Morgunblaðið - 11.11.1984, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 11.11.1984, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984 31 heim til Moskvu. Hann hefur gert nóg. I tvo mánuði hefur hann ver- ið þarna að raka saman banda- rísku fé fyrir ríkið.“ „Ég vona að þú vitir hvað þú ert að segja.“ „Og ég vona að þú vitir hvern þú ert að móðga. Gleymdu ekki að það eru Rostropovich og ég.“ „Ef þið tvö haldið að þið getið komið svona fram, verðum við hreinlega að skapa nýja Vishn- evskaya og nýjan Rostropovich. Og við munum þrengja að ykk- ur...“ gegn Sakharov. Ef Slava undir- ritar hana, getur hann hafið hlómsveitarstjórn hjá Bolshoi strax á morgun. Hann fær að stjórna hvaða sýningu sem hann vill* „Hvað? Viltu að ég sannfæri hann? Nei! Ef hann skrifar undir, kyrki ég hann með eigin höndum. Hvernig leyfir þú þér að segja annað eins við mig? Hvernig maður heldur þú eiginlega að Rostropovich sé?“ „En hvað er svona óvenjulegt Sellóieikarinn og hljómsveitarstjórinn Mstislav Rostropovich, eiginmaóur Galinu. Hjónin samgleðjast eftir vel heppnaða tónleika. aukaleikararnir allt sem þurfti: hvar í úthverfunum var unnt að kaupa 200 metra af nælon tjulli á 40 dollara. Og þeir gátu, betur en nokkur starfsmaður CIA, dregið fram kort og sýnt hvernig átti að komast að vörugeymslu þar sem kaupa mátti 10 pör af skóm fyrir 20 dollara, og fá að auki fimm pör í kaupbæti. öll innkaup voru út- reiknuð miðuð við 400 dollara sjóðseign (40 daga vinna á 10 dollara á dag). Það þurfti varla neinar reiknitölvur, því í hugan- um var fljótlegt að reikna út hve ágóðinn yrði mikill við sölu varn- ingsins í Moskvu, og smátt og smátt færðist draumurinn um tveggja herbergja íbúðina eða bilinn nær veruleikanum. Næg ástæða til að taka lagið saman! ★ í síðasta skiptið, sem þeir hleyptu mér úr landi til hljóm- leikahalds í Bandaríkjunum var 1969, og brottför mín olli miklu hneyksli í menningarráðuneytinu og hjá Miðstjórninni. f þetta skiptið átti ég að frumflytja verk eftir Shostakovich i Carnegie Hall, sem tónskáldið hafði til- einkað mér. Slava hafði verið á tóníeikaferð þar í tvo mánuði, og okkur var ætlað að halda nokkra sameiginlega tónleika. Viku fyrir brottför mína var ég boðuð á fund Dyatlovs, flokksrit- ara Bolshoi-leikhússins, og i fyrsta skipti eftir öll þessi ár min hjá leikhúsinu var ég spurð að þvi hvers vegna ég tæki ekki þátt i vikulegum stjórnmálafundum starfsfólksins. Ég verð að játa að af öllum 3.000 starfsmönnum Bolshoi, var ég sú eina sem þorði að sleppa þessum heimskulegu samkomum á þriðjudagsmorgn- um. En þessi spurning hafði aldr- ei verið lögð fyrir mig í upphafi söngferils mins, og það var und- arlegt að heyra hana nú. „f hreinskilni sagt, hvers vegna ætti ég að gera það?“ „Til að fylgjast með heimsmál- unum.“ „Ég hef áhuga á mínum eigin málefnum: þjónustustúlkan mín er farin, og ég á að koma fram á morgun. Hver á að standa í bið- röðinni við búðina? Hver á að hafa til matinn?" „En þú gefur yngra fólkinu slæmt fordæmi. Þegar þau taka eftir þvi að þú mætir ekki á fyrir- lestrana, koma þau ekki heldur. Við verðum að mennta þau.“ „Menntið þau þá — en látið mig í friði. Ég hef aldrei sótt þessa fyrirlestra, og ætla ekki að byrja á því nú.“ Daginn eftir var hringt til mín frá menningarráðuneytinu og mér sagt að Bolshoi neitaði að skrifa undir meðmælabréf fyrir ferðina til Bandaríkjanna, og að hætt hefði verið við ferðina. Sam- kvæmt gildandi reglum urðu all- ir, sem ætluðu utan, að fá yfirlýs- ingu frá vinnuveitanda sínum, sem staðfesti góða hegðan þeirra, og sem „troika" undirritaði: flokksritarinn, formaður svæðis- stjórnar flokksins og fram- kvæmdastjórinn, Bolshoi neitaði mér nú um þessa yfirlýsingu. (Samtal við starfsmann Mið- stjórnarinnar): „Það hefur verið kvartað yfir því við okkur að þú neitar að sækja stjórnmálafundi, og gefur þannig yngra fólki slæmt fordæmi. Ef þessu heldur áfram er okkur fært að útiloka þig frá ferðalögum erlendis." „Útiloka mig? En það er ekki ég, sem sækist eftir þessu, skilur þú? Það ert þú, sem reynir að sannfæra mig. Ég er farin á taug- um, röddin er búin, og það er ætl- azt til að ég syngi í Bandaríkjun- um — en sæki ekki bara veizlur. Látið mig í friði!“ „En Rostropov hefur áhyggjur og heimtar að þú komir.“ „Ég skal hringja til hans í dag og segja honum að koma strax Hann sagði þetta rólega og skorinort, og horfði beint í augun á mér. „Of seint. Þú hefðir átt að þrengja að mér fyrir 15 árum. Þú misstir af bátnum. Nú er ég það sem ég er, og Rostropovich það sem hann er, og það kemur eng- inn í hans stað. Það er ekki hægt að skapa snilling, aðeins drepa hann.“ Dag nokkurn komu tveir söngvarar frá Bolshoi að heim- sækja okkur. Það er ekki hægt að segja að þeir hafi gengið inn, heldur ruddust þeir inn, glaðir og æstir. Ekki höfðu þeir fyrr heils- að okkur en þeir drógu Slava inn í vinnuherbergi hans til leyni- fundar. Stuttu síðar kom Slava hlaup- andi út úr herberginu og kallaði i mig. „Hvað er um að vera?“ spurði ég. „Láttu þá sjálfa segja þér það ... Jæja drengir, verið þið sælir, ég verð að fara. Og reiknið ekki með mér. Ég skrifa ekki und- ir.“ „Sjáðu til Galya," sagði annar þeirra við mig. „Þú verður að sannfæra Slava. Þetta er allt á svo góðri leið. Við komum frá miklum áhrifamönnum, sem sendu okkur hingað sérstaklega til að tala alvarlega við Slava. Verið er að semja yfirlýsingu vð þetta? Hver skiptir sér af svona yfirlýsingum? Allir eru að gera þetta.“ „En Slava gerir það ekki.“ „Hvers vegna?“ „Svo börnin okkar þurfi ekki að skammast sín fyrir föður sinn og kalla hann skepnu i framtiðinni. Skilurðu það?“ „En þú sérð það sjálf að tón- listarferill hans getur orðið að engu.“ „Það er allt í lagi. Hann verður ekki að engu.“ „Jafn mikill listamaður og hann er, að þurfa að eyða tíma sínum úti í strjálbýlinu og leika með Guð veit hvernig hljómsveit- um, þegar svo mikil þörf er fyrir hann í Bolshoi. Það er allt að fara úr skorðum, og Rostropovich einn getur bjargað málefninu sem við, þú og ég, höfum gefið 20 ár af ævi okkar. Nú hefur hann raunveru- legt tækifæri til að taka við stjórn leikhússins. En skrifi hann ekki undir yfirlýsinguna, verða honum dyr Bolshoi lokaðar um alla framtíð." „Nú jæja, hann stjórnar þá ekki framar við Bolshoi. En hann verður áfram heiðarlegur maður. Hann verur áfram Rostropovich!" Snaran var að herðast að, meir og meir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.