Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 34
106 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984 Á árínu 1985 verðn 300 ár liðin frá feðingu Bncha, Georgs Hándela og Scarlattis og 400 ár frá feðingu Heinrich Schultz. Mun tónlisUrárið bera þess merki bér sem annars staðar. T.d. mun Sinfóníuhljómsveitin flytja ásamt kórum verk eftir Bach, Handel og Schultz, kirkjukórarnir munu sameiginlega flytja Mattheusarpassíu Bachs, í Dómkirkj- unni verður flutt mótettan Signet dem Herrn, eftir Bach, Kammersveit Reykjavíkur hyggur á fjóra tónleika með verkum eftir Bach, Berg og Hándel, Langholtskórinn flytur Jólaóratoríu Bachs og Söngsveitin Fflharmonía flytur Judas Maccabeus eftir Hándel, Ríkisútvarpið flytur Matteusarpassíuna og röð Bach-konserta með íslenskum flytjendum og þannig mætti áfram telja. Músikrall allt árið 1985 Tónlistarárið 1985 er í undirbún- ingi í öllum Evrópulöndum og Ijóst orðið að það átak í þágu tónlistarinn- ar verður mjög fjölbreytt og um- fangsmikið. Kveikjan að því að ein- mitt nú var farið að forvitnast um hvaða áform væru uppi á íslandi á þessu tónlistarári var fyrirspurn úti í Frakklandi. Bæjarfulltrúi í borginni Paimpol á Bretagne spurði meðal annarra orða hvort nokkuð hefði heyrst á íslandi um undirtektir við erindi bæjaryfirvalda þar, um að fá béðan á tóniistarári litla kammer- sveit tónlistarfólks eða tónlistar- nema til tónleikahalds í Paimpol vegna sögulegra tengsla bæjarins við ísland og mundu þeir reiðubúnir til að útvega ókeypis húsnæði og ein- hvem fararstyrk. Árni Kristjánsson píanóleikari og formaður íslensku Nomus- nefndarinnar, sem falið var af menntamálaráðuneytinu að hafa með höndum undirbúninginn að tónlistarárinu hér á landi, upp- lýsti að ekki hefði verið tekin af- staða til tilboðsins i ráðuneytinu. En undirbúningsnefndin, sem i rauninni er Tónlistarnefnd al- þjóðasamvinnu eða TÓNAL og er aðili að NOMUS-nefndunum nor- rænu, hafði i sumar tekið saman hjá hinum ýmsu aðilum hvað þeir hygðust fyrir til að geta veitt Evr- ópuráðinu upplýsingar um það. Og kemur í Ijós að margvísleg áform eru á döfinni á íslandi. En síðan á eftir að koma í ljós hvaða styrkir fást til þessara áforma, að því er Árni sagði. Því þótt sumt geti staðið undir sér, þá eru önnur at- riði háð aðstoð. Aðalmarkmiðið með tónlistar- árinu á (slandi er að vekja athygli á verkum yngri og eldri íslenskra tónskálda, bæta starfsaðstöðu og tækifærí núlifandi tónskálda, tónlistarfólks og tónlistarkennara og að verða þannig eins og fram- ast er unnt til styrktar og hvatn- ingar almennri tónlistarfræðslu og tónlistarþjálfun í landinu, að því er Árni sagði. Aðalatriðið er að auka tónlistarmenntun og auð- velda öllum, ekki síst ungu fólki, að hlusta á lifandi tónlistarflutn- ing og taka þátt í tónlistarlífi á öllum sviðum í landinu. Þannig hefðu nú allir sem við tónlist fást, á hvaða sviði sem er og alls staðar á landinu, hug á að gera árið 1985 að gagnlegu og minnisverðu ári. Enda kæmi það í Ijós í þeim upp- lýsingum sem safnað hefði verið saman. Tónlistarárið 1985 er af- mælishátíðarár, 300 ár frá fæð- ingu Bachs, Hándels og Scarlattis, 400 ár frá fæðingu Schutz og 100 ár frá fæðingu Alban Bergs og ber dagskráin þess merki, auk þess sem áhersla er lögð á ungu tón- skáldin. Afmælistónskáldutn gerð skil Á vegum íslensku þjóðkirkjunn- ar, samtaka organista og kirkju- kóra er áformuð mikil kórahátíð í Reykjavík dagana 1.—9. júní með tónleikum þar sem flutt verða verk íslenskra og erlendra tón- skálda. Sameinaðir munu kórarnir æfa og flytja Matteusarpassíu Bachs. 1 hverjum mánuði á árinu 1985 verður efnt til orgeltónleika, sem helgaðir eru J.S. Bach. Dagana 13.—18. ágúst verður efnt til tónleika í Skálholtskirkju. Þar verður norræn tónlistarhátfð með flutningi á baroktónlist þar sem tónlistarfólk frá Norðurlönd- unum flmm leikur á gömul upp- runaleg hljóðfæri. Helga Ingólfs- dóttir semballeikari skipuleggur þá I Dómkirkjunni í Reykjavík eru áformaðir músíkdagar í nóvem- bermánuði 1985 og verða þar flutt verk eftir íslensk og erlend tón- skáld, þar á meðal Bach-mótettan „Siuget dem Herrn“. 1 októbermánuði mun Kamm- ermúsíkklúbburinn í Reykjavík standa fyrir sellótónleikum með Erling Blöndal Bengtsson, sem mun flytja allar svítur Bachs fyrir selló. Þá hyggst Kammersveit Reykjavíkur efna til fjögurra hljómleika á árinu, þar sem m.a. verða flutt verk eftir Bach, Berg og Hándel. Langholtskórinn hyggst taka þátt í tónlistarárinu m.a. með því að flytja Jólaoratorfu Bachs á ákveðnum dögum. Þá eru áform- aðir hljómleikar með Hallgríms- kirkjukórnum með tónlist Hein- richs Schutz. Og Langholtskórinn fer í tónleikaferð til Austurrfkis og Italíu undir stjórn Jón Stef- ánssonar f júní 1985. Fílharmónfukórinn mun á árinu flytja undir stjórn Guðmundar Emilssonar Judas Maccabeus eftir Hándel með Sinfóníuhljómsveit Islands. Hamrahlíðarkórinn mun taka þátt i Kórahátíðinni f Strassburg á árinu 1985 undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Sinfóniuhljómsveit (slands mun i marsmánuði 1985 efna til kamm- ermúsiktónleika með verkum Alb- ans Bergs. En á þessu músfkári mun hljómsveitin flytja ásamt kórum verk eftir Bach, Hándel og Schútz. Nútímatónlist Nútímatónlist er verulegur liður f íslensku dagskránni á tónlistar- árinu. Vonir standa til þess að hægt verði að flytja verk eftir annaðhvort finnsk eða þýsk tón- skáld á Músíkdögum f nóvember 1985 og bjóða tónskáldunum til landsins af þvi tilefni. Verða þeir tónleikar í Dómkirkjunni í Reykjavík. Nýtt orgel verður vigt á árinu með verki sem Jón Nordal hefur sérstaklega verið beðinn um að semja af þvf tilefni. Dómorgan- istinn, Marteinn H. Friðriksson, mun vígja orgelið. Þá hyggst Islenska hljómsveitin efna til 6 hljómleika á árinu og leika að minnsta kosti eitt fslenskt verk í hvert sinn. Musica Nova hefur pantað fjögur ný verk til flutnings á árinu 1985. Þá koma f janúar eða febrúar inn f myndina Myrkir músíkdagar, sem samtök tónskálda standa fyrir árlega. Jazzvakning sér um að jazzinn verði ekki útundan og mun á sinni eigin afmælíshátíð á árinu 1985 flytja ný jazztónverk eftir Gunnar Reyni Sveinsson og Stefán S. Stefánsson. Nýtt orgel verður vigt í Dómkirkj- unni með nýju verki eftir Jón Nor- dal. En þjóðkirkjan, kirkjukórar og organistar hafa margvíslegt hljóm- leikahald á hátíðarárinu í undirbún- ingi. Á árinu 1985 verða 100 ár liðin frá fæðingu tónskáldsins Albans Bergs og er það ekki síður tilefni hátíðar- árs í Evrópulöndum en afmælis eldri meistaranna. Þess mun einnig gæta á íslenskum tónleikum. T.d. mun Sinfóniuhljómsveitin efna til tón- leika með verkum hans. Á tónlistarárinu hyggst Kammer- músikkhibburinn standa fyrir tón- leikum þar sem Erling Blöndal Bentsson leikur allar svítur Bachs fyrír selló. fslenska óperan áformar að frum- flytja íslenska óperu eftir Jón Ás- geirsson á tónlistarárinu. BARNAFATNAÐUR Getum selt barnafatnaö og -skó í heildsölu úti á landsbyggðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.