Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR U- NÓVEMBER 1984 66 Ásmundur Eiríksson Ásgarði - Minning Hann lést 27. sept. sl. Útför hans var gerð frá Selfosskirkju laugardaginn 6. okt. að viðstöddu miklu fjölmenni. Jarðsett var á Búrfelli, sóknarprestur, sr. Rúnar Þór Egilsson, jarðsöng. Kirkjukór Selfosskirkju söng undir stjórn Glúms Gylfasonar organista og Guðmundur Þ. Gíslason söng ein- söng. Ásmundur var fæddur í Búr- fellskoti 2. apríl 1921, sonur hjón- anna Guðbjargar Jónsdóttur, ætt- aðri úr Landeyjum, og Eiríks Ás- mundssonar frá Neðra-Apavatni í Grímsnesi, bónda í Búrfellskoti og síðar á Helgastöðum í Stokkseyr- arhreppi. Vegna veikinda móður Ásmund- ar buðust Guðrún Gísladóttir og Guðmundur Ólafsson bóndi í Ás- garði til að annast hið nýfædda barn um einhvern tíma og þannig varð það að Ásmundur flutti að Ásgarði aðeins þriggja nátta gam- all. Upphaflega átti dvölin aðeins að vera um skamman tíma, en svo fór að hann ílentist á þessum stað og ! átti þar heima alla ævi. Guðrún og '< Guðmundur í Ásgarði áttu eina dóttur, Guðbjörgu, sem var tvítug stúlka þegar Asmundur kom á heimilið. Hún og allt heimilisfólk í Ásgarði fagnaði þessum unga sveini, sem kom svo óvænt inn á heimilið og leit Guðbjörg á hann sem fóstbróður sinn alla tíð. Eftir venjulegt barnaskólanám lá leið Ásmundar í íþróttaskólann að Haukadal. Þar hygg ég að hann hafi fengið áhugann á félagsmál- um, því brátt var hann kominn í forystusveit UMF. Hvatar og starfaði þar í stjórn næstu 20 árin. Árið 1941 byrja UMF. Hvöt og UMF. Biskupstungna á árlegu samstarfi um íþróttamót, sem hleypir miklu lífi í starfsemi þess- ara félaga, því eftir íþróttaæf- ingar og keppnir sumarsins hélt þessi hópur áfram að koma saman og snýr sér að leiklist yfir vetrar- tímann. Mörg stór og viðamikil leikrit voru æfð og sýnd hér í byggðalag- inu á þessum árum og fór Ás- mundur jafnan með stór hlutverk, sem okkur yngri félögunum verða minnisstæð. Hann átti auðvelt með að hrífa aðra með sér til slíkra verka, en var jafnan leið- toginn, sem starfið snerist um. Að öðrum störfum í ungmennafélag- inu beitti hann sér fyrir gerð iþróttavallar á Borg 1950 og var svo hvatamaður að byggingu fé- lagsheimilisins að Borg og for- maður byggingarnefndar á meðan húsið var ( byggingu á árunum 1959—1966. Mikil sjálfboðavinna var við þessar framkvæmdir og Asmundur fremstur í flokki þegar kallað var til starfa, auk þess að útvega efni og ráða smiði til verksins. En Grímsnesingar kveðja hann til frekari starfa, hann verður hreppsnefndarmaður og oddviti sveitar sinnar frá árinu 1972 til dauðadags. 1 oddvitatið Asmundar á hann þátt í byggingu sundlaugar við Ljósafoss, sem var vígð 1975, umfangsmiklum endurbótum á skólahúsnæði Barnaskólans við Ljósafoss og byggingu leitar- mannahúss í Kringlumýri, auk annarra framfaramála sveitarfé- lagsins. Allt reikningshald var i besta lagi og samskipti við okkur, sem njótum verka hans með ágæt- um. Oddvitastarf i Grímsnesi er Reykjavík: Veðbókarvottorð þarf ekki lengur við umskráningu bíla vík. BorgarfógeUembættið í Reykja- vík er komið í beint samband við tölvu Bifreiðaeftirlits rfkisins og get- ur nú sent bifreiðaeftirlitinu upplýs- ingar um hvori bifreiðir séu veosett- ar í Reykjavík. Hvíli engin veðbönd á viðkom- andi bifreið með R-númeri getur umskráning nú farið fram hjá Bif- reiðaeftirliti rikisins án þess að veðbókarvottorð liggi frammi eins og venja hefur verið fram að þessu. Hins vegar þarf Borgarfógeta- embættinu í Reykjavík að berast staðfest tilkynning frá Bifreiða- eftirliti ríkisins um umskráningar allra bifreiða með R-númeri, sem veðbönd hvila á. Veðbókarvottorð þarf ekki lengur vio umskráningu bifreiða í Reykja- Isafjörður: Unglingar játa á sig innbrot LÖGREGLAN i ísafirði befur hand- tekið þrjá unglinga, sem grunaðir voru um nokkur innbrot og skemmdarverk sem framin hafa ver- ið í bænum aft unoanfornu. Við yfír- heyrslur játuðu unglingarnir að hafa verið hér að verki og hefur nokkur hhiti þýnsins komist til skila. Af þeim stöðum á ísafirði, sem brotist hefur verið inn í að undan- förnu, má nefna Netagerð Vest- fjarða, Gúmmíbátaþjonustuna, verslunina Vinnuver og verslun öliusamlags útvegsmanna. Var hér um að ræða bæði þjófnaði á peningum og vörum, svo og skemmdarverk, og játuðu ungl- ingarnir þessi innbrot við yfir- heyrslur í gærdag. Þá munu þeir einnig vera viðriðnir bílþjófnaði og skemmdarverk á bílum, sem unnin hafa verið á ísafirði að und- anförnu. nokkuð frábrugðið því sem gerist í sveitarfélagi með um 300 íbúa, þar sem mikil sumarhúsabyggð hefur risið innan marka sveitarfélags- ins. Viðskiptamenn sveitarfélags- ins eru um 11 hundruð, þannig að í mörg horn er að líta. Fyrir öll þessi miklu störf sem Ásmundur hefur innt af höndum fyrir okkur og sveitarfélagið þökkum við af al- hug. Það var árið 1946 sem Ásmund- ur tekur við búi í Ásgarði og gerist bóndi. Alla tíð rak hann gott og afurðasamt bú og sérstaka ánægju hafði hann af hestum og átti jafn- an góða reiðhesta, sem hann naut í ríkum mæli þegar stund gafst til. A fyrstu búskaparárum sinum stundaði hann sláturhúsavinnu á haustin, eins og svo margt fólk úr sveitum. Hann var ágætur flán- ingsmaður og var eftirsóttur til þeirra starfa og naut þeirra af gáska og gleði, því hann varð vinmargur hvar sem hann fór. Árið 1952 kvænist Ásmundur Sigríði Eiríksdóttur frá Langholti í Hraungerðishreppi, ágætri konu sem staðið hefur við hlið manns , síns af mikilli prýði. Þau voru mjög samhent alla tið og fljótlega byrjuðu þau á uppbyggingu í Ás- garði, íbúðarhús, fjós, hloður og fjárhús rísa hvert af öðru, jafn- hliða mikilli ræktun. Þau eignuðust 8 börn: Eygló Lilja, húsfreyja i Keflavík, gift Hermanni Hermannssyni, Gunn- ar, kjötiðnaðarmaður á ísafirði, býr með Þórdísi Ásgeirsdóttur, Eiríkur, trésmiður, starfar á Sel- fossi, stúlka dó í bernsku, Guð- mundur, bilasmiður í Reykjavík, Margrét, stúdent, Aslaug nemandi í Menntaskólanum á ísafirði og Kjartan, nemandi í Héraðsskólan- um á Laugarvatni. Ég hef með þessum lfnum stikl- að á nokkrum staðreyndum úr lífshlaupi Asmundar í Asgarði. Margs er að minnast og margt er enn ósagt, hans stæsta hamingja var eiginkonan, sem stóð sem klettur við hlið hans i blíðu og stríðu. Sigga mín, megi góður Guð gefa þér og fjölskyldunni allri styrk í ykkar miklu sorg. Böðvar Pálsson Legsteinar FramIeidum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fuslega upplysingar og ráðgjöf __________um gerð og val legsteina.__________ Iss.HELGASONHF STEINSMIOJA SK0*IUVH3I 48 SlMt 76877 Ný bók, Svartlist ÚT ER komin Svartlist, ljóð og mynd, eftir Kristján Kristjánsson og Aðalstein Svan. í bókinni eru 25 ljóð og 18 dúkristur, 60 blaðsíð- ur og er gripurinn prentaður í Hólum. Höfundarnir gefa út. Legsteinar granít — marmari Opið alla daga. •innig kvöM og helgar., ÍKmii ó.f. Unnarbraut 19, Seltjarnarnesi, símar 620809 og 72818. t Móðir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, SIGRlOUR 8. HJÖRLEIFSDÓTTIR. Stuðlaselí 4, Reykjavfk, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju mánudaglnn 12. nóvember kl. 13.30. Kristinn Ólafsson, Ingíbjörg Hallgrímmdóttir. Auður S. Kristinsdóttir, Lúðvik Kristinsson, Hallgrímur Kristinsson, Ólafur Ó. Kristinsson Hjörleífur Ólafsson, Bennoy Ólafsdóttir, ólafur K. Hjörleifsson, Johann Ó. Híörleifsson. og barnabarnabarn. t Viö þökkum af alhug auösýnda samúð og hlýja vináttu viö andlát og útför JÚLÍU SVEINBJARNARDÓTTUR leiðsögumanns, Kleifarvegi 11. Baldvin Tryggvason. Sveinbjörn Sigurjónsson, Soffía Ingvarsdóttir, Sveinbjorn I. Baldvínsson. Jona Finnsdóttír, Tryggvi M. Baldvinsson, Vilborg Emarsdóttir. Guðrún Sveinbjarnardóttir. Arnþór Garöarsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö vlö tráfall moður minnar. tengdamóður, ömmu og langömmu. ÞÓRU QUÐMUND8DÓTTUR frá Eyði-Sandvík. Solvallagötu 40. Qrétar Jðnsson, Guðfínna Jðhannesdóttir. Erla Qrétarsdóttir, Jón Þór Guömundsson, Halla Qrétarsdóttir, Alma H. Guðmundadðttir. Vilborg Qrétarsdottir, Hrefna Guðmundsdðttir og barnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vlnarhug vlö andlát og utför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, FLOSA ÞÓRORMSSONAR frá Féskrúöstirði, Kleppsvegí 82, Reykjavík. Sigurborg Jðnasdóttir, Áslaug Flosadóttír, Jðhannes Gunnarsson, Stefania Flosadóttir, Halldðr Þórhallsson. Ellen Flosadóttir. Guovin Flosason og barnabðrn. t Innilegar þakklr tyrir auðsynda samúö og vlnarhug viö andlát og jarðarför systur Okkar, HELQU EINARSDÓTTUR. Suðurgötu 14. sem andaöist í Sjúkrahúsl Keflavfkur 9. okt. sl. Þorgerður Einarsdottir, Sigriöur Einarsdóttir og aðrir vandamenn. t Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð og heiðruöu mlnn- ingu móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, EVU FANNEYJAR JÓHANNSDÓTTUR, Kírkjuvegi. 9 Hafnarfiröi. sem jarösungin var frá Frikirkjunni i Hafnarfiröi mánudaginn 29. okt. sl. Johann Ólafsson, Eðvar Ólafsson. Sigurður Ólafsson, Guörún Ólafsdóttir. Bryndis Ólafsdóttir, Edda Olafsson. Guobjörg Guðjónsdóttir. Helga Armannsdóttir, Guömundur Vigfusson. Hilmar Agústsson, barnabörn og barnabarnabörn. Lokaö Lokaö mánudaginn 12. nóvember vegna jarðarfarar KRISTINS EINARSSONAR, klaaöskera. Efnalaugin Venus, Hverfisgötu 59.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.