Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984 127 Fréttapunktar * Ljóst er aö myndböndin eru sí- fellt aö styrkja stööu sína, hérlend- is sem annars staöar. Víst er aö hiö langa verkfall aö undanförnu hefur hjálpaö til viö þessa þróun. i tvo mánuöi komu blööin ekki út svo almenningur haföi litlar sem engar upplýsingar um hvaö var á döfinni í kvikmyndahúsunum nema úr óábyggilegum, fjölrituöum sneplum á glæpaverði. Annaö var uppi á teningnum í myndbandaleigunum, þar var oftast örtröö og til undantekninga heyrði ef til var tæki á lausu. Flest- ar þeirra juku verulega viö eintaka- fjölda sinn og fjölguöu titlum á þessum gósentíma. Bæöi löglega og ólöglega, eins og flestir vita sem eitthvaö þekkja til þeirrar skálmaldar sem ríkir í þessum mál- um. Á bak við borðin er gnótt nýrra, frægra mynda sem enn eru ósýndar hór í kvikmyndahúsum. Get óg nefnt sem dæmi t.d. Brain- storm, Gorky Park, The Dead Zone. Greinilegt er aö hér veröur aö frumsýna kvikmyndir í framtíð- inni áöur en byrjaö er aö fjölfalda Þ®r í Englandi. Þetta er slæm þróun fyrir kvik- myndahúsin og furöulegt aö þessi ■ögleysa skuli látin viðgangast fyrir opnum tjöldum þegar mörg þeirra Þerjast í bökkum. Hitt er ekki síöur alvarlegt aö meö þessum hætti fara gífurlegar upphæöir í hendur gangstera, bæöi hérlendis sem er- lendis í staöinn fyrir sveltandi kvikmyndaiönaö sem veitir svo sannarlega ekki af öllum jjeim Þau Richard Gara og Diana Lana í „heitri" senu í mynd aam baöiö er eftir með mikilli eftirvæntingu, bæöi af áhorfendum og kannska ekkert síöur af framleiöendum hennar — The Cotton Club. tekjum sem honum ber. Því ekki fjalla allar myndir um um Indiana Jones... ★ Tvær af jólamyndunum vestan hafs verða þær Johnny Danger- ously og The Cotton Club. Sú fyrr- nefnda er gamanmynd sem er sögö eiga aö gera þaö sama fyrir „gangstermyndina“ og Blazing Þau Joe Piscopo, Michael Keaton og Mariiu Henner i myndinni Johnny Dangerously, komandi jólamynd vestra, og ku vera púragrín aó gangstermyndinni. Þeir King og Straub, nýbúnir aö koma The Talisman á markaöinn og selja kvikmyndaréttinn á stór- fé í hendur Spielbergs sjálfs. Kampakátir að vonum. Saddles geröi fyrir vestrann. En sjálfsagt er beðiö með mestu ofvæni eftir The Cotton Club Francis Coppola, en þessa dagana er hann að sníöa hana til meö skærum sínum. * Þeir ágætu leikarar Sissy Spac- eck og Kevin Kline munu fara meö aöalhlutverkin í myndinni Violets are Blue. Hún er nútímaástarsaga um margverölaunaöan blaöaljós- myndara (Spaceck), sem snýr til heimabæjar síns eftir fimmtán ára fjarveru og á ástarævintýri meö æskukærastanum, sem nú er gift- ur... * Nýhafin er taka á kvikmynda- gerö vinsælasta söngleiks sem settur hefur veriö upp á Broadway (og er örugglega mörgum iandan- um kunnur), A Chorus Line. Flestir sviösleikaranna halda hlutverkum sínum í myndinni sem stjórnaö er af Richard Attenborough. Þess má geta aö söngleikurinn gengur enn fyrir fullu húsi. * Steven Spielberg mun standa aö baki Richards Donner (Super- man — The Movie, The Omen), sem framleiöandi viö gerö mynd- arinnar The Goonies. Er þaö sama hlutdeild og hann átti í hinum bráövinsælu myndum Gremlins og Poltergeist. Handritið aö The Goonies er í höndum Chris Columbus, en hann haföi sama hlutverk meö höndum viö gerö Gremlins, þriöju vinsæl- ustu myndar þessa árs. ★ Þaö er nýjast aö frétta af Spiel- berg aö hann er nýbúinn aö kaupa kvikmyndarétt mest seldu bókar- innar á markaðnum vestan hafs í dag, The Talisman. Skaust bókin sú uppí fyrsta sætiö í Time á ör- fáum dögum eftir útgáfudaginn. Þaö er ekkert nýtt undir sólinni, fyrir annan höfund hennar, a.m.k., því hann er enginn annar en hroll- vekjumeistarinn sjálfur, Stephen King. Hinn er heldur enginn aukvisi viö gerö hryllingssagna, Peter Straub, en eftir hann liggur m.a. ein besta draugasaga síöari tima, Ghost Story, sem var gjörsamlega eyöilögö svo ekki stóö steinn yfir steini í myndgerö hennar sem sýnd var hérlendis fyrir einu til tveimur árum. Þaö veröur gaman aö fylgj- ast meö afrakstri þessara garpa. Stjörnugjöfin STJÖRNUBÍÓ: Moskva vió Hudsonfíjót +*'/t Educating Rita ++++ AUSTURBÆJARBÍÓ: Hamagangur i öskjunni +++ Arthur +++ NÝJA BÍÓ: Dalalif +'/* LAUGARÁSBÍÓ: Raggedy Man ++'A Frönskukennarinn O BÍÓHÖLLIN: Splash ++'Á REGNÐOGINN: Kúrekar noröursins * Rauöklædda konan **'/t Siöasta iestin +++ 8V „Skilaöu kveðju á Broad Street“ Nokkur orö um myndina med bítlinum fyrrverandi, Paul McCartney McCartney og Ringo Starr, þó akki í Atlavik. Paul McCartney er aöal- stjarnan í nýrri kvikmynd, sem nýlega var frumsýnd vestur í Bandaríkjunum og heitir Give My Regards to Broad Street eöa „Skilaöu kveöju á Broad Street". Auk þess aö leika í myndinni, á hann tónlistina í henni og hann skrifaöi handritiö. Meö honum leika Ringo Starr, sem islending- um ætti aö vera aö góöu kunnur eftir síöustu verslunarmannahelgi, eiginkona Starrs, Barbara Bach, sem ætti aö vera okkur jafnkunn eftir sömu helgi, og Linda McCartney, eiginkona Pauls. Þannig er Skilaöu kveöju á Broad Street hálfgert fjölskyldufyrirtækl, þótt hún þurfi ekki aö vera verrl fyrir þaö. Leikstjóri myndarinnar heitir Peter Webb og er þetta hans fyrsta mynd í fullri lengd. Þaö eru liöin tvö ár síöan ráöist var í gerö hennar. Webb, sem hefur helst fengist viö gerö auglýsingamynda fram aö þessu, segir í viötali aö Skilaöu kveöju á Broad Street hafi aldrei átt aö vera nema örstutt mynd gerö fyrir McCartney per- sónulega, en siöan hafi hún stækk- aö og oröið viöameiri og er frum- sýning hennar nú álitinn meirihátt- ar viöburöur. Hún kostaöi átta og hálfa milljón dollara, haföi kvik- myndafyrirtækiö 20th Century Fox Leikstjórinn Pefor Webb. aö bakhjarli og var studd af út- gáfufyrirtæki McCartneys, sem haföi ekki svo lítiö aö segja. „Þegar viö hófumst handa vor- um viö aðeins lítill hópur meö einn flutningabíl. Á endanum voru hóp- arnir orönir fjórir og viö höföum lagt undir okkur heilt upptökuver. Þaö eina, sem ég gat gert þá, var aö brosa," segir Peter Webb. Þaö var fyrrum kollegi hans í auglýsingageröinni, David Putt- nam, sem kom Webb í samband viö McCartney. „Paul haföi komið því á framfæri viö vin sinn Puttnam aö sig langaöi aö gera kvikmynd og baö hann aö mæla meö „ung- um“ og upprennandi leikstjóra auglýsingamynda. Paul ætlaöi sér aö vera útsetjari, höfundur, stjarna og borgunarmaöur myndarinnar og hún átti aö kosta hálfa milljón punda," segir Webb. Hann bætir þvi viö aö hann heföi átt aö gera sér grein fyrir aö þaö yröi „ómögulegt aö gera stutta mynd meö einhverjum eins og Paul McCartney". Bæði Warner Brothers og 20th Century Fox sýndu áhuga á myndinni eftir aö tökur hófust og síöarnefnda fyrir- tækiö geröi tilboö, sem erfitt var aö hafna. A skömmum tíma varö myndin aö dæmigeröri Holly- wood-framleiöslu (þótt hún hafi öll veriö tekin í Bretlandi). f stuttu máli er „Broad Street" um sólarhring í lífi poppstjörnu, sem týnt hefur hljóöupptökunni á nýjustu plötunni sinni. Leitin aö henni snýst upp i n.k. Garldrakarl- inn í Oz-stemmningu þar sem blandaö er saman ímyndun og raunveruleika. Þaö eru 14 lög í myndinni, þar af gömul og góö eins og „Yesterday", „Eleanor Rigby" og „Here, There and Every- where" og nýútkomin lög eins og „No More Lonely Nights". Auk þeirra, sem þegar hafa veriö nefnd, koma söngkonan Tracey Ullman og Ralph heitinn Richard- son fyrir í myndinni, en þetta var síöasta hlutverk meistara Rich- ardsons. „Viö hugsuöum sem svo," segir McCartney, „hvers vegna ekki aö reyna aö fá þá bestu sem völ er á, fólk, sem ég hef gaman af aö hlusta á og hefur alltaf langaö aö vinna meö? Þú veist aö i Holly- wood í gamla daga var venjan aö láta einhverja glamörstjörnuna leika á píanó en láta svo Arthur Rubinstein spiia viö hljóösetning- una. Enginn leikur Ringo betur en Ringo sjálfur, svo hvers vegna ekki aö ráöa hann?“ — ai.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.