Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 10
82
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984
SKÖPUN ARGÁFAN
Snillingarnir
eru margir
snælduvitlausir
Fyrir nærri 2.500 árum veltu
Plató og Aristoteles því fyrir
sér, hvort samband væri á milli
auðugs ímyndunarafls og sköpun-
argáfu listamanna og geðveiki, en
það er þó fyrst nú, að bandarískur
sálfræðingur segist tilbúinn til að
sanna, að svo sé.:
Til að kanna málið fór dr. Kay
Jamison, prófessor í sálfræði við
Kaliforníuháskóla, til Bretlands
og hafði þar samband við 300 mál-
ara, myndhöggvara, leikskáld,
skáld og rithöfunda. Henni til
mikillar furðu voru 47% reiðubún-
ir að svara spurningum um geð-
heilsu sína en það er hærra hlut-
fall en gerist og gengur. Henni
kom það líka á óvart hve margir
mannanna höfðu verið til með-
ferðar vegna þunglyndis og ann-
arra sálarmeina auk þess sem
óeðlilega margir „voru beinlínis
geðveikir eða komnir út á ystu
brún“.
Niðurstöðurnar af rannsókn-
inni, sem dr. Kay ætlar aö segja
frá í væntanlegri bók, eru þær, að
töluleg tengsl séu á milli mikillar
sköpunargáfu og geðveiki og að
skáldlegi innblásturinn svokallaði
sé að nokkru leyti tengdur áköfu
þunglyndi.
Geðveikust voru skáldin, segir
dr. Kay, og þeir, sem höfðu „alveg
gefið skáldfáknum, ímyndunarafl-
FJÖLMIÐLUN
IBandaríkjunum hefur þeirri
gagnrýni stundum verið hreyft
meðal blaðamanna og annarra, að
heista hlutverk blaðafulltrúa ríkis-
stjórnarinnar sé að hagræða frétt-
unum, sem almenningi eru fluttar í
fjölmiðlum. Vegna þess gekkst
Brookings-stofnunin í Washington
fyrir sérstakri rannsókn á sam-
skiptum blaðafulltrúa Hyfta húss-
ins við fjölmiðlana og komst að því,
að þeir eru hafðir fyrir rangri sök.
Þær voru góðar fréttirnar af
rannsókninni en þær slæmu voru,
aö talsmenn ríkisstjórnarinnar,
jafnvel þeir sem næstir standa
forsetanum, eru alls ekki hafðir
með í ráðum þegar mikilvægar
ákvarðanir eru teknar og vita því
oft lítið hvað um er að vera.
Rannsókninni, sem kallaðist
„Ríkisstjórnin og samskipti
hennar við fjölmiðlana", stjórn-
aði Stephen Hess, en hann vann
fyrir ríkisstjórn Eisenhowers og
Nixons og hefur skrifað bók um
blaðamenn í Washington. Rann-
sóknin stóð í heilt ár og fór fram
í Hvíta húsinu, utanríkisráðu-
neytinu, Pentagon og tveimur
skrifstofum upplýsingadeildar
stjórnarinnar.
Hess segir í skýrslu sinni: „Við
athuganir mínar komst ég að því,
að það er ekki rétt, sem sagt er,
að blaðafulltrúarnir lagi í hendi
sér fréttirnar eða stjórni þeim.
inu, lausan tauminn voru gersam-
lega ga-ga“.
Dr. Kay nefnir að sjálfsögðu
engin nöfn en helming skáldanna,
sem hún hafði samband við, má
finna í Oxford-bókinni um tuttug-
ustu aldar skáldskap og öll höfðu
þau fengið gullorðu drottningar
fyrir verk sín. Listamennirnir
voru allir í Konunglegu listaka-
demiunni og leikskáldin höfðu ým-
ist unnið gagnrýnendaverðlaun í
New York eða London eða hvort
tveggja.
Dr. Kay komst að því, að helm-
ingur skáldanna hafði leitað sér
lækninga við þunglyndi eða sjúk-
legri þráhyggju, sem er að sjálf-
sögðu óvenju hátt hlutfall, og 38%
allra, sem svöruðu spurningum
hennar, höfðu þurft að taka inn
lyf vegna einhverra sálarkvala.
Meginniðurstaðan er sú, að
listamenn séu 35 sinnum líklegri
til að þjást af skapgerðarbrestum
en fólk almennt.
- CRISTOPHER REED.
Þeir eru einfaldlega ekki nógu
slungnir eða nógu valdamiklir til
að geta það.“ Mestur tími blaða-
fulltrúanna „fer í að komast að
því hvað kollegar þeirra eru að
gera“.
Samt sem áður liggja blaða-
fulltrúarnir undir þeim grun yf-
irboðara sinna, að þeir leki öllum
fréttum í blaðamennina, sem aft-
ur saka þá um að liggja á fréttun-
um eins og ormur á gulli. Hess
segir, að blaðamenn yrðu í raun
hissa ef þeir vissu hve hart blaða-
fulltrúarnir leggja að sér fyrir
þá.
Blaðafulltrúarnir byrja gjarna
daginn á því að fara yfir úrklipp-
ur úr helstu dagblöðunum, eink-
um New York Times og Wash-
ington Post, og eru því ýmist að
lesa um eigin gjörðir eða miðla
upplýsingum til fjölmiðlanna.
Þegar Hess kynnti bók sína á
blaðamannafundi nefndi hann
nokkur dæmi um það hve Larry
Speakes, talsmaður Hvíta húss-
ins, gæti verið utangátta. Hann
vissi t.d. ekkert um innrásina í
Grenada fyrr en hún var næstum
um garð gengin og þegar frétta-
menn spurðu hann um orðróminn
um afsögn Alexander Haig sem
utanríkisráðherra hafði hann
ekki hugmynd um það mál.
Hess er ekki hrifinn af blaða-
fulltrúum ríkisstjórnarinnar,
TAUGAHRÚGUR
Garmarnir
sem geta ekki
setið auðum
höndum
Flestum launþegum hefur verið
stytting vinnuvikunnar kær-
komin. Svo er þó ekki um alla, og
hefur hún meira að segja reynst
ýmsum Japönum óbætanlegt bðl,
ekki sízt miðaldra karlmönnum.
Sjötíu og sjö prósent vinnandi
fólks í Japan hafa nú fimm daga
vinnuviku, eins og tíðkast víða á
Vesturlöndum. Ein afleiðingin þar
eystra er mikil aukning svokall-
aðra geð-vefrænna sjúkdóma hjá
karlmönnum milli fertugs og
fimmtugs, sem hafa ekki getað að-
lagað sig þessum breyttu aðstæð-
um. Það er líka að vissu leyti eðli-
legt þegar tekið er tillit til þess, að
eftir stríðslok voru ungir drengir
japanskir beinlínis aldir upp í
þeirri trú, að þeir ættu að leggja
fram alla sína krafta í þágu þeirra
fyrirtækja, sem þeir réðust til og
stuðla þannig að auknum hagvexti
í Japan. Það varð meðal annars til
þess að margir fundu sér engin
hugðarefni fyrir utan vinnuna.
Toru Sekiya geðlæknir í Tókýó
segir frá 45 ára gömlum manni,
sem leitaði hjálpar hans. Sá var
einn af aðstoðarframkvæmda-
stjórunum í stóru verzlunarfyrir-
tæki, þar sem tekin var upp fimm
daga vinnuvika fyrir þremur ár-
sem margir fengu starfið fyrir
það eitt að hafa* skrifað mikið um
kosningabaráttuna 1980. Þeir
hafa hins vegar litla þekkingu á
efnahags- og utanríkismálum og
hættir því til að túlka allar gerðir
forsetans á mjög einhliða hátt.
Þrátt fyrir gagnrýni efast
fréttamenn í Washington sjaldan
um þær aðferðir, sem beitt er við
fréttamiðlunina. Bókin hans
Hess ætti því að geta stuggað við
þeim, því að kerfið sem hann lýs-
ir er bæði kostnaðarsamt og
óhemju tímafrekt. Þá lexíu má af
henni draga, að ef fólk trúir ekki
öllu sem stendur á prenti, þá ætti
það ekki heldur að trúa öllu, sem
blaðafulltrúarnir láta út úr sér.
Ekki af því að þeir séu að ljúga,
heldur af þvi að ólíklegt er að
þeir viti mikið.
— ROBERT CHESSHYRE
um. Maðurinn varð eirðarlaus og
óánægður um helgar og brá á það
ráð að taka með sér verkefni til að
vinna heima. Fjölskyldu hans var
það á móti skapi, svo að hann fór
að vinna að verkefnum sínum á
kaffihúsum eða í næsta bókasafni.
Stöku sinnum þóttist hann jafnvel
hafa gleymt einu eða öðru á
skrifstofunni, svo að hann fengi
átyllu til að skjótast þangað á
sunnudögum. Eirðarleysi hans
LÍF & LIST —
Leynilistin
hans Dalis
Næsta vor verður opnuð í
Lundúnum forvitnileg list-
sýning. Er þar um að ræða síðustu
verk spænska meistarans og súr-
realistans Salvador Dali, sem
þykja hafa listrænt gildi. Fáir hafa
hingað til vitað um þessi verk, en
Dali er alvarlega sjúkur og ólíklegt
talið að honum verði framar auðið
að stunda list sína.
Þessi leyndi fjársjóður hefur
að geyma 40 höggmyndir. Svo
sem kunnugt er, stundaði Dali
málaralist lengst af, og hann var
kominn á áttræðisaldur þegar
hann sneri við blaðinu og tók að
einbeita sér að höggmyndalist-
inni. Aðeins nokkrir nánir vinir
hans og samstarfsmenn hafa vit-
að um þetta safn höggmynda
sem hann vann að á efri árum.
Gera má ráð fyrir að handa-
gangur verði í öskjunni í Lund-
únum þegar af sýningunni verð-
ur, því að gullsali í borginni ætl-
ar að hafa á boðstólum eftirlík-
ingar höggmyndanna úr gulli.
Söluverðið á hverju verki verður
um 120 milljónir króna.
Höggmyndasafnið er nú í
höndum spænsks listaverkasala,
Klott að nafni, en Ian Friend,
sérfræðingur í höggmyndalist
við Tate-listasafnið í Lundúnum,
gerði sér nýlega ferð til Barcel-
ona til að skoða verkin, og er
hann einn af fáum sem hafa séð
þau. Kveðst hann furðu lostinn
yfir því, hversu góð þau séu.
Dali tókst að færa tækni sína
og sköpunarkraft frá málverkinu
yfir í annað listform, en slíkt er
fátítt.
Höggmyndirnar eru fremur
litlar, innan við metra á hæð. í
þeim koma fram margvísleg
súrrealísk myndefni, sem kunn
eru frá málverkum meistarans.
Allt frá fjórða áratug aldar-
innar fékkst Dali dálítið við gerð
ágerðist og hann þjáðist af maga-
verk og svefnleysi.
Sekiya segir frá öðrum sjúkl-
ingi, sem á sér svipaða sögu og
margur annar. Hann er sérfræð-
ingur á sviði hugbúnaðar og hann
dvaldist á skrifstofu sinni um
helgar til að föndra við tölvurnar.
Vinnufélögum hans hugnaðist
þetta illa, þannig að hann sá sig
tilneyddan að vera heima um
helgar. En þar var heldur tómlegt,
því að börnin voru vaxin úr grasi
og sáust sjaldan, en eiginkonan
var á námskeiði að læra að halda
teboð upp á gamla, japanska vísu.
Maðurinn gat ekki leitað á náðir
Bakkusar, þar sem hann var
sterkur bindindismaður, og þvi
tók hann að leita huggunar í mat
og hljóp í spik. Hann þjáðist af
uppköstum, svefnleysi og sjón-
truflunum.
Dr. Sekiya segir að óforbetran-
legur vinnuþræll geti náð andlegu
jafnvægi og fullri heilsu á mjög
skömmum tíma, ef hann njóti
stuðnings fjölskyldu sinnar.
„Ég skil vel hvernig þessum
mönnum líður," segir hann. „Áður
fyrr glumdi stöðugt i eyrum
þeirra, að vinnan göfgaði mann-
inn, en hvíld var talin til lasta. En
núna líta fjölskyldur á þá eins og
hálfgerða vandræðagemsa."
— PFTER MCGILL
Dali: Eftirlíkingar úr gulli.
listaverka í þrívidd og sum
þeirra hafa hlotið frægð. Þar á
meðal er hinn svonefndi „hum-
ar-sími“, sem Tate-listasafnið á,
og „sófi Mae West“, sem hefur að
fyrirmynd nautnalegar varir
leikkonunnar. En Reynold
Morse, sérfræðingur í list Salva-
dor Dali, telur að verkin sem eru
í höndum Klotts séu einu lista-
verk meistarans, sem standi und-
ir nafninu höggmyndir.
— MARTIN BAILEY
Blaðafulltrúar
fá uppreisn æru