Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984 101 Kaupmannahöfn: Fréttabréf ór Jónshúsi Jónshúsi, 29. október. VETRARSTARF íslenzku félaganna í Kaupmannahöfn er nú hafið og voru nýlega haldnir aðalfundir þeirra og fyrsta tölublað Þórhildar á þessum vetri kom út fyrir nokkru, vandað að efni og útliti. Þá hefur félagsheimilið verið málað og prýtt af sjálfboðaliðum undir forystu og verkstjórn gestgjaf- ans, Arfeqs Johansen. I þessari viku verður sett þar upp sýning Maríu Kjarval á málverkum og teikningum og mun hún standa til 30. nóvember. Er margt annað á döfinni í félagsheim- ilinu og hinir fostu vetrardagskrárliðir upp teknir, svo sem konukvöld og fé- lagsvistir, myndbandasýningar og karlakvöld. Má lesa um allar sam- komur í dagskrá Þórhildar, sem fé- lagsmenn í íslendingafélaginu og Námsmannafélaginu fá senda, og er hið bezta samstarf milli félaganna um útgáfu blaðsins. Ritnefnd þess skipa: Ásdís Herborg Ólafsdóttir, Dóra Stef- ánsdóttir, Magnús Gestsson, Oddgeir Þórðarson, Sighvatur Sævar Árnason og Sigurður Jóhannesson. Sl. laugardag hafði Kaupmanna- hafnardeild Norræna félagsins sam- komu í félagsheimilinu í tilefni norræna bókmenntaársins. Lásu þar upp fulltrúar eyjanna í Norður- Atlantshafinu, Islands, Færeyja og Grænlands, en áður höfðu svipaðar samkomur verið haldnar með full- trúum hinna Norðurlandanna. Bauð íslenzki presturinn gesti velkomna til samverunnar, sem frú Else Verner-Nielsen frá Norræna félag- inu stjórnaði. Fyrst las Ragnhildur Ólafsdóttir rithöfundur úr bók sinni Auði, sögu um íslenzka telpu, sem elst upp hjá vandalausum, og las Ragnhildur kaflann um strok hennar úr vistinni daginn eftir að hún fermdist. Auður er önnur bók Ragnhildar, en hin fyrri heitir í íslenzkri þýðingu „Fólk á förum". Ragnhildur hefur búið lengi í Danmörku og skrifar því bækur sínar á dönsku. — Færeying- urinn Regin Dahl, sem er ljóöskáld og búsettur í Haderslev, las næstur. Las hann ljóð sin á dönsku, fær- eysku, norsku og sænsku, úr bókun- um Orðakumlar, Sneisaboð og Eftir- torv, og norska þýðingu eftir Knut ödegaard úr bókinni Færöisk Lyrik, en þá sænsku eftir Inge Knutsson úr Bránning och bleke. — Síðastur las Hans Lynge frá Græniandi, sem nú er einnig búsettur i Danmörku, en hann skrifar nær eingöngu á græn- lenzku. Fór hann með 2 frásagnir úr eigin ævisögu við hinar beztu undir- tektir og las ljóð sitt frá 1000 ára minningu landnáms Eiríks rauða á Grænlandi, sem hann áður flutti við hátiðahöldin í Brattahlið. Hans Lynge er einnig þekktur listmálari og myndhöggvari og hefur gert minnismerki Eiriks rauða, sem af- hjúpað var á afmælishátfðinni fyrir tveimur árum. — Samkomunni sleit formaður Kaupmannahafnardeildar Norræna félagsins, Erik Munch, og sagði hana verðugt tillegg til nor- ræna bókmenntaársins. Daginn eftir, sunnudaginn 28. okt., var önnur vel heppnuð skemmtun i félagsheimilinu eftir guðsþjónustu i Skt. Pálskirkju. Voru þar 75 manns á degi eldra fólksins, en eins og áður hefur verið vakin athygli á f fréttabréfi eru afar margir íslendingar á eftirlaunaaldri hér i Höfn. Stór hluti kirkju- og samkomugesta var þó ungt fólk og má geta þess, aö kirkjukórnum hafa bætzt margar ungar raddir. Sendi- herrahjónin, Einar Ágústsson og Þórunn Sigurðardóttir, buðu kirkju- gestum til kaffidrykkjunnar i Jóns- húsi og flutti sendiherrann ávarp i upphafi og bauð gesti velkomna. Presturinn stjórnaði samkomunni og Maria Ágústsdóttir organisti i is- ienzku guðsþjónustunum lék undir fjöldasöng. Skjöldur Eiriksson frá Skjöldólfsstöðum flutti frumort ljóð, Færeyingurinn Harald Ántoni- us sagði frá sjóferðum við ísland og skipstrandi fyrir hálfri öld og að lokum var sýnd isienzk kvikmynd. Á aðalfundi íslendingafélagsins 15. október. sl. voru 7 konur kosnar í stjórnina og eru góðar vonir bundn- ar við stjórnarstörf þeirra. Formað- ur er Bergþóra Kristjánsdóttir, varaformaður Guðrún Valdimars- dóttir, ritari Kristín Oddsdóttir Bonde, gjaldkeri Sigrún J. Erunhde og meðstjórnendur Áslaug Svane, Guðrún Eiríksdóttir og Kristjana Rasmussen. Var ákveðið á fundin- um, að stjórnin leiti eftir enduraðild að SÍDS, Sambandi Islendinga í Danmörku og Svíþjóð, og mun sam- bandiö þvi sjá um íslandsferðir fé- lagsins um jólin. Fyrir hönd félags- ins situr nú Bergþóra Kristjánsdótt- ir í stjórn Jónshúss og er hún fyrsta konan, sem sæti á i stjórninni, en fulltrúi Námsmannafélagsins i henni er Gunnlaugur Júlíusson. Þá var aðalfundur Félags is- lenzkra námsmanna í Kaupmanna- höfn haldinn 24. október. Var hann fjölsóttur og urðu þar miklar um- ræður. Eftirtalin voru kosin í stjórn FÍNK.: Jón Helgason formaður, Gunnars S. Ingimarsson gjaldkeri, Hallur Kristjánsson ritari, Ragnar Kristjánsson spjaldskrárritari og Ásdís Auðunsdóttir meðstjórnandi. Formaður stjórnar SÍDS er Pétur Gunnarsson, en fulltrúar í félags- heimilisnefnd Guðmundur örn Ing- ólfsson og Pétur Gunnarsson, og frá tslendingafélaginu eru þær Guðrún Eiríksdóttir og Guðrún Valdimars- dóttir í félagsheimilisnefnd. G.L.Ásg. Rauði Krosslslands CNýjasta sfirauljjÖður höfuðborgarinnar Xonfektbuðin SVISS að JZaugavegi 8 er nýjasta skrautfjöður fwfuðborgarinnar. ‘T’essi litla og skernmtilega verslun befur eingóngu á boðstólum fiandunnio góðgœti frá svissneskum kon- fektmeisturum. fNú geta íslenskir lífs- nautnamenn unað glaðir við sitt: 1 SVISS fœst filuti af því frelsta sem fntgur þeirra girnist mest. fjómsœtir .íTruffes"-molar og annaó fnmneskt sælgœti fyllir gljáfægóar fiillurnar. rÞctta er vandaðasta konfekt sem völ er á. Sérkver moli inniheldur Ijúffenga blöndu valdra bragð- efna. Líndir sætum súkkulaóihjúp er massi úr fireinum rjóma og ýmsu góð- gæti: fmetum og möndlum, appelsín- um, sítrónum, ananas, kirsuberjum, jarðarberjum, kaffbaunum, fiunangi og ýmsum eðalvínum. rÞessu glæsilega og bragðgóða konfekti í SVISS er erfitt að lýsa með orðum. Skynsamlegast er að falla fyrir freist- ingunni að skoða sig um í SVISS - og komast þannig á bragðið í eitt skipti fyrir öll! ‘Konfektið frá SVISS er ekki aðeins dásamlega bragðgott og lystugt á að líta. Tinnig ber að geta jiess hvernig konfektinu er pakkað inn í falleg- ar umbúðir, sem fullkomna heildarsvipinn. ‘Erfitt er að hugsa sér skemmtilegri tækifærisgjöf en „truffes' innpakkað með slaufu. rÞað sem er auðvitað ánægjulegast vícI stofnun þessa svissneska konfektbyð- veldis tið Jíaugaveg, er að nú vita sælkerar hvernig desert næstu mikilvægu máltíðar verður samanseltur: ilmsterkt kaffi, staup afljúfum drykk og qómsætur konfektmoli frá SVISS! Laugavegi 8, sími 24545 tnóö ÓSA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.