Morgunblaðið - 08.11.1984, Side 18

Morgunblaðið - 08.11.1984, Side 18
18 MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1984 Unnið af krafti að byggingu skólahúss f Fellabæ. Byggingin verður þó varla tilbúin til notkunar fyrr en haustið 1987. Fellabær Vaxandi þéttbýlisstaður í alfaraleið — stutt spjall við Þráin Jónsson, oddvita Kgibertöéum, 31. oktAber. FELLABÆR í Norður-Múlasýslu er einn yngsti þéttbýlisstaöur landsins. Þar hefur átt sér stað mikil uppbygging síðustu ár, og fólksfjölgun verið um 4—5% að meðaltali á ári að sögn oddvita Feilahrepps, Þráins Jónssonar. „Fellahreppur hefur lengst af verið landbúnaðarsveit," segir Þráinn oddviti, „en skömmu eft- ir 1950 fór að myndast hérna þéttbýliskjarni við Lagarfljóts- brúna í landi Ekkjufells. Núna eru íbúar sveitarfélagsins orðnir hartnær 320 talsins og þar af búa rúmlega 200 héma í þéttbýl- inu, Fellabænum. Og þéttbýlið sækir stöðugt á. Við erum í al- faraleið." — Hvert sækja Fellamenn í Fellabæ atvinnu sína? „Atvinnuuppbygging hefur verið mjög ör hér hin síðari ár. Hér hafa risið hvers konar þjón- ustu- og iðnaðarfyrirtæki. Má í því sambandi nefna Trésmiðju Fljótsdalshéraðs og Plastiðjuna Yl. Þetta eru hvort tveggja rótgróin og landsþekkt fyrir- tæki. Baldur og Óskar sf. er vax- andi verktakafyrirtæki í bygg- ingaiðnaði og umsvif Verslunar- 1 * Sveitarstjórinn, Svala Eggertsdótt- ir, er eini fastlaunaði starfsmaður sveitarfélagsins. Hún mun nú vera eina konan sem gegnir sveitar- stjórastarfi á fslandi. félags Austurlands vaxa stöðugt. T.d. má geta þess að nú hefur verið lógað um 8 þús. fjár í slát- urhúsi VAL. Hér er rekin bíla- sala, hjólbarðaverkstæði, bíla- leiga, járnsmíðaverkstæði, heild- sala með matvörur, fyrsta flokks ritfanga- og bókaverslun, og svonefnt „refaeldhús“ er fram- leiðir loðdýrafóður fyrir öll refa- bú á Héraði. Svo er hið opinbera með sitt hér, bifreiðaeftirlit og umboðsskrifstofu sýslumanns Norður-Múlasýslu." — Hverjar hafa verið helstu framkvæmdir á vegum sveitar- félagsins? „Þar ber tvímælalaust hæst bygging skólahúss, er frumbyggi þessa byggðarlags og oddviti í 28 ár, Helgi Gíslason, tók skóflu- stungu að fyrir réttum tveimur árum. Nú er unnið að því hörð- um höndum að steypa loftplöt- una. Skólahúsið er teiknað af Kjartani Sveinssyni arkitekt. Grunnflötur þess er nærri 600 fermetrar. Það verður einlyft með risi. í skólahusinu er gert ráð fyrir félagslegri aðstöðu fyrir íbúa sveitarfélagsins og neyðargistingu heimanaksturs- nemenda. Þetta skólahús er byggt í samvinnu við Egilsstaða- hrepp, en sveitarfélögn eru eitt skóíahérað og hafa samvinnu sín á milli um skólamál og byggingu skólamannvirkja skv. sérstðkum samningi, t.d. höfum við lagt okkar í byggingu íþróttahúss á Egilsstöðum. Þá hefur verið unnið að gerð íþróttavallar og varanlegt slitlag var lagt að mestu á aðalgötuna hér í Fella- bæ í sumar. Og nú er í bígerð að reisa hér dagheimili og hefur Ljósm.: Mbl./ Olafur Þráinn Jónsson, oddviti Fellahrepps. í baksýn er eitt af stærstu fyrirtækj- um sveitarfélagsins, Verslunarfélag Austurlands. Um 12 íbúðarhús eru nú I smíðura í Fellabæ, m.a. þetta skondna kúluhús. grunnur þess þegar verið steypt- ur. Það mál er nokkuð sérstakt. Sveitarfélagið leggur til allt efn- ið en foreldrar sjálfir vinna að byggingunni endurgjaldslaust." — Er ekki mikið byggt á svo ört vaxandi stað? „Jú, hér er mikið byggt, enda blómstra byggingafyrirtækin. Mig minnir að nú séu hér í smíð- um 10 eða 12 íbúðarhús." — Og hvernig gengur svo að reka sveitarfélag sem vex dag frá degi? „Það er auðvitað í mörg horn að líta og ráðstöfunarfjármagn sveitarfélaga almennt takmark- að, en við í hreppsnefnd Fella- hrepps höfum hins vegar sparað allan tilkostnað við rekstur sveitarfélagsins svo sem framast er unnt. Sveitarstjórinn er eini fastlaunaði starfsmaður sveitar- félagsins, harðduglegur sveitar- stjóri, Svala Eggertsdóttir, og líklega eina konan sem nú gegnir slíku starfi hér á landi. Við höf- um hins vegar beitt útboðum varðandi einstaka framkvæmdir og hefur það gefist vel og borgað sig, að við teljum. _ Ölafur. Heimsmeístarakeppnin í rallakstri: Svíinn Stig Blomqvist (Lh.) fagnaði sigri í heimsmeistarakeppni ökumanna um helgina eftir að hafa sigrað í rallkeppni á Fflabeinsströndinni. Hann ók ásamt Björn Cederberg, sem situr við hlið hans í Audi Sport Quattro. Svíinn Blomqvist heimsmeistari SVÍINN Stig Blomqvist tryggði sér heimsmeistaratitil rallökumanna um helgina með sigri í rallkeppni á Ffla- beinsströndinni Afrfku. Varð hann 22 mínútum á undan félaga sínum hjá Audi, Finnanum Hannu Mikkola. Blomqvist ók Audi Quattro Sport, sem hefur valdið Audi-keppnislið- inu ómældum erfiðleikum á árinu, en náði sfnum fyrsta sigri á Fíla- beinsströndinni og tryggði Svíanum fimmta keppnissigur hans á árinu í heimsmeistarakeppninni. Helstu keppinautar hans undanfarna mán- uði, Finnarnir Marrku Alen á Lancia og Ari Vatnen á Peugeot voru ekki í rallinu um helgina. Attu þeir Blomqvist og Mikkola því til- tölulega auðvelt með að halda tveim efstu sætunum, en Indverjinn Shekhar Mehta varð þriðji á Nissan 240 RS, samskonar bíl og keppti í Ljómarallinu hérlendis í septem- ber. Aðeins sex bflum af fimmtfu tókst að ljúka keppni. Lokastaðan í heimsmeistara- keppni ökumanna. 1. Stig Blomqvist Audi Quattro, Svfþóð, 125 stig, 2. Hannu Mikkola Audi Quattro, Finnlandi, 101, 3. Marrku Alén Lancia Rally, Finnlandi, 90, 4. Att- ilio Bettega Lancia Rally, Ítalíu, 49, 5. Massimo Biasion Lancia Rally, Ítalíu, 43, 6. Ari Vatanen, Peugeot 205 Turbo, Finnlandi, 40. Martin Holmes/G.R.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.