Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 2
74 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984 Svipmynd á sunnudegi/FRIEDRICH KARL FLICK Eberhard von Brauchitsch á tali við Kohi, kanslara, og konu hans. Flick hefur gaman af að skemmta sér. Maðurinn sem á fyrirtækið Friedrich Karl Flick, maðurinn sem hefur gefið einu mesta hneykslismáli í sögu Vestur-Þýskalands nafn, er sagður vera annar ríkasti maður Evrópu. Eignir hans eru metnar á allt frá fjórum upp í sex millj- arða v-þýsk mörk. Hann erfði eigurnar af föður sínum, Fried- rich Flick, sem stofnaði Flick- fyrirtækið fyrir stríð. Það óx og dafnaði á stríðsárunum en eftir stríðið var Flick eldri dæmdur í Nurnberg-réttarhöldunum fyrir að nota stríðsfanga í námum sínum og verksmiðjum. Hann sat inni í fimm ár og seldi þær eignir sem hann átti eftir þegar hann var látinn laus árið 1954. Féð fjárfesti hann i iðnfyrir- tækjum eins og Daimler-Benz, Feldmuhle og Dynamit Nobel. Flick-fyrirtækið verslar nú ein- göngu með eignarhluta í iðnfyr- irtækjum og var á síðasta ári 26. stærsta fyrirtæki Vestur-Þýska- lands. Flick eldri átti þrjá syni. Elsti sonurinn, Otto-Ernst, var mikill íþróttamaður en brást vonum föður síns og hann keypti hann út úr fyrirtækinu fyrir 100 millj- ónir marka. Rudolf, sonurinn í miðið, féll í Rússlandi á stríðsár- unum. Friedrich Karl, yngsti sonurinn, las rekstrarhagfræði i háskóla en föðurnum fannst ekki alltof mikið til hans koma og fékk gamlan æskuvin stráksins frá Berlín, Eberhard von Brauchitsch, til að stjórna fyrir- tækinu. Von Brauchitsch og Flick yngri kom heldur illa saman á meðan Flick eldri lifði en unnu því betur saman eftir að gamli maðurinn dó, 90 ára gamall, árið 1972. Þeir héldu áfram gamalli hefð fyrirtækisins að ausa fé í stjórnmálamenn og stjórnmála- flokka. Dómsvöld álíta að þetta hafi verið gert til að múta stjórnmálamönnum til að taka ákvarðanir fyrirtækinu í vil og von Brauchitsch hefur verið ákærður fyrir mútugreiðslur. Flick rak hann frá fyrirtækinu árið 1982 og Hans Werner Kolb tók við forstjórastöðunni. Flick skiptir sér lftið af dag- legum rekstri fyrirtækisins en tekur ákvarðanir um stærri mál. Starfsmenn hans eiga þó oft erf- itt með að ná sambandi við hann — hann býr að jafnaði í bryn- vörðu húsi í Múnchen en dvelur einnig stundum í hinum húsun- um fimm sem hann á í V-Þýska- landi, höllinni fyrir utan París, sumarhúsinu á Rívíerunni, eða þakíbúðinni í New York. Innrétt- ingin í húsinu í Múnchen kostaði 28 milljónir marka. Það stendur á 600 fermetra lóð og hefur sundlaug, kjarnorkuvopnabyrgi, tvær háspennustöðvar, fjöl- margar geymslur fyrir fínasta mat og dýrindis vín auk her- bergja og stofa. Flick átti einnig mikla og fína snekkju um tfma en seldi hana til að spara. Hún var byggð fyrir 20 milljónir marka og góður vinur hans, James Graser, fékk 460.000 mörk fyrir að fylgjast með smfðinni. Kunningjar Flicks eru af hressara taginu. Þeir drekka mikið og haft er eftir blaða- manni tímaritsins Quick að það líti út eins og þursaflokkur hafi verið á ferð þegar þeir hafa verið að skemmta sér einhverstaðar í Múnchen. Flick tekur sér oft góðan tíma til að taka ákvarðan- ir f sambandi við fyrirtækið og nýtur stumium ráðgjafar kunn- ingja sinna. Hans Arnt Vogel, fv. framkvæmdastjóri Flick- fyrirtækisins, var eitt sinn vak- inn um miðja nótt af Flick, sem var vel þéttur, og honum fyrir- skipað að útskýra kosti og galla á hugsanlegri sölu eignarhluta f stálverksmiðju að verðmæti 27 milljóna marka fyrir drullufull- um félaga Flicks. Þeir voru á einhverri drykkjuferð, hringdu úr bílnum og salan var ákveðin. Atorka Flicks er mest á kvöldin og nóttunni og hann hefur oft kvartað yfir hversu erfitt sé að vinna með starfsfólki fyrirtæk- isins í höfuðstöðvunum í Dússel- dorf en það vinnur á venjulegum vinnutíma. Hann er tvíkvæntur, er nú í vinfengi við stúlku sem er mót- tökustjóri á hóteli. Fyrri kona hans var enn í menntaskóla þeg- ar hann giftist henni, 37 ára gamall. Seinni konan var nær honum í aldri en fór frá honum samt. Hann saknaði hennar ekki mikið og sagðist ekki hafa kunn- að því vel að vera alltaf spurður í þaula þegar hann kom inn úr dyrunum heima hjá sér. Hann greiddi konunni 7,5 milljónir marka þegar þau skildu og keypti þrjú bræðrabörn sín út úr fyrirtækinu um svipað leyti fyrir 200 milljónir marka. Það var skömmu eftir að hann seldi tæp 30% af eignarhluta sínum í Da- imler-Benz fyrir tæpa tvo millj- arða og von Brauchitsch var önnum kafinn við að útvega fyrirtækinu tekjuskattaundan- þágu hjá ríkinu. Von Brauchitsch er af gömlum aðalsættum og náfrændi Walth- ers von Brauchitsch, sem var hermarskálkur Hitlers. Hann er næstum tveggja metra hár og þykir myndarlegur. örugg fram- koma hans og þægilegt viðmót kom sér vel í Bonn, þar sem hann „ræktaði landið" fyrir Flick-fyrirtækið, eins og hann kallaði athafnir sínar sjálfur. Hann býr nú í Berlin og er fjár- málaráðgjafi Axels Springer, út- gefenda. Flick-fyrirtækið, Flick sjálfur, og von Brauchitsch hafa vænt- anlega margbrotið v-þýsku skattalögin auk þess að hafa valdið allsherjar stjórnmála- hneyksii í landinu. Þeir hafa sett mjög neikvæðan svip á v-þýskt kaupsýslulíf og háttsettir starfsmenn hjá Deutschen Bank velti því nú fyrir sér hvernig hægt sé að fá Flick til að selja eignarhluta sína í iðnfyrirtækj- um. Flick-fyrirtækið, sem hefur um 200 skrifstofur út um allan heim og um 42.500 manns í vinnu, hefur þegar staðið af sér mikið umrót, en nú þykir hætta á að það missi alveg ákveðna stefnu og örugga stjórn fyrst að meðlimir í stjórn fyrirtækisins þurfa stöðugt að vera með hug- ann við og hafa áhyggjur af framvindu mála í Bonn. — ab Heimildir: Der Spiegel og Her- ald Tribune. Eitthvað fyrir alla. Friedrich Karl Flick við mynd af fbður sfnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.