Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984 / keltneskri þjóðsögu segir fráfugli, sem syngur aðeins einu sinni á sinni lífstíð, fallegra en nokkur önnur skepna á jörðinni. Frá því að hann yfirgefur hreiður sitt leitar hann þyrnitrés og hvílist ekkifyrr en hann hefur fundið það. Syngjandi leggst hann á lengsta og hvassasta þyrninn og á dauðastundinni rís hann yfir eymd sína og syngur fegurra en nokkur annar. Einn söng og heimurinn hljóðnar og leggur við hlustir og Guð á himnum brosir. Því það besta fœst aðeins með miklum sársauka. . . Eða svo segir í þjóðsögunni. Rachel Ward og Chamherlain f hlutverkum sínum í l>yrnifuglarnir. Jean Simmons Þyrnifuglarnir Höfundurinn Colleen McCollough er ekki hrifin af þáttunum sem gerðir eru eftir bók hennar Á þessum orðum hefst bók Col- leen McCullough, Þyrnifuglarnir (The Thorn Birds). Bókin seldist í milljónum eintaka og var þýdd á fjölda tungumála m.a. íslensku og bess var ekki langt að bíða að gerð yrði kvikmynd eftir sogunni. Þeg- ar þetta er skrifað hafa þrír þætt- ir myndarinnar verið sýndir í sjónvarpinu. Framleiðendur þátt- anna eru bandarískir og þeir sömu og framleiddu Rætur og þótt mestur partur atburðarrásarinnar eigi sér stað í Ástralfu voru þætt- irnir kvikmyndaðir í Kaliforniu, rétt norðan við Hollywood. Þrátt fyrir að þættirnir hafi hvarvetna verið sýndir við miklar vinsældir er rithöfundurinn McCullough ekki í sjöunda himni með útkomuna svo ekki sé meira sagt. „Hollywood hefur gert hræðilega kássu úr skáldsögunni minni. Það getur bara ekki verið að þeir hafi lesið alla bókina," sagði hún i viötali. „Ég var handviss um það allan timann að Hollywood ætti eftir að gera farsa úr sögunni og ég hafði rétt fyrir mér. Sjálf hefði ég helst viljað selja kvikmyndaréttinn til ástralska sjónvarpsins en útgef- endur mfnir höfðu meiri áhuga á peningum en gæðum þáttanna." Hollywood-útgáfan á sogunni vakti gríðarlega athygli þegar hún var sýnd f ástralska sjónvarpinu. En eftir að McCollough sem er áströlsk hafði tekið við einni milljón dollara fyrir kvikmynda- réttinn (og að auki 1,9 milljón dollara fyrir vasabókarréttinn), hafði hún ekki lengur neitt að segja sem máli skipti þegar hafist var handa við að kvikmynda og hún — ólíkt landsmönnum sínum — hafði hvorki áhuga né lyst á að sjá hvað Warner Brothers höfðu gert úr sögunni. Svo fékk hún fjögur myndbönd send til sín í pósti einn daginn. „Þeir heimtuðu að fá að senda mér myndböndin," sagði hún. „Þeir voru svo barnalegir að halda að ég skipti um skoðun þegar ég sæi endanlegu útgáfuna. En það gerðist ekki. Allt frá þvf að ég fyrst talaði við þessa menn vissi ég að frá þeim væri ekki góðs að vænta. Ég held að það hafi byrjað með því að þeir sögðu mér að þeir ætluðu að reyna að fá Jane Fonda til að leika Meggie og Robert Red- ford til að leika prestinn Ralph. Mér leið illa og það rann upp fyrir mér að þeir ættu aldrei eftir að gera neitt af viti eftir skáldsög- unni minni." Þvf má bæta við að um fleiri var rætt í sambandi við hlutverk prestsins og má til dæm- is nefna Ryan O'Neal í því sam- bandi. „Ég tók enga áhættu en fór í rúmið til að horfa á myndbondin, hélt McCollough áfram, „svo að í hvert skipti sem mér fór að líða illa undir myndinni gat ég breitt yfir mig sængina." Og hversu oft breiddi hún yfir sig? „Svo að segja í hvert einasta skipti sem Barbara Stanwyck (Mary Carson) sást á skerminum. Christopher Plummer (til vinstri) leikur erkibiskupinn af Sydney en við hlið hans er Chamberlain. „Hún hefur farið í svo margar andlitslyftingar að andlitið er eins og gríma. Það eru aðeins augun sem hún getur hreyft," sagði McCollough. Sjálf hafði hún hugsað sér Bette Davis í hlutverki Carson. Hún hefði staðið sig vel og hún vildi gjarna fá að leika hlutverkið. En Warner Brothers kusu Stanwyck frekar vegna þess að hún lítur bet- ur út. Höfundurinn hafði lika hugsað sér að ástraiska leikkonan Judy Davis léki Meggie Cleary, en hún var heldur ekki nógu sæt fyrir Warner Brothers. „Ég gerði margar tilraunir til að segja þeim að Meggie þyrfti ekki endilega að vera ógurlega fal- leg. Þeir sögðu að hún yrði að vera sú fegursta i heimi. Þá fór mér að Astralski leikarinn Bryan Rrown. einn af fáum sem Colleen McCol- lough er ánægð með í þáttunum. skiljast að þeir höfðu trauðla opnað bókina ennþá. Á endanum var það Rachel Ward sem hreppti hlutverkið en stúlkan sú gæti ekki einu sinni leikið sig uppúr poka." Og McCollough er ekki heldur ánægð með Richard Chamberlain í hlutverki prestsins. „Richard Chamberlain er ágætur leikari, en útlit hans á engan veginn við hlut- verkið," sagði hún. En þótt hún setji mikið út á myndaflokkinn er hún ekki bara óánægð með hann. „Mér finnst Jean Simmons ágæt. Hún virki- lega skilur Fee. Og litla stelpan Sydney Penny, sem lék Meggie á barnsaldri, var hreint yndisleg. Hún hefði svo sannarlega getað kennt Rachel hvað-hún-nú-heitir, eitt og annað." Annars er McCollough hund- óánægð eins og fram hefur komið. Hún segist aldrei ætla að selja kvikmyndarétt aftur til Holly- wood að nokkurri bók sem hún hefur skrifað eða á eftir að skrifa. Hún er hins vegar að vinna um þessar mundir við kvikmynda- handrit að mynd, sem hún reiknar með að verði gerð í Ástralíu. „Eft- ir að hafa séð Þyrnifuglana get ég varla imyndað mér að útkoman úr þeirri mynd eigi eftir að verða verri." Svo mörg voru þau orð. Eins og kunnugt er fer Richard Chamberlain með aðalhlutverkið í þáttunum. Hann er margfræg sjónvarpsstjarna sem sló fyrst í gegn i þáttunum um Dr. Kildare. „Ég get ekki tekið að mér hlut- verk," segir hann, „nema mér finnist ég eiga eitthvað sameigin- legt með því. Kannski er hluti af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.