Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 36
108 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984 (íamanleikrit eftir Noel Coward sýnt hjá Leikfélagi Akureyrar Einkalíf lengi lifir í gömlum glœðum „Hver getur raunverulega sagt að það sé meiri sannleik- ur fólginn í tárum en hlátri?“ Þessi orð eru eignuð hinum fjölhæfa Noel Coward, sem fékkst við ýmislegt um dagana, og hlaut það m.a. að launum að vera sleginn til riddara af sjálfri Elísabetu Englandsdrottningu árið 1970 fyrir leik- hússtörf. Nú er eitt leikrita hans á fjölum atvinnuleikhúss hér á landi, Leikfélag Akureyrar frumsýndi leikritið Einka- líf 12. október sl. í fjölmiðlaþögninni sem setti svip á verfall BSRB og bókagerðarmanna. Noel Coward fæddist í Teddington Middlesex 16. desember 1899. Hann lést 74 ára að aldri og hafði þá afkastað miklu, samið 281 sönglag, 27 leikrit, sem sum hver hafa orðið sígild nútímaleik- húsverk, 4 kvikmyndahandrit, 5 smá- sagnasöfn, sjálfsævisögu og skáldsögu. Hann kom fyrst fram á leiksviði 11 ára gamall og fyrsta leikrit hans „I’ll leave it to you“ var sett á svið í London er hann var rúmlega tvítugur. Þetta var gamanleikrit og tveim árum síðar var annað gamanleikrit hans á ferðinni í London. Það var þó ekki fyrr en þriðja leikrit hans „The Vortex" var sett á svið í London árið 1924 að hann sló í gegn. Coward lék sjálfur aðalhlutverkið og næstu ár var ekkert lát á vinsældum hans, hann lék og samdi leikrit og reví- ur iöfnum höndum. Arið 1930 lék Coward aðalhlutverkið í nýjum gamanleik „Private Lives", öðru nafni Einkalíf, og hefur leikritið verið þýtt á ótal tungumál og sýnt víða um heim. Sagt er að höfundurinn hafi feng- ið hugmyndina að leikritinu eina and- vökunótt er hann var í sumarleyfi í Tókýó 1929. Aðalþráður leikritsins mót- aðist á fjórum klukkustundum, og nokkrum vikum siðar er Coward lá í flensu í Shanghai skrifaði hann upp- runalega handritið að leikritinu. Æf- ingar hófust svo í júlí 1930 og fyrsta frumsýningin var 18. ágúst 1930 í King’s Theatre í Edinborg. I september sama ár var leikritið frumsýnt í London, I aðalhlutverkum voru Noel Coward og Gertrude Lawrence, Laurence Olivier lék Victor og Adrianne AUen lék Sibyl. f gegnum árin hafa ýmsir frægir leikarar spreytt sig á aðalhlutverkunum, Maggie Smith lék Amöndu árið 1972 í London og á Broadway. Og Tammy Grimes vann til Tony-verðlaunanna fyrir leik sinn í sama hlutverki sem besta leikkona árs- ins 1970. Þann 8. maí í fyrra var Einkalíf frum- sýnt á Broadway með hinum frægu hjónaleysum Elisabet Taylor og Rich- ard Burton í aðalhlutverkum, og sögðu gárungarnir að leikritið væri sem skrif- að fyrir þau tvö. Einkalíf hefur áður verið sýnt hér á landi, var sýnt í Þjóð- leikhúsinu 1953, í þýðingu Sigurðar Grímssonar. Inga Þórðardóttir lék Am- öndu, Einar Pálsson Elyot, Róbert Arnfinnsson Victor og Bryndís Péturs- dóttir Sibyl. Um hvað fjallar svo leikritið? í stuttu máli um tvenn nýgift hjón sem hittast í brúðkaupsferð á litlu sveitahóteli í Frakklandi. Ekkert athugavert við það, en þegar nánar er að gáð er annar brúð- guminn og önnur brúðurin að gifta sig öðru sinni, áður höfðu þau sem sagt ver- ið hjón. Þetta skapar auðvitað spennu á Noel Coward i unga aldri. venjulegu frönsku sveitahóteli og þar sem enn lifir í gömlum glæðum gerist margt óvænt áður en yfir lýkur. Leikrit- ið hefur talist í hópi sígildra nútíma- leikverka, ekki síst þar sem það fjallar um skilnað hjóna, fyrirbæri tuttugustu aldarinnar, þar sem oft er reynt að leysa árekstra í einu sambandi með því að stofna nýtt. En tekur eitthvað betra við? Leikhúsgestum er látið eftir að glíma við þá spurningu. Leikritið Einkalíf er þýtt af Signýju Pálsdóttur leikhússtjóra og Jill Brooke Árnason. Una Collins er höfundur leikmyndar og búninga, leikstjóri er Jill Brooke Árnason, lýsing og leikhljóð eru í höndum Alfreðs Alfreðssonar og aðal- hlutverk leika Sunna Borg, Gestur E. Jónasson, Guðlaug María Bjarnadóttir og Theodór JúlíuBson. Við skulum grípa niður í handritinu þar sem Amanda og Elyot fyrrum hjón hittast óvænt á svölunum á franska sveitahótelinu eftir fimm ára aðskilnað. Fyrst er lýsing á sviðinu: „Elyot gengur hægt að handriðinu. Amanda gengur hægt fram á sínar sval- ir og ber bakka með tveimur kokteil- glösum. Hljómsveitin niðri tekur að spila. Bæði Elyot og Amöndu bregður lítið eitt við það. Síðan fer Elyot í þönk- um að raula lagið sem hljómsveitin er að leika. Amanda heyrir raulið í Elyot oggrípur um kverkar sér eins og hún sé Útvegsmenn Snæfellsnesi Aðalfundur þriöjudaginn 13. nóvember kl. 17.00. Dagskrá: I. Venjuleg aðalfundarstörf. II. Ávarp: Krístján Ragnarsson. III. önnur mál. Stjórnin. Sarasota, Florida, U.S.A. Tvö lúxusherbergi og tvö baöherb. í íbúöablokk til leigu. Hægt er aö synda í Mexíkóflóa eöa í okkar fallegu sundlaug og fara í tennis. Frábærir veitingastaöir og öll önnur þjónusta fyrir feröamenn. Skrifiö eöa hringiö eftir upplýsingabæklingi. Sarasota Surf & Racquet Club, 5900 Midnight Pass Road, Sarasota, Fl. 33581. Sími 1-813-349-2200. Lukkudagar Vinningsnúmer 1.—30. september 1984. 1 30057 11 3039 21 9381 2 35119 12 22809 22 48055 3 4010 13 37904 23 36079 4 1175 14 47611 24 49482 5 26777 15 33439 25 25894 6 58510 16 3835 26 36118 7 47352 17 36294 27 11336 8 53090 18 26716 28 3279 9 40255 19 216 29 29309 10 11851 20 48375 30 59528 Vinningsnúmer 1.- —31. október 1984 1 23923 11 1494 21 35110 2 48617 12 54668 22 732 3 101 13 58971 23 6 4 33836 14 16772 24 43365 5 21314 15 13886 25 26674 6 5781 16 29729 26 377 7 33582 17 46305 27 38465 8 53877 18 35176 28 45760 9 984 19 3786 29 4925 10 31899 20 26310 30 18212 Vinningshafar hringi í síma 20068. 31 7905 Svíþjóð: Má skipta einu sinni um nafn Htokkbólmi. AP. ÞAÐ ER í lagi ad skipta um nafn einu sinni; en svo ekki meir. Áttræður maður frá Gauta- borg vildi skipta um nafn og fékk það f samræmi við nýju nafnalögin f Svíþjóð. Ein af afleiðingum breyt- ingarinnar var sú, að maður- inn varð að fá nýtt ökuskfr- teini. Og það kostar sitt. Þegar þetta varð ljóst sá gamli maðurinn eftir öllu saman. Hann sneri sér til kirkjuráðsins, sem synjaði um aðra breytingu. Það er nefni- lega aðeins leyft að breyta nafni sinu einu sinni. Þegar maður hefur skipt um nafn þá hefur maður skipt um nafn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.