Morgunblaðið - 11.11.1984, Síða 45

Morgunblaðið - 11.11.1984, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984 117 Ný bók frá Reykjaforlaginu: „Fleira fólk“ eftir Jónas * Arnason FLEIRA FÓLK er heiti í nýrri bók eftir Jónas Árnason rithöfund. Út- gefandi er Reykjaforlagið. Bókin er myndskreytt meó teikningum eftir Kjartan Guðjónsson, en þær voru allar gerðar i þeim irum, sem þætt- irnir í henni rekja uppruna til. Jónas Árnason hefur i siðustu tveimur ára- tugum sent fri sér mörg ný leikrit, en enga nýja bók. Fyrsta bók Jónas- ar hlaut nafnið Fólk og því var ikveðið að velja þessari nafnið Fleira fólk. Dagsetningar í bókinni segja til um, hvenær frumdrög þáttanna urðu til. Stundum var um að ræða stutta dagblaðapistla, stundum dagbókarpunkta, stundum upp- rifjun gamalla minninga. Jónas hélt þessum frumdrögum saman, og mörg þeirra vann hann fljót- lega, jók við þau og endurbætti, en smiðshöggið á flesta þættina rak hann si. sumar heima hjá sér á Kópareykjum i Reykholtsdal. Seg- ir á kápusiðu bókarinnar, að i bók- inni segi frá raunverulegum at- burðum og raunverulegu fólki — og ekki síst frá höfundinum sjálf- um, sem alltaf kemur meira og minna við sögu. Lítið sem ekkert af efninu hefur áður birst i þeirri mynd, sem það birtist í bókinni, T'r ennfremur. efnisyfirliti kemur fram að þættirnir eru fjórtán að tölu og bera yfirskriftir eins og; Hljóm- borð hafnarinnar, Enginn glæpur að syngja dimmalimm, Kálfurinn Bóbó fær bréf, Mjólk úr Gríms- nesinu, Hann Skötti karlinn, Und- ir Ártúnsbrekkum, svo dæmi séu nefnd. Bókin Fleira fólk er 174 bls. að stærð, Prentrún prentaði, en káp- an er unnin á Auglýsingastofu Gísla B. Björnssonar. Demantshúsið í Hafnarfirði: Eðalsteinar á ýmsum vinnslustigum sýndir UM helgina opnar Demantahúsið í Hafnarfirði sýningu á eðalsteinum. Sýndir eru óunnir eðalsteinar, slíp- aðir eðalsteinar og handsmíðaðir gull- og silfurskartgripir með eð- alsteinum, þar á meðal perlum og demöntum sem Demantahúsið leggur mikla áherslu á, demantar í hvítagullsskartgripum og gull- skartgripum. Næstu tvær vikur mun fólki verða gefinn kostur á að kynna sér og skoða þessa muni og fræð- ast lítið eitt um eðalsteina sem líta ekki út fyrir að vera merki- legir fyrr en þeir hafa verið slíp- aðir. íslenskt handbragð á góð- málmum með völdum náttúru- steinum er yfirbragð þessarar sýningar. Sýningin er opin frá 11. til 25. nóvember. Virka daga frá kr. 13.00 til 18.00 og um helgar frá kl. 14.00 til 18.00. U-BIX UÓSRITUNARVÉLAR j . \ > s s LANG SOLUHÆSIAR Á&ANDT Á fyrstu sex mánuðum þessa árs settu U-BIX Ijósritunarvélarnar glæsilegt sölumet: Ein af hverjum þremur seldum Ijósritunarvélum á íslandi var frá U-BIX. Og ekkert lát er á vinsældunum. Þrennt skiptir máli við kaup á Ijósritunarvélum; gæði, verð og viðhaldsþjónusta. Mikil sala U-BIX víða um heim er almenn viðurkenning á gæðum vélanna og vinsældirnar hér á landi bera þjónustunni fagurt vitni. Nýafstaðin erlend verðlækkun á öllum gerðum U-BIX vélanna til Skrifstofuvéla léttir svo valið enn frekar. *Miðað vlð tölur uppgefnar af Hagstofu íslands, relknað út frá innflutnlngsverðmæti. SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. u Hverfisgötu 33 — Sími 20560 Pósthólf 377

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.