Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 64
64 MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984 t Móöir okkar, SIGÞRÚOUR GUOJÓNSDÓTTIR, Flókagötu 33, andaöist í Landakotsspítala 10. nóvember Jón Ólafsson. Guöjón Ótafsson, Gunnar örn Ólafsson. Ólafur Helgi Ólalason. Minning: t Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóðir og amma, SJÖFN INGADÓTTIR. Þórulalli 6, veröur jarösungin Irá Háteigskirkju miövikudaginn 14. nóvember kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Krabba- meinslélag islands. Jón Maríasson, Dagbjört Jónsdóttir, Lilja M. Jónsdóttir, Arnheiöur Jónsdóttir, Ingvar Sigurgeirsson, Gunnar E.H. Gudmundsson og barnabörn. t Hjartkær eiginmaður mlnn, laölr, tengdafaöir og afi, KRISTINN EINAR8SON MnMuri Holtagerði 46, veröur jarösunginn Irá Fossvogskirkju mánudaginn 12. nóvember kl. 3 e.h. Helga Halgadóttir, Einar Axal Kristinsson, Elsa Hafstemsdóttir og börn. t Eiginmaöur minn. LYDUR GUOMUNDSSON loftskeytamaður, Flókagötu 10, veröur jarösunginn írá Fossvogskirkju þriðjudaginn 13. nóvember kl. 13.30. Guðrún Sigurðardóttir. t Maðurinn minn, sonur og laöir okkar, BJÖRN JÓNSSON, Garöaflöt 15, Garöabte, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 14. nóvem- ber kl. 13.30. Emel.a Húnf jörð. Sigríöur Björn.dóttir og daatur hins látna. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jarðartör PÁLS EINARSSONAR, Bröttukinn 10, Halnarfirði. Halldóra Ingimundardóttir og börn. t Þökkum innilega samúö og vinarhug viö andlát og útlör dóttur minnar og systur okkar, ODDNÝJAR GUORÚNAR ÞORVALDSDÓTTUR Gróa M. Oddsdóttir og systkini hinnar látnu. Kristinn Einarsson klœðskerameistari Eiginmaöur minn. t ÓLAFUR BYRON GUÐMUNDSSON, veröur jarösunginn Irá Kristskirkju Landakoti þriöjudaginn 13. nóvember kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á minningarkort Kristsklrkju. Fyrir hönd barna og annarra vandamanna. Sigrún Schneider. Fæddur 30. september 1918 Diin 31. október 1984 Þann 31. október sl. lést i Landspítalanum Kristinn Ein- arsson, klæðskerameistari, sextiu og sex ára að aldri, eftir langa og oft erfiða vanheilsu. Kristinn fæddist i Reykjavík, 30. september 1918, sonur hjón- anna Kristinar Jónsdóttur Otte- sen frá Ingunnarstöðum í Brynju- dal og Einars Péturssonar tré- smíðameistara í Reykjavík. Frú Kristín andaðist skömmu eftir fæðingu sonarins. Eldri börn þeirra hjóna voru Sigríður, gift Gísla Halldórssyni verkfræðingi, er hún látin fyrir nokkrum árum, og Gústaf Einarsson verkstjóri og borgarfulltrúi í Reykjavík. Einar, faðir Kristínar, var frá Heiðarbæ í Þingvallasveit, kunnur iðnmeistari á sinni tíð. í minn- ingargrein um hann látinn, sem birtist í Morgunblaðinu 12. júní 1934, segir m.a.: „Nam hann trésmiði hér í bæ, fór síðan til Danmerkur og fleiri landa í Norð- urálfu til frekara náms og frama, og þar á meðal til Sviss og dvaldist þar um hríð. En hvarf hingað heim og settist að hér í bænum og stundaði iðn sína, trésmíði, æ sið- an og lengst af hér við höfnina, bæði meðan hún var gerð og eftir það. Mun enginn hafa lagt þar betri hönd að verki." Ennfremur segir í sömu grein: „Það hygg ég ekki ofmælt að við dauða Einars hafi bærinn látið einn af dáðrikustu borgurum sín- um. Var hann svo frábær maður að atorku og dugnaði, að ég ætla að varla hafi verið hans jafningj- ar." Víst er um það, að Kristinn Ein- arsson var af góðu bergi brotinn í báðar ættir. 011 framkoma hans og framganga í lífinu bar um það fagurt vitni. Ungur að árum nam hann klæð- skeraiðn hjá Axel Andersen, klæðskerameistara í Reykjavik, og lauk því námi á árinu 1938. Árið 1942 fékk hann meistarabréf f iðn sinni. Sama ár stofnaði hann eigið fyrirtæki að Hverfisgötu 59 og er það starfandi enn á sama stað í breyttu formi sem Efnalaugin Venus. Árið 1948 kvæntist Kristinn eft- irlifandi konu sinni, Helgu Helga- dóttur, dóttur hjónanna Valgerðar Bjarnadóttur frá Helgastöðum í Biskupstungum og Helga Vigfús- sonar blikksmiðs i Reykjavík, af skaftfellskum ættum. Stofnuðu þau heimili sitt á Hverfisgötu 59 og bjuggu þar til ársins 1967 er þau fluttu í Holtagerði 46, Kópa- vogi. Einkasonur þeirra er Einar Ax- el, vélfræðingur, starfandi í skipa- smíðastoðinni Stálvík. Einar er kvæntur Elsu Hafsteinsdóttur, börn þeirra eru Helga Kristín, Svanfriður og Jón ómar, oll á barnsaldri. Á árunum 1959—1960 bar skugga yfir hinn bjarta himin þeirra Kristins, Helgu og Einars, þegar alvarleg veikindi lögðust á hinn vörpulega og velgerða heim- ilisföður. A árinu 1961 gekk hann undir hættulega skurðaðgerð i Kaupmannahöfn. Þótt aðgerð þessi tækist eftir vonum mátti heita að síðan hafi Kristinn átt við varandi heilsuleysi að stríða. En þá komu þau sigildu sannindi f ljós, sem segja mikla sögu og fel- ast í því, að þegar áföll verða skiptir mestu hvernig við er brugðist. ókvikul samstaða og nærfærni, sem ekki verður hér rætt um nema f fáum dráttum á hinu ytra borði. Frú Helga hefur gengið í störf bónda síns af mikl- um dugnaði og myndarskap og unnið fullt starf, hvern starfsdag við fyrirtæki þeirra. Sjálfur hefur Kristinn gengið þar að verki hve- nær sem heilsan leyfði og oftar þó. Einkasonurinn, Einar Axel, hefur stutt foreldra sína eftir megni og þá ekki sist með ágætum árangri i námi og dugnaði í starfi og eftir að Einar kvæntist Elsu hafa þau og börn þeirra verið samtaka um að bera sólskin i bæinn og bregða birtu á veginn, svo sem best gerist með samhentum fjölskyldum. Veikindi sín bar Kristinn Ein- arsson af einstökum manndómi og t Hjartans þakklr til allra sem auösýndu okkur hlyhug og samúö viö andlát og útför HAUKS KRISTINSSONAR, Núpi, Dýratirði, þann 29. október. Einnlg þökkum viö al heilum hug öllu starlstólki Sjúkrahúss isafjaröar er veitti honum umönnun og líkn í hinstu sjúkralegu hans. Guö blessi ykkur öll. Vilborg Guömundsdóttir, Margrét Rakel Hauksdóttir og Ijölskyldur t Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útlör iöður okkar, tengdalöður, vinar og afa, 8IGGEIR8 LARUSSONAR bónda, Kirkjubmjarklaustri. Guðmundur Guðmundaaon „ERRO", Lárus Siggeirsson. Ólöf Benediktsdóttir, Kristinn Siggeírsson, Ólafía Jakobsdóttir, Gyða 8. Siggeirsdóttir, Magnús Eínarsson. Guölaug Sveinsdóttir og barnabörn t Þökkum innilega samúð viö andlát og útför BIRGIS KRISTJÁNS SIGURBJÖRNSSONAR. Smáratúni 1, Selfossi. Soffia Palsdóttir, Hílmar Sigurbjörnsson. Höröur Sigurbjörnsson, Reynír Sigurbjörnsson, Jakob Sigurbjörnason. Kolbrún Sigurbjörnsdóttir og barnabörn. æðruleysi, vildi sem minnst láta á þeim bera eða um að tala, var oftast léttur í máli og glaður á vinafundum og i fjölskylduhófum, eða þegar þau hjónin fögnuðu gestum á fallegu og hlýlegu heim- ili þeirra. Það er trúlega ofraun hraustum mönnum að setja sig fyllilega i spor þeirra, sem þjást og vanheilir eru meira en þriðjung ævinnar, á þriðja áratug, eða gera sér grein fyrir því, hve mikið andlegt þrek þarf til að láta slika raun ekki skyggja um of á fegurð lifsins og daglega hamingju annarra þeirra sem næst standa. En þetta tel ég að Kristni hafi tekist svo, að vert er mikillar aðdáunar og virðingar. Grímur Thomsen skáldmæringur segir í ljóði sínu um annan iðnað- armann, Stefán smið: „Viðmótsprúður geði glööu gekk hann fram í blíðu og stríðu." Sama má með sanni segja um Kristin Einarsson. Þegar ég lit yfir farinn veg Kristins Einarssonar, svila mins, er mér hugstæðast, hve góðrar gerðar hann var. Honum var eðl- islæg hógværð, prúðmannleg kurt- eisi og tillitssemi, án þess að láta hlut sinn, ef svo bar undir. Hann var lastvar maður, fáfengislegt þras og dómharka var honum önd- vert athæfi. Hann var prýðilega greindur maður, leyndi á sér, vegna þess hve dulur hann var. Hann naut góðra bókmennta, las mikið og þótti gaman að ræða um efni þess og málsmeðferð. Hann var listrænn i eðli sinu og þau hjón bæði. Höfðu þau næmt auga fyrir fögrum munum, fallegt heimili þeirra bar þvi vitni. Við lát Kristins Einarssonar sjáum við á bak ljúfum heiðurs- manni, sem tók tillit til samferða- fólksins af næmum skilningi, stóð vel fyrir sínu og hélt velli, þrátt fyrir langvinna og oft erfiða van- heilsu, vegna góðrar gerðar sinnar og mannkosta. Við tengdafólk hans höfum rika ástæðu til að þakka honum heils- hugar elskulega samfylgd og það fagra fordæmi, sem hann gaf okkur öllum með æðruleysi og manndómi í þungum þrautum. Við biðjum honum blessunar Guðs á vegum ljóss og kærleika og konu hans, einkasyni, tengdadótt- ur og börnum þeirra biðjum við blessunar og velfarnaðar um alla framtíð. Aðalsteinn Eiríksson Útför Kri.stins Einarssonar verður gerð frá Fössvogskirkju mánudag- inn 12. nóv. kl. 3 e.h. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góo- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlio- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tii- efni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.