Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 24
96 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR11. NÓVEMBER 1984 Buscetta, sem einnig er þekktur undir nafninu Don Masino, ákvað þvi að leysa frá skjóðunni og játningar hans hafa orðið til þess að á fimmta hundrað Mafíumenn, jafnt stór- glæpamenn sem smáglæpamenn, hafa verið handteknir á Italíu að undanförnu. Leit stendur yfir að fleirum, bæði á Ítalíu og í Banda- ríkjunum. Buscetta hefur staðið framar- lega í alþjóðlegum heróín- og kókaínviðskiptum Mafíunnar. Játningar hans, sem eru 3.000 vélritaðar síður, eru hinar fyrstu frá hendi eins helzta leiðtoga sam- takanna í sögu þeirra. Kunnur stjórnmálamaður hefur dregizt inn í rannsókn málsins: Vito Ciancimino, fyrrverandi borgarstjóri kristilegra demó- krata í Palermo, sem hefur haft á hendi stjórn skipulagsmála í þeim armi flokksins er stutt hefur Giul- io A ndreotti utanríkisráðherra. Húsleit hefur verið gerð á heim- ili hans og vegabréf hans hefur verið gert upptækt, þótt hann gangi enn laus. Grunur leikur á að hann hafi veitt Mafíunni bygg- ingaleyfi í Palermo. Innsýn Frásögn Buscetta veitir nýja innsýn i skipulag Mafíunnar. Hver „fjölskylda“ innan hennar stjórn- ar ákveðnu svæði eða hverfi og „höfuð" hverrar „fjölskyldu", capo de famiglia, stendur í tengslum við önnur „fjölskylduhöfuð" í hverju héraði. Sikiley lýtur stjórn tíu „kardin- ála“, sem sitja í svokölluðu „æðsta ráði“. Ýmis Mafíusvæði velja kardinálana, en áhrif einstakra svæða fara eftir því hve um- fangsmikil glæpastarfsemi þar er stunduð. Þess vegna eiga tvær valda- mestu Mafíufjölskyldurnar á eynni tvo kardinála hvor í ráðinu, en hinir kardinálarnir sex eru fulltrúar annarra „fjölskyldna" og svæða. Yfir „æðsta ráðinu" trónar síðan „páfi“, maður sem nýtur virðingar allra og gegnir hlutverki stjórnarformanns. Buscetta segir að hinn raun- verulegi „páfi“ sé maður að nafni Michele Greco, sem náði völdun- um 1978. Hann hefur vald til að eiga samningaviðræður við valda- mestu leiðtoga bandarísku Mafí- unnar og forystumenn annarra al- þjóðlegra glæpasamtaka. Hann dreifir einnig verkefnum og ann- ast fyrirgreiðslu fyrir hinar ýmsu „fjölskyldur“. En „æösta ráðið“ tekur mikilvægustu ákvarðanirn- ar, sem varða alla Mafíuna. „Páfinn“ getur beitt neitunar- valdi gegn ákvörðunum „æðsta ráðsins“, en getur ekki komið sjálfstætt fram í mikilvægum málum. Þegar fremja á sérstak- lega þýðingarmikla glæpi er það æðsta ráðið, sem tekur um það ákvörðun, og „páfinn" sér um að henni sé hrundið í framkvæmd. Sama gildir um fjárfestingar og víðtækar framtíðaráætlanir. Mikilvægt er að í játningum Buscetta kemur fram hvaða svæð- um einstaka fjölskyldur stjórna og hvernig háttað er samstarfi Mafí- unnar og stjórnmálamanna á Sik- iley. Flýði Buscetta var dæmdur í 14 ára fangelsi 1960 fyrir morð, en þrem- ur árum síðar tókst honum að flýja til Ameríku. Hann varð fljótlega einn af helztu frammá- mönnum bandarísku Mafiunnar, Cosa Nostra. Hann fór seinna til Brazilíu, þar sem hann fjárfesti milljónir doll- ara í fasteignum og leigubila- stöðvum í mörgum borgum. Sem einn af „sendiherrum“ Mafiunnar í Bandaríkjunum og Brazilíu fór hann oft til ítaliu og átti þátt í að skipuleggja ört vaxandi eiturlyfja- sölu samtakanna um allan heim. Þegar hann var í heimsókn á Italíu undir fölsku nafni fyrir mörgum árum þekktist hann aftur og var tekinn fastur. En hann sat ekki lengi í fangelsi. Hann notaði leyfi, sem hann fékk til aö heim- Tommasso Buscetta eftir handtökuna: ranf þagnareióinn. NÚMER EITT Á DAUÐALISTA MAFÍUNNAR Fimmtíu og sex ára gamall Mafíuleiðtogi, Tommasso Buscetta, sem leitað hefur verið að um allan heim, ákvað nýlega að gefa sig fram gegn því að öryggi hans og fjölskyldu hans yrði tryggt og hann yrði hafður í einangruðu fangelsi á Ítalíu. Aður höfðu keppinautar hans í Mafíunni m.a. myrt tvo syni hans og bróður. Auk þess gekk honum illa að reka mikiö fyrirtæki, sem hann hafði komið á iaggirnar í Brazilíu, því að hann varð stöðugt að fara huldu höfði af ótta við Mafíuna. Þó hafði hann gengizt undir skurðað- gerðir til að breyta útliti sínu og málrómi. sækja fjölskyldu sína, til þess að hverfa. í ágúst 1977 var ofursti í her- lögreglunni, Giuseppe Russo, myrtur með köldu blóði án sam- þykkis æðsta ráðs Mafíunnar og þar með hófst mikið uppgjör, sem átti rætur að rekja til mikilla breytinga innan samtakanna. Eins og Buscetta segir í játningu sinni: „Maffan er ekki lengur það sem hún áður var.“ Breytingarnar hófust þegar frönsku lögreglunni tókst að rjúfa svokölluð „frönsk tengsl“ alþjóð- legra eiturlyfjaviðskipta. í stað Marseille varð Sikiley aðalmiðstöð þessarar verzlunar og ólöglegar heróínverksmiðjur þutu upp eins og gorkúlur. Gömlu „fjölskyldurnar" á Sikil- ey áttu fullt í fangi með að ráða við þessa miklu þenslu á sviði, sem þær höfðu litla reynslu haft af áð- ur. Þær vildu heldur stunda hefð- bundna glæpi: svindl í húsnæðis- málum, svik með landbúnaðarlán, fjárkúgun og vændi. Andúð þeirra á sölu eiturlyfja hafði verið svo rótgróin að þegar slik efni voru seld til Bandarikj- anna fylgdi það skilyrði að aðeins mætti selja heróínið blökku- mönnum og Púerto-Rikönum, en ekki fólki af ítölskum ættum — „okkar eigin börnum". Nýjar „eitur-fjölskyldur" hösl- uðu sér völl á þessu sviði og Mafi- an tók upp nýja og miskunnar- lausari siði. „í gamla daga giltu vissar regl- ur,“ segir Buscetta i játningum sinum. „Það var t.d. algild regla að Undirstaöa Mafíunnar eru fjölskyldufyrirtæki. Á ytra boröinu virðist allt vera með felldu. menn áttu að „dýrka“ lögreglu- menn, ekki myrða þá. Og undir engum kringumstæðum mátti gera konum og börnum mein. Nú er enginn friðhelgur." Buscetta virðist hafa verið á bandi hins gamla og hófsamari arms Mafiunnar, sem kærði sig ekkert um morð á lögreglu- mönnum og stjórnmálamönnum. Þau morð hófust þegar Russo ofursti var veginn 1977 og þau mörkuðu þáttaskil. Blóðsúthell- ingarnar jukust um allan helming. Uppgjör Rúmu einu og hálfu ári síðar, i marz 1978, var framið annað morð, sem vakti mikla athygli. Fórnarlambið var aðalritari Kris- tilega demókrataflokksins á Sikil- ey, Michele Reina. Gömlu fjölskyldurnar — Bon- tade, Badalamenti og fleiri — hreyfðu mótbárum, en allt kom fyrir ekki. Ákvörðunin hafði verið tekin í æðsta ráðinu. Aðeins hafði „gleymzt" að kalla „kardinála" gömlu fjölskyldnanna á fund. Þarna virðast hafa orðið önnur þáttaskil. Upp frá þessu hafa nýj- ar fjölskyldur frá Corleone, útborg Palermo, og Catania haft töglin og hagldirnar i Mafíunni. Michele Greco, hinn nýi „páfi“, er úr einni af þessum fjölskyldum. Buscetta stóð með gömlu fjöl- skyldunum og fékk að kenna á því þegar uppgjörið náði hámarki á árunum 1981 til 1983 og leiddi til mikils blóðbaðs á Sikiley. Nýju valdhafarnir hófust handa um skipulagða útrýmingu allra þeirra, sem grunaðir voru um að hafa samúð með hinum útskúfuðu. Herferðinni stjórnaði Luciano Liggio, leiðtogi fjölskyldunnar í Corleone, sem nú hefur verið handtekinn. Að minnsta kosti 360 manns voru myrtir. í þessu blóðbaði voru tveir af sonum Buscetta myrtir. Þeir hurfu 15. september 1982 og síðan hefur ekkert til þeirra spurzt. Lík þeirra hafa aldrei fundizt. Hálfum mánuði síðar voru mág- ur hans, bróðir og bróðursonur skotnir til bana í vinnunni. Frændi hans var einnig myrtur um svipað leyti. Alls voru fjórtán nánustu vinir og samstarfsmenn Buscetta í Mafíunni myrtir á næstu tólf mánuðum. Annar handleggurinn var bókstaflega rifinn af 17 ára gömlum samstarfsmanni hans áð- ur en hann var drepinn. í Palermo er talið að ástæðan til þess að Buscetta lét breyta útliti sínu hafi verið sú að hann sé stað- ráðinn í að útrýma morðingjun- um, þótt síðar verði. Handtckinn Buscetta tókst að flýja aftur til Brazilíu, þar sem hann gekk undir nafninu „Jose Roberto Escobar". En þar hafðist upp á honum og hann var handtekinn 25. október 1983 fyrir að bera falskt vegabréf. „Allt í lagi, ég er Tommasso Buscetta. Nefnið upphæðina og þið fáið peningana. Eg borga hvað sem þið setjið upp svo að ég geti verið frjáls," sagði hann. En honum tókst ekki að múta lögreglunni. Hann barðist gegn því að hann yrði framseldur til It- alíu og gat komið í veg fyrir það þangað til í júní á þessu ári. En þá hafði italska lögreglan, sem fékk að yfirheyra hann, næg gögn und- ir höndum til þess að krefjast framsals hans. Þar að auki hafði hann heitið henni því að rjúfa þagnarheit sitt, „omerta“, sem samheldni Mafíunnar byggist á. Þessa vitneskju lét hann í té samkvæmt samkomulagi, sem hann gerði við ítölsk yfirvöld vegna hótananna í garð fjölskyldu hans og óttans við að aðrir Mafíu- leiðtogar mundu myrða hann. Hann lofaði að segja þeim allt sem hann vissi gegn því að hann og fjölskylda hans fengju vernd. Nokkrum sögum sfðar, 29.sept- ember, lét lögreglan í Palermo til skarar skríða, réðst inn í íbúðir snemma morguns og handtók fólk. Alls voru 66 af valdamestu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.