Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984 117 Ný bók frá Reykjaforlaginu: „Fleira fólk“ eftir Jónas * Arnason FLEIRA FÓLK er heiti í nýrri bók eftir Jónas Árnason rithöfund. Út- gefandi er Reykjaforlagið. Bókin er myndskreytt meó teikningum eftir Kjartan Guðjónsson, en þær voru allar gerðar i þeim irum, sem þætt- irnir í henni rekja uppruna til. Jónas Árnason hefur i siðustu tveimur ára- tugum sent fri sér mörg ný leikrit, en enga nýja bók. Fyrsta bók Jónas- ar hlaut nafnið Fólk og því var ikveðið að velja þessari nafnið Fleira fólk. Dagsetningar í bókinni segja til um, hvenær frumdrög þáttanna urðu til. Stundum var um að ræða stutta dagblaðapistla, stundum dagbókarpunkta, stundum upp- rifjun gamalla minninga. Jónas hélt þessum frumdrögum saman, og mörg þeirra vann hann fljót- lega, jók við þau og endurbætti, en smiðshöggið á flesta þættina rak hann si. sumar heima hjá sér á Kópareykjum i Reykholtsdal. Seg- ir á kápusiðu bókarinnar, að i bók- inni segi frá raunverulegum at- burðum og raunverulegu fólki — og ekki síst frá höfundinum sjálf- um, sem alltaf kemur meira og minna við sögu. Lítið sem ekkert af efninu hefur áður birst i þeirri mynd, sem það birtist í bókinni, T'r ennfremur. efnisyfirliti kemur fram að þættirnir eru fjórtán að tölu og bera yfirskriftir eins og; Hljóm- borð hafnarinnar, Enginn glæpur að syngja dimmalimm, Kálfurinn Bóbó fær bréf, Mjólk úr Gríms- nesinu, Hann Skötti karlinn, Und- ir Ártúnsbrekkum, svo dæmi séu nefnd. Bókin Fleira fólk er 174 bls. að stærð, Prentrún prentaði, en káp- an er unnin á Auglýsingastofu Gísla B. Björnssonar. Demantshúsið í Hafnarfirði: Eðalsteinar á ýmsum vinnslustigum sýndir UM helgina opnar Demantahúsið í Hafnarfirði sýningu á eðalsteinum. Sýndir eru óunnir eðalsteinar, slíp- aðir eðalsteinar og handsmíðaðir gull- og silfurskartgripir með eð- alsteinum, þar á meðal perlum og demöntum sem Demantahúsið leggur mikla áherslu á, demantar í hvítagullsskartgripum og gull- skartgripum. Næstu tvær vikur mun fólki verða gefinn kostur á að kynna sér og skoða þessa muni og fræð- ast lítið eitt um eðalsteina sem líta ekki út fyrir að vera merki- legir fyrr en þeir hafa verið slíp- aðir. íslenskt handbragð á góð- málmum með völdum náttúru- steinum er yfirbragð þessarar sýningar. Sýningin er opin frá 11. til 25. nóvember. Virka daga frá kr. 13.00 til 18.00 og um helgar frá kl. 14.00 til 18.00. U-BIX UÓSRITUNARVÉLAR j . \ > s s LANG SOLUHÆSIAR Á&ANDT Á fyrstu sex mánuðum þessa árs settu U-BIX Ijósritunarvélarnar glæsilegt sölumet: Ein af hverjum þremur seldum Ijósritunarvélum á íslandi var frá U-BIX. Og ekkert lát er á vinsældunum. Þrennt skiptir máli við kaup á Ijósritunarvélum; gæði, verð og viðhaldsþjónusta. Mikil sala U-BIX víða um heim er almenn viðurkenning á gæðum vélanna og vinsældirnar hér á landi bera þjónustunni fagurt vitni. Nýafstaðin erlend verðlækkun á öllum gerðum U-BIX vélanna til Skrifstofuvéla léttir svo valið enn frekar. *Miðað vlð tölur uppgefnar af Hagstofu íslands, relknað út frá innflutnlngsverðmæti. SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. u Hverfisgötu 33 — Sími 20560 Pósthólf 377
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.