Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984
105
Samnorræn
unglingavinna
á næsta ári
Þúsundir norrænna unglinga eiga
þess kost á næsta ári að sækja
sumarvinnu á hinum Norðuriöndun-
um, og er það liður í útvíkkun nor-
rænnar efnahagssamvinnu. Hug-
rnyndin er komin frá Gyllenhamm-
ar-bópnum, sem svo er nefndur, en í
þeirri nefnd sitja fulltrúar atvinnu-
lífs frá öllum Norðurlöndunum og er
Erlendur Einarsson forstjóri SÍS
fulltrúi íslands í þeim hópi. Verkefn-
ið hefur verið nefnt Nordjobb-85.
Á næsta ári munu fyrirtækin
Volvo og Asea í Svíþjóð, Norsk
Hydro og Kreditkassen í Noregi
og finnska stórfyrirtækið Nokia
bjóða norrænum unglingum til
sumarvinnu, og er búist við að
fleiri fyrirtæki bætist í hópinn.
Hafa fyrirtækin ákveðið að 20%
sumarstarfsmanna næsta ár verði
frá hinum Norðurlöndunum, og
eiga unglingar á aldrinum 18—25
ára kost á starfi á tímabilinu 1.
júní til 31. ágúst.
Filippseyjar:
„Agnes“ var
hin mann-
skæðasta
Minila, Pilippseyjum. 8. DÓrember. AP.
FELLIBYLURINN Agnes er heldur í
rénun á Filippseyjum en hefur drep-
ið 425 manns, skilið eftir 204 til
viðbótar týnda og 350.000 heimilis-
lausa. Veðurhamurinn var ægilegur
og þar sem verst lét stendur varla
steinn yfir steini.
Mikið hjálparstarf er nú hafið
hinna nauðstöddu og forsetinn,
Ferdinand Marcos, hefur lýst yfir
neyðarástandi í sex sýslum og
fjórum borgum sem verst urðu úti.
Verst var ástandið á Panway-eyju,
en þar má heita að hvert hús hafi
verið jafnað við jörðu á stórum
svæðum er vindhraðinn náði 200
km hraða á klukkustund og jós 10
metra háum flóðbylgjum yfir
byggðina.
Þetta er í annað skiptið á þessu
ári sem neyðarástandi er lýst yfir
í kjölfarið á fellibyl, síðast var það
lægðin mikla „Ike“, sem varð sú
mannskæðasta í sögu Filippseyja.
„Ike“ gekk yfir fyrir tveimur mán-
uðum og drap 1200 manns, auk
þess sem hann svipti 500.000
manns heimilum sínum.
Menntamála-
ráðherrann
sagði af sér
embætti
Waskinglon, 9. nóvember. AP.
T.H. Bell, menntamálaráðherra í
ríkisstjórn Ronalds Reagan, hefur
sagt af sér embætti og þótti afsögnin
hafa komið nokkuð á óvart. Þó
sögðu talsmenn stjórnarinnar að
ekki væri búist við því að brotthvarf
Bells væri byrjunin á „meiri háttar
llótta“, eins og komist var að orði.
Skömmu fyrir kosningarnar var
Reagan spurður hvort einhverjar
breytingar væru í vændum í ráð-
herraliði hans. Reagan sagði að
hann byggist ekki við neinum
meiri háttar breytingum, „ég væri
ánægður ef breytingar yrðu engar,
ég er ánægður með alla ráðherra
mína. Þó kæmi mér ekki á óvart
þó einhverjir teldu að kominn
væri til að snúa sér aftur að einka-
lífi. Fyrsta árið að minnsta kosti
verða breytingar hverfandi," sagði
forsetinn.
25.980.- stgr. eða 29.980 afb.
Útborgun kr. 5.000.-
Eftirstöðvar á allt að 8 mán.
Ennþá
fallegri,
ennþá
betri
Gullna
Nú er gullna línan árgerð 1985 komln, hlaðin gæöum
og ennþá fallegri.
GULL-SYSTEM-1 2X40 WÖTT
Þetta er samstæða meö öllu: útvarpi, magnara, segul-
bandstæki, plötuspilara, tveimur hátölurum og skáp.
Um gæðin þarf ekki aö fjölyröa, Marantz-gæöin eru
löngu landsþekkt. Ekki spillir veröiö eöa kjörin því viö
bjóöum þessa frábæru Marantz-samstæðu á
ómótstæðilegu tilboöi:
línan 1985
SKIPHOLT119, SÍMI 29800
MERKI UNGA FÓLKSINS