjubyggingarinn-
ar við kirkjudyr.
Á morgun, sunnudaginn 28.
október, er Þakkargjörðardagur
kirkjunnar. Kl. 11 árdegis verður
barnasamkoma og hátiðarmessa,
þar sem sr. Karl Sigurbjörnsson
prédikar, Mótettukórinn syngur og
blásarar úr Lúðrasveitinni Svanur
aðstoða. Klukkan 17 verður svo
kvöldmessa, þar sem sungnir veröa
sálmar Hallgríms og lesið úr hug-
vekjum hans, en sr. Ragnar Fjalar
Lárusson þjónar fyrir altari.
Hátíðardagana er sýning í for-
kirkjunni á Passíusálmum i eigu
Hallgrímskirkju. Unnið er að því að
kirkjan eignist allar útgáfur
Passíusálmanna og verka Hall-
grims Péturssonar. Minningar-
sjóður Ástu Einarsdóttur hefur
kostað kaup á þessum bókum flest-
um, en nokkrar eru gjafir.
í dag eru liðin 10 ár frá því er
syðri turnálma Hallgrímskirkju
var vígð sem safnaðarkirkja og for-
seti fslands, dr. Kristján Eldjárn,
lagði hornstein kirkjunnar við há-
tíðlega athöfn. Nú er unnið að því
að ljúka smíði kirkjuskipsins. Verið
er að leggja eir á þakið og stefnt er
að þvi að hefja gluggasmíði. Eru
þetta kostnaðarsamar framkvæmd-
ir og er heitið á landsmenn alla að
koma til liðs að takast megi að
ljúka smíöi hins veglega þjóðar-
helgidóms á Skólavörðuhæð.
(Fréll frá Hallerímnkirkju)
Safnaðarstarf
í Reykjavíkur-
prófastdæmi
Á LIÐNUM vetri var efnt til náskeiðs
í Reykjavíkurprófastsdæmi, þar sem
fjallað var um ýmsa þætti kristinnar
trúar með sérstöku tilliti til undirbún-
ings fyrir þá, sem vildu sinna sjálf-
boðaliðsstörfum í söfnuðum sínum
eða frekar huga að eigin uppbyggingu.
Var námskeiðið einstaklega vel
heppnað og sóttu það á annað
hundrað manns. Að því loknu var
efnt til sérstaks fundar með þeim,
sem ákveðið höfðu að sinna heim-
sóknarþjónustu, öðrum þáttum
öldrunarþjónustu eða æskulýðs-
starfi. Var ákveðið að taka aftur
upp þráðinn að hausti.
A mánudaginn var, hinn 22.
október, kom hópurinn enn saman
og nú var boðið upp á fjórar greinar
til frekari undirbúnings þessu
starfi. En auk þess, sem framan-
greindur hópur valdi sér viðfangs-
efni, er athygli annarra vakin á
þessum möguleika og því er þessi
fréttatilkynning send út.
En viðfangsefnin eru þessi:
Biblíulestur, leiðbeinandi séra
Jónas Gíslason, Langholtskirkju
mánudaginn 29. október kl. 17.30
(hálf sex).
Æskulýðsstarf, leiðbeinandi séra
Agnes Sigurðardóttir, Bú-
staðakirkju, mánudaginn 29. októ-
ber kl. 20.30.
kristin trúfræði, leiðbeinandi dr.
Einar Sigurbjörnsson, Grensás-
kirkju, þriðjudaginn 6. nóvember
kl. 20.30.
Öldrunarþjónusta, leiðbeinandi
frú Sigríður Jóhannsdóttir, Lang-
holtskirkju mánudaginn 19. nó-
vember kl. 19.30.
Nánari upplýsingar fást á
skrifstofu dómprófasts milli kl. 9 og
12 árdegis. En þátttaka er heimil
öllu áhugafólki.
(Frá dómprófasti)
iL
m\m som
8 þúsund eintök þegar seld.
Æuráqóði rennur
tr agooi rennur m
til njálparstaifsins.
Guðmundur Geirsson, 64 ira
gamall, til heimilis að Mýrarholti 7
í Ólafsvík. Guðmundur heitinn
drukknaði í Ólafsvíkurhöfn. Hann
var ókvæntur og barnlaus.
Þau hafa
látist af
slysförum á
undanförn-
um vikum
Tíu manns létust af slysför-
um hér á landi á rúmum
mánuði þegar blöð komu ekki
út. Mbl. birtir í dag myndir
af átta þeirra sem létust.
Róbert Gottlieb Jónsson, 35
ára gamall vélstjóri, til heimilis að
Breiðavangi 13 í Hafnarfirði. Hann
fæddist I. júlí 1949. Róbert heitinn
fórst þegar Sóley SK 8 sökk undan
Garðskaga þann 16. október síðast-
liðinn. Hann lætur eftir sig eigin-
konu og þrjú börn.
Sigurður Kristján Jónasson, 33
ára gamall til heimilis að Borgar-
hrauni 10, Grindavík. Sigurður heit-
inn fæddist 25. október 1950. Hann
fórst þegar Sóley SK 8 sökk undan
Garðskaga þann 16. október síðast-
liðinn. Hann lætur eftir sig eigin-
konu og fjóra syni og stjúpson.
Hilmar Grétar Hilmarsson, 16
ára gamall, til heimilis að Keilufelli
13, Reykjavík. Hilmar fæddist 5.
júlí 1968. Hann féll í Ölfusá sunnu
daginn 29. september.
Þuríður Jónsdóttir, 18 ára göm-
ul, til heimilis að Norðurgötu 46 á
Akureyri. Hún var fædd 2. apríl
1966. Imríður hrapaði til bana við
fallhlífarstökksæfingar þann 6.
október síðastliðinn.
Svava Þorláksdóttir, 20 ára
gömul, búsett í Bolungarvík. Hún
lést þegar bifreið fór út af Óshlíð-
arvegi þann 23. september síðastlið-
inn. Svava lætur eftir sig eitt barn.
Valdimar G. Kristinsson, 63 ára
gamall, leigubflstjóri, til heimilis á
Lísubergi 5 í Þorlákshöfn. Hann
fæddist 6. október 1921. Valdimar
heitinn lést þegar bifreið sem hann
ók valt út af veginum í Svínahrauni.
Klías Hjartarson, 69 ára gam-
all, til heimilis að Lundi við Nýbýla-
veg. Hann fæddist 7. október 1914.
Elías heitinn lést þann 18. septem-
ber eftir að hafa orðið fyrir bifreið á
Kringlumýrarbraut, skammt fyrir
norðan Nesti.
Sauöárkrókur:
Kennsla hefst
í Fjölbrauta-
skólanum
SauAárkróki. 25. okt.
KENNSLA við Fjölbrautaskólann
á Sauðárkróki hefst samkvæmt
stundaskrá nk. mánudag 29.
október á öllum námsbrautum
nema iðn- og verknámsbrautum,
en á þeim getur kennsla ekki haf-
ist fyrr en að loknu verkfalli
BSRB. Nemendur í iðn- og verk-
námi geta þó stundað nám í al-
mennum greinum.
Heimavist skólans verður opnuð
eftir hádegi nk. sunnudag, sam-
kvæmt upplýsingum skólameist-
arans Jóns Hjartarsonar.
Kári
íomhjolp
Sterkurog
hagkvæmur
auglýsingamiöill!