Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984
125
^L^AKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 10—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
ny utt'
Kammertónleikar
í Bústaðakirkju
Stefán Jónsson frá Grænumýri
skrifar:
Það er ekið sem leið liggur
Sogaveginn inn í Bústaðasókn að
Bústaðakirkju. Einn fagur og
kyrrlátur vetrardagur er að
kveðja borgina og í húmi kvölds-
ins hraða prúðbúnir borgarbúar
sér á kammertómleika, sem eru
haldnir þar í kirkjunni. Það eru
félagar úr Sinfóníuhljómsveit ís-
lands, sem þar ætla að leika f
kvöld undir stjórn okkar ágæta
hljómsveitarstjóra, Páls P. Páls-
sonar. Þarna er um að ræða mjög
fjölbreytta og skemmtilega efnis-
skrá, ekki síst að því leyti að
þarna er fléttað saman tónlist allt
frá aldamótum sautján hundruð
til þriðja áratugar tuttugustu ald-
ar. Þessir tónleikar eru vel sóttir,
hvert sæti skipað, að heita má, í
þessu glæsilega guðshúsi, Bú-
staðakirkju. Það ríkir mikil og góð
efnilegur píanóleikari og óskum
við Guðríði góðs gengis á lista-
brautinni.
Að loknu góðu hléi, þar sem
kirkjugestir gátu rétt úr sér í
hinni rúmgóðu forkirkju, spjallað
saman og skipst á skoðunum um
tónleikana, hóf hljómsveitin að
leika hina dásamlega fallegu sin-
fóníu Mozarts, Linz-sinfóníuna
K425. Þarna mátti glöggt sjá og
heyra, eins og svo oft áður, hve
frábær stjórnandi Páll P. Pálsson
er. Þarna fengum við svo sannar-
lega að heyra Mozart rétt túlkað-
an, hugljúfan grátklökkvann í
fiðlunum í Adagio, sem siðan
breyttist í svo mikla glaðværð í
Allegro spirituoso í fyrsta kafla.
Það má til gamans geta þess, að
Mozart samdi þessa sinfóniu á að-
eins fjórum dögum. Hann átti að
stjórna tónleikum í Linz, en þá
vantaði á efnisskrána, svo hann
stemmning hjá kirkjugestum, eins
og oft þar sem haldnir eru tón-
leikar í kirkjum.
Fyrst á efnisskránni er virðu-
legt og hlýlegt barokk-verk eftir
Johann Pachelbel, sem var sam-
tíðarmaður J.S. Bachs, meistarans
mikla. Þetta tónverk hljómaði
fagurlega í hvelfingum kirkjunnar
og er flutt með miklum ágætum af
strengjaleikurum úr Sinfóníu-
hljómsveit íslands og mildir tónar
sembalsins berast áheyrendum til
eyrna og gera tónverkið enn meira
hrifandi.
Þá er næst á efnisskrá konsert-
músik fyrir píanó, málmblásara
og hörpu op. 49 eftir Paul Hinde-
mith. Á píanóið leikur ung lista-
kona, Guðríður St. Sigurðardóttir,
og skilar hún þarna hlutverki sinu
af mikilli prýði. Eftir að hafa
heyrt Guðriði leika í þessu verki
dylst engum að þarna er mjög
Þessir hringdu . . .
Bendum börnum
á betra
leiksvæði
8384-6909 hringdi:
Mig langar til að gera athuga-
semd við ummæli íbúa i Kamba-
seli í Velvakanda á föstudag. íbúi
þessi biður um hraðahindrun i
götuna og ég tek undir það. En um
leið og við beinum slíkri beiðni til
borgaryfirvalda, þá finnst mér að
við ættum að beina þeim tilmæl-
um til foreldra þar að benda börn-
um á betra leiksvæði en götuna.
Kambaselið er í algjörum sér-
flokki hvað það varðar, að alltaf
eru börn að leik úti á götunni. 1
næstú götum er ástandið ólikt, en
inn Kambaselið keyrir enginn án
þess að þurfa að gæta sin einstak-
lega vel fyrir barni eða börnum og
leikföngum þeirra. Fólk sem
heimsækir kunningja í Kambasel-
inu hefur oft haft orð á þvi hvað
þetta væri áberandi. Bendum
bðrnunum á betra leiksvæði!
Ekki viröingar-
leysi við
Golden Gate
Stefán Jökulsson hringdi:
Mig langar til að svara lesanda,
sem spurðist fyrir um ummæli
þau, sem viðhöfð voru um Golden
Gate-kvartettinn I morgunþætti
mínum. Sá sem þessi orð lét falla
var einn dagskrárgerðarmanna,
Sigurður Einarsson. Hann tók það
fram í kynningu, að Golden Gate-
kvartettinn hefði stundum verið
kallaður Watergate-kvartettinn af
gárungum. Sigurður lét þessi orð
falla án þess að ætla á nokkurn
hátt að vanvirða þennan kvartett,
enda erum við báðir miklir að-
dáendur Golden Gate. Við viljum
að siðustu senda bestu kveðjur til
þess sem hringdi.
gerði sér lítið fyrir og samdi þetta
fallega tónverk á aðeins fjórum
dögum, eins og áður segir. Það var
mikið klappað að tónleikunum
loknum og hljómsveitarstjóra og
hljoðfæraleikurum þakkað eins og
vera ber.
Þessi kvöldstund í Bústaða-
kirkju 8. nóvember sl. var sannar-
lega ánægjuleg og skilur eftir góö-
ar minningar um góða og vel
flutta tónlist og sannar okkur enn
einu sinni hvað mikið við eigum að
eiga Sinfóniuhljómsveitina. Það er
hörmulegt til þess að hugsa, að
uppi skuli vera raddir sem jafnvel
vilja þessa hljómsveit feiga. Ég tel
aftur á móti að sem best þurfi að
búa að Sinfóníuhljómsveit ís-
lands, t.d. með nýju og góðu
hljómleikahúsi. Sem betur fer eru
margir sðmu skoðunar, því hljóm-
sveitin er og verður einn traust-
asti máttarstólpi íslenskrar
menningar.
Hef opnað læknastofu
í Austurstræti 6, 5. hæö.
Viötalsbeiöni í síma 621776 kl. 15—17 alla virka
daga.
Oddur Bjarnason læknir.
Sérgrein: Geölækningar.
Málverkauppboö
veröur aö Hótel Sögu sunnudaginn 18. nóvember nk.
kl. 20.30. Myndirnar veröa til sýnis sunnudaginn 18.
nóvember kl. 14.00—18.00 aö Hótel Sögu.
Látið húða fyrstu
barnaskóna
C(úta
MEÐ
EKTA ItOpat HÚDUN
vinsamlegast hringid i síma
77535 milli 4-8
•ZXSXLít
Dr«gl6 21 ’
3511
kr. 75 000,00
kr. 50 000.00
Kr 30 000.00
Vlnnlng«r:
, fwoavtnnlnflur eftir v«H
IZl'ÍSSS **** H#!Kjerveiömeeti Kr. 325000.00
1 „m. »r« 00 365,0
GIGTARFÉLAG
ÍSLANDS
þarfnast stuðnings
ykkar 5
\filakvefifo
Flestir landsmenn þurfa
einhverntímann að leita læknis
vegna gigtar.
Styðjið Gigtarfélag íslands í baráttu
þess við gigtina.
Gigtarfélag íslands
Ármúla 5, Reykjavík.
Símar 30760 & 35310