Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 6
78
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984
Faftir Önnu, Otto Frank, sá eini af íbúum vöruloftsinH aem komst lífs
af. Myndin er tekin á vöruloftinu áriö 1960.
Anna Frank
Biðin
eftir
dauðanum
Glefsur úr
DAGBÓK ÖNNU FRANK
Amsterdam,
miðvikudaginn 8. júlí 1942
„SS“-mennirnir höfðu gert
pabba boð um að mæta. Mér varð
óskaplega illt við. Allir vita hvað
það þýðir að fá svona orðsendingu.
Orðin fangabúðir og svarthol fóru
eins og elding um huga minn. Það
mátti ekki dæma pabba þangað!“
Þessi orð marka upphafið að lið-
lega tveggja ára einangrun átta
Gyðinga á lofti vöruskemmu í
Amsterdam. Einangrun sem end-
aði þann 4. ágúst 1944, þegar lög-
reglan braust inn í felustað þeirra
og fólkið var flutt í fangabúðir
nasista, þar sem sjö þeirra báru
beinin. Þótt saga þessa fólks sé
aðeins eitt lítið brot af hörmung-
arsögu Gyðinga í seinni heims-
styrjöldinni, er hún eigi að síður
einhver þekktasti vitnisburður um
ofsóknir nasista á hendur Gyðing-
um í stríðinu. Ástæðan er dagbók
eins „fanganna", unglingsstúlk-
unnar önnu Frank, þar sem hún
lýsir lífinu á loftinu þessi tvö ár og
skrifar niður hugleiðingar sínar
um sjálfa sig og mennina.
Tilvitnunin hér að ofan er úr
þessari dagbók, sem Anna hafði
þá nýlega byrjað að rita. Faðir
Önnu, Otto Frank, hafði um nokk-
urt skeið undirbúið flutninginn í
felustaðinn, en kvaðning SS-
mannanna flýtti förinni um viku.
Sjö manns komu sér fyrir á vöru-
loftinu þann 10. júlí 1942, Otto
Frank og kona hans, dætur þeirra
Margrét og Anna, Daans-hjónin
og sonur þeirra Pétur. Síðar bætt-
ist í hópinn miðaldra tannlæknir,
Dussel að nafni.
Otto Frank var sá eini áttmenn-
inganna sem lifði stríðið af.
Niðurbrotinn af sorg öðlaðist
hann lífstilgang að nýju þegar
dagbók dóttur hans kom i leitirn-
ar. Hann bjó bókina til prentunar
og setti á fót safn til minningar
um dóttur sína, bjartsýni hennar,
kraft og skilning. Síðar var unnið
leikrit upp úr dagbókinni, sem
lagði heiminn að fótum sér. Leik-
ritið hefur nokkrum sinnum verið
flutt á fslandi, og nú um þessar
mundir standa yfir sýningar á því
í Iðnó.
Hjartahlýja
og gáfur
Hvað er það við Dagbók önnu
Frank sem höfðar svo sterkt til
fólks? „Ég hef aldrei lesið jafn
gáfulega og áhrifaríka lýsingu á
styrjöld og því bðli, sem hún veld-
ur,“ skrifar séra Sveinn Víkingur í
formála að íslenskri þýðingu sinni
á dagbókinni, og bætir síðar við:
„Styrkur Önnu var hjartahlýjan,
gáfur hennar, gázki og andagift.
Vegna þessa tókst henni á þessum
árum að skrifa líkt og tilfinn-
ingarheitir og gáfaðir fulltíða
menn mundu gera við góð skilyrði,
skrifa um samband sitt við for-
eldrana, vaxandi sjálfsvitund og
vandamál hinnar vaxandi æsku.“
Dagbók Önnu Frank er ekki að-
eins vitnisburður um hörmungar
stríðsins og ofsóknir nasista á
hendur Gyðingum. Hún er ekki
síður þroskasaga önnu, sem tekur
miklum breytingum á þessu
tveggja ára tímabili — og enn-
i fremur „rannsókn" á mannlegu
eðli; á viðbrögðum venjulegs fólks
í einangruðu samfélagi óttans.
Frásagnargáfa önnu og djúpar
vangaveltur hennar, gera dagbók-
ina að þessu leyti að mögnuðu
bókmen nta verki.
Skilningur
og umburðarlyndi
Eitt enn mætti nefna, hrein-
skilni önnu og einlægni. Dagbók-
ina skrifar hún fyrir sjálfa sig og
hún gerir engan tilraun til að
breiða yfir sannleikann, hver sem
hann er: „Pappírinn er umburðar-
lyndari en mennirnir," segir Anna
á einum stað, þegar hún er að
skýra fyrir sjálfri sér hvers vegna
hún tók að halda dagbók. í dag-
bókina er hægt að skrifa allt sem í
huganum bærist án þess að eiga á
hættu ásakanir og gagnrýni. Eng-
inn hugsun er svo sterk að hún
brenni pappírinn sem hún er fest
á. Mennina skortir hins vegar oft
þroska til að taka því og skilja
sem sagt er við þá. Sálf var Anna
reyndar með ólíkindum þroskuð
og skilningsrík, og kannski á það
ekki svo lítinn þátt í fegurð þess-
arar bókar. Eftir tæplega tveggja
ára dvöl á loftinu skrifar hún:
„Okkur til mikillar skelfingar
og hryggðar, berast nú fréttir um
það, að afstaða margra til okkar
Gyðinga sé að breytast til hins
verra. Við höfum heyrt að Gyð-
ingahatur sé nú farið að koma i
ljós, þar sem ekki hefur á því borið
áður. Þetta hefur fallið okkur
mjög þungt að heyra. Orsök þessa
Gyðingahaturs er skiljanleg, jafn-
vel mannleg, en ekki betri fyrir
það. Kristnir menn ásaka Gyðinga
fyrir að hafa ljóstrað upp hernað-
arleyndarmálum við Þjóðverja og
svikið velgjörðarmenn sína. Þeir
segja, að fjöldi kristinna manna
hafí, vegna Gyðinga, orðið fyrir
hræðilegum refsingum og píslum.
Þetta er hverju orði sannara, en
málin verður að líta á með sann-
girni og skoða þau frá báðum hlið-
um. Mundu kristnir menn hafa
farið öðru vísi að í okkar sporum?
Þjóðverjar kunna mörg ráð til
þess að pfna menn til sagna. Geta
menn verið þögulir eins og gröfin
þegar þeir eru kvaldir og píndir
miskunnarlaust, hvort heldur þeir
eru Gyðingar eða kristnir menn?
Allir vita að slíkt er ómögulegt.
Og er þá hægt að krefjast þess
ómögulega af Gyðingunum?"
Kvíði
og sektarkennd
Þær fréttir sem áttmenningun-
um bárust um Gyðingaofsóknirn-
SéA út um gluggann á herbergi
Önnu Frank. Seint i kvöldin og i
nóttunni gat hún leyft sér að gægjast
út um gluggann úr myrkvuðu her-
berginu. Morgunbl»ftið/ÖI.K.M.
Vöruskemman er nú minja-
safn um örlög þessa ógæfu-
sama fólks og heitir ein-
faldlega Hús Önnu Frank.
Morgunblaðift/Ól.K.M.
Uppdráttur af vöruskemmunni
þar sem fólkið hafðist við.
(d) í þessu herbergi var inngangurinn
aö leynihíbýlum áttmenninganna. Inn-
gangurinn var hulinn hreyfanlegum
skjalaskáp.
(e) Herbergi Péturs. Stiginn úr herbergi
hans liggur upp í risiö, en þar var eini
glugginn í vistarverum fólksins sem
þorandi var að opna.
(a) Herbergi fjöl-
skyldu Van Daan.
(b) Herbergi Frank-
fjölskyldunnar.
(c) Herbergi önnu.