Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 20
92 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984 stærðar íslinsunnar og vatns- streymis að neðan. Erfiðara er að útskýra hvers vegna rústir taka upp á að rísa á einum stað í flá fremur en öðrum. Sennilega er um að ræða smáar ójöfnur í landslag- inu, til dæmis þúfur með óvenju- miklum eða þéttum mosa. Rúst- irnar eru misjafnar að stærð. Minnstu rústir eru 40—50 sm á hæð, en stærstu rústir í Norður- Kanada og Skandinavíu eru allt að 7 m á hæð. Það gildir að þeim mun hærri sem rústin er, þeim mun stærri er íslinsa hennar. Sífreri í rústum er nær aldrei tær klaki, heldur blandaður mó, silti eða leir þeim sem jarðveginn mynda. Is- æðar kvíslast um frerann og eru þær oft frá nokkrum millimetrum og upp í nokkra sentimetra á þykkt. Hreinar klakalinsur finn- ast oft dreift í freranum. En rústir eru ekki varanlegar," segir Þóra Ellen ennfremur. „ís- kjarninn í þeim getur eyðst og falla þær þá saman, og oft mynd- ast tjörn í miðjunni. Þetta getur gerst ef loftslagsbreytingar verða. Björn Bergmann, sem lengi hefur fylgst með rústum, telur að í hlýju sumrunum á árunum milli 1930 og 1940 hafi rústir mjög eyðst á heið- um í Húnavatnssýslu. í einni og sömu flánni má oft sjá nýrisnar rústir, gamlar og grónar rústir og samfallnar fyrrverandi rústir. Ris og eyðing rústa er greinilega einn- ig staðbundið fyrirbæri, sem verð- ur óháð breytingum á loftslagi. Mjög oft er eyðing rústa skýrð á þann hátt, að þegar rústin hvelfist yfir landið í kring, myndist sprungur í rústakollinn og/eða hliðarnar. Niður eftir sprungun- um eiga hlýtt loft og vatn greiðan aðgang að ískjarnanum, sem fljótlega tekur að bráðna. Þegar rústir þverspringa á hliðunum, renna lausu jarðvegsblokkirnar ofan á ísnum undan hallanum, og tekur þá oft vatn að grafa sig inn í rústina og bræða ísinn frá hliðun- um. Þetta sést víða hér á landi, einkum þó á jöðrum mjög stórra rústa, til dæmis á Jökuldalsheiði og einnig í Þjórsárverum. Þó má ekki túlka þetta svo, að sprungur í kolli eða hliðum séu skjótur dauðadómur fyrir rústir. I fyrsta lagi eru rústir langlíf fyrirbæri og eyðing ískjarnans á þennan hátt getur tekið mörg ár, ef ekki ára- tugi. Auk þess er ég ekki viss um að sprungur þurfi endilega að leiða til hruns rústa. Oft sjást opnar sprungur i gömlum og grón- um rústum. Stundum eru sprung- urnar vaxnar gróðri og hljóta því að vera nokkuð gamlar. Þá virðist t.d. ekki vera dýpra ofan á sífrer- ann en annars staðar á rústinni. I þriðja lagi geta rústir hreinlega blásið upp. Við það að vindur rífur með sér gróður og síðan mólagið undir. Þá er nauðsynleg einangrun sífrerans fokin út í veður og vind og íslinsan bráðnar. Þetta virðast vera algeng endalok rústa í Þjórs- árverum, en þó mun meira áber- andi austan Þjórsár, einkum í smærri gróðurlendum, en til dæm- is í Múlaveri." Þóra Ellen segir að í Þjórsár- verum séu víða nýrisnar og gróð- urvana rústir og hvarvetna gaml- ar og algrónar rústir. Millistigið virðist hinsvegar fágætt. Samt telur hún ekki að af því megi draga þá ályktun að nýmyndun rústa hafi legið niðri lengi vel en sé nú virk aftur, þar sem engar upplýsingar liggja fyrir um hversu langan tíma hvert stig i framvindunni tekur. Hún telur mjög líklegt að nýjar rústir hafi myndast i meira mæli á árunum eftir 1960 heldur en á hlýskeiðinu milli 1930 og 1960. Segir Þóra Ell- en að gamlar rústir hafi oft fjöl- skrúðugan blómgróður og birtir upplýsingar um gróður og tíðni tegundanna, sem of langt mál er upp að telja hér. Þess er einungis getið að grávíðir og smjörlauf finnast í einhverjum mæli í lang- flestum gömlu rústanna þar sem svarðlagið er oft snjómosi eða steinbrjótar setja mjög svip sinn á rústirnar í Þjórsárverum og þá sérstaklega gulbráin. „Hún er trú- lega sú planta sem hefur einn lengstan blómgunartíma allra teg- Gullbrí er sú planta sem trúlega hefur lengstan blómgunartíma allra teg- unda í Þjórsárverum og gul blóm hennar setja svip i rústirnar mest allt sumarið. Brokflói hji sniði 12 sem er einn af mælingarstöðunum { rannsóknum Þóru Ellenar. Myndina tók hún 1 igústminuði í Þúfuveri. Kerlingafjöll í baksýn. unda í Þjórsárverum og gul blóm hennar setja svip á rústirnar mestallt sumarið," segir hún og nefnir af blómjurtum þúfustein- brjót, lambagras og geldinga- hnapp. Fuglavarp við Dratthalavatn Vistfræðirannsóknir þær sem Þóra Ellen hefur með höndum í Þjórsárverum eru sem fyrr er sagt tvíþættar. í fyrsta lagi er verið að afla grunnvitneskju um gróður og jarðveg í Þjórsárverum og áhersla lögð á þá þætti sem búast má við að lónsmyndun við Norðlingaöldu hafi áhrif á, þ.e. útbreiðslu og þykkt sífrera, jarðvatnsstöðu, gróðurbreytingar, svo og rústirnar og myndunarsögu þeirra. Sér- staklega er reynt að athuga breytileika ofangreindra umhverf- isþátta og fylgni þeirra við gróð- ursamfélög og sveiflur á grósku milli ára. Fara mælingar fram á föstum mælistöðvum og hafa verið sett upp 18 snið. í öðru lagi hefur verið fylgst með vistfræðilegum áhrifum Dratthalavatns, sem myndað var 1981. „Það er gaman að sjá hve mikið hefur breyst á þessum stutta tíma við Dratthalavatn," segir Þóra EUen þegar talið berst að þvi. „Þar er miklu meira fuglalíf. I sumar voru þar t.d. heiðagæs, himbrimi, hrafn, sendlingur, fálki, lóuþræll og skúmur. Hávella verpti við vatnið og þar hefur sendlingur verpt, svo og heiðagæs að minnsta kosti. Lón eru mjög mismunandi og Kvíslaveituvötnin eru miklu stöðugri en venjuleg miölunarlón. Dratthalavatn er lík- ast stöðuvatni og í kvíslunum sem í það falla er svo mikið lindavatn. Þar ættu að vera meiri möguleik- ar á gróðurmyndun, en þó aðeins á ströndinni. Vatnsstaðan hækkar og vatn síast út í jarðveginn í kring. Að vísu tekur langan tíma að mynda gróður í 600 m hæð, en við fylgjumst með því hver áhrif breyting á vatnshæð hefur. Al- mennt sé ég ekki ástæðu til að am- ast við Kvíslaveitu á náttúru- fræðilegum grundvelli. Lítið gróð- urlendi fer undir vatn og það þá fremur rýrt og oftast mjög sand- orpið." Sífrerinn þynnist neðan frá „Reynsla frá Kanada hefur sýnt að landrof getur verið geysilegt við miðlunarlón með sífrosin jarð- lög í fjöruborðinu. Okkar rann- sóknir hafa sýnt að sífrerinn við Dratthalavatn þynnist neðan frá. íslinsurnar í rústunum við Dratthalavatn virtust líka vera mjórri, en í stað þess að falla sam- an eins og búast hefði mátt við hækkuðu rústirnar. Fengu bara meira að drekka og hækkuðu um 30—40 sm. Stórar rifur voru í gróðurþekjunni á þeim, en þær hafa ekki fallið saman. Þar sem ísinn á vatninu var ekki þykkur hefur hann bráðnað. En ég held að sífrerinn í Þjórsárverum sé of þunnur til að hafa nein teljandi áhrif á strandmyndun. A B C D Dæmigerð niyndun og hnignun rústa í flá, eins og Þóra Ellen sýnir það ferli í skýrslu sinni. Byrjar á mynd A á hallalítilli mýri með þykkum mó, þar sem þúfa myndast í mýrinni t.d. vegna óvenjuþéttrar mosabreiðu (B). Snjóhula er þynnri í þúfunni en landið í kring (C) og frost þrengir sér dýpra. Frost fer ekki úr jörðinni næsta sumar og íslinsa lyftir henni hærra yfir landið í kring (D). Þannig heldur rústin áfram að vaxa uns jafnvægi hefur myndast milli stærðar hennar, veðurfars og vatnsstreymis að neðan. Með tímanum geta myndast sprungur í koll og hliðar rústarinnar eins og sést á mynd F og þá geta endalok hennar orðið svo sem sést á eftir. Vindur nær að rjúfa gróðurþekjuna og mólagið að blása burtu, einangrun linsunnar er farin og hún bráðnar eða sígur saman (G og H) eða að laus móstykki ofan á íslinsunni síga undan þunga sínum og jaðrar hennar taka að bráðna. Tjörn myndast þá meðfram hliðum rústarinnar og bræðir smám saman íslinsuna. Hvaða áhrif hefði slíkt miðlun- arlón á Þjórsárverin? Þar gæti orðið talsvert rof. Jarðlögin eru svo fínkornótt og fyrirstaða lítil. Miðlunarlónið við Norðlingaöldu yrði miklu stærra og gæti þar orð- ið rof af ölduorkunni. Spurningin er hve mikið. í miðlunarlóni eT vatnsborðið breytilegt. Landið er svo flatt þar sem þetta efsta lón í Þjórsá yrði, að það mundi skipta miklu máli. Við hækkun getur stórt svæði farið undir vatn. Þess vegna verður maður að vita hver jarðvatnsstaðan er þarna og hve mikið hún breytist náttúrulega. Og eins að þekkja fræforðann sem liggur þar í jarðveginum og spírar ekki nema til komi einhver rösk- un. Hér hefur þetta ekkert verið skoðað, en erlendis geta slík fræ verið mjög gömul. Við tókum sýni í sumar og ætlum að rækta þau. Þau gætu bætt upp þær plöntur sem deyja. Áhrif af lóni við Norðl- ingaöldu er því viðkvæm og erfið spurning. Við vitum að miöað við nýjustu hugmyndir fara 16% af grónu landi í Þjórsárverum undir vatn. En spurningin er hve miklu það kemur til með að breyta þegar vatnsborð hækkar og lækkar. Þetta miðlunarlón kæmi síðast og er liður í fullnýtingu Þjórsár til orkuframleiðslu. Sagt er að rann- sóknir fyrir svona virkjun taki 20 ár og lón við Norðlingaöldu kæmi eflaust ekki til fyrr en um alda- mót, svo við höfum nokkurn tíma Heiðagæsaungar í Þjórsárverum. Ljóam. E.Pá. til rannsókna."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.