Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 30
102
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984
Námskeið kirkju
fræðslunefndar
Námskeið um tjáskipti
í ólíkum hópum
Aó kvöldi daganna 31. okt, 1. og
5. nóv. var haldið námskeið í safn-
aðarheimili Langholtskirkju. Það
var haidið á vegum kirkjufræðslu-
nefndar f tengslum við kirkjuþing,
var öllum opið bæði lærðum og
leikum og fjallaði um tjáskipti.
Okkur þótti forvitnilegt að
leggja leið okkar þangað að
heyra um strauma og stefnur i
tjáskiptum, sem er að verða
fræðigrein út af fyrir sig. Flestir
þeirra sem fluttu erindi voru
prestar sem nýlega hafa komið
heim úr framhaldsnámi erlend-
is, bæði í Bandaríkjunum og i
Noregi. Gáfu þeir okkur sem
heima sátum en komu á nám-
skeiðið hlutdeild i afrakstri
náms þeirra með þeim.
Fyrsta kvöldið fjallaði sr.
Bernharður Guðmundsson um
það hvernig boð berast, skiljast
og misskiljast. Einnig fjallaði sr.
Birgir Ásgeirsson um fagnaðar-
erindið og ofdrykkjumenn. Að
því loknu voru umræður yfir
kaffiveitingum sem kvenfélag
Langholtskirkju veitti af mikilli
rausn.
Áfram var haldið kvöldið eftir
og þá hlýtt á erindi sr. Jóns
Bjarman um lausn á ágreiningi
innan kirkju. Síðasta kvöldið
fjallaði svo sr. Sigfinnur Þor-
leifsson um guðfræði og gamla
fólkið og sr. Jón Dalbú Hró-
bjartsson um sálgæslu í hópum.
öll voru þessi erindi áhuga-
verð, ekki síst vegna* þess að við
fengum að heyra þau öll í sam-
hengi og ræða svo um þau.
Þykir okkur sem kirkju-
fræðslunefnd eigi miklar þakkir
skildar fyrir framtak sitt, og
vonum við að okkur gefist brátt
kostur á öðru námskeiði, því að
ekki er vanþörf á upplýsinga-
streymi innan kirkjunnar.
Hér fylgja nokkrar glefsur úr
erindum námskeiðsins.
— Ef við ætlum að ná til fólks
verðum við að vinna traust þess,
vekja áhuga þess og fá það til að
bregðast við því sem við höfum
að miðla. Upplýsingarnar verða
að höfða til fólks.
— Það versta við misskilning
er ekki að hann skuli koma upp
heldur að hann kemur ekki í ljós
fyrr en menn hafa tekið ákvarð-
anir á grundvelli hans.
— Ágreiningur er algengast-
ur milli þeirra sem búa í nábýli.
Ef hann er bældur i stað þess að
tjá hann viðkomandi aðilum, er
hætta á að deila verði, þar sem
allt „óréttlæti" fortíðar er dregið
inn í hana.
— Sé fundin lausn á deilu, ber
hiklaust að halda upp á „friðar-
samninginn", i stað þess að
dvelja við hið neikvæða.
— Það er m.a. þjónusta og
starf kirkjunnar (okkar) að leita
réttlátra lausna þar sem úr-
lausnir þjóðfélagsins bregðast.
Það á við jafnt um starf meðal
aldraðra, fanga, einmana, sjúkra
sem heilbrigðra, því við erum öll
sköpuð af Guði, elskuð af honum,
endurleyst og dýrmætir limir á
líkama Krists, sem er kirkjan,
heilög og almenn.
— Fyrsta þjónustan er að
hlusta á náunga okkar.
Auk þess var rætt um hvað
vantaði mikið starfsfólk innan
kirkjunnar til að vinna að ýms-
um málefnum hennar, s.s. öldr-
unarþjónustu, sjúkrahúsþjón-
ustu o.s.frv.
En hver er þessi Kirkju-
fræðslunefnd? Formaður henn-
ar, séra Heimir Steinsson, svar-
aði nokkrum spurningum okkar.
— Hvað er kirkjufræðslu-
nefnd og hvað hefur hún gert?
Kirkjufræðslunefnd hefur
starfað frá árinu 1978 þegar
kirkjuþing skipaði hana til að
henda reiður á fræðslumálum
kirkjunnar. Árið 1980 skilaði
nefndin skýrslu um fermingar-
fræðslu og brátt varð til í sam-
vinnuhópi efni til fermingar-
fræðslu. Eins hefur orðið til
hjónafræðsluefni og fyrirhugað
er að vinna að fræðsluefni handa
fullorðnum. Samstarfsnefndin
sér um tilurð þessa efnis. Rétt er
að nota orðið tilurð þvi að slíkt
efni er ekki samið heldur verður
til í samvinnu og samræðum við
ýmsa aðila sem hlut eiga að
máli.
— Hvað er framundan?
Helsta verkefnið er einskonar
námsskrá frá vöggu til grafar.
Slík námsskrá sem ætti að taka
yfir allt líf hins kristna manns,
verður unnin á breiðum grund-
Formaður kirkjufræðslunefndar,
sr. Heimir Steinsson.
velli innan lúthersku kirkjunn-
ar. Ráðgert er að halda ráð-
stefnu um málið hvar lærðir og
leikir, starfsmenn safnaða og
áhugahópa, leggja til hugmyndir
sínar og reynslu um efnið.
— Þetta er e.t.v. barnaleg
spurning, en hvað er kirkju-
fræðsla? Kirkjufræðsla er öll sú
fræðsla sem kirkjan hefur um
hönd með þeim sem vilja starfa
að henni. Rétt er að greina hana
frá kristnifræðslu sem fer fram í
skólum. Í eðli sinu er hún ná-
skyld kristinni boðun og eru eng-
in skýr mörk þar á milli.
— Er ekki námskeiðahald
nefndarinnar ný braut?
Jú, a.m.k. í Reykjavik. Þeir
sömu og sjá um mikinn hluta
starfs kirkjufræðslunefndar,
tengdust námskeiða- og ráð-
stefnuhaldi í Skálholtsskóla.
Þessi námskeið eru gróðrarstía
fyrir hugmyndir sem geta í með-
höndlun fólks orðið að góðu
fræðsluefni.
Eins má geta þess að æ fleiri
málum er skotið til nefndarinn-
ar, bæði frá kirkjuþingi og öðr-
um. Þörf þykir á því að fjalla um
myndbönd og friðarfræðslu, svo
að dæmi séu nefnd. Kirkju-
fræðslunefnd leitar þá uppi að-
ila, sem ieyst geta úr tilteknum
málum, eða annast þau sjálf.
Kristniboðsdagur
Þjóðkirkjunnar
„Allt vald er mér gefið ... “ ,
ég er með ykkur alla daga allt til
enda veraldar."
Hver erum „við?“
„Við“ erum lærisveinar hans,
kirkja hans.
„Þar (á fjallinu í Galileu) sáu
þeir hann, og veittu honum lotn-
ingu. En sumir voru í vafa.“
(Matt. 28:17.)
Það erum við sem Jesús
hughreystir með orðum sínum.
„Allt vald ... “, „ég er með ykk-
ur ... “ , og okkur ber að gera að
lærisveinum alla samferðamenn
okkar nær og fjær, skír aþá og
kenna þeim að halda boð Guðs.
Hversu mikið tökum við orð
Jesú til okkar? Við trúum því að
hann hafi sagt þau, en trúum við
að hann hafi sagt satt? Og að
þessi sannleikur gildi fyrir okkur
líka? Trúum við að Guð standi
við sinn hluta af samningnum?
Ef við trúum yfir höfuð hlýtur
svarið að vera Já“.
Hugsum því um það hvar við
getum verið í verki því sem Guð
gaf kirkju sinni að vinna. Og
gert það sem hann býður okkur.
Verum lærisveinar, sækjum
kennslu.
Styðjum við bakið á þeim trú-
boðum sem vinna það verk sem
við getum af einhverjum ástæð-
um ekki unnið.
Munum að hvert og eitt okkar
er trúboði, því að hver sem
treystir Guði trúir á hann og lif-
ir samkvæmt trú sinni. Þar með
sýnir hann samferðafólki sínu
að Guð elskar okkur og vill
okkur aðeins hið besta.
Er ekki þess virði að deila þes-
sari elsku með þeim sem eru ok-
kur samferða og fara kannski á
mis við hana?
Um fyrirgefningu
22. sunnudagur eftir
trinitatis. Matt. 6. 14—15
í dag hugleiðum við kristniboð
jafnt innanlands sem utan. Við
fræðumst um verk Guðs og mátt
og finnum okkur þá knúin til að
bera fagnaðarerindinu vitni. Við
sækjum ráðstefnur til að fræðast
um hvað aðrir í kirkjunni eru að
fjalla um og bræða með sér. Eins
sækjum við messur til að hafa
samfélag við trúsystkini okkar.
I texta dagsins er brýnt fyrir
okkur að fyrirgefa öðrum eins og
Guð hefur fyrirgefið okkur. Að-
eins nokkrum versum framar er
þetta sagt i bæninni sem Jesús
kenndi lærisveinum sínum.
Okkur er því þörf á því að biðja
um að kunna að fyrirgefa.
Við sem höfum þegið svo mik-
ið af Guði og biðjum hann sffellt
um meira, bæði okkur sjálfum
og öðrum til handa, getum ekki
ætlast til þess að hann líti fram
hjá því ef við getum ekki gefið
öðrum upp sakir. 1 texta dagsins
segir hreinlega að Guði muni
ekki fyrirgefa okkur ef við fyrir-
gefum ekki öðrum. Hér kveður
rammt að orði. Miklu oftar heyr-
um við talað um hina óumræði-
legu elsku Guðs, sem allt megn-
ar, skilur og fyrirgefur. En þetta
samræmist sögunni um skuld-
uga þjóninn í Matt. 18 23—35.
Honum hafði verið gefin upp
griðarmikil skuld en f stað þess
að gleðjast og gefa samþjóni sín-
um upp litla skuld hans, brota-
brot af skuldinni sem hann sjálf-
ur slapp við að borga, varð hann
harður og sýndi enga miskunn.
Þannig er um okkur. Við höf-
um hlotið frelsi okkar af
óverðskuldaðri náð. Á hverjum
degi reynum við kærleika Guðs
til okkar. Ef þessi kærleikur
hrífur okkur ekki með sér og
kennir okkur að fyrirgefa hvert
öðru, hvernig búumst við þá við
að geta áunnið aðra fyrir Krist?
Biðjum Guð að gefa okkur kraft
til að fyrirgefa.
Biblíulestur vikuna 11. til 17. nóvember
Að bera fagnaðar-
erindinu vitni
Sunnud. 11. nóv.
Post. 20.24. Að bera fagnaðarerindinu vitni.
Mánud. 12. nóv.
2 Kor. 3 2—6 Bréf Krists.
Þriðjud. 13. nóv.
Kól. 1 9—14 Að vaxa að þekkingu á Guði.
Miðvikud. 14. nóv.
1 Tím. 1 12—14 Þjónusta við Krist.
Fimmtud. 15. nóv.
Matt. 28 18—20 Farið þvf og gjörið allar þjóðir að lærisveinum.
Föstud. 16. nóv.
Matt. 9 35—38 Uppskeran er mikil en verkamennirnir fáir.
Laugard. 17. nóv.
Post. 15 7—11 Hólpinn fyrir náð Drottins Jesú.
VJterkurog
hagkvæmur
auglýsingamiðill!
Skákskólinn
Námskeiö fyrir fulloröna hefst á miövikudagskvöldiö
kl. 8.
Innritun daglega frá kl. 10—12 og 14—19 í síma
25550 og á Laugavegi 51.
Hægt er aö bæta viö suma námsflokkana fyrir börn
og unglinga.
Qvymið auglýsinguna
og «ým4 ððrum.
Skákskólinn
Heimaey.
Bókin
Hagfræði og stjórnmál
eftir dr. Magna Guðmundsson, sem út kom í maí sl., er nú
uppseld. Takmarkað viöbótarupplag (2. útg.) kemur á markaö-
inn í þessari viku. Tryggið yöur eintak í tíma. Bókin á erindi til
allra, sem láta sig varöa verölagsmál, peningamál og skatta-
mál.
Útgefandi.