Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 54
126
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984
Þrjú aðalnúmerin í
Óskarsverðlaunamynd-
inni „Terms of Endear-
men»“: Shirley MacLaine,
Debra Winger og Jack
Nicholson.
LR hiEIAil EVIEMyNEANN/1
HÁSKÓLABÍÓ:
Terms of Endearment
Fyrir einu ári þekktu aó-
eins bandarískir sjónvarps-
áhorfendur James L. Brooks;
nú þekkir heimurinn hann.
Þegar „Terms of Endear-
ment“ var frumsýnd í nóvem-
ber 1983 breyttist James úr
framleióanda gamanmynda
fyrir sjónvarp í leikstjóra á
heimsmælikvarða. Hann var
maóurinn sem bauð Holly-
wood birginn og hafói ellefu
Óskarsverðlaunaútnefningar
upp úr krafsinu.
II.
James L. Brooks lét vaöa á súö-
um í grandíösum stíl; hann
þrammaöi þolinmóöur milli allra
helstu kvikmyndaauöhringanna
sem fyrirfinnast í Hollywood: Col-
umbia, Warner Bros., Orion, Ladd
Company, Universal, Fox, Emb-
assy og sjónvarpsstöövanna CBS
og ABC. Fyrirtæki þessi töldu öll
tormerki á aö hægt væri, eöa vog-
andi, aö gera þessa mynd. En þau
áttu eftir aö naga handarbökin inn
aö beini.
Margföld Óskars-
verölaunamynd
meö Shirley
MacLaine, Debru
Winger og Jack
Nicholson.
i.
.Terms of Endearment" hefur
sannaö aö þaö eru alltaf ódýru,
litlu myndirnar, sem engir vilja
gera, sem mala mest gulliö. James
L. Brooks átti ekki hugmyndina aö
„Terms", en eftir aö hann kom inn
í myndina, áriö 1979, liöu fjögur
erfiö ár þar til hann gat bariö aug-
um árangur erfiöis síns. Þaö var
leikkonan Jennifer Jones sem átti
kvikmyndaréttinn aö „Terms of
Endearment" sem var bók Larry
McMurtry. Hún átti í basli meö
hugmynd sína, þar til James var
fenginn til aö skrifa handritiö.
James var þá mikils metinn fyrir
þætti sína „The Mary Tyler Moore
Show“ og „Taxi“ — haföi raunar
unniö viö sjónvarp í sextán ár.
James réöst i gerö handritsins.
En hann gat ekki fariö eftir fyrir-
mælum leikkonunnar, sem vildi
láta sníöa stórt hlutverk kringum
sjálfa sig. Málin þróuöust þannig
aö James fékk æ meiri áhuga fyrir
myndinni, hann baö Paramount-
kvikmyndahringinn aö kaupa rétt-
inn af Jennifer Jones og manni
hennar. Þaö geröi Paramount
sumariö 1980 og kostaöi rétturinn
200.000 dollara. En þá hljóp
snuröa á þráöinn. Hlutaöeigandi
aöilar hafa veriö sparir á skýringar.
Hvers vegna liöu tvö ár án þess aö
nokkuö var aöhafst? Aö þessum
tveimur árum liönum auglýsti
Paramount-kvikmyndaréttinn til
sölu meö þeim kostnaöi sem til
haföi falliö. Kostnaöur viö meðal-
mynd í Bandaríkjunum er sagöur
vera kringum tólf milljónir dollara,
en Brooks ætlaöi aö gera myndina
fyrir 8,5 milljónir. Paramount vildi
ekki skrifa upp á meira en 7,5 millj-
ónir. Þaö stóö þvi lengi í stappi um
þessa einu milljón.
Shirley MacLaine (ékk óakars-
verölaunin afhent nokkrum dög-
um fyrir fimmtugsafmæliö sitt.
III.
En lífið pressaöist ekki úr James
viö þessa erfiöu baráttu i lurkveöri
vonleysisins. öllum á óvart geröi
hann samning viö Paramount, sem
samþykkti aö bæta viö þessari
milljón sem upp á vantaöi. Þá var
hægt aö huga aö leikurum.
James haföi sniöiö handritiö aö
myndinni þannig að tvö kvenhlut-
verk stóöu upp úr, hlutverk móö-
urinnar Áróru og dóttur hennar
Emmu. James hannaöi í leiöinni lít-
ið, en mikilvægt, karlhlutverk.
Niöurstaöa leikaraleitarinnar
varö þessi: Móöurina leikur Shirley
MacLaine, dótturina leikur Debra
Winger og nágranna þeirra, geim-
farann Garrett Breedlove, leikur
hinn síhressi Jack Nicholson.
Hlutverk dótturinnar er stærst.
Debra Winger er oröin gifurlega
Unga pariö i myndinni og yngri
sonur þeirra.
Dabra Winger er nú ein skærasta
stjarna bandarískra kvikmynda;
var útnefnd til Óskarsverölauna
fyrir „Terms of Endearment".
Síöast lék hún í „An Officer and a
Gentleman“.
eftirsótt leikkona þar vestra. Varla
fer sú mynd af staö sem Debru
hefur ekki veriö boöiö aöalkven-
hlutverkiö í. En hin tæplega þrí-
tuga leikkona er vandlát. Debra
Winger sást siöast í fylgd foringj-
ans og fyrirmannsins Richard Gere
í Háskólabíói fyrir ári. Debra var
útnefnd til Óskarsverölauna fyrir
leik sinn í „Toe“, en þótti helst til
ung — þaö er meö verölaunin, þú
veröur aö hafa nokkur grá hár til
aö teljast gjaldgeng(ur).
Shirley MacLaine hlaut loks
Óskarsverölaun fyrir leik sinn í
„Terms of Endearment". Shirley,
sem hefur veriö aö síöustu þrjátíu
árin, var búin aö biöa lengi eftir
þeim, allt frá 1960, þegar hún lék í
hinni klassísku mynd „Irma la
Douce“ og Debra Winger var fimm
ára.
James L. Brooks haföi alls ekki
hugsaö sér aö Shirley léki móður-
ina. Engu aö síöur fékk hún hand-
ritiö til lestrar og þegar James
haföi rætt viö hana, þá var hann
ekki í nokkrum vafa um hver fengi
hlutverkiö. Shirley var eina leik-
konan sem leit á myndina sem
kómedíu og þaó réö baggamun-
inn.
Þaö eru fáir sem þekkja Jack
Nicholson, en allir þekkja brosiö
hans. Þetta andlit sem getur sýnt
forundrunarlegan almættiskraft og
jaröarfararstemmningu í senn og
svo allt í einu brosaö ekki lítiö ill-
kvittnislega. Jack, sem ólst upp viö
mikil uppkreistingarkjör, er einn
hæstlaunaöi leikari heims, enda
veit hann ekki aura sinna tal.
Pauline Kael, fremsti gagnrýn-
andi Bandaríkjanna, telur hiö
mikla aödráttarafl Jacks Nicholson
vera fólgiö í skopstælingu á karl-
rembunni. I „Terms of Endear-
ment“ leikur Jack fyrrverandi
geimfara á aldur viö sjálfan sig,
borubrattan kall sem neitar aö láta
kvenfólkiö í friöi. Jack segir:
„Þaö sem virkilega höföaöi til
mín í sambandi viö þetta hlutverk
var aö þaö er búiö aö skrifa á
sama hátt um „miðaldrakreppuna"
mjög lengi og enn er veriö aö. Ég
vona aö þessi persóna (Garrett
Breedlove, takiö eftir nafninu) geti
opnaö augu rithöfunda fyrir nýrri
gerö miöaldra sögupersóna. Miö-
aldra maöur þarf ekki endilega aö
missa konuna frá sér, hann þarf
ekki aö vera náttúrulaus, hafa
áhyggjur af aö hann sé aö sljóvg-
ast og fitna. Þaö sérstæöa viö
Breedlove er aö hann hefur engar
áhyggjur."
IV.
Leikstjórinn James L. Brooks
þykir ákaflega haröur húsbóndi;
fór meö fimmtíu fantabrögö og
ólæti ef því var aö skipta svo
myndin tapaöi ekki áttum. Sagan
segir aö í einu atriöi myndarinnar,
þegar MacLaine þurfti aö túlka
djúpa andlega þjáningu, hafi leik-
stjórinn Brooks látiö aöstoöar-
mann gera hljóð, réttara sagt
óhljóö, sem hann vissi aö Mac-
Laine þoldi ekki meö nokkru mótl:
með aö renna blautum fingri eftir
glerplötu.
James L. Brooks kom, sá og
sigraöi. Eftir meira en fjögurra ára
erfiöi sá hann draum sinn rætast á
kvikmyndatjaldinu skömmu fyrir
síðustu jól. „Terms of Endear-
ment“ var langvinsælasta jóla-
myndin vestra og hún sópaöi til sín
Óskarsverölaunaútnefningum: ell-
efu samtals, en hlaut þessi: Besta
mynd, besti leikstjóri, besta kven-
leikkona, besti karlleikari í auka-
hiutverki. Sem er ekki slæmur
árangur fyrir mynd sem enginn
vildi gera. HJÓ