Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984 79 FramhliA vönukemmunnar f strfðslok. í dag lítur framhlióin þannig út MorgunbWMð/öl.K M. ar vöktu bæði kvíða og sektar- kennd hjá önnu. Stundum stóð hún við glugga leyniíbúðarinnar seint á kvöldin og leit hörmung- arnar með eigin augum: „Á kvöldin, þegar dimmt er orð- ið, sá ég oft hópa af alsaklausu fólki og i fylgd með því grátandi börn. Þetta fólk er miskunnar- laust rekið áfram af vopnuðum hermönnum, sem hrekja það og berja áfram, unz það er að hníga niður og örmagnast. Engum er þyrmt. Gamalmenni, ungbörn, óléttar konur og sjúklingar, allir verða að taka þátt i þessari göngu dauðans. Við megum sannarlega hrósa happi að fá að vera hér í friði og hafa allt, sem við þörfnumst. Og þessar hörmungar hefðu ekki snert okkur eins sárt, ef við vær- um ekki síhrædd um þá vini, sem okkur þykir vænzt um, en getum ekki lengur orðið að neinu liði. Ég sárskammast mín fyrir að sofa hér í hlýrri sæng á meðan vinir mínir eru hraktir og hrjáðir, og þeim hrint í göturæsið til að hírast þar i næturkuldanum. Og mig grípur kvöl og ótti, þegar ég hugsa um þá nánu vini, sem nú hafa fallið í hendur grimmustu siðleysingjum í veröldinni. Og það eingöngu fyrir að vera Gyðingar." Streita og vonleysi Einhver áhrifaríkasti þáttur Dagbókar Önnu Frank er lýsing hennar á sambúðarörðugleikum huldufólksins, hvernig aðsteðjandi ógn og kæfandi þrengsli byggja smám saman upp streitu og von- leysi, sem aftur birtist í innbyrðis ósætti og sundurlyndi: „Samkomulagið hérna versnar . með hverjum degi. Yfir borðum þorir enginn að opna munninn (nema þá til þess að stinga ein- hverju upp í sig). Hvað, sem sagt er, verður annaðhvort til leiðinda, eða það er hártogað og misskilið. Ég gleypi Valerian-töflur á hverj- um degi við áhyggjum og sleni, en líður bara enn verr daginn eftir. Eitt ærlegt hláturskast væri áreiðanlega betra en tíu Valer- ian-töflur. En við kunnum ekki að hlæja lengur." Hugrekki og bjartsýni En Anna var ekki á því að láta bugast og í átökum sínum við sjálfa sig og eymdina finnur hún lausn, sem léttir henni lífið: „Þegar einhver er dapur er ráð- legging mömmu þessi: „Hugsaðu um þá örðugleika og eymd, sem aðrir eiga við að búa, og vertu þakklát fyrir að vera ekki í þeirra sporum." Mitt ráð er aftur á móti þetta: „Farðu út á engi og akra og reyndu að njóta náttúrunnar og sólskinsins. Farðu út og reyndu að höndla hamingjuna í sjálfri þér og hamingjuna í guði. Hugsaðu um alla þá fegurð, sem ennþá býr bæði í þér og umhverfis þig og vertu ekki hnuggin heldur glöð.“ Háskinn og myrkrið En þrátt fyrir hugrekki, bjart- sýni og von, lætur hrár raunveru- leikinn ekki að sér hæða, óveð- ursskýin hrannast upp og þótt enn sé frestur, veit enginn hvenær hann rennur út: „Mér finnst við og leyniheimilið okkar vera eins og örlítill heið- ríkjublettur umkringdur svörtum óveðursskýjum á alla vegu. Þessi litli blettur er að vísu ennþá ör- uggur, en skýin dragast þéttar saman í kring um okkur og yfir- vofandi hættur þokast nær og nær. Og háskinn og myrkrið eru komin svo nærri og þrengja svo að okkur, að við rekumst hvert á ann- að og hrindumst á í örmagna við- leitni til að komast eitthvað burt. Við horfum til jarðar og sjáum mennina berjast, og við hefjum augun upp til friðarins og fegurð- arinnar. En svörtu skýin varna okkur leiðarinnar þangað, eru sá ægilegi veggur, sem aldrei verður yfirstiginn og ætlar að hrynja yfir okkur, þó enn sé frestur um stund. Ég get ekki annað en grátið og beðið: „0, að veggurinn mætti opnast og hin svörtu ský greiðast í sundur, svo að okkur opnist ein- hver leið.“ TOLEDO VOGIR OG VOGAKERFI IMiisí.»s hr BÍLDSHÖFÐA 10 - SÍMI 82655 BOKHALD MEÐ SMÁTÖLVUM MARKMIÐ: Tilgangur námskeiðsins er að gefa þátttakendum innsýn í og þjálfun við tölvuvætt fjárhags-, við- skiptamanna- og birgðabókhald og kynna hvaða möguleikar skapast með samtengingu þessara kerfa. EFNI: Tölvuvæðing bókhalds og skráningarkerfa. — Sambyggð tölvukerfi og möguleikar þeirra. — Æfingar og kennsla á tölvur. ÞÁTTTAKENDUR: Námskeiðið er ætlað þeim aðilum er hafa tölvu- vætt eða ætla að tölvuvæða fjárhags-, viðskipta- manna- og birgðabókhald sitt og einnig þeim sem vinna við kerfið á tölvurnar. Gert er ráð fyrir þekkingu í bókfærslu. LEIÐBEINENDUR: Hilmir Hilmisson, viðskiptafræðingur. Lauk prófi frá Háskóla íslands 1977 og síðan prófi sem lög- giltur endurskoðandi. Starfar nú sem ráðgjafi og endurskoðandi hjá Hagvangi h/f, og sem löggiltur endurskoðandi hjá endurskoðunarskrifstofu Ár- far h/f. Jón Sigurðsson, viðskiptafræðingur, lauk prófi frá viðskiptadeild Háskóla íslands 1979, en starfar nú sem rekstrarráðgjafi hjá Hagvangi h/f. TÍMI: 19.—21. nóvember, kl. 9—13. Síðumúla 23. Ath. Starfsmenntunarsjóður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og Starfsmenntunarsjóður starfsmanna ríkisstofnana greiða þátttökugjald fyrir félaga sína á þessu námskeiði. Verslunar- mannafélag Reykjavíkur greiðir 75% fyrir sína félagsmenn. Upplýsingar gefa skrifstofur viðkomandi félaga. STJÓRNUNARFÉLAG ISLANDS IKo23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.